Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 38

Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 22.5 - 31.12 2018 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ingibjörg Elsa Turchi er meðiðnustu hljóðfæraleikurumlandsins og maður er nánast farinn að sjá nafn hennar oftar en nafn Magnúsar Trygvasonar Elias- sen (svona nánast getum við sagt!). Ingibjörg fer yfir mörk og mæri og spilar popp og örgustu tilrauna- tónlist, kemur fram á böllum með Stuðmönnum og Babies, liðsinnir neðanjarðartónlistarmönnum eins og Special K og plokkar gígjuna með Soffíu Björgu og Teiti. Svo fátt eitt sé nefnt. Tónlist ferðast á stundum undarlega í dag, sumu er klínt í andlitið á manni en fyrir öðru þarf að hafa. Streymi og netútgáfa veld- ur því að við höfum aldrei verið ríkari að útgefnu efni, aldrei hefur verið auðveldara að nálgast það en um leið er útgáfa sú stundum eins og beljandi stórfljót þar sem góð og gegn verk sökkva óforvarandis til botns. Þannig tók Ingibjörg upp tónlist árið 2016 með góðri hjálp frá Sigurlaugu Gísla- dóttur (Mr. Silla) og gaf út sem eitt 17 mínútna verk, „Wood/Work“, og var því hlaðið upp á Soundcloud- síðuna. Þar lúrði það um sinn, í tiltölulega miklu skjóli frá eyrum okkar tónlistar- áhugamanna. Það var svo ekki fyrr en snemma vors á þessu ári sem verkið fékk almennilega, eða eigum við að segja almennilegri, útgáfu. Íslenska útgáfan Smit Records (Héðinn Finnsson) hlóð verkinu upp á Bandcamp-setur sitt en hin ágæta Bandcamp-síða hýsir fjöldann allan af grasrótarútgáfum frá veröld víðri. Auk upprunalega verksins (sem er nú stytt, en engar áhyggjur, Soundcloud-hlekkurinn er enn virkur) eru nú þrjú lög auk- Bassafljótið höfuga Morgunblaðið/ Iðin Ingibjörg Elsa Turchi bassaleikari er bæði mikilhæf og mikilvirk. reitis sem tekin voru upp af Ingi- björgu einni á síðasta ári. Efn- islega eru verkin svo til á tveimur sjötommum sem gefnar voru út í fimmtán eintökum. Það form stýrði því að „Wood/ Work“-verkinu var skipt upp í fjóra, ríflega þriggja mínútna parta. Tónlistin sjálf er al- gerlega æðisleg. Hún kall- ar í fyrsta lagi fram þau verk sem Skúli Sverrisson hefur verið að semja, mínimalískur bassaleikur sem myndar taktviss stef og lykkjur. Hljóðið er unnið og nótum og skölum vafið haganlega saman. Tónlistin minnir um leið á sólótónlist þá sem meðlimir bresku síðpönksveitarinnar Wire gáfu út eftir að þá sveit þraut örendi í fyrsta sinn („Wood/Work 2: Strip- down“). Einkanlega þá plötur Colin Newman og minnir umslag „Wood/ Work“ t.d. á þessar plötur. En nú veit ég ekkert hvort þetta var ætl- að eður ei! Ákveðinn munur er á nýrri verkunum og þeim eldri, en ekki mikill. Aðeins meira flökt á stílnum mætti segja, „Meliae“ lýtur nokkurn veginn sömu lögmálum og „Wood/Work“ en „Siroi“ er t.d. hvassara, víraðra og meira af knýj- andi áhrifshljóðum sem nuddast utan í hljóðrásunum. Allt í allt, virkilega áhlýðilegt verk og ég hvet lesendur til að nálgast þessa tón- list. Ætti þeim ekki að verða skota- skuld úr því, eins og ég hef verið að lýsa. »Hún kallar í fyrstalagi fram þau verk sem Skúli Sverrisson hefur verið að semja, mínimalískur bassa- leikur sem myndar takt- viss stef og lykkjur. Wood/Work er sóló- plata eftir hinn mik- ilhæfa bassaleikara Ingibjörgu Elsu Turchi. sveitinni í Malmö en hefur nú snú- ið sér að öðru. Færa Ísland nær umheiminum Að sögn Hlífar var ákveðið að blása til sumartónleika á fyrsta opnunarári safnsins. „Það var bara ekkert um að vera í Reykja- vík á sumrin á þeim tíma. Við sáum þarna möguleika á að kynna safnið og miðla bæði myndlist og tónlist á sama tíma,“ segir hún. Í gegnum tíðina hafa þau systk- in nýtt tengsl sín innan tónlist- arheimsins til að fá kunningja og kollega að utan til að koma að spila á tónleikunum. „Það hefur verið okkar markmið að færa landið nær umheiminum og öfugt. Við viljum sjá til þess að tónlistar- unenndur heyri ekki aðeins í þeim frægustu heldur kynnist einnig öðrum minna þekktum.“ Mikil aðsókn frá tónlistarfólki Að sögn Hlífar hefur áhugi tón- listarmanna á að halda tónleika í safninu alla tíð verið mikill. „Við höfum opið umsóknarferli og fáum iðulega um og yfir 40 umsóknir,“ „Menning bætir mannlífið“  Sumartónleikaröð í safni Sigurjóns Ólafssonar haldin þrítugasta árið í röð  Gítarleikur áberandi að þessu sinni Morgunblaðið/Valli Á Laugarnesi Hlíf við heimili móður sinnar og safnið sem helgað er verkum föður hennar, Sigurjóns Ólafssonar. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stendur fyrir röð sumartónleika í sumar líkt og fyrri ár. Safnið fagnar 30 ára starfsafmæli í ár og eru sumartónleikarnir jafnaldra safninu. Má segja að þema tón- leikanna í ár sé gítarleikur, þótt það hafi raðast þannig fyrir ein- skæra tilviljun, að sögn Hlífar Sig- urjónsdóttur, dóttur Sigurjóns og eins aðstandenda tónleikanna. Hún segir salinn henta afar vel fyrir gítarleik. Tónelsk fjölskylda Rík tónlistarhefð er í húsinu á Laugarnestanganum sem hýsir í dag safn myndhöggvarans Sig- urjóns Ólafssonar. Húsið var áður heimili Sigurjóns auk þess sem það hýsti vinnustofu hans að hluta til. Börnin hans fjögur ólust þar upp og spiluðu öll á hljóðfæri, að sögn Hlífar: „Þetta var mikið tón- listarheimili og var tónlistin órjúf- anlegur partur af þessu húsi,“ segir hún. Sigurjón dó árið 1982 og stofn- aði ekkja hans, Birgitta Spur, safn utan um verk hans í húsinu nokkr- um árum síðar. Öll börn Sigurjóns og Birgittu stunduðu tónlistarnám og þrjú þeirra lögðu tónlistina fyr- ir sig. Hlíf er fiðluleikari og Freyr bróðir hennar flautuleikari á Spáni. Ólafur, elsti bróðir þeirra, var sellóleikari í sinfóníuhljóm-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.