Morgunblaðið - 06.06.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar bless-
aði í gær geimfarið Soyuz MS-09 á Baikonor-
skotpallinum í Kasakstan.
Farinu verður skotið á loft í dag og mun flytja
birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um
borð verða geimfararnir Serena Aunon-
Chancellor, fyrir hönd Geimferðastofnunar
Bandaríkjanna (NASA), Sergei Prokopíev frá
Rússlandi og þýski geimfarinn Alexander Gerst.
Eldflaugarskotið er upphafið að leiðangri núm-
er 56 til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og eru
tvær ferðir til viðbótar ráðgerðar á þessu ári.
Leggja af stað í leiðangur í Alþjóðlegu geimstöðina í dag
AFP
Geimfarið Soyuz MS-09 blessað í bak og fyrir
Jón Birgir Eiríksson
Kristján H. Johannessen
„Við höfðum tíma til að flýja, guði sé
lof, en ég er miður mín eftir missi
sonar míns og tengdadóttur. Sonur
minn var aðeins 22 ára gamall, jafn-
aldri tengdadóttur minnar sem var
ófrísk,“ segir Francisco Quiche, íbúi
í Gvatemala, í samtali við fréttastofu
Reuters, en um 70 manns eru sagðir
látnir eftir öflugt eldgos í fjallinu
Fúegó þar í landi. Búið var í gær að
bera kennsl á 17 hinna látnu og voru
þá hátt í 50 sagðir slasaðir, sumir
þeirra alvarlega. Óttast er að fleiri
eigi eftir að finnast látnir þar sem
björgunarmenn hafa ekki náð til
allra þorpa á svæðinu.
Eldgosið hófst síðastliðinn sunnu-
dag og fylgir því mikið öskufall. Öfl-
ugur hraunstraumur er sagður hafa
farið yfir nokkur þorp í námunda við
eldstöðina og hafa um 3.200 manns
þurft að yfirgefa heimili sín vegna
hamfaranna. Tæplega 1.800 manns
hafast nú við í neyðarskýlum.
Kraftur gossins minnkaði á mánu-
dagskvöld og greinir Reuters frá því
að jarðvísindamenn telji þá þróun
munu halda áfram næstu daga.
Kom íbúunum að óvörum
Jimmy Morales, forseti Gvate-
mala, lýsti yfir þriggja daga þjóðar-
sorg vegna eldgossins. Auk hjálpar-
sveita hafa ættingjar þeirra sem
saknað er lagt hönd á plóg í leitinni
að fórnarlömbum. Einn þeirra er
Gustavo Larius, 27 ára gamall iðn-
aðarmaður. „Eldfjallið hefur gosið
áður, en aldrei eins og nú,“ sagði
hann. Atburðarásin á sunnudag var
ógnarhröð og hafa vitni lýst því að
hættan af gosinu hafi komið mörgum
að óvörum. David Rothery, eldfjalla-
fræðingur við Opna háskólann í
Bretlandi, segir að hraunflaumur
hafi þó líklega ekki leitt fólkið til
dauða.
„Hraunflæðið nær sjaldan þeim
hraða að það geti gleypt fólk,“ sagði
hann. „Af þeim myndböndum og
ljósmyndum sem ég hef séð má ætla
að þarna hafi verið á ferð eitt eða
fleiri gjóskuský. Það getur gerst,
þegar þau eru of þétt í sér til að
mynda eldfjallaösku, að þau líði nið-
ur hlíðar eldfjalla,“ sagði Rothery í
samtali við AFP-fréttastofuna.
„Slíkir straumar geta náð yfir 100
kílómetra hraða á klukkustund og
geta verið svo heitir að þeir glói eins
og heitt hraun. Þeir geta farið um
lengri veg en hraunstraumar og á
mun meiri hraða,“ sagði hann.
Eldfjallið Fúegó hefur gosið með
reglulegu millibili frá árinu 2002 og
var virkni þess óslitin allt árið 2017. Í
síðasta mánuði heyrðust fyrst
sprengingar í fjallinu og öskustrókur
hóf sig til himins.
Mikið manntjón í Gvatemala
Um 70 látnir eftir gos í eldfjallinu Fúegó og kennsl borin á 17 þeirra 3.200 hafa yfirgefið heimili sín
„Aldrei gosið eins og nú“ Eldfjallafræðingur telur heit gös og gjósku hafa komið íbúum að óvörum
AFP
Útför Jarðneskar leifar sjö manna sem létust í hamförunum voru bornar til
hvílu í fyrradag. Björgunarmenn telja líklegt að fleiri muni finnast látnir.
Eldgos í Gvatemala
» Tugir létust eða særðust í
miklu eldgosi í eldfjallinu
Fúegó í Gvatemala.
» Íbúar segja að gosið hafi
komið þeim að óvörum og að
eldfjallið hafi aldrei gosið með
þessum hætti.
» 3.200 hafa þurft að yfirgefa
heimili sín vegna náttúru-
hamfaranna og 1.800 hafast
við í neyðarskýlum.
Bandaríkin eru
nú sögð íhuga að
senda herskip inn
á Taívansund
sem svar við þeim
fjölmörgu her-
æfingum sem
Kínverjar hafa
staðið fyrir við
strendur Taívans
að undanförnu.
Andað hefur
köldu á milli stjórnvalda í Kína og
Taívan frá því þau skiptust í tvö ríki í
kjölfar borgarastyrjaldar árið 1949.
Verði bandarískt herskip sent inn á
sundið munu stjórnvöld í Peking
vafalaust túlka það sem stuðning við
Taívan.
George W. Bush, þáverandi for-
seti Bandaríkjanna, sendi árið 2007
flugmóðurskip inn á Taívansund
sem svar við umsvifum Kínverja.
Eru ráðamenn í Washington nú
sagðir vilja endurtaka leikinn, en
Kínverjar hafa m.a. flogið sprengju-
vélum sínum yfir Taívan nýverið.
Talsmenn varnarmálaráðuneyta
Bandaríkjanna og Taívan hafa ekki
viljað tjá sig um hugsanleg viðbrögð.
Utanríkisráðuneyti Kína hvetur
hins vegar Bandaríkjamenn til að
„sýna skynsemi“ og gera ekkert sem
stofnað getur stöðugleika á svæðinu
í hættu.
Vilja senda
herskip inn á
Taívansund
Donald
Trump