Morgunblaðið - 30.06.2018, Blaðsíða 34
Drottningin tók
hring í hestvagni
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir er fertug í dag. Hún er verk-efnastjóri hjá Íslandsstofu og hefur fengist við ýmis störf íáranna rás, vann til að mynda á Morgunblaðinu á sínum
tíma. Lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík áður en hún
fluttist til Lundúna og sótti sér meistaragráðu í almannatengslum
frá University of Westminster. Þá bjó hún á Ítalíu um hríð.
Ljóst er að Gunnhildur hefur meiri trú á veðurguðunum en
margur landinn um þessar mundir. Hún fagnar stórafmælinu í góð-
um hópi í garðinum heima í dag. „Mismikið hefur farið fyrir afmæl-
ishaldi hjá mér undanfarin ár enda ber afmælið upp í kringum eina
stærstu ferðahelgi sumarsins. Þó er alltaf eitthvað gert úr deginum,
hvort sem það felst í góðum mat, bíltúr á Þingvöll eða öðru. Þegar
stórafmælið ber síðan upp á laugardag eins og núna er ekki annað
hægt en að gera sér meiri dagamun en ella. Ég hef ekki gefið upp
vonina um að sólin láti sjá sig. Það má alltaf vona.“
Fögnuðurinn hófst þó að nokkru fyrr í júní þegar afmælisbarnið
og vinkonur hennar héldu til Englands. „Auk þess að sækja London
heim var líka dvalið í góðu yfirlæti í ensku sveitinni. Hópurinn fór
meðal annars á konunglegu veðreiðarnar í Ascot.“ Í viðlíka sam-
kvæmi er félagsskapurinn að vonum ágætur. „Það var ekki ónýtt
að vita af drottningunni sjálfri á svæðinu, m.a. að sjá hana taka
sinn hefðbundna hring í hestvagni … hún er alveg merkileg bless-
unin.“
Gunnhildur er gift Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Sam-
taka iðnaðarins. Þau búa í Garðastrætinu.
Milli fjalls og fjöru Hjónin við Como-vatn á Ítalíu síðasta sumar.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir er fertug
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
Á
sdís Skúladóttir fæddist
á Eskifirði 30.6. 1943 og
ólst þar upp til 1956 er
fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur. Hún var í
Gaggó Vest við Hringbraut, lauk
stúdentsprófi frá MR 1964, kenn-
araprófi frá KÍ 1965, prófi frá Leik-
listarskóla Reykjavíkur 1968, BA-
prófi í félagsfræði frá HÍ 1977, dip-
lómunámi í opinberri stjórnsýslu
MPA frá HÍ 2008, var í söngnámi hjá
Göggu Lund og Guðmundu Elías-
dóttur og sótti námskeið hjá Endur-
menntunarstofnun HÍ og víðar.
Ásdís var barnapía frá 10 ára aldri,
vann í frystihúsinu á Eskifirði, tók
þátt í síldarævintýrinu þar, vann í
saltfiski hjá BÚR, vann á City hóteli,
Hótel Bifröst og Hótel Borg.
Ásdís var kennari við Melaskóla
1965-72 og 1980-82, við Leiklistar-
skóla LR 1978-79, við Kvennaskólann
1983-85 og kennir enn félags- og tóm-
stundafræði við HÍ frá 2003. Hún var
leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi
Reykjavíkur 1968-97, leikstýrði m.a.
Ronju ræningjadóttur eftir Astrid
Lindgren, Ljóninu eftir Björn Th.
Björnsson og lék m.a í Spanskflug-
unni og Saumastofunni sem voru með
vinsælustu sýningum Iðnó. Hún var
leiðbeinandi í höfundasmiðju LR
1995-96, leikstýrði í Færeyjum, hjá
Havnar Sjónleikarfélagi 1982 og 1995
og Sjónleikarfélagi Klakksvikur
1983, hjá Wasa Teatern í Finnlandi,
hefur leikstýrt fjölda sögulegra
verka af ýmsum tilefnum, leikstýrt
sýningum áhugaleikfélaga, hjá Leik-
félagi Kópavogs, Leikfélagi Keflavík-
ur, Leikfélagi Selfoss og Leikfélagi
Sauðárkróks og við framhaldsskóla,
s.s. Kvennaskólann og FB, og haldið
námskeið í leiklist og leiklistarsögu.
Ásdís stundaði dagskrárgerð og
leikstjórn hjá RÚV með hléum frá
1968, stofnaði og leikstýrði ÁS-
leikhúsinu 1987, stofnaði listamiðju-
leikhópinn Smáhópinn hjá LR, stofn-
aði Nafnlausa leikhópinn, var félags-
ráðgjafi hjá Kópavogsbæ, vann þar
með unglingum en einkum við félags-
starf aldraðra, var settur félagsmála-
stjóri Kópavogs um hríð, 1982, og var
lausráðinn starfsmaður Hana-nú í
Kópavogi 1978-2004. Hún var for-
stöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar
Hæðargarði í Reykjavík 2004-2013.
„Nú stýri ég lífssöguhópi í Hæðar-
Ásdís Skúladóttir, leikari, leikstjóri og fyrrv. forstöðum. – 75 ára
Fjölskyldan Ásdís með sínu fólki í San Jose í Kostaríku sl. vor. Frá vinstri: Skúli, Daníel, Ásdís, Adam og Móeiður.
Sinnti vel leiklistinni
og eldri borgurum
Leikstjóri og höfundur Ásdís með
Astrid Lindgren, en Ásdís leikstýrði
Ronju ræningjadóttur eftir Astrid.
Kópavogur Alba Lea
Bergþórsdóttir
fæddist 2. ágúst
2017 kl. 0.12. Hún vó
3.270 g og var 49 cm
löng. Foreldrar henn-
ar eru Brynja Marín
Sverrisdóttir og
Bergþór Ingi Magn-
ússon.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK14.700
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK27.400
Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur.
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bæklingurinn
okkar fyrir 2018 er
kominn út. Í honum
finnur þú fullt af
tilboðum og
verðdæmum. Hægt
er að nálgast hann á
www.smyrilline.is
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss