Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ TímaritiðSpiegelfjallar mjög um vandamálið Ítalíu sem ógni ör- yggi Evrópu vegna þeirar skoðunar sem meirihluti kjósenda þar syðra reyndist hafa í kosningunum í mars sl. Og það fjallar í sömu andrá einnig um Merkel kansl- ara sem ekki sé aðeins með ítalska vandann í fanginu heldur einnig Trump forseta vestur í Washington. Spiegel segir að ýmsir hafi fyrirfram talið að Trump yrði slæmur fyrir heim- inn en hann hafi reynst miklu verri en menn óttuðust. Spiegel tekur sérstaklega fram að kom- ið hafi á daginn að Trump virtist ætla sér að efna sem flest kosn- ingaloforð sín „hveru fráleit sem þau séu“. Vikuritið fræga bætir við að engu sé líkara en Trump hafi látið gera lista fyrir sig yfir loforðin og haki svo við eftir því sem honum gangi að efna þau. Það er örugglega rétt að annað eins og þvílíkt gat enginn ábyrg- ur hefðbundinn stjórnmálamað- ur í Evrópu og þess utan í lag- legum handsaumuðum taumi frá búrókrötum í Brussel látið sér koma til hugar að gæti nokkurs staðar gerst. Hvaðan í ósköp- unum fá menn þær hugmyndir að efna skuli loforð þegar pöp- ullinn er kominn í hús aftur og fær ekki að kjósa fyrr en eftir fjögur ár? Það er lagt upp með það í þessum skrifum að „popúlist- arnir“ á Ítalíu séu að minnsta kosti andlega tengdir Trump. Og víst er um það að fyrrverandi gúrú hjá Trump, Steve Bannon, hefur dvalið að undanförnu í Róm og galvaskur gefið fjöl- miðlum á meginlandi Evrópu kost á viðtölum. Hann er frískur og fer mikinn og boðskapurinn kemur ekki á óvart. En ein skil- greining hans er þó athyglis- verð. Hann segir að (Norður) Bandalagið, annar samsteypu- flokkur nýju stjórnarinnar, eigi sitthvað sameiginlegt með „Trump-hreyfingunni“. En fimm stjörnu bandalagið minni miklu meira á fjöldahreyfinguna sem spratt fram um gamla sósíalistann Bernie Sanders. Sanders var í byrjun talinn vera hálfgert skrípaframboð þegar hann fór í forkosningu gegn Hillary Clinton. Stjórn- málaspekingar voru sammála um að eini sósíalistinn á Banda- ríkjaþingi myndi aldrei fá nema svo sem 5-7% atkvæða í þeim kosningum. En ungdómurinn flykktist um „gamla kommann“. Hefði Hillary ekki fengið „af- burða fulltrúa“ (super dele- gates) í forgjöf á landsfundi demókrata hefði Bernie Sand- ers hugsanlega eygt sigur í for- kosningunum. Steve Bannon segir að væri ítalska ríkisstjórnin einsleit, eins og fréttamiðlar gefa sér, væri hún ekki „eins hættu- leg“ ESB-elítunni og margir telja. En að þessi öfl, hægra megin við Berlusc- oni og vinstra meg- in við ítölsku krat- ana, skuli ná saman færi sprengikraft inn í ítölsk stjórn- mál. Nú er þekkt að Steve Bann- on skjöplast iðulega þótt skýr sé. Stundum ber óskhyggjan hann ofurliði eins og hendir marga. En óttinn við Ítalíu í Brussel og nærsveitum snýst einkum um það hversu stórt ríki er á ferð. Það verður ekki auð- velt að svínbeygja Ítalíu eins og Grikki forðum tíð. Við stærðaróþægindin bætist eðli erfiðleika Ítalíu. Ítalir væru ekki í vandræðum væru þeir ekki fjötraðir í evru. Þegar tals- menn Brussel og Berlínar endurtaka í síbylju að Ítalía hafi einfaldlega misst tök á sínum málum og evrunni verði ekki um kennt eru þær fullyrðingar verri en ýkjur. Því eins og Ambrose Evan-Pritchard hefur bent á er „Ítalía ekki öll eins og sýnist. Landið sem slíkt býr ekki við eiginlegan skuldavanda. Á með- an hinar opinberu skuldir eru háar eða 132 prósent af þjóðar- framleiðslu eru einkaskuldir lágar. BIS (Alþjóðlegi greiðslu- miðlunarbankinn) telur heildar- skuldir Ítala vera 263% af þjóðarframleiðslu (GDP) en til samanburðar eru þær 290 pró- sent í Hollandi, 300 prósent í Frakklandi, 321% í Portúgal og 338% í Belgíu. Ítalir hafa já- kvæðari fjárhagsstöðu á mann en Þjóðverjar. Þeir eiga þrjár trilljónir evra á bankareikn- ingum, og aðrar þrjár í öðrum handbærum fjárhagslegum eignum. Viðskiptajöfnuður Ítal- íu er hagstæður um 2,6% af þjóðarframleiðslu. Ef Ítalía væri sjálfstætt ríki með eigin gjaldmiðil og sjálfstæðan seðla- banka væri hún ekki undirlögð háskalegum hræringum á