Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 36
Færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leo i
Bartalsstovu, leikmaður ÍBV, er efst-
ur í einkunnagjöf Morgunblaðsins
eftir sjö umferðir í Pepsi-deild karla í
knattspyrnu. Hann hefur fengið M í
hverjum einasta leik ÍBV til þessa.
Hallgrímur Mar Steingrímsson úr KA
er meðal þeirra sem komast næstir
Færeyingnum en rætt er við Hallgrím
í blaðinu í dag. »2 og 3
Eyjamaður skarar fram
úr í M-gjöfinni
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Óska eftir vitnum að árekstrinum
2. Fjórir á gjörgæslu alvarlega ...
3. Kostar of mikla peninga að ...
4. Banaslys á Vesturlandsvegi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin Bókverk verður opnuð í
Safnhúsinu í dag kl. 15.30 og er hún
á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á
henni eru dregin fram áhugaverð
dæmi um skapandi prentverk, bók-
band og tilraunir með form bókar-
innar úr safneign Landsbókasafns Ís-
lands – Háskólabókasafns, eins og
segir á vef hátíðarinnar, og leitað er
fanga allt aftur til loka 19. aldar og
verkin sett í samhengi við bókagerð
listafólks fram til dagsins í dag.
Á meðan á hátíðinni stendur verð-
ur sérsýning á bókverki Eyglóar
Harðardóttur, „Sculpture“ frá árinu
2016, og verður frumgerð verksins
sýnd í Lestrarsal Safnahússins.
Sýningin er sett er upp í tilefni af
200 ára afmæli Landsbókasafnsins
en innan safnsins er nú aukin
áhersla á sérstöðu bókverka í safn-
kosti, að því er fram kemur á hátíð-
arvefnum.
Sýningarstjórar eru Unnar Örn
Auðarson og Ólafur J. Engilbertsson.
Prentverk, bókband
og tilraunir með form
Opnunartónleikar sumardagskrár
Jazzklúbbsins Múlans fara fram í
kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Á
þeim kemur fram hljómsveit undir
stjórn saxófónleikarans
Garðars Eðvaldssonar
og leikur nýja frum-
samda tónlist eftir
Garðar sem hefur ver-
ið í tónlistarnámi í
Basel síðastliðin þrjú
ár og lýkur
BMus-gráðu í
saxófónleik
í sumar.
Garðar og hljómsveit
leika á Björtuloftum
Á fimmtudag Suðvestan 3-8 m/s. Skýjað um landið vestanvert, en
bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast
austanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg S-læg eða breytileg átt. Skýjað og sums
staðar þoka. Bjart með köflum á N- og A-landi, en líkur á þokumóðu
við sjóinn. Hiti 8-20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.
VEÐUR
Brynjar Þór Björnsson, átt-
faldur Íslandsmeistari í
körfubolta með KR, gæti
verið á leið til liðsins sem
tapaði fyrir KR í úrslitum Ís-
landsmótsins í vor en vann
KR í bikarúrslitaleiknum í
vetur; Tindastóls. Þetta
herma heimildir Morgun-
blaðsins. KR er nú í leit að
nýjum þjálfara eftir að Finn-
ur Freyr Stefánsson til-
kynnti að hann væri hættur
með liðið. »1 og 2
Brynjar Þór á leið
til Tindastóls?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Þetta er svona „della“ sem ég fékk.
Ég er búinn að vera aðdáandi Meg-
asar lengi, eða frá árunum 1975-76
þegar ég var á fermingaraldri að
vinna í Hraðfrystihúsi Dýrafjarðar
við að fletja og salta fisk,“ segir
Gunnar Davíðsson í samtali við
Morgunblaðið. Gunnar safnar verk-
um Megasar og hefur nú í því skyni
lýst sérstaklega eftir hljóðsnældum
með honum í smáauglýsingu í
Skessuhorni og á bland.is.
