Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
✝ Ingibjörg JónaJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. mars 1944. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 28. maí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
M. Þorvaldsson,
skipstjóri í Reykja-
vík, f. 24.4. 1900 á
Rauðstöðum í Arnarfirði, d.
30.1. 1965, og Ingibjörg
Þórðardóttir, húsfreyja í
Reykjavík, f. 22.4. 1903, frá
Laugabóli í Ísafirði, Ísafjarðar-
djúpi, d. 26.5. 1977.
Systkini Ingibjargar Jónu
eru: Þór Halldórsson viðskipta-
fræðingur, f. 12.10. 1932 í
Reykjavík, d. 18.5 1970, maki
Svava Davíðsdóttir banka-
starfsmaður, Halla Jónsdóttir
tanntæknir, f. 13.12. 1936 í
Reykjavík, d. 12.1. 2018, og
Kristrún Jónsdóttir tann-
smiður, f. 9.12. 1941, maki
Njörður Tryggvason bygg-
ingaverkfræðingur, d. 18.6.
2010.
7.2. 1991, maki Birgitta Stein-
grímsdóttir líffræðingur, f.
28.9. 1991, sonur þeirra er Ein-
ar, f. 14.4. 2018, Ingibjörg Rut
stúdent, f. 19.12. 1997, Snædís
Halla menntaskólanemi, f.
21.12. 1999, og Steinunn Marín
grunnskólanemi, f. 21.3. 2007.
Ingibjörg lauk stúdentspróf
frá Verzlunarskóla Íslands
1965 og síðan kennaraprófi frá
Kennaraskólanum. Síðar bætti
hún við sig sérkennaranámi og
námi í kynjafræðum við Há-
skóla Íslands.
Á námsárunum vann hún
ýmis störf, meðal annars hjá
Búnaðarbankanum og sem
flugfreyja hjá Flugleiðum. Að
kennaranámi loknu kenndi hún
einn vetur við Landakotsskóla.
Þau hjón fluttust til Akraness í
nóvember árið 1967, þar sem
Ingjaldur hóf störf sem tann-
læknir. Ingibjörg starfaði við
Brekkubæjarskóla, fyrst sem
bekkjarkennari og síðar sem
sérkennari, samtals í um þrjá-
tíu ár.
Ingibjörg Jóna helgaði líf sitt
starfi sínu og fjölskyldu. Hjónin
byggðu hús í Jörundarholti 174
á Akranesi og bjuggu þar í um
35 ár þar til þau fluttust til
Garðabæjar í febrúar 2016.
Útför Ingibjargar Jónu fer
fram frá Akraneskirkju í dag,
6. júní 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Ingibjörg Jóna
giftist 17.9. 1966
Ingjaldi Bogasyni
tannlækni, f. 18.9.
1940. Börn þeirra
eru: 1) Jón Þor-
valdur, dr. í sál-
fræði, f. 28.3. 1967,
d. 27.4. 2004, maki
Guðríður Björns-
dóttir hjúkrunar-
fræðingur, f. 17.8.
1965. Synir þeirra
eru Ingjaldur Bogi tæknifræð-
ingur, f. 17.6. 1990, og Ás-
mundur Logi stúdent, f. 10.4.
1996. 2) Ingibjörg Steinunn,
rekstrarfræðingur og atvinnu-
rekandi, f. 20.4. 1968, maki
Guðmundur Ragnar Guðmunds-
son, rekstrarfræðingur og at-
vinnurekandi, f. 18.8. 1967.
Börn þeirra eru Guðmundur
Heiðar lögfræðingur, f. 26.6.
1991, Inga Björk stúdent, f. 6.6.
1994, og Arnaldur Þór stúdent,
f. 9.7. 1998. 3) Sólborg Þóra
hjúkrunarfræðingur, f. 17.3.
1971, maki Einar Geir Hreins-
son lyfjafræðingur, f. 11.12.
1963. Börn þeirra eru Marvin
Ingi iðnaðarverkfræðingur, f.