skuldabréfamörkuðum. Landið stendur höllum fæti vegna pólit- ískt mengaðs og vanskapaðs myntsamstarfs og vegna þess að markaðsöflin óttast að Evrópa kunni að kippa burtu lausafjár- fyrirgreiðslunni“. Það er ekki að ástæðulausu sem þetta er nefnt. Þegar valda- blokkin í ESB ákvað að ýta Berlusconi úr forsætisráðuneyt- inu og koma þangað „fagmanni“ úr sínum hópi var seðlabanki sambandsins notaður til þess að skapa neikvæða stöðu og ýta undir hratt hækkandi skulda- tryggingaálag. Þegar sendillinn frá Brussel var kominn í for- sætisráðherrastólinn voru strax sköpuð skilyrði til að lækka álögin aftur. Mario Monti reyndist gagnslaus í forsætis- ráðherrastólnum, eins og aðrar senditíkur frá Brussel. Brusselvaldið óttast að Ítalía sprengi myntsamstarfið en ber sjálft mesta ábyrgð á hættunni} Aðsendur vandi Ítala Á Íslandi er fulltrúalýðræði. Það þýð- ir að á nokkurra ára fresti mætum við á kjörstað og setum x við ein- hvern bókstaf. Niðurstaðan af því eru 63 þingmenn sem mæta á Al- þingi með sannfæringu sína að vopni í umræðum og afgreiðslu þeirra mála sem þar eru lögð fram. Alþingi að utan lítur allt öðruvísi út en Alþingi að innan. Utan frá þá sér maður einhverja þing- menn í ræðustól að skiptast á að segja misgáfu- lega hluti. Svo eru einhverjar atkvæðagreiðslur inni á milli og lög verða til. Innan frá virkar þetta hins vegar allt öðruvísi. Í þessum pistli langar mig til þess að útskýra hvernig Alþingi virkar í aðalatriðum. Til að byrja með er gert ráð fyrir „lýðræðis- legu ferli“ mála. Það þýðir að mál er lagt fram á þingi, það fær fyrst kynningarumræðu og er svo vísað til nefndar. Þá geta allir sent inn umsagnir um málið og fá svo mögulega að koma í heimsókn til nefndar til þess að útskýra umsögn sína betur. Svo er málið afgreitt úr nefnd og fer aftur í umræðu í þingsal áður en það er svo bor- ið upp til atkvæða til samþykkis eða synjunar. Þetta ferli er lýðræðislegt af tveimur ástæðum, fyrst vegna þess að máls- meðferðin er stöðluð og í öðru lagi af því að allir geta sent inn umsögn. Ég vil hins vegar halda því fram að núverandi ferli sé í raun sýndarlýðræði. Margir kannast við leikritið sem er oft sett upp í ræðustól Alþingis. Stundum er það nauðsynlegt, stundum ekki. Það leikrit er bara toppurinn á ísjakanum sem ristir alla leið niður í nefndir þingsins og umsagnir almenn- ings. Í nefndum er bara tekið tillit til þeirra um- sagna sem henta málflutningi hvers flokks fyrir sig. Gestakomur eru formsatriði sem þarf bara að klára og skipta oft engu máli fyrir afgreiðslu máls. Þannig eru gestakomur oft notaðar til þess að tefja fyrir afgreiðslu máls úr nefnd þangað til kemur að þinglokum. Þá eru gerðir þinglokasamningar sem snúast yfirleitt um að takmarka ræðutíma þingmanna í ýmsum mál- um gegn því að einhver önnur mál fái þá að komast í gegn. Samningar um gangkvæma þögn. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er einfaldlega óhjákvæmileg afleiðing þess kerfis sem við höfum til þess að afgreiða mál. Þetta gerist af því að við erum ekki með málskotsrétt eða aðrar leiðir til þess að útkljá ágreining en málþóf. Að sjálfsögðu snúast þá samningar um að fólk þagni. Vandamálið er hins vegar að stundum þarf að tala meira um ýmis mál. Í þeim aðstæðum væri það beinlínis ólýð- ræðislegt að semja um að þegja. Stundum komast meira að segja mál ekki inn í umræðu af því að meirihlutinn kemur í veg fyrir afgreiðslu úr nefnd. Þó að lýðræðislega ferlið líti út fyrir að vera einfalt þá er sýndarlýðræðið, það sem í raun og veru gerist bak við tjöldin, miklu flóknara. Það er vandamál. Björn Leví Gunnarsson Pistill Sýndarlýðræði Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkrir erfiðleikar hafa fylgtþví að Kínverjar hættu aðtaka á móti plasti tilendurvinnslu um síðustu áramót. Fyrir íslensk fyrirtæki hefur þetta ýmist haft í för með sér að þeim hefur gengið verr að losna við lakara og óhreint plast og í öðrum tilvikum þurft að borga meira fyrir plast sem þarf að endurflokka erlendis. Svipaða sögu er að segja af umbúðapappa til endurvinnslu, sem