Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 ✝ Þórhildur Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1941. Hún lést á heimili sínu í Fuengirola á Spáni 12. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn V. Jónsson, bókari í Reykjavík, f. 12. febrúar 1910, í Skrapatungu, Austur- Húnavatnssýslu, d. 6. október 1970, og kona hans Kristín Pálsdóttir, bankaritari í Reykjavík, f. 8. september 1911 í Reykjavík, d. 13. nóvember 1991. Kristín var næstyngst fjögurra barna þeirra hjóna. Systkini Þórhildar voru: 1) vík til 1963, lengst af hjá Flug- félagi Íslands, var síðan flug- freyja hjá FÍ allt til hausts 1967 að hún fluttist til Spánar þar sem hún stundaði nám við há- skóla í Barselóna auk þess að vinna þar við verslunarstörf og kennslu. Þar hóf Þórhildur að vinna við móttöku og leiðsögn íslenskra ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Árið 1975 giftist Þórhildur Juan Carlos Roldán Puente, f. 14. ágúst 1945, og bjuggu þau fyrstu árin í Barselóna, þar sem Juan Carlos vann við sér- grein sína, iðnaðarverkfræði, en Þórhildur ferðaþjónustu. Á níunda áratugnum fluttu þau til Fuengirola en þar hélt Þórhild- ur áfram störfum við móttöku íslenskra ferðamanna og að auki var hún varakonsúll Ís- lands í Malaga-héraðinu þar til fyrir nokkrum árum. Þórhildur verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 4. júlí 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Kristín, f. 1938, d. 2017, gift Krist- manni Eiðssyni, þeirra synir Gauti, f. 1960, Þorsteinn, f. 1963, Kristmann Egill, f. 1965, og Eiður Páll Sveinn, f. 1968. 2) Jón Ragnar, f. 1940, d. 1968, giftur Mar- gréti Leifsdóttur, þeirra börn Leifur Ragnar, f. 1967, Kristín, f. 1969, og Jón Ragnar, f. 1969. 3) Þorsteinn, f. 1951. Þórhildur ólst upp á heimili foreldra sinna í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1958. Hún starfaði eftir það við skrifstofustörf í Reykja- Dúdda frænka var mikill gleðigjafi á leið sinni um lífið. Orðheppinn húmoristi með ein- dæmum og naut sín best í sel- skap með öðru glöðu fólki. Ég man fyrst eftir henni sem flug- freyju um borð í þristi á leið til Egilsstaða þegar ég var á barns- aldri. Hún var spennandi frænka og síðar lagði hún land undir fót og ílentist á Spáni og vann lengst af sem fararstjóri fyrir Íslend- inga. Hún hafði nóg að gera enda margir spaugilegir karakterar sem þangað komu og stundum þurfti að passa upp á þá eins og gengur. Þannig var til dæmis með hinn fræga Tanna harðjaxl, sem hún nefndi svo, af því hann var víst bara með eina tönn. Hann glataði öllu sínu fé snemma í fyrstu ferðinni svo hún fékk hann til að afhenda sér aur- ana þegar hann kom næst og skammtaði honum vasapeninga fyrir daginn. Þannig gekk allt vel hjá honum og hann gat keypt minjagrip handa mömmu áður en hann fór heim. Þannig var Dúdda, praktísk í störfum þótt henni þætti líka gaman að gleðj- ast með sínum. Brúðkaupið hennar var það fyrsta sem ég fór í. Þar giftist hún Kristskirkju ljúflingnum honum Juan Carlosi sem við kölluðum Kalla eða Charlie svona eftir hentugleikum. Hann var góður maður og fylgdi henni ævi sína á enda, en hann dó í febrúar sl. Dúdda kom reglulega heim til Íslands og fjölskyldan heimsótti hana oft, einkum amma, Steini bróðir og foreldrar mínir, en hún var alltaf skemmti- leg heim að sækja þótt hún væri auðvitað í fullri vinnu við að sinna misvel upplögðum löndum á Spánarströnd. Síðar varð hún vararæðismað- ur Íslands í Fuengirola, þar sem hún bjó, og tók það starf mjög