Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 ✝ Guðrún Ragn-heiður Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 2. febr- úar 1960. Hún lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg hinn 15. maí 2018 í kjölfar bráðra veikinda. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún Brynjólfsdóttir, húsmóðir og fv. fulltrúi á skrif- stofu heimspekideildar Háskóla Íslands, frá Ytra-Krossanesi, f. 1928, og Jón Erlingur Þorláks- son tryggingastærðfræðingur, frá Svalbarði í Þistilfirði, f. 1926, d. 2009. Guðrún var fjórða í röð sex systkina. Systkinin eru: Brynjólfur, doktor í bæklunar- skurðlækningum, f. 1954. Kona hans er Dagný Guðnadóttir, master í upplýsingatækni á heil- brigðissviði. Þorlákur vélaverk- Kópavogi af náttúrufræðibraut árið 1980. Eftir stúdentsprófið starfaði hún um tíma á auglýs- ingadeild ríkissjónvarpsins en hélt síðan til náms í stærðfræði við háskólann í Uppsölum. BSc- prófi í stærðfræði og hagfræði frá háskólanum í Uppsölum lauk Guðrún 1987. Á námsárunum tók hún mikinn þátt í félagsstarfi Íslendinga á svæðinu, meðal ann- ars hjá Samtökum íslenskra námsmanna erlendis og sem for- maður Félags Íslendinga á Norðurlöndum. Guðrún starfaði fyrir fé- lagasamtökin Verdandi í Stokk- hólmi til 1997 en flutti þá til Ís- lands og hóf störf á Hagstofu Íslands. Á Hagstofunni starfaði Guðrún til 2016 við vísitöluút- reikninga, sem deildarstjóri vísi- töludeildar og deildarstjóri þjóð- hagsútreikninga opinberra fjár- mála. Frá 2016 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Virk. Áhugamál Guðrúnar voru margvísleg, svo sem tónlist, úti- vist, friðarmál, þjóðmál og brids. Guðrún var ógift og barnlaus. Guðrún verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 6. júní 2018, klukkan 13. fræðingur, f. 1956, í fjarbúð með Önnu Guðrúnu Ívars- dóttur, fv. sérfræð- ingi hjá Arion banka. Þorgerður framhaldsskóla- kennari, f. 1957. Sambýlismaður hennar er Sigurjón Helgi Björnsson verkfræðingur. Jón Erlingur, BA í heimspeki, f. 1965. Kona hans er Anna Stefánsdóttir doktor í bæklunarskurðlækningum. Þur- íður, flautuleikari og tónskáld, f. 1967. Maður hennar er Atli Ing- ólfsson, tónskáld og prófessor í tónsmíðum við Listaháskólann í Reykjavík. Guðrún var nokkurra mánaða gömul þegar fjölskyldan flutti í Skólagerði í Kópavogi og þar ólst hún upp. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Elsku Guðrún, við fengum aldrei að kveðja þig, þegar þú yfirgafst okkur fyrirvaralaust. Það var dálítið þér líkt, þú vildir hespa hlutunum af, varst lítið fyr- ir að sýna viðkvæmni og kveðju- stundir voru ekki þér að skapi. Alveg síðan ég man eftir mér ertu órjúfanlegur hluti af tilveru minni. Jafnvel þó við byggjum löng tímabil hvor í sínu landi, varstu alltaf til staðar á einhvern hátt. Fyrstu minningar um þegar við vorum að vaka eftir jóla- sveininum sem gaf í skóinn, og þrjóskan í þér gerði að þú vaktir alveg þangað til mamma kom, en ég var löngu sofnuð. Þú varst þremur árum yngri en ég en við vorum samt mjög samrýndar. Þú drakkst í þig allt sem ég sagði og mundir alla hluti. Þegar þú komst í skólann varstu búin að læra allt mögu- legt í gegnum okkur systkinin, og skólagangan var þér leikur einn. Stolt fylgdist ég með þér ganga í gegnum erfitt háskóla- nám, hraðan framgang í starfi, fyrst hjá Verðandi þar sem þú varst í Rússlandi að hjálpa til við kosningar, í Gambíu við að efla lýðræði. Síðar hjá Hagstofunni þar sem þú varst fljótlega orðin yfirmaður vísitöludeildarinnar og loks deildarstjóri þjóðhags- reikninga. Þú lést samt alltaf eins og þú væri bara í venjulegri vinnu og lést ekki framganginn stíga þér til höfuðs. Þú vannst þér alls staðar vin- sældir, vegna þess hvernig þú varst, dugleg, klár, ráðagóð og skemmtileg. Samt hafðir þú tíma fyrir okkur hin. Börnin mín köll- uðu þig aukamömmuna sína, það var alltaf líf og fjör í kringum þig og á erfiðum tímum stóðstu við hliðina á okkur eins og klettur. Tryggð þín og heiðarleiki var ómetanlegur og verður aldrei fullþakkaður. Ég trúi ekki öðru en að al- mættið sé búið að finna þér stað þar sem fer vel um þig. Á þess- um stað er örugglega gott veður, nóg af góðum mat og víni, skemmtilegt fólk, tónleikahús og þú getur hlustað á RUV1 og far- ið í kröfugöngu á laugardögum. Og það er pottþétt ekkert Euro- vision á þessum stað. Takk fyrir allt, elsku systir, Þorgerður Jónsdóttir. „Hæ, þetta er Guðrún.