hefur fallið í verði. Í ársbyrjun tóku verulega hertar reglur gildi í Kína, sem höfðu í för með sér að erfiðara var að koma plasti til endurvinnslu. Fjölmörg lönd í Evrópu, Norður-Ameríku og víðar voru háð Kínamarkaði og hafa því þurft að grípa til annarra ráða. Plast frá Íslandi hefur að hluta til endað í Kína, oft með millilendingu hjá fyrirtækjum í Evr- ópu. Það er hlutverk Úrvinnslusjóðs að leitast við að skapa sem hagkvæm- ust skilyrði til úrvinnslu úrgangs og semja við aðila um úrvinnslu á grund- velli útboða eða verksamninga eftir því sem við á. Sjóðurinn hefur því sam- skipti við mörg fyrirtæki sem safna og flytja út plast og fylgist með því hvert það fer. Ólafur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, segir að vissulega séu endurvinnslufyrirtæki í Evrópu, en þau hafi ekki annað eftir- spurn eftir breytingarnar í Kína, markaðurinn hafi orðið þyngri og verðin hafi breyst. Erfiðara að koma frá sér lakara plasti „Plast hefur í flestum tilvikum haft jákvætt verðgildi, en við þetta féllu verð og erfiðara var að koma frá sér lakara plasti, sem kallar á meiri vinnslu og jafnvel þarf að borga með því,“ segir Ólafur. Sem dæmi um hreint plast nefnir hann glært plast eins og í brettahettum sem eru not- aðar við innflutning og fyrir það hafi verið til skamms tíma verið greitt býsna hátt verð. Heimilisplast er hins vegar úr ólíkum plasttegundum og kallar á meðhöndlun og flokkun áður en til endurvinnslu kemur, að sögn Ólafs. Hann segir að frá Íslandi hafi far- ið 2.700 tonn af umbúðaplasti í endur- vinnslu erlendis árið 2016 að stórum hluta til Svíþjóðar. Álíka magn af hey- rúlluplasti var sent til endurvinnslu. Veruleg aukning er í endurvinnslu á heyrúlluplasti hér á landi. Þegar ákvörðun Kínverja lá ljós fyrir hafi dregið úr útflutningi á síðasta ári og birgðir færst yfir á þetta ár. Að mestu tókst að vinna á þessum birgðum á fyrstu mánuðum ársins. Í útflutningi á pappa til endur- vinnslu hafi verð fallið, en þar hafi ekki verið erfiðleikar við að afsetja. 2016 hafi 14.400 tonn af bylgjupappa farið í endurvinnslu og 1.700 tonn af sléttum pappa. Ólafur segir að endurvinnslu- hlutfall eða skil séu mun hærri í pappa heldur en í plasti. Risahringrás á plasti „Ef horft er á heiminn í heild er hægt að líta þannig á að risahringrás á plasti hafi verið í gangi,“ segir Ólafur. „Kínverjar flytja mikið af vörum til Evrópu og Bandaríkjanna og hafa not- að mikið af plasti í þá framleiðslu og umbúðir utan um vörurnar. Þess vegna fór mikið af endurvinnsluefnum til þeirra og ég hef ekki svör við því hvað þeir gera núna þegar þeir hafa minnkað þennan innflutning, en sagt er að þeir séu að byggja upp söfnun innanlands. Vissulega hafa ákveðnir erfið- leikar fylgt lokuninni í Kína og menn eru að leita annarra leiða, hugsanlega í öðrum löndum. Í þessari stöðu eru trú- lega líka ákveðin tækifæri til að byggja upp evrópskan endurvinnsluiðnað,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að þróunin sé komin lengra í endur- vinnslu á pappa heldur en plasti og þar séu fleiri möguleikar í stöðunni. Lokun í Kína torveld- ar plastútflutning Plast er ekki bara plast Tegundirnar eru margar og misjafnlega verð- mætar. Við endurvinnslu skiptir líka máli að plastið sé hreint og vel flokkað. SORPA hefur ekki lent í teljandi erfiðleikum við að losna við plast til endurvinnslu erlendis, að sögn Björns H. Halldórssonar framkvæmda- stjóra. Hann segir að fyrirtækið hafi lengi átt í samskiptum við fyrirtæki í Svíþjóð, sem ekki sendi plastið áfram til Kína eins og mörg evrópsk fyrir- tæki hafi gert. Lokunin í Kína hafi hins vegar haft þau áhrif að verðið sem fyrirtækið þarf að greiða með plastefnunum erlendis hafi hækkað. Alls sendi SORPA frá sér í fyrra um 12.000 tonn af plastefnum, pappír (dagblöð, tímarit o.s.frv.) og pappa til endurvinnslu erlendis. Plastið var að stærst- um hluta blandaðar plastumbúðir frá heimilum sem þarf að flokka fyrir frekari vinnslu. Meira greitt með plastinu ENDURVINNSLA FYRIR SORPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.