Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
Dreifingardeild Morgunblaðsins
leitar að dugmiklu fólki 13 ára og
eldra, til að bera út blöð.
Allar nánari upplýsingar
í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
www.mbl.is/laushverfi
Hressandi
morgunganga
Vegna upplausnar í Sænsku aka-
demíunni í tengslum við margum-
töluð hneykslismál munu Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum ekki
verða veitt í ár. Hópur sænskra
menningarfrömuða, sem er
óánægður með þá ákvörðun,
hyggst stofna til nýrra verðlauna
sem ætlunin er að veita á sama
tíma og venjulega er tilkynnt um
nýjan handhafa Nóbelsverð-
launanna, í október.
Í frétt The Guardian segir að yf-
ir eitt hundrað rithöfundar, leik-
arar, blaðamenn og fleira fólk sem
starfar í menningargeiranum hafi
stofnað Nýju akademíuna, sem
muni veita ný verðlaun í haust. Í
yfirlýsingu frá hópnum segir að
Nýja akademían hafi verið stofnuð
til að minna fólk á að bókmenntir
og menning í víðustu merkingu
eigi að stuðla að lýðræði,
gagnsæi, samúð og virð-
ingu, án forréttinda,
hroka eða mismununar.
Þá segir að á tímum
þegar í síauknum mæli
sé efast um mannleg gildi,
þá verði bókmenntir sífellt
mikilvægara afl til að koma í
veg fyrir þöggun og kúgun. Fyrir
vikið telur Nýja akademían að
kunnustu bókmenntaverðlaun
jarðar séu það mikilvæg að þrátt
fyrir allt ætti að veita þau í ár.
Sem mótvægi við ákvörðun
Sænsku akademíunnar býður sú
nýja bókavörðum í Svíþjóð að til-
nefna vænlega verðlaunahafa úr
hópi rithöfunda og skálda allra
landa, með það í huga að
leita að höfundi sem hafi
sagt „sögu manna í heim-
inum“. Þegar tilnefn-
ingar hafa borist býður
Nýja akademían almenn-
ingi að kjósa og verða
verk fjögurra höfunda sem
flest atkvæði fá síðan metin af
dómnefnd sem velur verðlaunahaf-
ann.
Nýja akademían verður síðan
leyst upp 11. desember, eftir að
verðlaunin hafa verið afhent.
Sænska akademían hyggst veita
tvenn Nóbelsverðlaun 2019.
Ný verðlaun í Svíþjóð
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Við erum búnir að vera að hittast í
rúmt ár og reyna að finna hvað okkur
langar að spila,“ segir Óskar Guð-
jónsson saxófónleikari um kvartett
sinn MOVE sem heldur tónleika á
Björtuloftum í Hörpu í kvöld. Tón-
leikarnir eru hluti af sumardagskrá
Múlans en Múlinn er djassklúbbur
sem heldur tónleika á Björtuloftum
allt árið um kring.
Kvartettinn MOVE samanstendur
af reyndum tónlistarmönnum að auki
við Óskar; píanóleikaranum Eyþóri
Gunnarssyni, bassaleikaranum Valdi-
mari Kolbeini Sigurjónssyni og
trommuleikaranum Matthíasi M.D.
Hemstock.
Efnið sem leikið verður á tónleik-
unum er blanda af lögum frá gullald-
arárum amerískrar djasstónlistar en
einnig efni eftir meðlimi sveitarinnar.
Reyna að mynda heildarhljóm
„Ég er búinn að vera að henda inn
hugmyndum jafnt og þétt yfir árið
sem við erum búnir að vera að vinna.
Við erum búnir að reyna að búa til
okkar harmóníska og rytmíska heim
þar sem maður tekur menn aðeins út
úr elementunum sínum og út úr þæg-
indarammanum. Maður er aðeins að
ýta við því, bæði hjá sjálfum sér og
öðrum,“ segir Óskar spurður um efni
kvöldsins og bætir við: „Maður reynir
að taka skref fram á við. Nú eða aftur
á bak! Það fer eftir því hvernig litið er
á það.“
Óskar segir meðlimi hljómsveit-
arinnar hafa spilað saman áður en
sveitin MOVE sé formlega um
tveggja ára. „Þetta eru kannski svona
tvö ár sem við erum búnir að vera að
reyna að þróa með okkur einhvers
konar hljómsveitarsánd af einhverri
alvöru. Við erum að reyna að takast á
við ólíkt efni en erum samt að reyna
að mynda einhvern heildarhljóm á
milli okkar inni í hverju efni fyrir
sig,“ segir Óskar.
