Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við grínumst stundum meðað við höfum farið á okkarfyrsta stefnumót þegar viðvorum 15 ára í tíunda bekk í Tjarnarskóla. Við vorum kos- in kóngur og drottning skólans á balli og fengum í verðlaun að fara saman út að borða á Hard Rock, og fórum í bíó. En við urðum ekki kær- ustupar þá, það var erfitt að sann- færa þennan mann um að ég væri sú rétta handa honum, það tók mig fimmtán ár,“ segir Tinna Finnboga- dóttir og hlær þegar hún rifjar upp hvernig leiðir hennar og eigin- mannsins, Bergs Hallgrímssonar, lágu fyrst saman. „Við tókum alltaf strætó saman til og frá Tjarnarskóla og ég fór í Versló eins og hann. En ég hætti í Versló eftir eina önn og fór í MH. Ég var skotin í Bergi alla tíð frá því ég sá hann fyrst 15 ára, í gegnum fram- haldsskólaárin og í þessi fimmtán ár þar til ég landaði honum. Ég hélt ég væri að segja honum rosa leyndar- mál þegar ég sagði honum öllum þessum árum síðar að ég hefði verið skotin í honum. Hann vissi það al- veg, enda hafði hann verið tekinn á teppið inn til skólastjórans í tíunda bekk og beðinn um að hætta að trufla nemandann sem var alltaf að stara á hann. Sem var þá ég. Skóla- stjórinn hafði miklar áhyggjur af því að ástsýki mín gæti haft slæm áhrif á framgang minn í einkunnum. Þetta var greinilega rosalega illa falið leyndarmál hjá mér,“ segir Tinna. Enginn spurði eins oft og ég Tinna segist lítið hafa verið á Íslandi í mörg ár eftir menntó, hún var í háskólanámi í útlöndum og skiptinemi, dvaldi um tíma í Gvate- mala og á fleiri stöðum. „Ég held því fram að ástæðan fyrir því að Bergur var ekki genginn út þegar ég kom heim hafi verið sú að engin kona var eins þrjósk og ég. Ég þurfti að vinna fyrir þessu, ég tékkaði reglulega á honum hvort hann væri ekki til í að koma og gera eitthvað með mér, en hann þóttist alltaf vera upptekinn. Ég held að enginn hafi spurt eins oft og ég. Þegar ég tók að mér stórt verkefni í vinnunni og vantaði sam- starfsaðila sem væri iðnaðarverk- fræðingur, þá var Bergur sá eini sem ég þekkti með þá menntun. Svo það lá beint við að fá hann í lið með sér,“ segir Tinna og bætir við að samstarf þeirra hafi staðið í þrjú ár. „Ég nældi ekki í hann strax sem kærasta, það tók tvö ár af þessum þremur. Þetta var þolinmæðisverk, eins og að landa stórum fiski,“ segir Tinna og hlær en þau Bergur hafa verið saman undanfarin fimm ár og eiga rúmlega tveggja ára son. Hafa gaman meðan spilað er Þau Tinna og Bergur hafa brall- að ýmislegt saman, m.a. hannað borðspilið Sjónarspil en þau safna nú fyrir útgáfunni á Karolina fund. „Ég kem úr mikilli spilafjöl- skyldu þar sem ævinlega hefur verið heilmikið spilað, bæði brids og fleira. Í seinni tíð hefur það þróast út í borðspilamennsku, en Bergur hefur aftur á móti lengi stundað borð- spilamennsku með sínum vinum. Við erum því bæði spilanördar þótt á mismunandi hátt sé. En við kom- umst að því að það sama hentar ekki öllum þegar kemur að spila- mennsku. Mörgum finnst ekkert gaman að spila flókin spil og lengi, þótt okkur Bergi finnist það æð- islegt. Sumum finnst ekki gaman þegar spil krefjast þess að fólk hugsi svo mikið að það talar nánast ekkert saman á meðan spilað er. Og mörg- um finnst leiðinlegt hvað það getur tekið mikinn tíma að læra sum spil. Okkur fannst því bráðvanta létt spil og einfalt sem hentaði öllum, svo við fórum að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að búa til spil sem tæki enga stund að læra og hægt væri að spjalla saman og hafa gaman meðan spilað væri. Og úr varð Sjónarspilið, eftir nokkurra ára þróun hjá okkur.