“ Ein- föld kveðja í símtali frá Íslandi ómar í huganum og vekur upp sorgina og söknuðinn eftir Guð- rúnu mágkonu mína. Raddblær- inn fullur af þeirri hlýju og ástúð sem fylgdi Guðrúnu og umvafði svo marga. Nokkrum dögum fyr- ir andlátið kom hún í stutta heimsókn til okkar í Lundi. Sam- an dáðumst við að vorinu sem var í hámarki með alblóma kirsuberjatré og fuglasöng og ekki hvarflaði að okkur að þetta yrði í síðasta sinn sem við fjöl- skyldan nytum þess að hafa Guð- rúnu hjá okkur. Hún var aufúsu- gestur, og hún var líka með eindæmum gestrisin. Kringum stóra borðstofuborðið safnaði hún fólkinu sínu og bauð upp á mat sem lagaður var af alúð og borinn fram með salati úr garð- inum eða sósu gerðri úr svepp- um sem hún hafði tínt. Því Guð- rún naut þess að rækta garðinn sinn og að leiðarljósi hafði hún umhyggju og virðingu fyrir um- hverfinu. Margar af minningun- um tengdum Guðrúnu eru úr ferðalögum um Ísland. Minning- in um tjaldferðina á Snæfellsnes er umvafin ævintýrablæ og dæt- ur mínar nefna veiðiferðina þar sem hún veiddi maríulaxinn. Guðrún átti stóran hóp vina, enda glaðlynd, traust og með einstaklega góða nærveru. Hún tengdi saman kynslóðirnar og sá til þess að viðhalda ættarbönd- unum. Systkinabörnin og börn vinkvennanna áttu stórt pláss í hjarta hennar og hún fylgdist af einlægni með því sem þau tóku sér fyrir hendur og studdi með ráðum og dáð. Með sína sterku réttlætiskennd, sem hún ávallt bar með sér í hæfilegri blöndu við skynsemi, var hún ómetanleg fyrirmynd. Það var dæmigert að ferðin til Gautaborgar var farin meðal annars til að hlusta á systurdóttur syngja í óperuhús- inu. Það er viss huggun fólgin í því að síðasta kvöldið hennar var fullt af hamingju, góðu fólki og tónlist. Það er stórt skarð höggvið í systkinahópinn og sérstaka sam- úð finn ég með Sigrúnu tengda- móður minni. Guðrún var kona sem gerði veröldina betri. Við erum mörg sem í dag erum sorg- mædd en samtímis full þakk- lætis. Hvíl í fríði, kæra mágkona. Anna Stefánsdóttir. Þegar við Þorlákur vorum að draga okkur saman hringdi hann eitt sinn og spurði hvort ég vildi skreppa á krá og hitta Guðrúnu systur sína. Hann bætti við að ég ætti örugglega eftir að kunna vel við hana. Það voru sannarlega orð að sönnu enda var Guðrún alveg einstök kona. Við fyrstu sýn tók ég eftir glæsilegri konu sem var ræðin, skemmtileg og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Við nánari kynni komu aðrir eiginleikar í ljós. Hugsjónakonan Guðrún var með hjarta sem sló til vinstri. Hún vildi réttlátara samfélag. Afstaða hennar til málefna tók undantekningar- laust mið af hagsmunum heildar- innar en ekki af því sem snerti eigin garð. Ung var hún virk í fé- lagi herstöðvaandstæðinga og gegnum vinnu í Svíþjóð fór hún til Gambíu og Rússlands og vann við þróunarsamvinnu. Hún var mikill friðarsinni og orðaði það stundum að hún gæti hugsað sér að fara til Palestínu og leggja sitt af mörkum í baráttu Palest- ínumanna við Ísrael. Guðrún ólst upp í Kópavogi en var mikil mið- borgarkona og bjó á Kjartans- götu í miðri hringiðunni. Þar var miðstöð Skólagerðissystkinanna og gestgjafinn Guðrún notaði hvert tækifæri til að hóa saman liðinu sínu. Hún kunni að halda góðar veislur þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér saman. Auð- vitað var alltaf gott í matinn enda listakokkur á ferð og fé- lagsskapurinn ekki af verri end- anum. Við kynntumst vinum hennar um leið og fjölskyldu- böndin voru styrkt. Guðrún var barnlaus en sannkölluð súper- frænka. Alltaf til í að passa, að- stoða og umgangast bæði börn systkina og vina. Og hún upp- skar sem hún sáði, þau sóttust eftir félagsskap hennar og voru óhrædd við að sýna hvað þau mátu hana mikils. Guðrún var fé- lagslynd og átti ótal vini og sem hún ræktaði vel. Hún var ekki mikið fyrir að eyða tímanum í sjónvarpsgláp. Vildi miklu frekar fara á tónleika, í leikhús eða bara út að labba í frítíma sínum. Oft hjóluðum við niður í bæ þegar veðrið var gott, hittumst á miðri leið, fengum okkur bita og leyst- um lífsgátuna miklu. Þessara stunda á ég eftir að sakna mikið. Hún var með eindæmum bón- góð, lánaði bílinn sinn og gekk úr rúmi fyrir vini vina sinna án þess að hugsa sig um. Guðrún fékk stærðfræðigenið í arf frá foreldr- um sinnum og las stærðfræði í Uppsölum. Hún var alltaf í miklu sambandi við vini frá Svíþjóð- arárunum og þurfti reglulega að heimsækja hitt heimalandið sitt. Eftir að hún flutti heim vann hún lengst af á Hagstofunni, en söðl- aði svo um fyrir nokkrum árum og fór þá að vinna hjá starfs- endurhæfingarsjóðnum Virk sem var alveg í anda hennar, að finna starf með tilgang. En fyrst og fremst var Guð- rún skemmtileg og ein af þeim sem var alltaf gott að hitta. Svo kom reiðarslagið. Guðrún og Þorgerður systir hennar skruppu í stutta ferð til Gauta- borgar. Þar fékk hún blóðtappa og komst aldrei til meðvitundar. Eftir sitja aðstandendur sem þurfa að sætta sig við skyndilegt fráfall Guðrúnar. Allt er þetta hálfóraunverulegt, þessi flotta lífsglaða kona farin eins og hendi sé veifað. Takk fyrir allt, elsku Guðrún, og hvíl þú í friði. Anna Guðrún Ívarsdóttir. Elsku Guðrún. Hvern hefði grunað að þessi helgarferð til Gautaborgar myndi enda svona? Þið mamma komuð glaðar og sveittar á degi þegar Gautaborg var næstheitasta borg í Evrópu, 28°C. Maðurinn minn, John, var búinn að undirbúa rækjur og grillaðan lax. Við sátum úti og áttum yndislegt sumarkvöld. Þú varst svo hress og skemmtileg eins og alltaf. Næsta dag pökkuðum við nesti og fórum í lystigarð þar sem allt er í blóma á þessum árs- tíma. Við sátum í skugganum, ræddum um lífið og spiluðum boule með krökkunum. Ég, þú, mamma og Elísabet (systir mín kasólétt) löbbuðum í bæinn. Við enduðum fljótt á kaffihúsi í skugga. Við vorum að ræða um barnið sem er á leið- inni, nöfn og fleira. Á föstudaginn, sem er síðasti dagur þinn, lét ég þig og mömmu passa börnin mín, meðan ég var í vinnunni. Þú hafðir farið í göngutúr með strákunum og svo setið á veröndinni og lesið. Við hittumst svo um fimmleyt- ið í fordrykk í sólinni gengum svo á líbanskan veitingastað, við mamma, Elísabet, Petter, Stefán bróðir minn, Kajsa, Magnus og Amelia. Æðislegur matur, smá- réttir sem maður skiptir sín á milli. Við fórum svo í óperuna, Boris Godunov, þar sem systir mín tekur þátt. Þetta var alveg ógleymanleg og sterk ópera. Miklar andstæður, í einu atriði var allt svart og næst voru allir klæddir gulli. Eftir óperuna fórum við á bar. Þú varst svo mikið að tala um söguþráðinn i óperunni. Þú hafð- ir greinilega skilið miklu meira en við hin en sagðir samt að þú þyrftir eiginlega að sjá hana aftur. Þú skrifar okkur á Facebook kl. 23.27. „Takk fyrir æðislegt kvöld, gaman að vera saman, góður matur, æðislegur söngur,“ síðast voru mörg hjörtu. Næsta dag komst þú aldrei fram. Þó að þú andaðir ennþá sá ég í augunum á þér að þú varst eiginlega þegar farin úr þessum heimi. Ég trúi þessu varla ennþá. Yndislega móðursystir mín. Þú hefur alltaf verið svo sjálfsagður hluti af lífi mínu. Kannski af því að þú áttir ekki börn sjálf, en líka bara stóri fallegi persónu- leikinn