Aðspurður hvort hljómsveitin hafi
fundið hljóminn sem það leitar að
segir Óskar glaður í bragði: „Neinei!
Þetta er bara rétt byrjunin.“
Snarstefjun og spuni
spila stórt hlutverk
Óskar segir það bæði krefjandi og
skemmtilegt að spila í forminu sem
MOVE tekur sér fyrir hendur en
snarstefjun og spuni spilar stórt hlut-
verk í tónleikum kvartettsins.
„Þú ert með einhvers konar grind,
sem er melódían og harmónían og
rythminn, en svo stendurðu sem tón-
skáld uppi á sviði þegar þú ert að
spila sóló. Þá þarftu að semja ennþá
betri melódíu í rauntíma og að setja
allan þinn sannfæringarkraft í það á
þeirri stundu,“ segir Óskar og bætir
við: „Þetta er listform sem býður upp
á svo rosalega marga möguleika.“
Óskar segir að þrátt fyrir að hann
sé saxófónleikari sveitarinnar standi
það ekki upp á hann einan að spila
sólóin og bætir við: „Þau [sólóin]
skiptast eins jafnt og hægt er. Raun-
verulega er engum sett of mikið fyrir.
Það mega allir spila eins og þeir vilja
spila þegar þeir vilja spila það. Þetta
er gert í mesta bróðerni.“
Áhorfendur stýra stýningunni
„Áhorfendur geta spilað stóra rullu
í tónleikunum, allt eftir því hvernig
þeir nálgast hlustunina,“ segir Óskar
um tónlistina en hann segir hlustun
vera það mikilvægasta í djasstónlist.
Hann segir formið raunverulega
vera aukaatriði og bætir við: „Þú ert
að reyna að leita að þessu samspili á
milli hljómsveitarmeðlimanna og
áheyrendanna og svo aðstæðnanna
sem þú ert í. Þú ert að reyna að fanga
það augnablik inn í músíkina þannig
að formið og lagið breytist ef þess er
þörf.“
Eins og áður segir er Múlinn djass-
klúbbur en hann er samstarfsverk-
efni Félags íslenskra hljómlist-
armanna (FÍH) og Jazzvakningar.
Klúbburinn var nefndur í höfuðið á
Jóni Múla Árnasyni en hann var heið-
ursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn var stofnaður árið 1997 og
hefur verið starfræktur síðan.
Tónleikar MOVE hefjast klukkan
21.00 og standa að líkum í um tvo
tíma með hléi. Þó segir Óskar:
„Lengdin fer bara eftir því hvað
áheyrendur vilja mikið og hvað við
erum í miklum fílingi!“
„Það fá allir að taka
sóló þegar þeir vilja“
Kvartettinn MOVE leikur á Múlanum á Björtuloftum
Ljósmynd/Spessi
Reyndir Liðsmenn MOVE, kvartetts Óskar Guðjónssonar eru öngvir aukvisar þegar kemur að djasstónlist.
Fornleifafræðingar í Egyptalandi
finna reglulega merka muni og
minjar frá fyrri tímum. Um liðna
helgi fannst, samkvæmt tilkynn-
ingu frá ráðuneyti fornleifa í
landinu, í Sidi Gaber-hluta borg-
arinnar Alexandríu merkileg gröf
frá Ptolemaic-tímabilinu. Gröfin
kom í ljós þegar unnið var að
grunni nýbyggingar og segja
fornleifafræðingar að hún sé
merkileg fyrir margra hluta sakir
og hafi auk þess ekki verið
skemmd af grafaræningjum fyrri
alda.
Þetta er stærsta og ríkmannleg-
asta gröf frá Ptolemaic-tímabilinu
sem fundist hefur í Alexandríu.
Nærri henni fannst við uppgröft-
inn höfuð hoggið í alabastur og er
talið að það kunni að sýna ásýnd
mannsins sem þar er grafinn.
Mikil steinkista eða grafþró úr
svörtu graníti fannst á fimm
metra dýpi sem þykir, samkvæmt
tilkynningunni, grunnt fyrir slík-
ar minjar. Lokið er enn fest á
kistuna með upprunalegri steypu-
blöndu og verður ekki rofið fyrr
en kistan er komin á safn.
AFP
Grafþró Ráðuneyti fornleifa í Egyptalandi sendi frá sér mynd af gröfinni sem fannst í
Alexandríu. Í henni er svört steinkista úr graníti, sú stærsta sem þar hefur fundist.
Merkileg gröf finnst í Alexandríu