Elsku mamma mín, það er
komið að kveðjustund. Við horf-
um á eftir þér inn í eilífðina með
djúpum söknuði, þangað sem við
öll einhvern tímann förum, í friði
frá þjáningum, friði í hjarta, sátt
við lífdaga þína og það sem þú
skilur eftir þig. Lífið heldur
áfram og við vöndum okkur að
lifa því.
Þú reyndist mér yndisleg móð-
ir. Faðmur þinn ávallt opinn og
hlýr, varst örlát á „hrós vítam-
ínin“ og notaðir sem leið til að
byggja okkur upp og sýna góð-
vild. Sama hvernig dagsform þitt
var, alltaf varstu til staðar, tilbúin
að hlusta og styðja. Þú ræktaðir
garðinn þinn vel, var umhugað
um velferð okkar fjölskyldunnar.
Þráðir ekkert heitar en að afkom-
endur þínir fyndu sér hillu í lífinu,
lifðu sátt og hamingjusöm.
Hvattir okkur áfram og studdir
við með hlýju. Maður velur þau
gildi sem manni þykir eftirsókn-
arverð frá uppvexti sínum og eru
samverustundir fjölskyldunnar
eitt af þessum gildum sem ég fer
með út í lífið. Minnist ég sam-
verustundanna í Jörundarholtinu
sem þú lagðir svo mikla áherslu á.
Oftast var glatt á hjalla en stund-
um gat fólk líka tekist á við mat-
arborðið í líflegum umræðum um
menn og málefni. Þú kaust að
umbera ólík sjónarhorn, viðhorf
og lífssýn. Þráðir ekkert heitar
en að fjölskyldan lifði saman í
sátt og samlyndi. Sjálf gast þú
verið seinheppin í vali á umræðu-
efni og léð máls á einhverju sem
gat hitt á viðkvæma strengi. Það
var þín leið til að brjóta upp þögn
eða kalla fram lífleg viðbrögð. Við
sem þig þekktum vissum að þú
varst alltaf vel meinandi. Í þínum
huga var fólk ekki að rífast, að-
eins að rökræða hlutina. Þú kaust
að horfa fram hjá leiðindum,
horfa á kosti fólks fremur en
galla þess og höfða til máttar fyr-
irgefningarinnar. Þú elskaðir
okkur og fátt gaf þér eins mikið
að vita af fjölskyldu þinni lifa
saman í sátt og samlyndi.
Þú sýndir mikið baráttuþrek
og lífsvilja í veikindunum þínum.
Hafðir mikið að lifa fyrir eins og
þú sagðir sjálf. Sjúkdómurinn tók
yfir, þú sýndir æðruleysi, sættir
þig við það sem þú fékkst ekki
breytt og nýttir tímann vel.
Studdir við okkur og hvattir
áfram. Notaðir húmor sem styrk
og elskaðir fátt eins mikið og fá
okkur til þess að hlæja. Líf þitt
var gott, þú hreyfðir við mörgu til
hins betra, sást það jákvæða í
öllum.
Þjáningum þínum er lokið og
þú kvaddir okkur með frið í
hjarta, vissir af ást okkar til þín
og við af þinni. Á stundum sorg-
arinnar verðar tilfinningar
manns sterkari en nokkru sinni
og skilningur á ástinni og því sem
mestu máli skiptir í lífinu blasir
við. Að hafa tíma til að vera,
hlusta og gefa. Að elska og vera
elskaður.
Kveðjustundin var falleg þeg-
ar þú horfðir með stolti yfir hóp-
inn þinn, sendir honum fingur-
koss og kvaddir svo undur
blíðlega með setningu sem þú átt-
ir svo auðvelt með að segja: „Ég
elska ykkur.“
Þessi minning verður ein af
mörgum dýrmætum með þér sem
áfram mun lifa í hjarta okkar
allra.
Þú ert styrkur minn, fjársjóð-
ur minn og vinur minn – klett-
urinn sem hefur ekki haggast öll
þessi ár. Mín kæra ástkæra
móðir.
