Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 26

Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Anna Edda Ásgeirsdóttir næringarráðgjafi á 70 ára afmæli ídag. Hún lærði fagið í Bretlandi og starfaði við það í rúm 40ár, á Borgarspítalanum, Landakoti og Landspítalanum. Anna Edda hætti störfum haustið 2014 en þá var hún búin að vinna þar í 40 ár. Anna Edda vann með bæði börnum og öldruðum í starfi sínu. „Ég sá um næringu fyrir börn með PKU (phenlketonuria) efnaskiptagalla, en tekið er blóðsýni í hælnum á öllum börnum sem fæðast á Íslandi til að athuga hvort þau séu með þennan efnaskiptagalla. Þau börn sem greinast þurfa að vera á sérstöku mataræði. Svo var ég að vinna með sykursýki barna og unglinga á barnaspítalanum og var á líka á öldr- unardeildinni að athuga með næringu fyrir aldraða og hvernig hægt væri að bæta hana.“ Anna Edda fylgist enn með fræðunum þótt hún sé hætt að vinna. „Já, ég geri það. Ég er á móti öllum boðum og bönn- um hvað næringu snertir þótt sumir eins og fólk með PKU þurfi að vera á ströngu mataræði.“ Anna Edda fæddist í Barmahlíð í Reykjavík og ólst þar upp en for- eldrar hennar voru Ásgeir Sigurðsson og Svanbjörg Halldórsdóttir. „Þau eru bæði látin, en ég er örverpið í fjölskyldunni. Bræðir mínir eru fjórir, en tveir þeirra eru farnir, og systurnar eru tvær og önnur þeirra er farin.“ Anna Edda hefur gaman af ferðalögum og er nýkomin úr ferð með systur sinni, Guðrúnu, í Aix-en-Provence í Frakklandi. Svo málaði hún líka á postulín áður fyrr. Í tilefni dagsins ætlar Anna Edda að bjóða sínum nánustu heim í matarboð. Systur Anna, til hægri, og Guðrún á ferðalagi á Spáni og í suðurhluta Frakklands í fyrra en þær eru duglegar að ferðast saman. Á móti boðum og bönnum í mataræði Anna Edda Ásgeirsdóttir er sjötug í dag B jörn Bjarki Þorsteinsson fæddist á Böðvarsgötu 4 í Borgarnesi og ólst upp í Borgarnesi. Hann var í Grunnskólanum í Borg- arnesi, lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi 1989, prófum frá Endurmenntun HÍ í Atvinnulífsins skóla 2001 og í mann- auðsstjórnun og leiðtogafærni frá Opna háskólanum – HR 2016. Auk þess hefur hann sótt fjölda námskeiða um samskipti og stjórnun, m.a. á vegum Endurmenntunar HÍ. Bjarki sinnti ýmsum verslunar- og þjónustustörfum hjá Kaupfélagi Borgfirðinga á árunum 1989-94, var verslunarstjóri Kaupfélags Stein- grímsfjarðar í Hólmavík 1994-97, inn- kaupastjóri hjá KÁ og á Selfossi og verslunarstjóri hjá 11-11 1997-99, verslunar- og innkaupastjóri Kaup- Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastj. Brákarhlíðar – 50 ára Fjölskyldan Bjarki og Guðrún, ásamt Andra Steini og Aroni Inga nýfermdum, og Ólafi Axel og Jóhönnu Marín. Myndin er tekin í Borgarnesi og það er að sjálfsögðu Hafnarfjall sem gnæfir svo tignarlega í baksýn. Málsvari Manchester City og Sjálfstæðisflokksins „Peysufatadagur“ Vignir Helgi, Ómar Bjarki og Bjarki í peysum, prjón- uðum í B́rákarhlíð sem boðnar voru upp við fjáröflun fyrir heimilið. Reykjavík Atlas Ari Val- entinsson fæddist 17. mars 2018 kl. 14.10 á Landspítalanum í Reykja- vík. Hann vó 4.172 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Karen Bergljót Knútsdóttir og Valentin Oliver Loftsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.