Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm
Verð 12.500 kr.
JÓN BERGSSON EHF
HITAVEITUPOTTAR
Hitaveitupottar tilbúnir til notkunar - Plug & play
Þeir eru steyptir í heilu lagi og því alveg samskeytalausir
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
40
ÁRA
reynsla
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
(SA), segir að á almennum vinnumark-
aði nemi greiðslur fyrir yfirvinnu að
meðaltali 15% af heildarlaunum. Hjá
verkafólki sé hlutfallið 20-25% að með-
altali og 15-20% hjá iðnaðarmönnum.
Tilefnið er kjaradeila ljósmæðra og
ríkisins. Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að ljósmæður, geislafræðingar og
þroskaþjálfar vilja hærri grunnlaun.
Draga þurfi úr vægi yfirvinnu.
„Yfirvinnugreiðslur í þessum mæli
eru óþekktar í þeim löndum sem við
berum okkur saman við,“ segir Hall-
dór Benjamín. „Í Danmörku er hlutur
yfirvinnugreiðslna 1% af launakostn-
aði, 3% í Noregi og nálægt núlli í Sví-
þjóð. Eina raunhæfa leiðin til stytting-
ar vinnutíma á Íslandi er breytt skil-
greining vinnuvikunnar. Lenging þess
tímabils þegar dagvinnutímakaup er
greitt, og vikulegt uppgjör vinnutíma,
myndi skapa svigrúm bæði fyrir launa-
fólk og fyrirtæki til að skipuleggja
vinnuna út frá eigin þörfum. Slíkar
breytingar hefðu í för með sér að
starfsfólk gæti hafið og lokið störfum á
mismunandi tíma dagsins án þess að til
yfirvinnugreiðslna kæmi. Starfsfólk
gæti unnið lengur suma daga og skem-
ur aðra ef það hentaði því eða vinnu-
veitendum þess.“
Gagnast báðum aðilum
Halldór Benjamín segir aðspurður
að minni yfirvinna og þar með styttri
heildarvinnutími muni ótvírætt geta
aukið framleiðni og afköst.
„Ég tel að heildarvinnutími og
greiðslur fyrir hann verði snar þáttur í
kjaraviðræðum næstu ára. Umræður
um styttingu vinnuvikunnar eiga að
snúast um styttingu heildarvinnutíma.
Það er ótímabært að ræða um fækkun
dagvinnustunda þegar svo mikil yfir-
vinna er unnin. Það er ekki fyrr en yfir-
vinna hefur náðst niður á svipað stig og
annars staðar á Norðurlöndum að það
getur orðið tímabært að velja milli
þess að verja svigrúmi til kjarabóta til
styttingar umsaminnar vinnuviku eða
aukins kaupmáttar,“ segir Halldór.
Kerfisbreytingar þurfa tíma
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,
vinnumarkaðsfræðingur og dósent við
viðskiptafræðideild Háskóla Íslands,
segir það geta reynst farsælla í erf-
iðum og löngum kjaraviðræðum að
semja til skamms tíma og nota svo tím-
ann til að gera kerfisbreytingar. Til-
efnið er ljósmæðradeilan.
„Það er heppilegra að vera búnir að
leysa svona kerfisbreytingar, eins og
hlutfall yfirvinnu og dagvinnu, áður en
gripið er til aðgerða eins og verkfalls
eða yfirvinnubanns. Ef ekki þá er hægt
að leysa kjaradeilu með samningi til til-
tekins tíma, 12 til 18 mánaða, og vinna
svo að kerfisbreytingum eða með sér-
stakri útfærslu í stofnanasamningi.
Skipa mætti vinnuhóp sem ynni að
þessum breytingum, það er þekkt. Það
held ég að sé miklu vænlegra. Þegar
kerfisbreytingar liggja fyrir er svo
hægt að endurmeta kjarasamninga,“
segir Gylfi Dalmann og rifjar upp að í
læknaverkfallinu 2014 sem stóð yfir í
11 vikur hafi verið haldnir yfir 80
samningafundir beggja samninga-
nefnda lækna og skurðlækna.
Enda með lagasetningu
„Við höfum reyndar dæmi um það,
m.a. meðal opinberra starfsmanna, að
slíkar deilur endi með lagasetningu,
þ.e.a.s. ef löggjafinn metur að al-
mannaheill sé í húfi. Þá er gjarnan
gerðardómi falið að úrskurða um kjör.
Það má ekki gleyma því að samkvæmt
lögum um verkföll opinberra starfs-
manna er ekki hægt að fresta verkfalli
þegar það er hafið, ólíkt því sem er á al-
mennum vinnumarkaði. Því verða að-
ilar að ljúka samningum. Það eru fjöl-
margir hópar sem vinna óreglulegan
vinnutíma í formi vaktavinnu, svo sem
flugmenn og flugliðar, meirihluti heil-
brigðisstarfsmanna og starfsmenn í
stóriðju, svo einhverjir séu nefndir. Al-
menna reglan er sú að bæta starfs-
mönnum upp vinnu sem er unnin utan
hefðbundins dagvinnutíma með vakta-
álagi, jafnvel mismunandi vaktaálagi.
Það breytir hins vegar ekki því að það
þarf að sinna vissri lífsnauðsynlegri
þjónustu allan sólarhringinn allt árið
um kring eins og ljósmæður gera,“
segir Gylfi.
Yfirvinna vegur þungt á Íslandi
Þorsteinn Víglundsson var fram-
kvæmdastjóri SA þegar Salek-sam-
komulagið var gert í aðdraganda
kjarasamninga 2014-15. Hann er nú
þingmaður Viðreisnar.