Þakka þér.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Þín
Sólborg.
Meira: mbl.is/minningar
Það er svo ótrúlega sárt og
mikið tómarúm að geta ekki notið
návistar þinnar lengur. Mikið var
ég lánsöm að hafa fengið þig sem
móður. Þú varst vön að vera alltaf
með faðminn opin fyrir fjölskyldu
þína og sjá það góða í hverjum og
einum. Við höfum nánast alla tíð
verið í daglegum samskiptum.
Það var svo yndislegt að vera í
kringum þig því að þú hafðir svo
gott hjartalag og varst alltaf svo
jákvæð og uppörvandi ásamt því
að hafa þann eiginleika að geta
alltaf komið manni í gott skap.
Þegar ég hringdi í þig eða heim-
sótti fékk ég alltaf hlýjar mót-
tökur og þú dásamaðir það að
heyra í mér eða fá mig í heimsókn
og fjölskyldu mína. Það þurfti svo
lítið til þess að gleðja þig.
Þú varst orðin fárveik og
hvattir mig til að halda upp á 50
ára afmælið mitt sem þú ætlaðir
að mæta í og þú ætlaðir líka að
mæta í stúdentsútskrift yngsta
sonar okkar hjóna. Því miður
urðu örlögin þau að hvoruga
veisluna áttir þú kost á að koma í.
Eins veik og þú varst þá barm-
aðir þú þér aldrei og þráðir lífið
ofar öllu því þú hafðir svo mikið
að lifa fyrir eins og þú orðaðir
það. Fjölskyldan var þér allt. Þú
varst örlát á hrósið og fyrir rúm-
um mánuði varstu stórslösuð að
koma úr sjúkrabíl en gast eigi að
síður gefið þér tíma til þess að
hrósa sjúkraflutningamönnum
og fékkst þá til þess að roðna.
Þetta var einkennandi fyrir þig
því þú lýstir allt umhverfið upp.
Minningarnar frá æskuheimil-
inu eru ljúfar. Við systkinin
bjuggum alltaf við mikið ástríki
foreldranna og þér var alltaf
mjög umhugað um að okkur liði
vel og okkur myndi ganga vel í líf-
inu. Þú varst frábær kennari,
fróð og hvattir bæði nemendur
þína og börn til dáða.
Dýrmætustu stundir þínar
voru að hafa allan fjölskylduhóp-
inn ykkar pabba saman í mat og
eiga góðar samverustundir.
Þegar við hjónin gistum í Jör-
undarholtinu með börnin okkar
lítil og við vorum oft þreytt eftir
vinnuvikuna þá sást þú alltaf til
þess að við hvíldumst vel og þá
höfðuð þið pabbi ofan af fyrir
börnunum svo að við gætum
hvílst. Það var einnig dásamlegt
að vera hjá þér þegar ég var
nýbúin að eignast börnin mín.
Þú varst fróð, víðlesin og með
stálminni. Sérstaklega varst þú
sterk í sögu og öllum ártölum.
Mundir alla afmælisdaga, brúð-
kaupsafmæli o.s.frv. Þú elskaðir
að horfa á spurningakeppnir og
varst alltaf með svörin á hreinu
áður en svarið kom hjá keppend-
um.
Þú áttir yndislega vini og sam-
ferðafólk sem stóð þétt við bakið
á þér og ræktuðu þig til dauða-
dags.
Nú ert þú laus við alla verki og
Jón bróðir og allir ættingjarnir
og vinir að handan búnir að taka
vel á móti þér. Þú ert ein falleg-
asta vera sem ég hef kynnst og
þú skilur eftir þig dýrmætar
minningar sem við munum varð-
veita. Ég trúi því að við munum
hittast öll saman að lokum.
Við hugsum vel um pabba og
hvert annað.
Hvíl í friði, elsku mamma, og
takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og fjölskyldu mína.
Þín dóttir,
Ingibjörg Steinunn
Ingjaldsdóttir.