„Mig vantar fjórar hljóðsnældur,
en þær voru gefnar út samhliða
hljómplötunum, síðasta með „Þrír
blóðdropar“. Svo komu geisladisk-
arnir, bæði upprunalegar og endur-
útgáfur, og vínylplöturnar voru svo
gefnar út saman í kassa. Megas seldi
svokallaða bæklinga á götum
Reykjavíkur á árunum 1968-73. Ég á
frumútgáfurnar, allar nema eina, og
endurútgáfurnar. Megas teiknaði og
málaði myndir, sérstaklega eftir að
hann var í Myndlistarskólanum. Í
byrjun ferilsins teiknaði hann utan á
fyrstadagsumslög,“ að sögn Gunn-
ars, sem á fjögur af þeim og honum
áskotnaðist nýlega teikning eftir
Megas að auki.
Sjaldgæft að finna á markaði
„Myndir eftir Megas eru sjaldgæf-
ar á markaði, fólk lætur þær ekki oft
af hendi,“ segir Gunnar, sem kveðst
þó setja tónlistarsöfnunina í forgang.
Hann segist enn ekki hafa fengið
mikil viðbrögð við auglýsing-
unum.
„Ég hef svipast um heima á
Íslandi, en það er ekki mikið að
finna, ekki einu sinni í
Kolaportinu. Plöt-
urnar eru tiltölu-
lega algengari,
nema fyrstu út-
gáfur. Megas
hefur gefið út
textabækur og skáldsögur og hann
skrifaði æskuminningarnar með Þór-
unni Valdimarsdóttur. Sumir text-
arnir eru torráðnir en skemmtilegir,
tilvísanir í heimsbókmenntir og gert
grín að okkur samtímis, t.d. sagan af
Axlar-Birni sem er gömul íslensk
glæpasaga. Í bæklingunum eru ljóð
og söngtextar sem hafa jafnvel ekki
komið út á plötum,“ segir Gunnar,
sem kveður sig að auki vanta eitt tón-
listarmyndband. Hann segir RÚV
luma á talsverðu óútgefnu efni eftir
Megas og það væri synd að gefa það
ekki út. Aðspurður kveðst hann enn
ekki hafa hitt átrúnaðargoðið, en
Gunnar hefur búið í Noregi síðan
1983. „Ég vil nú ekkert vera að ónáða
Megas, en það væri gaman að hitta
hann einhvern tímann.“
Fékk ungur Megasardellu
Gunnar býr í
Noregi og safnar
verkum Megasar
Ljósmynd/Gunnar Davíðsson
Megasarsafnið Gunnar er vongóður um að sjaldgæfir gripir, aðallega hljóðsnældur og tónlistarmyndband, rati ein-
hvern tímann í safnið. Á myndinni má sjá gamalt eintak af Vikunni sem inniheldur veglegt viðtal við listamanninn.
Magnús Þór Jónsson, Megas,
fæddist 7. apríl 1945, sonur
skáldsins Þórunnar Elfu
Magnúsdóttur og Jóns
Þórðarsonar, kennara og
rithöfundar. Megas ólst
upp í Norðurmýrinni, gekk í
Austurbæjarskóla og
Menntaskólann í Reykja-
vík.
Magnús Þór samdi
lagið um Gamla sorrí
Grána fyrir fermingu og hreifst af
Elvis Presley og Halldóri Laxness.
Hann rakst á nafnið Megas í grískri
orðabók í Háskóla Íslands og hefur
notað það síðan hann reyndi að fá
smásögu birta undir því nafni í Les-
bók Morgunblaðsins. Sagan fékkst
birt, þó undir skírnarnafni hans.
Eftir Megas liggja 32 hljómplötur,
textar, bækur og ljóð ásamt fjölda
teikninga og málverka og hann er af
ýmsum talinn þjóðskáld.
Listamaður og þjóðskáld
GAMLA SORRÍ GRÁNA SAMDI MEGAS FYRIR FERMINGU
Megas á Iceland
Airwaves 2017.
„Ég held að leikurinn við Gana verði
ágæt prófraun fyrir okkur vegna þess
að langt er síðan við lékum við lands-
lið frá Afríku síðast,“ segir Alfreð
Finnbogason, landsliðsframherji í
knattspyrnu. Ísland mætir Gana á
Laugardalsvelli annað kvöld í síðasta
leiknum fyrir
HM. »1
Leikurinn við Gana ágæt
prófraun fyrir HM