al- varlega og vafalaust hefur reynsla hennar af að liðsinna Ís- lendingum sem fararstjóri hjálp- að henni mikið að greiða úr flækjum fyrir landa sína. Síðasta árið var hún orðin lasin og þegar við bræður heimsóttum hana fyrr á þessu ári var hún orðin rúmföst, en þrátt fyrir að elliglöp væru farin að hrjá hana glitti alltaf í húmorinn og sögukonuna, sem alltaf sagði þannig frá að maður fór strax að hlæja með brosinu sem boðaði fyndna vend- ingu eða orðatiltæki. Nú er hún fallin frá þessi elska og við eigum öll eftir að sakna hennar mikið, blessuð sé minning hennar. Gauti Kristmannsson. Hoggið er skarð í stoðir stór- fjölskyldunnar við fráfall Þór- hildar (Dúddu) og eiginmanns hennar Juans Carlosar en hann lést 4. febrúar en hún 12. maí. Skammt stórra högga á milli en minningin um þessi heiðurshjón lifir. Dúdda frænka var stór- skemmtileg manneskja með ein- stakt skopskyn og sagnaandi mikill. Þegar slíkir mannkostir koma saman verður úr skemmti- leg blanda hláturs og sögu sem unun er að njóta. Þau hjónin bjuggu alla tíð á Spáni, fyrst um sinn í Barselóna en lengst af í Fuengirola á Suður-Spáni. Ferð- irnar og heimsóknir til þeirra voru ærið margar og hver ann- arri ánægjulegri. Ég minnist ferðar til Marokkó forðum daga en Dúdda var þar fararstjóri með hóp Íslendinga. Hún var framúrskarandi leiðsögumaður, bæði vel máli farin og víðtæk þekking hennar bar henni gott vitni. Ég var rífandi stoltur af frænku minni og naut þess að hlusta á hana í þessu hlutverki sem öðrum. Öll þessi Spánarferðalög til Dúddu og Carlosar gerðu mann fljótt að aðdáanda þessa merki- lega lands og menningar Spán- verja. Þrátt fyrir að spænski hluti fjölskyldunnar sé horfinn yfir móðuna miklu mun ferðun- um um spænska grund vonandi ekki fækka, enda löngu í mann sáð að hverfa aftur á fornar slóð- ir, þökk sé Dúddu og Carlosi fyr- ir opna arma og hlýjan hug í minn garð og sona minna, alla þeirra tíð. Þorsteinn Kristmannsson. Manni finnst heimurinn verða fátæklegri í hvert sinn sem mað- ur missir kæran vin. Alveg sama þótt maður viti að þessi missir er óhjákvæmilegur. Þannig er það nú þegar Þórhildur Þorsteins- dóttir, vararæðismaður Íslands í Malaga og fararstjóri, hefur kvatt þetta líf eftir bráttu við vondan sjúkdóm. Þórhildur var alltaf kölluð Tóta og við köllum hana það hér. Við kynntumst henni suður á Spáni. Hún hafði í nokkur ár verið fararstjóri á Costa Brava-ströndinni á Norð- ur Spáni en hætti þar og flutti sig suður á Costa del Sol þar sem við vorum nýbyrjuð í fararstjórn. Það gustaði af henni Tótu þeg- ar við hittum hana fyrst og alla tíð síðan. Það var mikið lán fyrir okkur sem vorum að hefja okkar störf sem fararstjórnar að hitta Tótu svona snemma á ferlinum vegna þess að hún kunni allt sem viðkemur fararstjórn og kunni það vel enda afar vandlát mann- eskja á það sem hún eða aðrir voru að gera. Hún var góður kennari og þess nutum við. Það var gaman að vera nærri henni Tótu. Hún var einstök sögu- manneskja, kunni aragrúa af sögum sem ógleymanlegt var að heyra hana segja frá. Hún var líka snillingur í að leysa vanda- mál og hafði stundum orð á því að þetta hafi verið fjári erfitt mál enda við þurs að eiga. Tóta gift- ist spænskum manni, Jun Car- los, elskulegum og góðum manni. Hann var verkfræðingur og lést fyrr á þessu ári. Þau voru barn- laus. Við þökkum fyrir allar þær ógleymanlegu stundir sem við áttum saman. Þær gleymast aldrei frekar en þú elskulega vin- kona. Sigurdór Sigurdórsson, Sigrún Gissurardóttir, Gréta Marin