Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 44

Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 44
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Team Sensa fyrstir … 2. „Það hefur verið þaggað niður í … 3. Eldur í bíl á Bústaðavegi 4. Borgin kaupir fasteignir …  Asa-tríóið kemur fram á fimmtu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15. Í tríóinu eru Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Agnar Már Magnússon á Hammond- orgeli og Scott McLemore á tromm- um og munu þeir leika blöndu af þekktum djasslögum og verkum eftir Thelonious Monk og liðsmenn hljóm- sveitarinnar. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorgi. Djassblanda á Jómfrú  Rithöfundarnir Jón Kalman Stef- ánsson, Áslaug Jónsdóttir og Yrsa Sigurðar- dóttir koma fram á mörgum og mis- munandi við- burðum á aðal- dagskrá Bóka- messunnar í Gautaborg sem haldin verður 27.-30. september og er um- fangsmesta og fjölsóttasta bóka- messa Norðurlandanna. Verður m.a. fjallað um kjarnann í skáldskapnum, glæpasögur, þýðingar og mynd- skreytingar. Jón Kalman, Áslaug og Yrsa í Gautaborg  Rokkhljómsveitin Valdimar, með söngvarann Valdimar Guðmundsson í fararbroddi, mun halda uppi stuð- inu í Havaríi á Karls- stöðum í Berufirði í kvöld kl. 21. Á undan Valdimari kemur fram tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem gaf nýverið út hljómplötuna Margt býr í þok- unni. Valdimar og Snorri koma fram í Havaríi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-10 m/s og rigning með köflum eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands. Á sunnudag Hæg suðlæg átt og bjartviðri austan til en þurrt um landið vestanvert fram yfir hádegi. Gengur í sunnan 8-15 m/s með rigningu vestan til síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Á mánudag Sunnanátt og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 15 til 23 stig. Rigning með köflum sunnan og vestan til og hiti 10 til 15 stig. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola tveggja stiga tap, 88:86, fyrir Búlgaríu í fimmtu umferð riðla- keppninnar í undankeppni HM sem fram fer í Kína á næsta ári. Með sigri gat Ísland tryggt sér sæti í milliriðli, en tap gerir það að verkum að slíkt sé afar langsótt. Ekkert nema sigur á Finnum á útivelli á mánudaginn getur hjálpað upp á sakirnar. »2 Staðan versnaði með naumu tapi í Búlgaríu Ef íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik kemst í milli- riðil undankeppni HM er út- lit fyrir að það þurfi að leika þar án síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. ALBA Berlín, sem Martin gengur til liðs við í sum- arlok, leikur í Evrópubik- arnum, sem er B-deild Evr- ópudeildarinnar. Keppni í deildinni rekst á við dag- skrá landsliðsins. »1 Martin ekki með landsliðinu? Stærstu stjörnur karlaknattspyrn- unnar í heiminum verða báðar í eld- línunni á heims- meistaramótinu í Rússlandi í dag þegar 16-liða úrslit hefjast. Lionel Messi og samherjar í arg- entínska lands- liðinu mæta Frökkum og Cristiano Ron- aldo verður í eldlínunni með Evrópumeisturum Portúgals á móti Úrúgvæ. »4 Messi og Ronaldo í eld- línunni á HM í dag Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég er eiginlega búinn að vera hérna samfleytt í þrjár vikur. Það er eins gott að það er stutt heim til mín svo ég geti lagt mig inn á milli,“ seg- ir Rúnar Bragason, vallarstjóri Landsmóts hestamanna. Rúnar, sem rekur fyrirtækið Kranaþjónustu Rúnars, hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur við að gera svæðið í Víðidal klárt fyrir mót- ið sem hefst á morgun en hann sér um allar verklegar framkvæmdir á svæðinu ásamt því að sjá til þess að vellir og reiðstígar í Víðidalnum séu í góðu standi. Eins og að vinna í lóðinni heima „Ég gerði þetta líka 2012 og það er mjög gaman að taka þátt í svona verkefni, þetta er svolítið eins og að vinna í lóðinni heima hjá sér þar sem ég er með hesthús þarna á svæðinu.“ Rúnar hefur verið í hestamennsku síðan hann man eftir sér en aldrei keppt á Landsmóti hestamanna sjálfur. „Ég læt börnin sjá um það,“ segir Rúnar en þrjú barna hans keppa á mótinu. Eins og gefur að skilja þá er eftirvæntingin á heim- ilinu mikil. „Ég á eina tíu ára sem keppir í barnaflokki, einn sextán ára sem keppir í unglingaflokki og svo eina tvítuga sem keppir í ungmenna- flokki. Þetta er þriðja eða fjórða landsmótið sem sú elsta keppir á.“ Hjólar fyrir 12 tíma vinnudag Áskell Heiðar, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, kallar Rún- ar ofurmann. „Þegar maður mætir klukkan átta á morgnana í vinnuna þá er Rúnar búinn að hjóla 20 kíló- metra áður en hann mætir og svo vinnur hann tólf tíma hérna upp frá eins og ekkert sé sjálfsagðara,“ seg- ir Áskell Heiðar. Rúnar skellir upp úr þegar hann er spurður út í þessi orð Áskels. „Þetta er nú kannski aðeins ýkt. Ég reyni reyndar að hjóla svolítið á morgnana. Við hittumst oft góðir vinir snemma dags, tökum hring úr Reykjavík og fáum okkur svo einn kaffibolla áður en við förum að vinna.“ Gott fyrir hausinn að hjóla Rúnar kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í það hvaðan ork- an til að hjóla marga kílómetra, til viðbótar við það að vera faðir, hesta- maður og að reka sitt eigið fyr- irtæki, komi, en að hans sögn hjálpa hjólreiðarnar honum í raun við amstur dagsins. „Það er bara svo gott fyrir hausinn að hreyfa sig. Maður verður orkumeiri við það,“ segir Rúnar. Orkumikli vallarstjórinn  Hjólar marga kílómetra fyrir 12 tíma vinnudag Morgunblaðið/Valli Kátur Það er mikil eftirvænting á heimili Rúnars fyrir Landsmót hestamanna sem hefst á morgun. Rúnar sér um allar verklegar framkvæmdir á svæði mótsins og sér til þess að vellir og reiðstígar í Víðidal séu í sínu besta standi. Á morgun, 1. júlí, hefst Landsmót hestamanna í tuttugasta og þriðja skipti. Frítt verður inn fyrsta dag- inn, sem verður sannkallaður fjöl- skyldudagur. Hestar verða teymdir undir börnum, á svæðinu verða hoppkastalar og leiksvæði, Leik- hópurinn Lotta sýnir listir sínar og landskunnir tónlistarmenn spila og syngja. Mótið er haldið á fé- lagssvæði Fáks í Víðidal í Reykja- vík og stendur til 8. júlí. Talsverðar framkvæmdir hafa staðið yfir á mótssvæðinu. Nú er hægt að sitja nánast allan hringinn í kringum keppnisvöllinn hjá Hvammsvelli, þökk sé nýrri áhorfendabrekku, og kynbótavöllur hefur verið færður nær áhorfendabrekkunni á Brekkuvelli hjá félagsheimili Fáks ásamt fleiru eins og kemur fram á vef mótsins, www.landsmot.is. Landsmótinu verða gerð góð skil í Morgunblaðinu og á mbl.is. Mikið gert fyrir svæðið LANDSMÓT HESTAMANNA HEFST Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.