Morgunblaðið - 04.07.2018, Page 1

Morgunblaðið - 04.07.2018, Page 1
Mót Fjölmenni sækir Landsmót hestamanna í Víðidal þessa dagana. Aðdráttarafl íslenska hestsins nær langt út fyrir landsteinana. Talið er að fjórðungur gesta á Landsmóti hestamanna í Víðidal í ár sé erlendur og einnig eru komnir um 40 erlendir blaðamenn til að fjalla um mótið, flestir frá Evrópu en einhverjir frá Norður-Ameríku. Íslenski hesturinn á sérstökum vinsældum að fagna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Sem dæmi eru skráð 39 þúsund ís- lensk hross í Danmörku og 31 þús- und í Svíþjóð. Líklegt er að ein- hverjir hestar verði seldir úr landi eftir mótið. »11 Fjórðungur gesta á landsmótinu útlendur Stofnað 1913  155. tölublað  106. árgangur  M I Ð V I K U D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 1 8 ÉG NÆLDI Í HANN MEÐ ÞRJÓSKUNNI YFIR 130 VERK Á HÁTÍÐINNI VARÐ AÐ DEILA HÖRPU MEÐ FLEIRUM FRINGE FESTIVAL 33 TÓNLISTARAKADEMÍA 30SJÓNARSPILIÐ 12 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ferðaþjónusta Útlendingar vilja heim- sækja náttúrustaði þótt áhætta fylgi því.  Svo virðist sem fjöldi ferðamanna hér á landi leiti eftir hættulegum aðstæðum og áhættuupplifun. Þetta kemur fram í meistararitgerð Þórhildar Heimisdóttur sem út- skrifaðist frá Háskóla Íslands á dögunum. Þar kemur fram að ferðamenn sæki einna helst í óáþreifanlega hættu. „Það hefur verið vinsælt að halda í gönguferðir nálægt virkum eldfjöllum. Þar finn- ur fólk fyrir öllum kröftunum en er í raun ekki í hættu,“ segir Þórhild- ur. Starfsfólk á Hótel Leirubakka í grennd við eldfjallið Heklu hefur orðið vart við áhættusækni ferða- manna. Í samtali við Morgunblaðið segir rekstrarstjóri hótelsins að svo virðist sem viðvaranir sérfræðinga hafi lítil áhrif á hegðun ferða- manna. »14 Ferðamenn fylgja ekki viðvörunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að heildarvinnu- tími verði snar þáttur í komandi kjarasamningum. Endurskoða þurfi hátt hlutfall yfirvinnu af launum. „Slíkar breytingar hefðu í för með sér að starfsfólk gæti hafið og lokið störfum á mismunandi tíma dagsins án þess að til yfirvinnugreiðslna kæmi. Starfsfólk gæti unnið lengur suma daga og skemur aðra ef það hentaði því eða vinnuveitendum þess,“ segir Halldór Benjamín. Tilefnið er kröfur ljósmæðra um hækkun grunnlauna og að dregið verði úr vægi yfirvinnu. Sömu sjón- armið eru uppi hjá fulltrúum geisla- fræðinga og þroskaþjálfa. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands, segir það geta reynst farsælla í erfiðum og löngum kjaraviðræðum að semja til skamms tíma og nota svo tímann til að gera kerfisbreytingar. Þá til dæmis að stytta yfirvinnutíma. Fjöldi samninga losnar í vor. Samtök atvinnulífsins vilja draga úr yfirvinnu  Leggja áherslu á breyttan vinnutíma í næstu samningum MStyttri vinnutími … »10  Forsvarsmenn smásölurisans Haga hafa lýst sig reiðubúna til að selja tvær verslanir fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu, ef það megi verða til þess að greiða fyrir sam- runa fyrirtækisins við Olís. Sam- keppniseftirlitið hefur lýst því yfir í frummati sínu að of mikil sam- þjöppun yrði með samrunanum að öllu óbreyttu. Í mars síðastliðnum höfðu Hagar sent Samkeppniseft- irlitinu tillögur um hvernig draga mætti úr neikvæðum áhrifum sam- runans. Stofnunin taldi þær tillögur ekki duga til og varð það til þess að fyrirtækið hefur nú sent inn nýjar og uppfærðar tillögur. »16 Hagar reiðubúnir að selja tvær verslanir Byggingarkranar í borginni endurspegla þær miklu framkvæmdir sem í gangi eru. Þeir hafa ekki verið fleiri í sex ár. Í júnímánuði í ár skoðaði Vinnueftirlitið 47 byggingarkrana Nú hafa verið skoðaðir 169 byggingar- kranar það sem af er ári. Haldi þróunin áfram eru líkur á því að skoðaðir byggingarkranar í ár verði 328 talsins. en 17 á sama tíma í fyrra. Þá virðast bygging- arkranar sem skoðaðir eru á ári á góðri leið með að ná sama fjölda og þegar mest lét árið 2007. Byggingarkranar áberandi í borginni Morgunblaðið/Hari Guðmundur Magnússon Erna Ýr Öldudóttir Í gær barst 48 forstöðumönnum ríkisstofnana bréf frá kjararáði þar sem þeim er tilkynnt um úrskurð ráðsins um laun þeirra og starfskjör. Úrskurðurinn, sem dagsettur er 14. júní, var jafnframt birtur á vefsíðu kjararáðs í gær, en engin fréttatilkynning var send út um málið. Lög um ráðið voru felld úr gildi á Alþingi fyrir nokkrum dögum og hætti það starfsemi nú um mánaðamótin. Úrskurðurinn er því síðasta verk kjararáðs. Ákvörðun kjararáðs tekur til beiðna um launa- hækkanir sem bárust frá forstöðumönnum ríkis- stofnana á árunum 2016 og 2017 og tveimur fyrir þann tíma. Kveðið er á um mánaðarlaun og ein- ingar fyrir störfin í úrskurðinum. Hann leiðir til þess að laun forstöðumannanna breytast mis- mikið, en vegin meðaltalshækkun er um það bil 10,8%. Hækkunin gildir frá 1. desember í fyrra. Þrettán forstöðumannanna eru með meira en eina milljón króna í föst mánaðarlaun eftir úr- skurðinn. Hæstu launin fær forstjóri Landspít- alans, 1.294.693 krónur, en næsthæstu rektor Háskóla Íslands, 1.251.843 krónur. Til viðbótar við hin föstu laun ákvarðaði kjararáð forstöðu- mönnunum mismunandi fjölda eininga á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem störfunum fylgja. Ein- ingarnar eru á bilinu 15 til 50. Morgunblaðið reyndi í gærkvöldi að ná sam- bandi við þá sem sátu í kjararáði áður en það var lagt niður en ekki náðist í neinn þeirra. Fengu um 10,8% hækkun  Kjararáð birti í gær úrskurð um launahækkanir 48 forstöðumanna ríkisstofnana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.