Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 16
Morgunblaðið/Eggert Fjármál Georg á von á fleiri stórum bönkum í hluthafahóp Meniga. „Þetta er klárlega einn stærsti samningur sem gerður hefur verið í Evrópu af félagi sem sérhæfir sig í lausnum á sviði heimilisfjármála,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Meniga, í samtali við Morgunblaðið. Í gær var greint frá því að Unicredit, stærsti banki Ítalíu, hefur fjárfest í Meniga fyrir 3,1 milljón evra, jafngildi 382 milljóna króna. Til viðbótar við fjár- festinguna mun bankinn innleiða snjallsíma- og netbankalausnir Meniga. Samstarfið var tilkynnt á fjártækniráðstefnunni Money 20/20 sem nú stendur yfir, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. „Unicredit er annars vegar að fjárfesta í okkur og hins vegar að kaupa mjög stórt hugbúnaðarleyfi og gera mjög stóran samstarfs- samning við okkur. Við erum í raun að fá mun meiri tekjur frá samn- ingnum heldur en fjárfestingunni sjálfri. Það er mikil traustsyfirlýs- ing að fá þessa stóru banka í sam- starf við okkur.“ Þegar Georg var spurður um upp- hæðir samstarfssamningsins vildi hann ekki gefa upp nákvæma tölu. „Þetta eru margar milljónir evra á næstu tveimur til þremur árum. Þetta er langtímasamningur sem mun taka nokkur ár að innleiða í þeirra helstu mörkuðum.“ Fleiri fjárfestar á leiðinni Í lok apríl var tilkynnt um þriggja milljón evra fjárfestingu sænska bankans Swedbank í Meniga. Georg segir að fjárfesting Unicredit sé með svipuðu sniði, en útbúinn var sérstakur flokkur hlutabréfa fyrir viðskipti samstarfsaðila í Meniga. Þessi hlutabréf hafa ekki atkvæð- isrétt en sama efnahagslega ávinn- inginn og önnur hlutabréf. Aðspurð- ur hvort von væri um að fleiri viðskiptavinir Meniga mundu fjár- festa í félaginu, sagði Georg að hann teldi líklegt að einn eða tveir mundu bætast í hópinn fljótlega. Í fréttatilkynningu sem Meniga sendi út í gær er sagt að innleiðingin muni gera Unicredit kleift að bjóða viðskiptavinum sínum persónulegri notendaupplifun, auk þess sem snjallsíma- og netbankalausn bank- ans verði endurbætt. Viðskiptavinir bankans muni geta haldið betur ut- an um heimilisfjármálin sín með því að fá persónulega yfirsýn og til- kynningar með Meniga kerfinu. Haft er eftir Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóra hjá Unicredit, að bankinn hafi lagt mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á per- sónulega upplifun og að samstarfið við Meniga sé mikilvægur liður í þessari vegferð. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um hundrað talsins. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjár- málastonunum og hafa um fimmtíu milljón manns aðgang að honum, að því er fram kemur í tilkynningu fyr- irtækisins. steingrimur@mbl.is Unicredit fjár- festir í Meniga  Stærsti banki Ítalíu bætist í hluthafa- hópinn og innleiðir lausnir fyrirtækisins er einnig gert hátt undir höfði í tillög- unum, en að mati starfshópsins hefur Seðlabanki Íslands ekki sinnt fræðslu- hlutverki sínu nægjanlega vel, hvorki um peningastefnuna almennt né hlut- verk Seðlabankans. Segir í tillögunum að bankinn skuli auka fræðslu um pen- ingastefnuna og gildi verðbólgumark- miðs „með það að markmiði að auka skilning almennings á þeim möguleik- um og takmörkunum sem eru til staðar og stuðla að aukinni sátt um stefnuna“. Vönduð vinna Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir í samtali við Morgunblaðið að nefndin hafi skilað vandaðri vinnu. „Mér finnst mikilvægt að þessar tölur eru þarna settar í sögulegt samhengi. Það skiptir máli að við drögum lærdóm af sögunni. Þarna kemur líka fram að margar þær breytingar sem gerðar hafa verið á undanförnum árum hafa verið til bóta þegar kemur að peninga- stefnunni og það er byggt áfram á mörgu af því sem hefur verið breytt,“ segir Katrín. Hún segir að næsta skref verði að skipa nefnd í samráði við fjármálaráðu- neytið og Seðlabanka Íslands um að smíða frumvarp um breytingar á lög- um um Seðlabankann. „Þar munu væntanlega einhverjar af þessum til- lögum birtast í frumvarpsformi næsta vetur.