Það fyrsta sem ég man eftir
Ingibjörgu Jónu var í anddyri
Brekkubæjarskóla, þar var hún
kennari og ég nemandi. Sá háttur
var hafður á í grunnskóla á þess-
um tímum að börn voru send í frí-
mínútur í öllum veðrum. Skipti
þá engu hvernig veður var, út fór-
um við. Ef veður voru válynd
fengum við fyrir náð og miskunn
að híma í anddyri skólans. Fyrsta
minning mín af Ingu Jónu var
einmitt þarna í anddyrinu, bjall-
an hafði hringt og Inga og sam-
kennari hennar komu til að
hleypa okkur inn. Ég hafði lært
af eldri bræðrum mínum hvernig
best er að halda aftur hurð sem
virkaði vel því hvorki Inga né
samkennari hennar gátu opnað
dyrnar. Ekki reiddist Inga þessu,
það gerði samkennarinn hins
vegar og þegar ég sleppti hurð-
inni hljóp ég umsvifalaust inn og
gerði köll að hárafari hans. Inga
rifjaði þetta oft upp með lát-
bragði og höfðum við alltaf jafn
gaman af.
Síðan liðu mörg ár og aftur lá
leið saman þegar ég kynntist Sól-
borgu dóttur hennar. Nokkur
aldursmunur er á okkur og þótti
mér því líklegra að foreldrar
hennar væru þessu ekki sam-
þykk. Hafði ég af þessu nokkrar
áhyggjur og átti því allt eins von
á því að fyrsti fundur yrði erfiður.
Eftir nokkurra mánaða tilhugalíf
rann stundin upp. Þetta var á
sunnudagseftirmiðdegi, við Sól-
borg sátum í stofunni þegar hjón-
in komu heim. Ingjaldur settist í
stól fyrir framan mig, Inga gekk
inn í eldhús og fannst mér sem
þau væru undirbúin. Sólborg fór
frá og þarna sat ég eftir með
Ingjald fyrir framan mig. Hann
spurði ákveðið og æft hvað ég
ætlaði mér með dóttur þeirra,
hver væru mín framtíðaplön og
annað í þeim dúr. Ég svaraði öllu
eins vel og ég gat og af fullri ein-
lægni. Meðan á þessu stóð leit
Inga af og til fram hvössum aug-
um manni sínum til hvatningar
og þá sérstaklega ákveðið þegar
mér hafði tekist að ná honum í að
tala um hesta. Fannst mér þarna
sem henni væri lítið um ráðahag-
inn en það verð ég að segja þetta
var í fyrsta og eina sinn sem ég
fann þá tilfinningu. Allar stundir
síðan og allt fram á seinasta dag
fann ég ekkert nema elsku
hennar.
Glæsileg, hjartgóð og örlát
kona sem sá alltaf það besta í öll-
um. Inga hvatti mig til náms, tók
mig inn á heimili sitt eins og væri
ég eitt barna hennar, hvatti,
studdi og gladdist þegar áföngum
var náð. Fyrir það allt og vináttu
hennar er ég óendanlega þakk-
látur og vona að mér takist ein-
hvern tímann á lífsleiðinni að til-
einka mér þá eiginleika sem hún
hafði.
Hvíl í friði, mín elskulega
tengdamóðir.
Einar Geir Hreinsson.
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin eftir erfið veikindi. Mikið
þótti mér vænt um þig og mikið
lærði ég af þér. Ég var heppinn
með tengdaforeldra. Þegar ég
kom inn á ríkmannlegt heimili
ykkar 1989 tóku á móti mér stór-
ar myndir forfeðra ykkar sem þið
voruð stolt af. Ég skynjaði strax
mikinn metnað og dugnað sem ég
hreifst af og fór vel saman við mín
lífsgildi. Fjölskyldan var mið-
punkturinn í öllu ykkar lífi og þið
voruð frábærar fyrirmyndir í
öllu.
