Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Forsvarsmenn smásölurisans Haga
hafa lýst sig reiðubúna til að selja
tvær verslanir fyrirtækisins á höfuð-
borgarsvæðinu, ef það megi verða til
þess að greiða fyrir samruna fyrir-
tækisins við Olís. Samkeppniseftirlit-
ið hefur lýst því yfir í frummati sínu
að of mikil samþjöppun yrði með sam-
runanum að öllu óbreyttu. Í mars síð-
astliðnum höfðu Hagar sent Sam-
keppniseftirlitinu tillögur um hvernig
draga mætti úr neikvæðum áhrifum
samrunans. Stofnunin taldi þær til-
lögur ekki duga til og varð það til þess
að fyrirtækið hefur nú sent inn nýjar
og uppfærðar tillögur.
Tillögur að breytingum á
höfuðborgarsvæðinu
Hagar hafa lýst því yfir gagnvart
samkeppnisyfirvöldum að fyrirtækið
sé tilbúið til þess að selja rekstur og
eignir félagsins í Hamraborg 12 í
Kópavogi og Háaleitisbraut 12 í
Reykjavík. Þar er um að ræða þjón-
ustustöðvar Olís. Þá lýsir fyrirtækið
sig reiðubúið til þess að selja rekstur
ÓB-stöðvarinnar á Starengi 2 í Graf-
arvogi. Þá telur fyrirtækið að það
gæti orðið til þess að efla samkeppni í
dagvörusölu á höfuðborgarsvæðinu
að það selji fasteign félagsins í Faxa-
feni 14, þar sem nú er rekin Bónus-
verslun. Þá selji það einnig verslanir
sínar á Hallveigarstíg í miðborg
Reykjavíkur og á Smiðjuvegi 2 í
Kópavogi til þriðja aðila. Við söluna
skuldbinda Hagar sig til þess að
tryggja framsal leigusamninga að
eignunum til a.m.k. 10 ára. Þá muni
mögulegum kaupendum bjóðast að
kaupa verslanirnar, aðra eða báðar,
ásamt öllum innréttingum sem í þeim
eru. Að auki verði kaupanda, sé hann
ekki starfandi á dagvörumarkaði nú
þegar, heimilt að kaupa verslanirnar
ásamt þeim vörum sem í þeim eru á
þeim tíma er kaupin ganga í gegn.
Stykkishólmur í brennidepli
Miðað við það sem fram kemur í til-
lögum Haga er ljóst að Samkeppnis-
eftirlitið hefur haft áhyggjur af sam-
þjöppun á markaðnum í Stykkis-
hólmi. Í því ljósi gera Hagar tillögu að
breyttum rekstri sameinaðs fyrirtæk-
is á svæðinu. Þannig er lagt til að
fyrirtækið selji Olís-verslun sem nú
er rekin á Aðalgötu 25 og starfar á
sviði smásölu á þurrvöru. Þannig
verði lóðinni skipt upp þannig að að-
gengi að versluninni sé áfram tryggt
en að Hagar haldi áfram í rekstri á
dælum og eldsneytistönkum.
Staða endurseljenda styrkt
Með samruna fyrirtækjanna
tveggja verða Hagar einn stærsti
eldsneytissali landsins. Í því ljósi
skuldbindur fyrirtækið sig til þess að
tryggja endurseljendum eldsneyti í
heildsölu á viðskiptalegum forsend-
um. Þar sem Hagar eiga í samkeppni
á fjölbreyttum mörkuðum lýsir fyrir-
tækið sig reiðubúið að fela sérstak-
lega tilgreindum starfsmanni sölu til
endurseljenda og að sá starfsmaður
tryggi að upplýsingar um viðskipta-
kjör þeirra sem eiga í beinni sam-
keppni við Haga verði ekki aðgengi-
legar öðrum, þ.m.t. stjórnarmönnum
fyrirtækisins og eigendum þess.
Með samrunanum yrðu Hagar eig-
endur að 40% hlutafjár í Olíudreif-
ingu. Þar sem félagið er minnihluta-
eigandi í fyrirtækinu eru áhrif þess á
stefnu þess takmörkuð. Þrátt fyrir
það lýsir félagið sig reiðubúið til þess
að beita sér fyrir því að öðrum end-
urseljendum eldsneytis sé tryggt að-
gengi að birgðarými fyrirtækisins á
viðskiptalegum forsendum, m.a.
þannig að þeim standi til boða að taka
á leigu tiltekið hlutfall birgðarýmis
gegn greiðslu leigugjalds.
Leggja til mikla eignasölu
Morgunblaðið/Ernir
Reiptog Meira en ár er síðan tilkynnt var um kaup Haga á Olís. Samkeppn-
iseftirlitið hefur hins vegar ekki viljað samþykkja kaupin fram til þessa.
Hagar vilja tryggja samruna við Olís með sölu verslana, bensínstöðva og fast-
eigna Tryggja sem best aðgengi endurseljenda að þjónustu Olíudreifingar
Stór viðskipti
» Í lok mars á síðasta ári var
tilkynnt um kaup Haga á öllu
hlutafé Olíuverslunar Íslands.