“ Hnotið um orðið kjaftaskur Í Sjónarspilinu fá leikmenn spjöld með lýsingarorðum og þurfa að velja þau spil sem lýsa meðspil- urunum best. Það þarf að vanda val- ið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni. Hver í hópnum er t.d. nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekk- ert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sam- mála. Hægt er að fylgja eigin sann- færingu og velja orð sem hverjum og einum finnst lýsa meðspilurunum best, eða sýna kænsku og velja orð sem viðkomandi telur að flestir muni velja. „Við höfum lánað Sjónarspilið til ólíkustu hópa til að prufukeyra það og allir hafa verið mjög ánægðir. Fólk hefur skemmt sér vel og í ljós hefur komið að aðrir sjá vini sína ekki endilega í sama ljósi og þeir sjálfir og sumir líta aðeins út fyrir að vera eitthvað sem þeir eru ekki í raun. Þetta býður upp á mikla skemmtun,“ segir Tinna og bætir við að þó svo að spilið sé ætlað fyrir 14 ára og eldri, þá sé það líka fyrir yngri, svo framarlega sem þeir sem spila skilja orðin. „Yngri börn hafa kannski ekki tileinkað sér öll orðin og reyndar eru dæmi um að fólk um tvítugt hafi hnotið um orð eins og kjaftaskur og nærgætin, þau hafa ekki vitað hvað þau merkja. En ég lít á það sem kost ef spilið hefur þá hliðarverkun að auka orðaforða fólks, ekki veitir af að efla íslenska málkennd. Ég er íslenskunörd og vildi hafa lýsingarorðin í spilinu sem fjölbreytilegust, en Bergur lét mig taka sum þeirra út, hann áleit að of fáir skildu þau. Ég fékk þó að halda nokkrum góðum inni.“ „Ég nældi í hann á þrjóskunni“ Það tók Tinnu 15 ár að landa kærastanum sem hún hafði verið skotin í frá því í grunnskóla. Seiglan borgar sig greini- lega og nú hafa þessir spilanördar hannað Sjónarspilið, sem skemmtir þeim sem spila. Morgunblaðið/Eggert Spilanördar Tinna og Bergur með Hilmar son sinn, en hann fær að leika sér með spil eins og hann vill. Kóngurinn og drottningin 1999 Bergur og Tinna 15 ára og nýkrýnd á skólaballi. Fengu í verðlaun að fara saman út að borða og í bíó. Ertu algjör snyrtipinni eða líturðu bara út fyrir að vera það? Ertu jafn- mikill töffari og þú heldur? Ertu alveg viss um að aðrir sjái þig á sama hátt og þú? Sjónarspil, hugarfóstur Bergs og Tinnu, hentar í fjölskylduboð og fyrir vinahópa. Söfnun fyrir útgáfu spilsins á Karolinafund gengur vel en enn vantar upp á að fylla takmarkið. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem leggja í púkkið, eftir upphæðum er hægt að fá eitt eða fleiri eintök af spilinu, sérstaka fullorðins- aukaútgáfu og fá þau Tinnu og Berg í heimsókn á spilakvöld. Jafnvel mæta þau hjón á spilakvöld með meðlæti og drykki, kenna á spilið og svara öll- um spurningum og vangaveltum. Sjónarspil er skemmtilegt fjöl- skyldu- og partíspil sem nýtur sín best í góðra vina hópi. Það hentar frábærlega í vinahópinn því reglurnar eru einfaldar, spilatíminn er stuttur og allir gera á sama tíma – engin bið eftir öðrum. Spilið er fyrir 14 ára og eldri og leikmenn geta verið fjórir til átta. Spilatími er 15 mínútur, flestir taka tvær eða þrjár umferðir. Verkefnið heitir Sjónarspil á www.karolinafund.com, þar er hægt að fræðast nánar og leggja lið. Facebook: Sjónarspilið Ertu jafnmikill töffari og þú heldur? Tinna og Bergur koma í heimsókn á spilakvöldum Gaman Þeir sem prófað hafa Sjónarspilið eru sammála um skemmtanagildið. Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.