Þegar við hjónin vorum að
stofna fyrirtækið okkar í ársbyrj-
un 1992 sagðist ég vilja tengja
nafn fyrirtækisins við prentun,
hraða og persónulega þjónustu.
Snillingurinn tengdamóðir mín
var ekki lengi að koma með nafn-
ið Prentmet.
Inga Jóna var atburðagreind
og elskaði spurningaleiki og
þrautir. Mikið þótti mér vænt um
allar ykkar hefðir sem gerðu
heimili ykkar að fyrirmyndar-
heimili. Alltaf var mikil eftir-
vænting að koma til ykkar á laug-
ardagskvöldum og borða
dásamlegan mat og eiga gott
spjall þar sem mikið var rætt um
það sem bar helst á góma hverju
sinni. Tengdaforeldrar mínir eru
einstakt fólk sem setur fjölskyld-
una alltaf í fyrsta sæti. Mikið get-
um við yngra fólkið lært af ykkur.
Ég man þegar ég kom í fyrstu
skiptin í mat til ykkar. Ég hafði
kynnst dóttur ykkar í Háskólan-
um á Bifröst haustið 1989 og var
valinn matmaður skólans (borð-
aði mest að mati kokksins). Þú
bauðst mér eftirrétt eftir aðalrétt
en þá var ég búinn með tvo diska
af aðalrétti og sagði að sjálfsögðu
já takk. Að loknum eftirrétti
bauðstu mér banana sem ég þáði.
Að því loknu kom stór bjór og
Prins Póló o.s.frv.
Það var ekki erfitt að elska
svona tengdamóður sem elskaði
að gefa af sér. Alltaf varstu að
hrósa öðrum og fékk eiginmaður
þinn og fjölskylda góðan skammt
af hrósi. Þið voruð fyrirmyndar-
hjón sem við hin yngri höfum sem
frábærar fyrirmyndir. Fjölskyld-
an er stór og stolt af ykkur hjón-
um. Við munum rækta fjölskyld-
una eins og þú hefðir viljað.
Blessuð sé minning þín, mín
frábæra tengdamóðir, sem
kenndir mér svo mikið, ég mun
aldrei gleyma þér.
Þinn tengdasonur,
Guðmundur Ragnar
Guðmundsson.
Í dag er sunnudagurinn 3. júní
og þrír dagar í afmælið mitt og
jarðarför ömmu. Ég fletti upp
gömlum myndaalbúmum með
myndum af okkur og hugsa um
þær hlýju og góðu minningar sem
við áttum með þakklæti í hjarta.
Það er svakalega erfitt að skrifa
stutt um þessa einstöku konu
sem var mér ávallt svo kær og
góð. Ef ég fengi að ráða þá væri
þetta á lengd við Biblíu þar sem
ég get endalaust sagt eitthvað
fallegt um hana og minningar
okkar. Amma Inga Jóna var ynd-
islegasta kona sem ég þekkti.
Hún var alltaf góð við alla og lýsti
alla staði og hjörtu sem hún hitti.
Mér leið hvergi betur en í kring-
um hana og afa. Hún var mín
besta vinkona og betri trúnaðar-
vin var ekki hægt að hugsa sér.
Ég var alltaf mjög tengd henni og
hringdi í hana daglega og stund-
um oft á dag. Hún og afi voru fal-
legustu hjón sem ég þekki að inn-
an sem utan og betri fyrirmyndir
var vart hægt að finna. Þau rifust
aldrei og elskuðu hvort annað og
fjölskylduna meira en allt. Ég
heimsótti þau eins oft og ég gat
og fór ég nánast til þeirra um
hverja helgi þegar þau bjuggu á
Akranesi en þetta var besti tími
vikunnar. Ég og amma vorum lík-
ar á margan hátt. Við vorum báð-
ar með stálminni, fjölskyldan var
okkur allt, elskuðum að hjálpa
fólki, hlusta á sögur og ræða um
ættfræði daginn inn og út og
margt fleira. Hún var alltaf að
hrósa öllum og fann alltaf það
besta í fólki.