» Með í kaupunum fylgdi fast-
eignafélagið DGV og 40% hlut-
ur í Olíudreifingu.
» Kaupverðið skal greitt með
reiðufé og hlutabréfum í Hög-
um.
» Heildarvirði viðskiptanna er
talið um 9,6 milljarðar króna.
Eignir RB voru 5,1 milljarður
króna um síðustu áramót en 4,5
milljarðar ári áður.
Skipulagsbreytingar innan RB
Reiknistofa bankanna er upplýs-
ingatæknifyrirtæki sem þjónustar
íslenskan fjármálamarkað. Í lok
árs 2014 hófst endurnýjun á
helstu grunnkerfum félagsins.
Verkefnið er umfangsmikið í snið-
um og nær til innlána- og
greiðslukerfa félagins þar sem
eldri kerfum er skipt út fyrir
staðlaðar alþjóðlegar hugbún-
aðarlausnir. Í lok árs 2017 var bú-
ið að gangsetja fyrsta bankann í
þessum nýju kerfum. Í kjölfarið
var ráðist í skipulagsbreytingar
vegna breytts rekstrarfyrirkomu-
lags sem námu 166 milljónum
króna.
Stærstu eigendur Reiknistofu
bankanna um áramót voru Lands-
bankinn með 38,57% hlut, Íslands-
banki með 30,06%, Arion banki
með 20,02% og Kvika banki með
5,37% hlut. steingrimur@mbl.is
Hagnaður Reiknistofu bankanna
var tæplega 52 milljónir króna í
fyrra, samanborið við 104 millj-
ónir árið 2016.
Tekjur félagins voru tæplega
5,2 milljarðar króna árið 2017 en
4,7 milljarðar árið áður.
Rekstarhagnaður fyrir af-
skriftir, vexti og skatta dróst
saman um 7,5% milli ára, úr 549
milljónum króna árið 2016 í 507
milljónir króna í fyrra.
Rúmlega 50% samdráttur hjá RB
Hagnaðurinn fór úr 104,4 milljónum
króna árið 2016 í 51,6 milljónir í fyrra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
RB Aukinn kostnað RB má rekja að
miklu leyti til skipulagsbreytinga.
● Heildarviðskipti með hlutabréf í júní
námu 33.346 milljónum króna eða
1.588 milljónum króna á dag. Það er
25% lækkun frá því í maí, en 33%
lækkun milli ára. Mest voru viðskipti
með bréf Marel, 7.248 milljónir króna
sem var um 21% af heildarveltu mark-
aðarins. Viðskipti með bréf Icelandair
var 3.840 milljónir. Úrvalsvísitalan
lækkaði um 0,6% á milli mánaða og
stóð í 1.716 stigum í lok mánaðarins.
Á Aðalmarkaði var Landsbankinn
með mestu hlutdeildina, 33% og Ar-
ion banki með 25,7%.
Í lok júní voru hlutabréf 23 félaga
skráð á Aðalmarkaði og First North á
Íslandi. Heildarmarkaðsvirði skráðra
félaga nam 1.040 milljörðum króna,
samanborið við 870 milljarða í maí,
en nýskráning Arion banka skýrir þann
mun.
33% minni viðskipti í
Kauphöll Íslands í júní
4. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.69 107.19 106.94
Sterlingspund 140.76 141.44 141.1
Kanadadalur 81.18 81.66 81.42
Dönsk króna 16.674 16.772 16.723
Norsk króna 13.122 13.2 13.161
Sænsk króna 12.057 12.127 12.092
Svissn. franki 107.33 107.93 107.63
Japanskt jen 0.9617 0.9673 0.9645
SDR 149.99 150.89 150.44
Evra 124.25 124.95 124.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.1282
Hrávöruverð
Gull 1249.0 ($/únsa)
Ál 2182.5 ($/tonn) LME
Hráolía 78.55 ($/fatið) Brent
● Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur náð
sátt við Fjármálaeftirlitið um greiðslu
sektar að fjárhæð 1,6 milljónir króna.
Sáttin er gerð í kjölfar þess að sjóð-
urinn braut gegn lögum um verðbréfa-
viðskipti hinn 11. janúar 2018 í kjölfar
viðskipta með hlutabréf í Högum. Þann
dag fór eignarhlutur sjóðsins úr 4,75% í
5,04%. Bar sjóðnum að tilkynna FME
að hann hefði farið yfir 5% markið með
viðskiptunum. Sú tilkynning barst hins
vegar ekki fyrr en 19. janúar. Ástæða
þess að tilkynningin barst ekki fyrr er
sögð sú að villa hafi verið í upplýsingum
um eignarhlut Stapa í Högum.
Stapi gerir sátt við FME
og greiðir sekt í kjölfarið
STUTT
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sím i 4 12 12 00 · www.isleifur.is