þinn. Þú varst alltaf að hugsa um aðra. Alltaf þegar ég kom til Íslands var ég komin á bílinn þinn, í íbúðina þína, í regn- fötin þín. Eins þegar vinir mínir eða vinir systkina minna voru að koma til Íslands voru þeir allt í einu komnir i Hveragerði með Guðrúnu, upp eitthvert fjall eða í matarboð. Alltaf svo skemmtileg, hress, vel inni í öllum málum, bæði á Ís- landi og í Svíþjóð. Ráðagóð og hélst utan um allt. Við skipulögðum laugardags- kvöldið í Gautaborg og ég spurði hvort við ættum ekki að horfa á Eurovision saman. Þú sagðist ekkert vera mjög hrifin af Euro- vision en bættir svo við: „En ég er samt ágæt í Eurovision-partí- um“. Við töluðum um portú- galska strákinn sem vann í fyrra og hafði farið í hjartaskipti á árinu, þér fannst það æðislegt. Kvöldið sem þú varst úrskurð- uð látin var farið að hringja í al- varlega veikt fólk á transplant- listanum bæði í Svíþjóð og á Ís- landi. Þetta var ósk þín og í samræmi við persónu þína, eins og við öll þekktum þig. Hvíldu í friði, elsku Guðrún. Sigrún Einarsdóttir. Elsku Guðrún, nokkur orð til þín vegna sviplegs fráfalls um miðjan maí. Þakka þér samveruna í Stokk- hólmi veturinn 1996-97 er ég var við nám þar í Stokkhólmshá- skóla. Skömmu áður en ég fór utan hitti ég tvær frænkur mínar sem áttu dætur í borginni og hvöttu þær mig til að hafa sam- band við þær þar sem ég var ein á ferð. Þú varst önnur þeirra, þá að vinna hjá félagasamtökunum Verdandi og ferðaðist víða um heim í alls kyns þróunarstarfi. Þú varst heimskona, fluggreind, hörkudugleg, örlát, góð mann- eskja með ríka réttlætiskennd og síðast en ekki síst skemmti- leg. Ömmur okkar voru systur og við hétum í höfuðið á þeim en auk þess hést þú í höfuðið á Ragnheiði móðursystur þinni sem lést fyrir aldur fram af berklum og mikill harmdauði í fjölskyldunni, en móðir mín og hún voru miklar vinkonur. Guð- rún í Krossanesi amma þín og amma Valgerður töluðu saman nánast á hverjum degi og mikil og góð tengsl voru milli barna- hópanna. Við áttum því sam- eiginlega arfleifð þó að 10 ár hafi skilið á milli okkar og við ekki þekkst mikið í uppvextinum. Ég minnist með þakklæti margra góðra samverustunda með þér og vinum þínum og þeim sem ég kynntist betur af fjölskyldu þinni. Þú varst mikil félagsvera og ræktaðir vel sam- skipti við börn vina og fjölskyldu og eru þau eflaust mörg nú um stundir sem sakna þín sárt. Við hittumst síðast fyrir nokkrum mánuðum og ætluðum að gefa okkur góðan tíma til að hittast fljótlega. Það var því gleðilegt að fá boð í 90 ára af- mæli Sigrúnar móður þinnar 2. júní, sendi ég þér þakklæti fyrir og hlakkaði til að sjá þig og í framhaldi af því gætum við hist almennilega. En það verður greinilega ekkert af því að sinni, elsku Guðrún. Guð blessi minn- ingu þína. Valgerður Katrín Jónsdóttir (Systa). Guðrún Ragn- heiður Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Ragnheiði Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR TRAUSTADÓTTIR, Hveragerði, áður til heimilis á Patreksfirði, lést sunnudaginn 27. maí. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 8. júní klukkan 13. Elísabet Einarsdóttir Kári Þór Michelsen Brynhildur Sigurðardóttir Sigurður Sveinsson Ingveldur Sigurðardóttir Þorvaldur Hannesson Sigríður Björk Sigurðardóttir Guðmundur Sigurðsson Njörður Sigurðsson Kolbrún Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGI ÞÓR BJÖRNSON, Flúðaseli 14, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítalans 1. júní. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 8. júní klukkan 15. Helga Þóra Þórsdóttir Erna Björk Ingadóttir Sigurpáll Óskar Sigurðsson Eva Lind Ingadóttir Elísa Ösp Ingadóttir Hrafnkell Helgason og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÞÓRIR BECK kennari, lést að kvöldi 3. júní á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.