Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
Anna Margrét Björnsson
amb@mbl.is
Reykjavík Goth Night er íslenskur
goth-klúbbur sem er haldinn á
nokkurra mánaða fresti í höfuð-
borginni og teflir fram frábærum
tónlistarmönnum og plötusnúðum
sem leika myrka tónlist: goth-
tónlist, óttubylgju, dauðarokk og
iðnaðartónlist. Goth-kvöldin hafa átt
sér stað úti á Granda og á Gauknum
og hafa verið mjög vinsæl hjá
neðanjarðarliði Reykjavíkur.
Brennandi hugsjón
Skipuleggjendur Reykjavik Goth
Night eru þau Theódóra Björk Guð-
jónsdóttir, Bjarki Þór Guðmunds-
son, Guðrún Sæborg Ólafsdóttir og
Kenneth Balys sem er einnig þekkt-
ur sem tónlistarmaðurinn Dada
Pogrom en öll hafa þau staðið í
þessu af brennandi hugsjón síðan
árið 2011. „Fyrir utan að vera öll
goth og hafa tilheyrt senunni um
áratugaskeið höfum við samanlagt
yfirgripsmikla þekkingu á banka-
starfsemi, rafmagns- og tölvu-
verkfræði, hárgreiðslu og félags-
ráðgjöf,“ segir Theódóra sem
iðulega þeytir skífum á goth-
kvöldunum sem DJ Vetrarsorg.
En fyrir hverja er Reykjavik
Goth Night? „Reykjavík Goth Night
eru einu skemmtistaðakvöld sinnar
tegundar á Íslandi,“ útskýrir hún.
„Þar getur fólk upplifað og veg-
samað ólíkar víddir goth-menning-
arinnar í tónlist, dansi og klæðnaði.
Allir eru velkomnir á kvöldin og þá
einna helst þau sem sjaldan hætta
sér á skemmtistaði og upplifa sig
jaðarsett í íslensku næturlífi eða fá
ekki sköpunarþörf sinni fullnægt í
gráma hversdagsleikans.“
Nakið hold er líka goth
En eru goth-kvöldin svona alveg
„full-on“ goth þar sem fólk mætir
uppdressað í gothara-föt?
„Stutta svarið er einfalega „já“ en
við sem komum þarna saman erum
alls konar í útliti, komum úr öllum
áttum, alls konar umhverfi og erum
af öllum kynjum. Margir leggja sig
fram og klæðast eða klæðast minna
ákveðnum fatnaði. Nakið hold er
líka goth og á þessum kvöldum fáum
við meira frelsi til þess að vera þau
sem við erum og viljum vera en víða
á djamminu í Reykjavík. Við höfum
ekki „dress code“ og gerum engar
kröfur til fólks að klæðast goth-
fötum sem einhvers konar búningi.
Goth er frelsi, goth er fegurð og
goth er leyndardómur. Það kemur
innan frá og býr í hjörtum þeirra
sem þekkja töfra næturinnar.“
Elektrónískt iðnaðargoth
Næsta goth-kvöld á sér stað á
laugardagskvöldið á Gauknum frá
kl. 21 og þá mun koma fram ástr-
alska tónlistarkonan og fatahönn-
uðurinn Amelia Arsenic, en hún
spilar elektrónískt iðnaðargoth.
Einnig kemur fram Rex Pistols frá
Montréal sem spilar minimal cold-
wave, en á öðrum goth-kvöldum
hafa komið fram mögnuð bönd á
borð við Hatari, The Gothsicles,
Electronic Substance Abuse og
dada pogrom.
Áhugasamir gotharar og önnur
börn næturinnar geta nálgast miða í
forsölu á 1.500 krónur eða á 2.000
krónur við dyrnar á Gauknum en
miðinn veitir jafnframt 20% afslátt í
gotnesku versluninni Rokk & Róm-
antík á Laugavegi.
Goth er fegurð og frelsi
Goth-arar safnast saman á goth-kvöldi á Gauknum
Einu skemmtistaðakvöld sinnar tegundar á Íslandi
Morgunblaðið/Valli
Goth-arar Skipuleggjendur goth-kvöldsins sem fram fer á Gauknum í kvöld.
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Hin árlega tónlistarhátíð Englar og
menn hefst í Strandarkirkju á
morgun, sunnudag, með opnunar-
tónleikum í kirkjunni en á þeim
kemur fram fríður flokkur tónlist-
armanna, þau Björg Þórhallsdóttir
sópran, Elmar Gilbertsson tenór,
Elísabet Waage hörpuleikari,
Guðni Franzson klarínettuleikari
og Hilmar Örn Agnarsson organisti
og flytja sönglög eftir Sigvalda
Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Pétur
Sigurðsson, Guðna Franzson, F.
