Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
Ilmur hinnar
gullnu stundar
Terre de Lumière
L’Eau
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
97% kvenna eru hlynnt eða mjög
hlynnt því að erfðaupplýsingar sem
liggja fyrir vegna vísindarann-
sókna séu nýttar til að upplýsa arf-
bera þeirra sem hafa stökkbreytt
BRCA-gen. Þetta segja niðurstöður
rannsóknar á viðhorfi íslenskra
kvenna til erfðaupplýsinga vegna
stökkbreytinga í BRCA-genum.
Niðurstöðurnar voru birtar í nýj-
asta tölublaði Læknablaðsins.
Í rannsókninni var konum sem
komu í krabbameinsskoðun á
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins
frá 12. okt.-20. nóv. 2015 boðin
þátttaka. Þær svöruðu rafrænum
spurningalista um bakgrunn,
fjölskyldusögu um krabbamein,
erfðaráðgjöf, erfðapróf vegna
BRCA-stökkbreytinga og hvort
upplýsa ætti konur sem vitað er að
væru arfberar. Tæpur helmingur
kvennanna virðist hafa áhyggjur af
skertum rétti til sjúkratrygginga í
kjölfar þess að vera upplýstar um
stökkbreytinguna. Ályktun rann-
sóknarinnar er samt sem áður sú að
skýr vilji standi til þess að upplýsa
skuli arfbera um stöðu sína í
forvarnarskyni.
1.129 konur á aldrinum 21 til 76
ára svöruðu spurningalistanum og
meðalaldur þeirra var 47 ár. 79%
kvennanna höfðu áhuga á að fara í
erfðaráðgjöf og 83% í erfðapróf
jafnvel þótt þær ættu ekki ættar-
sögu um krabbamein. Samt sem áð-
ur höfðu einungis 4% kvennanna
farið í erfðaráðgjöf en 7% erfða-
próf. Konur sem áttu ættarsögu
um krabbamein virtust síður hræð-
ast afleiðingar stökkbreytingar-
innar en þær sem ekki áttu ættar-
sögu um krabbamein.
ragnhildur@mbl.is
Vilji fyrir upplýsingu arfbera
Morgunblaðið/Heiddi
Leit Konur sem komu í skoðun á Leitarstöðinni svöruðu rannsókninni.
Áhyggjur af skertum rétti arfbera til sjúkratrygginga
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Fjöldi útkalla hefur verið nokkuð
jafn síðustu ár. Það er jafnvel að-
eins að draga úr þeim. Mjög hægt
og rólega þó.“ Þetta segir Jónas
Guðmundsson, verkefnastjóri hjá
Landsbjörg, um Hálendisvaktina
sem hefur nú í sumar sitt þrettánda
starfsár. Hálendisvaktin starfar,
eins og nafnið gefur til kynna, á há-
lendinu yfir sumartímann og bregst
við vegna leitar- og björgunar-
aðgerða, ásamt því að leiðbeina
ferðamönnum.
Spurður út í ástæður fyrir fækk-
un útkalla segir Jónas: „Að hluta til
er það vegna þess að við erum mjög
sýnileg á svæðinu. Við erum búin að
breyta áherslunum lítillega og erum
að nálgast ferðamanninn meira með
fróðleik og fræðslu.“ Hann bætir við
að sýnileiki lögreglu spili einnig inn
í. „Bæði okkar sýnileiki og þeirra
hjálpar,“ segir Jónas.
Meirihluti erlendir ferðamenn
Jónas segir að langstærstur hluti
þeirra sem Hálendisvaktin aðstoðar
séu erlendir ferðamenn.
„Við erum svolítið að aðstoða ís-
lenska ferðamenn á eigin vegum og
svo aðeins ferðaþjónustufyrirtækin
en 80 til 90 prósent eru erlendir
ferðamenn,“ segir Jónas.
Hálendisvaktin hefur á síðustu
árum sinnt um 2000 atvikum á
sumri sem eru þó eðlilega mjög mis-
alvarleg. „Um 150-250 af þessum at-
vikum eru það sem kölluð eru F
einn, tveir og þrír útköll. Það eru
þau útköll sem eru svo alvarleg að
björgunarsveit hefði annars verið
kölluð út úr byggð,“ segir Jónas en
bætir við að atvikin geti líka verið
minniháttar eins og að leiðbeina
ferðafólki um vegi hálendisins eða
aðstoða þá sem hafa hruflað sig í
gönguferðum.
Jónas segir að líklega muni um
200 manns taka þátt í Hálendisvakt-
inni í sumar en stefnt er á að fara af
stað í lok júní. Miðstöðvar Hálendis-
vaktarinnar verða í Landmanna-
laugum, Nýjadal og Drekagili norð-
an Vatnajökuls en einnig verður
hópur í nokkrar vikur í Skaftafelli.
Lokanir ekki virtar
Þrátt fyrir að enn séu hálendis-
vegir lokaðir og því hvorki mögu-
leiki né ástæða fyrir Hálendisvakt-
ina að fara strax af stað eru lokanir
á vegum stundum virtar að vettugi
af ferðafólki.
„Það er ótrúlegt hvað fólk fer
framhjá lokunarpóstum og tekur
jafnvel niður keðjur,“ segir Sigríður
Hallgrímsdóttir, þjónustufulltrúi
hjá Vegagerðinni. Hún segir að enn
sé víða snjór á hálendisvegum og
þeir blautir og því sé mikilvægt að
lokanir séu virtar. „Þá er líka hætta
á að fólk fari að aka utan vegar ef
það eru skaflar á veginum,“ bætir
Sigríður við.
Ef horft er til meðaltals frá Vega-
gerðinni ættu allir fjallvegir lands-
ins að vera opnir snemma í næsta
mánuði. Uxahryggjavegur hefur
jafnan verið opnaður fyrstur en
Eyjafjarðarleið hefur þurft að reka
lestina.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjálpfúsir Sjálfboðaliðar frá Landsbjörg standa vaktina á hálendinu í
sumar. Um 200 manns leggja hönd á plóg. Farið verður af stað í lok júní.
Sýnileiki dregur
úr útköllum
Sumarið undirbúið
» Um 2.000 útköll á sumri hjá
Hálendisvaktinni.
» 90% þeirra sem fá aðstoð
erlendir ferðamenn.
» Hægt og bítandi er að draga
úr útköllum.
» Hálendisvaktin verður á fjór-
um stöðum í sumar.
» Ferðamenn skeyta lítt um
vegalokanir.
Hálendisvaktin fer af stað í lok júní