Pálmadóttir. Létt og kát, úrræðagóð og skemmtileg var hún Þórhildur Þorsteinsdóttir, eða Tóta eins og við samstarfsfólkið í ferðaþjón- ustunni kölluðum hana. Glettin tilsvörin og fallega brosið koma upp í hugann nú þegar hún er kvödd – farin í sína hinstu för. Hún starfaði lengst af fyrir Út- sýn á heimaslóðum sínum á Suð- ur-Spáni og má segja að Tóta og Costa del Sol hafi verið eitt í huga margra. Þar lágu leiðir okkar saman fyrir tæpum fjórum áratugum, í vinnu með íslenskum sólarlandaförum. Tóta tók á móti mér í Malaga geislandi eins og sólin er ég kom á leiðinni til Portúgals þar sem ég hafði tekið að mér að koma á laggirnar og stjórna nýjum áfangastað. Hún hafði farið á undan mér og kann- að aðstæður og setti mig inn í málin. Það var ómetanlegt. Hún kom mér heilli til Algarve land- leiðina með leigubílstjóra, kunn- ingja sínum. Næstu sumur átt- um við mikil samskipti því hún var betri en engin að redda mál- um, aldrei var komið að tómum kofunum þar. Hún tók við far- þegum frá mér og ég frá henni þegar þurfti að bjarga ferðafólki milli staða, í leiguflugið eða ann- að. Þetta var á tímum telex sam- skipta, engar tölvur, engir far- símar né önnur nútímatækni, en borðsíminn varð að duga. Þakk- lát er ég henni fyrir það samstarf allt og hversu úrræðagóð hún var. Síðar unnum við saman á Spáni, sem var ógleymanlegt eins og allt með henni, en mesta ævintýrið okkar saman var þeg- ar við Einar og Tóta fórum sem fararstjórar til Brasilíu 1987 með tæplega 100 Íslendinga. Recife, Iguazu-fossarnir, óvænt veisla á Sykurtoppnum í Rio de Janeiro og saltfiskveislan hjá ræðis- manninum fyrir allan hópinn, þar sem gleymst hafði að út- vatna saltfiskinn. Mikið hlógum við að þessu öllu eftir ferðina þegar hún var rifjuð upp. Tóta var vararæðismaður Íslands á Spáni og er ég sannfærð um að betri fulltrúa gat Ísland ekki fengið þar. Síðast hitti ég hana í hópi ræðismanna hér heima og urðu þar fagnaðarfundir. Að leið- arlokum þakka ég Tótu allar skemmtilegu samverustundirnar og samstarfið sem aldrei bar skugga á. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Þórhildur Þorsteinsdóttir Fráfall Birgis Einarssonar er okkur systkinum úr Sigluvoginum og mökum mikil sorg og missir. Birgir var einstakt ljúfmenni og hafði marga góða kosti. Við kynntumst Bigga þegar Habba systir okkar og hann felldu hugi saman árið 1971. Birgir vann þá við prentiðn hjá Guten- berg og spilaði knattspyrnu í meistaraflokki í Keflavík og varð hann Íslandsmeistari með þeim þetta sama haust eftir Birgir Einarsson ✝ Birgir Ein-arsson fæddist 17. maí 1947. Hann lést 9. júní 2018. Útför Birgis fór fram í kyrrþey 14. júní 2018 að ósk hins látna. hreinan úrslitaleik við ÍBV á Laugar- dalsvellinum þar sem leikar fóru 4-0 Keflavík í vil og skoraði Biggi tvö af mörkum Kefl- víkinga í leiknum. Hann átti síðar eft- ir að spila með Val í Reykjavík og einnig Þrótti Nes- kaupstað, þar sem hann var jafnframt þjálfari. Birgir var fjölhæfur íþrótta- maður og seinni árin var hann afar áhugasamur um golfíþrótt- ina. Biggi var frábær smiður enda valdi hann að fara í gegn- um kennaranámið með hand- verk sem aðalgrein. Margir góðir gripir eru til vitnis um getu hans á því sviði og svo má einnig horfa til bjálkahússins á Kirkjubæjarklaustri og sum- arbústaðarins í Hæðargarðs- landi. Sumarbústaðinn byggði hann sjálfur með góðri hjálp sona og kunningja. Við þá iðju naut hann sín og samhent unnu þau Habba að uppgræðslu hraunsins í kringum sumarhús þeirra. Biggi var einnig einstakur