Schubert, T. Arne, L.V. Beethoven,
Chopin, Donizetti og fleiri.
Í tilkynningu segir að hátíðin
verði lengri í ár en undanfarin ár
og standi nú yfir frá 1. júlí til 12.
ágúst. Sem fyrr verður söngur í
öndvegi og fram koma margir
fremstu söngvarar og hljóðfæra-
leikarar landsins ásamt ungum og
upprennandi söngvurum.
Sunnudaginn 8. júlí verða tón-
leikar í umsjá Bjarna Frímanns
Bjarnasonar, tónlistarstjóra Ís-
lensku óperunnar, sem kemur á
þeim fram með fríðu föruneyti
ungra og upprennandi tónlistar-
manna. 15. júlí koma fram sópran-
söngkonan Sólrún Bragadóttir og
Ágúst Ólafsson barítón og með
þeim leikur Jón Sigurðsson á orgel
og píanó. Söngkonurnar Hanna
Þóra Guðbrands-
dóttir sópran og
Hanna Dóra
Sturludóttir
mezzósópran
koma fram 22.
júlí og með þeim
leikur Ástvaldur
Traustason á
orgel og harm-
onikku, 29. júlí
feðginin Valgeir
Guðjónsson og Vigdís Vala Val-
geirsdóttir og 5. ágúst söngvar-
arnir Hildigunnur Einarsdóttir alt
og Jón Svavar Jósefsson barítón
með dagskrá tileinkaða Halldóri K.
Laxness, svo nokkrir tónleikar séu
nefndir en hátíðinni lýkur með
Maríumessu og lokatónleikum 12.
ágúst kl. 14 þar sem fram koma
Björg Þórhallsdóttir sópran, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir sópran, Elísabet
Waage hörpuleikari og Hilmar Örn
Agnarsson organisti. Sr. Baldur
Kristjánsson sóknarprestur annast
guðsþjónustuna. Þema hátíðar-
innar er englar og menn, land, nátt-
úra, trú og saga þar sem þjóðlög,
einsöngslög og dúettar ásamt inn-
lendum og erlendum trúarljóðum
hljóma. Björg Þórhallsdóttir sópr-
ansöngkona er listrænn stjórnandi
og framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Björg
Þórhallsdóttir
Englar, menn, land,
náttúra, trú og saga
Ástarlög Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó-
leikari halda tónleikana Draumur um ást þriðjudaginn 10. júlí.
Flamenkó Reynir Hauksson gítar-
leikari heldur tónleika 3. júlí.
Guitar Islancio Jón Rafnsson, Björn
Thoroddsen og Gunnar Þórðarson.
segir Hlíf. „Þá gætum við þess að
hafa fjölbreytni í vali á flytjendum
og efnisskrám. Það er þessi fjöl-
breytta flóra sem er svo nauðsyn-
leg fyrir hvern gróanda. Ásamt
því að gefa ungum og óþekktum
tækifæri í bland við áhugaverða
og svo þá þekktari.“ Meðal
þekktra nafna á dagskránni í sum-
ar má nefna gítartríóið Guitar Isl-
ancio og danska verðlaunagít-
arleikarann Søren Bødker
Madsen.
Lifandi staðsetning
Staðsetning hússins þykir henta
vel fyrir tónleika, þar sem lifandi
flutningurinn fær að njóta sín í
námunda við öldurótið. Hlíf telur
að tónleikahald standi á kross-
götum því mjög auðvelt aðgengi er
að alls konar tónlist á stafrænu
formi. Hún segir þó ekkert koma í
stað lifandi flutnings. „Hugsjón
okkar er að gefa fólki tækifæri til
að hlýða á lifandi tónlistarflutning
í þessu fallega umhverfi. Nálægðin
og upplifunin, það er alveg sér-
stakt og ekkert kemur í stað
þess.“
Aðstandendur safnsins hlakka
til sumarsins og vona að það birti
til með sumrinu. „Við treystum því
að veðurguðirnirnir verði okkur
hliðhollir og við fáum dásamlegt
útsýni og sólarlag. Menning bætir
mannlífið, við megum ekki gleyma
því,“ segir Hlíf.
Fyrstu tónleikarnir verða
þriðjudaginn 3. júlí kl. 20.30, en
þar mun gítarleikarinn Reynir
Hauksson flytja suðræna tóna frá
Andalúsíu.