Takk, elsku amma, fyrir allt.
Elska þig meira en orð fá lýst og
mun ávallt gera. Veit að þú vakir
yfir mér og munt alltaf gera. Mun
reyna að gera þig stolta af mér
svo lengi sem ég lifi. Þú verður
ávallt númer eitt hjá mér. Hvíldu
í friði, fallegi engillinn minn.
Inga Björk Guðmundsdóttir.
Elsku amma.
Orð fá því ekki lýst hve mikið
ég elska þig.
Á hverju kvöldi hugsa ég til þín
og heyri ljúfu rödd þína spjalla
við mig. Nærvera þín var mér
ómetanleg. Þú varst alltaf ástúð-
leg, hlý og uppbyggjandi við mig
alla tíð. Lést alla í kringum þig
varða og settir fólkið þitt í fyrsta
sæti.
Þú varst rík kona, fjölskylda
þín og vinir voru þér kærust. Þú
ræktaðir sambönd þín við ástvini
þína af alhug sem ég kann mikils
að meta. Þú og afi voruð ávallt
með opin faðm uppi á Skaga í Jör-
undarholti sem var mitt annað
heimili í barnæsku. Þú kunnir að
gleðja okkur frændsystkinin,
hvert og eitt okkar. Varst búin að
kaupa uppáhaldsmatinn okkar
þegar þú áttir von á okkur, þjón-
aðir okkur og matreiddir líkt og
við værum kóngafólk í höllinni
þinni. Gerðir allt fyrir okkur og
meira en það. Við vorum gim-
steinarnir þínir og þú okkar, ég
þakka Guði fyrir allar stundirnar
sem við áttum.
Þú ert sú sem mótaði mig hvað
mest sem manneskju. Kenndir
mér fyrst og fremst að vera hlý
og góð við náungann. Gast alltaf
séð það besta í fólki og lýstir upp
allt í kringum þig með gleði, húm-
or og ást. Þú gerðir þennan heim
að betri stað.
„Þín velferð – mín velferð,“
sagðir þú alltaf. Hvattir mig til
dáða við hvert einasta tækifæri
sem gafst. Engin hafði jafn mikla
trú á mér og þú. Þú munt ávallt
vera stór hluti af mér og lifa innra
með mér um ókomna tíð. Ég mun
alltaf finna fyrir stuðningi þínum
og stolti þegar á reynir í lífi mínu.
Þú ert mín fyrirmynd og drif-
kraftur, verður alla tíð.
Nú kveð ég þig, elsku amma,
og græt þig svo sárt.
Þú varst engillinn okkar hér á
jörðu og nú ertu engill meðal
Guðs. Ég trúi að nú sért þú á
betri stað með syni þínum og
systur. Einn daginn hittumst við
aftur.
Gullið mitt og gimsteinn,
hvíldu í friði.
Þín nafna,
Ingibjörg Rut Einarsdóttir.
Ingibjörg Jóna
Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ingibjörgu Jóna Jóns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær eiginkona, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR STEPHENSEN,
hjúkrunarforstjóri,
lést á Hrafnistu föstudaginn 1. júní.
Jóhann Hjálmarsson
Þorri Jóhannsson
Dalla Jóhannsdóttir Kjartan Pierre Emilsson
Jóra Jóhannsdóttir Kristjón Freyr Sveinsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ERLA BERNHARÐSDÓTTIR
frá Ærlækjarseli í Öxarfirði,
lést fimmtudaginn 31. maí. Útför hennar fer
fram frá Skinnastaðarkirkju föstudaginn
8. júní klukkan 14.
Jón Grímsson Guðný M. Guðnadóttir
Helgi Valur Grímsson Jóna Kristín Einarsdóttir
Arnþór Grímsson Heiðrún Pétursdóttir
Grímur Örn Grímsson
Stefán Haukur Grímsson Sigríður Benediktsdóttir
Bernharð Grímsson Eyrún Egilsdóttir
og fjölskyldur þeirra