„Eitt af því sem tekið var til umræðu
í tengslum við kjarasamningana 2014
og 2015 var að endurskoða álags-
greiðslur, hækka grunntaxta en lækka
á móti yfirvinnu- og vaktavinnuálag.
Það er í takt við það sem þekkist víðast
hvar annars staðar á Norðurlöndum.
Við erum með hvað hæstu álögurnar á
grunnlaun, hvort sem horft er á yfir-
vinnutaxta eða vaktavinnuálag, en
lægri grunntaxta á móti.
Ef ég man rétt var gerð bókun í
tengslum við þessa kjarasamninga um
að skoða þetta. Það var hins vegar lítið
unnið með það. Áhuginn á að fara í
þessa vinnu virtist vera takmarkaður
hjá verkalýðshreyfingunni.
Almennt hefur vinnutími verið að
styttast á Íslandi um áratugaskeið. Við
erum að nálgast nágrannalönd okkar
hvað þetta varðar. Þetta þyrfti ekki að
vera svo flókið ef menn tækju sig sam-
an um að breyta þessu. Vinnutíminn
hefur verið að styttast. Það þarf hins
vegar að endurstilla launataxtana al-
mennt yfir vinnumarkaðinn, bæði al-
menna og opinbera vinnumarkaðinn.“
Hann segir aðspurður slíkar breyt-
ingar geta kallað á fjölgun starfsfólks.
„Ef vinnutíminn yrði styttur fæli
það í sér aukinn launakostnað. Það
yrði að fjölga starfsmönnum á móti,“
segir Þorsteinn. Hann segir lág grunn-
laun einkenna heilbrigðisstéttir þar
sem meirihluti fólks vinnur vakta-
vinnu.
Morgunblaðið/Júlíus
Landspítalinn Ljósmæður vilja hærri grunnlaun. Kjaradeilan er í hnút.
Styttri vinnutími auki
framleiðni og afköst
SA vilja endurskoða vinnutíma Dósent vill nýja nálgun
Launin reyndust lægri
» Fjármálaráðuneytið hefur
leiðrétt upplýsingar sem það
birtir um laun félagsmanna í
Sjúkraliðafélagi Íslands.
» Heildarlaun 2017 voru
591.204 en ekki 660.586, líkt
og endursagt var hér í blaðinu í
umfjöllun um launamál í gær.
Apavatnsför Sturlu Sighvatssonar,
Örlygsstaðabardagi, Flugumýrar-
brenna og var Gissur Þorvaldsson
gull eða grjót. Þessu og fleiru mun
Guðni Ágústsson fyrrverandi ráð-
herra brydda upp á sem sögumaður
í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum á
morgun, fimmtudag. Lagt verður af
stað frá Þjónustumiðstöðinni á Hak-
inu kl. 20.
Þetta er fjórða árið í röð sem
Guðni fylgir fólki um Þingvallastað
og segir frá. Löng hefð er fyrir því
að gagnfróðir menn fari fyrir göngu-
ferðum á fimmtudagskvöldum á
Þingvöllum á sumrin og segi frá því
sem fyrir augu ber með sínu lagi
enda eru efnistökin frjáls.
Menning í borgarastríði
„Ég mun ræða Sturlungaöldina
þegar geisaði nánast blóðugt borg-
arastríð á Íslandi. Átökin voru milli
frænda og vina sem enduðu með að
frelsinu var fórnað 1262,“ sagði
Guðni í samtali við Morgunblaðið um
væntanlega fimmtudagsgöngu.
„Sturlungaöldin var samt menning-
artími á Íslandi. Engin bók var á
þeim tíma rituð í Noregi en 300 á Ís-
landi. Þá var Snorri Sturluson mest-
ur rithöfundur Norðurlandanna – og
svo drepinn að kröfu hvers? Bar
kannski Noregskonungur meiri
ábyrgð á þessu morði en nokkur
annar. Gissur jarl stóð uppi sem sig-
urvegari en harmur hans var mikill
ekki síst eftir Flugumýrarbrennu.
Ég mun reyna að leiðrétta þungar
ásakanir á hendur Gissuri sem hefur
verið vændur um að bera mesta
ábyrgð bæði á drápi Snorra og átök-
um Sturlungaaldar. Þar bera margir
mikla ábyrgð bæði Sturlungarnir og
ekki síst Hákon konungur Noregs,
páfinn í Róm og svo auðvitað hin
miklu ættarveldi.“
Siðferðið í brennidepli
Guðna Ágústssyni til fulltingis að
þessu sinni verður Óttar Guðmunds-
son geðlæknir sem í göngulok, þegar
komið er að Þingvallabæ, ræðir sið-
ferði Sturlungaaldar sem mörgum
kann að þykja undarlegt á mæli-
kvarða nútímans. Jörmundur Ingi
Hansen, fyrrverandi allsherjargoði
verður einnig með í för, svo og vík-
ingar undir vopnum. Karlakór Kjal-
nesinga mun syngja falleg gömul
lög. „Útkoman er þjóðhátíð og öllum
er velkomið að fylgja okkur á sólar-
kvöldi á Þingvöllum,“ segir Guðni.
sbs@mbl.is
Sturlungaöldin í
Þingvallagöngu
Guðni Ágústsson ræðir Apavatnsför
og Gissur jarl Þorvaldsson á fimmtudag
Morgunblaðið/Kristinn
Sögumaður Guðni Ágústsson verð-
ur á Þingvöllum annað kvöld.