tónlistarmaður og munum við systkinin vel eftir veru hans í þeirri frægu hljómsveit Galdra- karlar. Trompetinn var hans hljóðfæri og það voru ekki fá skiptin sem hann tók tromp- etinn fram og blés í hann fyrir gesti einhverja fallega melódíu í kvöldsólinni í sveitinni fyrir austan. Biggi var líka ágætur hag- yrðingur og liggja mörg falleg ljóð eftir hann. Það er því óhætt að segja að Bigga hafi verið margt til lista lagt. Birgir var hæglátur og orðfár í marg- menni en hafði sterkar skoð- anir um menn og málefni. Hann mátti ekkert aumt sjá enda lagði hann ríka áherslu á í kennarastarfinu að hjálpa þeim sem erfitt áttu í náminu. Hann kunni vel við sig úti í nátt- úrunni og stundaði fugla- og fiskveiðar með vinum og kunn- ingjum, m.a. fyrir austan í Skaftafellssýslunni. Fyrir fáeinum árum greind- ist Birgir með sjúkdóm sem hægt og bítandi færði hann á þann stað sem hann er nú. Við erum fullviss um að þar situr hann og yrkir falleg ljóð, smíð- ar fallega gripi og undirbýr haustveiðarnar á rjúpu og gæs. Við systkinin og makar kveðjum góðan dreng og vin með söknuði og biðjum guð, í hvaða mynd sem hann birtist, að styrkja Höbbu, börn þeirra og aðra aðstandendur við frá- fall Birgis. Fyrir hönd Sigluvogssystk- ina og maka, Björg Kristjánsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG HARTMANNSDÓTTIR, sérkennari, til heimilis í Lindasmára 24, lést á heimili sínu laugardaginn 23. júní. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 5. júlí klukkan 13. Hartmann Ingvarsson Kristín Ósk Ingvarsdóttir Emil Hjörvar Petersen Ronja Áskatla Petersen Þrándur Alvar Petersen Okkar kæri vinur, BRYNLEIFUR SIGURJÓNSSON bifreiðarstjóri, Skúlagötu 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. júlí klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðríður Guðbjartsdóttir Tómas Tómasson Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR, lést föstudaginn 29. júní á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Steinn Jónsson Jónína B. Jónasdóttir Jónína G. Jónsdóttir Guðmundur Ragnarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA JÓHANNSDÓTTIR, Brekkugötu 38, Akureyri, lést þriðjudaginn 26. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. júlí klukkan 13.30. Einar Guðbjartsson Soffía Einarsdóttir Bjarni Jónsson Eva Einarsdóttir Jóhann Eyfjörð Hreiðarsson Signý Jóhannsdóttir Halldór Jónasson Garðar Jóhannsson Margrét Ragnarsdóttir Jenný Jóhannsdóttir Hrafn Davíðsson Hanna M. Jóhannsdóttir Elís Rafn Björnsson Hreiðar Eyfjörð Hreiðarsson Elsa G. Sveinsdóttir Hreiðar Eyfjörð Hreiðarss. jr, Susan Eyfjörð Alma Eyfjörð Hiim Björn Benninghoff Hiim Sveinn Eyfjörð Hreiðarsson Cathrine Pettersen Íris Eyfjörð Hreiðarsdóttir og langömmubörn Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA LOFTSDÓTTIR, áður í Breiðanesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, lést aðfaranótt laugardagsins 30. júní. Jarðað verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristjana Jónasdóttir Pétur Bjarnason Klara Jónasdóttir Geir Guðmundsson og barnabörn Okkar ástkæri sonur, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, HANNES SNÆBJÖRN SIGURJÓNSSON, kennari og tæknifræðingur, Reykjavík lést í faðmi nánustu aðstandenda föstudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 12. júlí klukkan 13. Sigurjón Sigurðsson Svava Sigurjónsdóttir Sigrún Sigurjónsdóttir Sigurjón Davíð Hannesson Trausti Hannesson Guðrún Fönn Tómasdóttir og afabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.