“ Katrín nefnir einnig tillöguna um að húsnæðisliðurinn fari úr verðbólgu- markmiðinu. „Þetta er nokkuð sem ég tel eðlilegt. Við erum búin að ræða þetta lengi í samfélaginu og þetta mun- um við ræða meðal annars við aðila vinnumarkaðarins, auk þess sem þetta er eitt af því sem er reifað í stjórnar- sáttmálanum,“ segir Katrín. Hún bætir við að fyrst og fremst sé mikilvægt að fá núna umræðu í sam- félaginu. „Það er eitt af því sem nefnd- armenn leggja mikla áherslu á, að pen- ingastefnan verði á einhvern hátt hluti af samfélagssáttmálanum.“ Höft ekki peningastjórntæki Morgunblaðið/Valli Kynning Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðir við dr. Ásgeir Jónsson, formann nefndarinnar, en þau kynntu tillögur nefndarinnar á fundinum. áherslu á að fjármálastöðugleiki hafi forgang á verðstöðugleika ef þær að- stæður koma upp að ógn skapist gagn- vart hinum fyrrnefnda, eins og það er orðað í tillögunum. Þá er lögð til aukin ábyrgð Seðlabanka Íslands, en að sama skapi minna hlutverk Fjármála- eftirlitsins frá því sem nú er. Lagt er til að bankinn beri einn ábyrgð á þjóð- hagsvarúð og eindavarúð í stað þess að ábyrgðin skiptist á milli stofnananna. Húsnæðisverð undanskilið Ennfremur er í tillögunum lagt til að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð, en Ásgeir Jónsson, formaður nefndarinnar, ræddi á fundinum að í dag stæðu þann- ig 20% af vísitölunni utan áhrifasviðs Seðlabanka Íslands. Þá er lagt til að bætt verði við nýjum aðstoðarseðla- bankastjóra. Hann eigi að leggja áherslu á fjármálastöðugleika en hinn aðstoðarbankastjórinn leggi áherslu á hefðbundna peningastefnu. Aðstoðar- bankastjórinn nýi myndi taka sæti aðalhagfræðings í peningastefnu- nefnd, en sá yrði eftir breytingarnar starfsmaður nefndarinnar. Auknu gegnsæi og upplýsingagjöf  Nefnd leggur til að verðbólgumarkmið undanskilji húsnæðisverð  Hlutverk FME verði minna BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnson tobj@mbl.is Ýmsar tillögur að breytingum eru sett- ar fram í tillögum nefndar um ramma peningastefnu, sem kynntar voru í Þjóðminjasafninu í gær. Fyrst má telja tillögu er snýr að markvissari beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands. Þar segir m.a. að innflæðishöft skuli vera á forræði fjár- málastöðugleikanefndar sem hluti af þjóðhagsvarúð og verði afnumin í skrefum. Um innflæðishöftin segir einnig í tillögunum að starfshópurinn vilji leggja áherslu á að innflæðishöft séu ekki peningastjórnunartæki held- ur þjóðhagsvarúðartæki til þess að tryggja fjármálastöðugleika. „Ákvörð- un um beitingu þeirra skal því vera hjá fjármálastöðugleikanefnd líkt og aðrar ákvarðanir um beitingu þjóðhags- varúðartækja. Þótt innflæðishöft verði áfram hluti af stjórntækjum Seðla- bankans er mikilvægt að skýrar reglur gildi um hvenær þeim er beitt,“ segir í tillögunum. Nefndin leggur í tillögum sínum 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 6. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.38 105.88 105.63 Sterlingspund 140.94 141.62 141.28 Kanadadalur 81.18 81.66 81.42 Dönsk króna 16.546 16.642 16.594 Norsk króna 12.962 13.038 13.0 Sænsk króna 12.017 12.087 12.052 Svissn. franki 106.9 107.5 107.2 Japanskt jen 0.9595 0.9651 0.9623 SDR 149.23 150.11 149.67 Evra 123.16 123.84 123.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.8671 Hrávöruverð Gull 1294.65 ($/únsa) Ál 2270.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.66 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Afgangur á við- skiptum við útlönd nam 0,3 millj- örðum króna á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirt- um tölum Seðla- bankans, sem er mun minna en í fyrra þegar hann nam 5,7 milljörðum króna á fyrsta árs- fjórðungi. Fram kemur í Markaðspunktum Arion banka að þetta sé minnsti afgangur á stökum fjórðungi frá árinu 2014, en bankinn hafði spáð 6,7 milljarða króna viðskiptaafgangi. Frávikið skýrist fyrst og fremst af minni afgangi af þjónustu- viðskiptum. Landsbankinn bendir á í Hagsjá sinni að þetta sé 16. fjórðungurinn í röð sem afgangur er á viðskiptajöfnuði við út- lönd, en síðast mældist halli á fyrsta ársfjórðungi 2014. Þetta sé lengsta tímabil viðskiptaafgangs í lýðveldissög- unni og nemur uppsafnaður afgangur á þessum fjórum árum um 480 millj- örðum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Uppsafnaður viðskipta- afgangur 480 milljarðar Ferðamenn Dregur úr viðskiptaafgangi. STUTT 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Þú finnur rétta bílinn hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.