Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Mögnuð rafmagnsverkfæri og frábært verð ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Fyrirvari er settur vegna hugsanlegra ritvillna. Bútsög - LS1019L Kr. 150.000,- með VSK Bútsög - LS1216FLB Kr. 160.000,- með VSK Mótor 1510 W Sagarblað Ø 260 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 91 mm / 310 mm 45° Sagdýpt/Breidd 58 mm / 218 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 60° Gráðuhalli vinstri/hægri 45° Þyngd 26,1 kg Borð fyrir sögina fylgir með Mótor 1650 W Sagarblað Ø 305 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 102 mm / 382 mm 45° Sagdýpt/Breidd 69 mm / 268 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 45° Gráðuhalli vinstri/hægri 52° / 60° Þyngd 26,6 kg Borð fyrir sögina fylgir með Fyrrverandi for- sætisráðherra Malasíu, Najib Razak, var í gær handtekinn fyrir meint hlutverk í svokölluðum „1MDB-skandal“ en Razak er sak- aður um að hafa dregið sér fé að andvirði um sjö hundruð milljónir Bandaríkjadollara úr fjárfestinga- og þróunarsjóði malasíska ríkisins sem kallast 1MDB. Razak var forsætisráðherra Mal- asíu frá 2009 en beið óvænt lægri hlut í kosningum í maí síðast- liðnum. Hét eftirmaður hans, Ma- hathir Mohamad, því eftir kosn- ingasigurinn í maí að hefja rann- sókn á 1MDB-málinu að nýju og lofaði að sækja alla þá til saka sem bæru ábyrgð á fjársvikum upp á marga milljarða Bandaríkjadollara úr fjárfestinga- og þróunarsjóði ríkisins. Razak hefur ávallt neitað sök í málinu og var hreinsaður af sökum á meðan hann var í embætti. Nokkur önnur ríki hafa Razak þó til rannsóknar, t.d. bandaríska dómsmálaráðuneytið. Razak stofnaði árið 2009 1MDB- sjóðinn, sem var ætlað að gera Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, að mikilli fjármálamiðstöð auk þess að drífa áfram efnahag landsins í gegnum auknar fjárfestingar, að því er kemur fram í frétt BBC. MALASÍA Fyrrv. forsætisráð- herra handtekinn Najib Razak Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Tólf ungir leikmenn taílensks knattspyrnuliðs ásamt þjálfara sínum fundust á lífi í Tham Lu- ang-hellakerfinu, sem er í norðurhluta Taílands, rétt við landamæri Laos, seint á mánudag. Hafði þeirra þá verið saknað í rúma níu daga. Fjöl- mörg ríki taka þátt í björgunaraðgerðum ásamt taílenskum yfirvöldum. Tekist hefur að koma vistum og lyfjum til hópsins auk símalínu svo strákarnir geti náð tali af fjölskyldum sínum, sem beðið höfðu milli vonar og ótta í marga daga. „Mér er ofsalega létt þótt ég hafi enn ekki fengið tækifæri til að sjá strákinn minn. Ég vil segja honum að ég sé enn hér að bíða eftir hon- um,“ segir Kieng Khamleu, móðir eins þeirra tólf stráka sem sitja fastir í hellinum, við AFP- fréttastofuna. Þá segir faðir annars við AFP að hann trúi því varla að hópurinn sé á lífi: „Þetta er óhugsandi. Ég hef beðið í 10 daga og ég ímyndaði mér ekki að þessi dagur myndi renna upp.“ Hópurinn gæti þurft að dúsa lengi í hellinum Ekki er ljóst með hvaða leiðum hópnum verð- ur bjargað úr hellunum né hve langan tíma sú aðgerð mun taka. Gæti farið svo að hópurinn þyrfti að dvelja í hellinum í nokkra mánuði, eða þar til regntímabilinu lýkur. Yrði vistum þá kom- ið til hópsins og þá hafa nokkrir læknar í taí- lenska hernum boðið sig fram til að dvelja með hópnum. Er hinn möguleikinn að hópurinn læri að kafa. Hafa köfunarsérfræðingar bent á ýmis vandamál við þann möguleika, s.s. að það taki þaulvanan hellakafara margar klukkustundir að kafa frá staðnum þar sem hópurinn fannst og að inngangi hellisins auk þess sem óreyndir og þreyttir strákar gætu auðveldlega fyllst skelf- ingu reyndu þeir að kafa. Þekktu vel til hellaþyrpingarinnar Eru strákarnir tólf á aldrinum 11 til 16 ára og þjálfarinn 25 ára gamall. Ekki er vitað hvers vegna hópurinn fór inn í hellinn eftir að hafa lok- ið knattspyrnuæfingu laugardaginn 23. júní, en ljóst er að hann hafði áður gert sér ferð í hellinn og þekkti því umhverfi hans ágætlega. Upphófst mikil rigning á meðan hópurinn var inni í hell- inum; svo mikil að hellagöngin, sem eru ein þau lengstu í Taílandi, fylltust mörg hver af vatni og varð hópurinn því innlyksa. Erfið björgun fram undan  12 strákar í taílensku knattspyrnuliði ásamt þjálfara sínum eru komnir í leit- irnar í Thuam Luang-hellakerfinu eftir níu daga leit  Hafa fengið matvæli og lyf AFP Gleðifregnir Foreldri t.h. þakkar taílenskum hermönnum störf sín í björgunaraðgerðunum. Um 300 manns í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkj- unum hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna mik- illa elda sem kviknuðu síðasta laugardag. Geisa eld- arnir á tveimur mismunandi svæðum. Hefur sá stærri skilið eftir sig um 60 þúsund ekrur af sviðinni jörð og gengur slökkviliðsmönnum erfiðlega ná tökum á hon- um. Eru eldar sem þessir nokkuð tíðir í Kaliforníu yfir þurrkatímabil á sumrin. Tveir stórbrunar breiðast hratt út í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum AFP Hundruð hafa yfirgefið heimili sín Nokkur ríki sem eru hluti af Atl- antshafsbandalaginu hafa svarað gagnrýni frá Donald Trump Banda- ríkjaforseta um að þau þurfi að auka framlög til bandalagsins, en Banda- ríkjaforseti sendi bréf þess efnis til ríkisstjórna í m.a. Noregi, Belgíu og Kanada í síðustu viku. AP- fréttastofan greinir frá þessu. Varnarmálaráðherra Noregs, Frank Bakke-Jensen, segir í svari til AP-fréttastofunnar að Noregur standi við þær skuldbindingar sem ákveðnar voru á fundi NATO-ríkja árið 2014. Á þeim fundi var ákveðið, í kjölfar þess að Rússland innlimaði Krímskaga, að hætta niðurskurði á framlögum til varnarmála og bæta frekar í samhliða hagvexti í efna- hagnum til þess að mæta því mark- miði að eyða sem nemur 2% af vergri landsframleiðslu til varnar- mála. Gefur lítið fyrir bréfið Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, dregur úr mikilvægi bréfs- ins sem honum barst frá Banda- ríkjaforseta og segir það einfaldlega „dæmigert“ í aðdraganda leiðtoga- fundar Atlantshafsbandalagsins, að því er segir í frétt AP-fréttastof- unnar. „Við tökum þátt í mörgum hernaðaræfingum með öðrum ríkj- um bandalagsins og það er ríkis- stjórnin sem ákvað að binda enda á niðurskurð í varnarmálum,“ segir Michel. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Kanada, Renée Filiatrault, tekur í sama streng og segir að yfirvöld þar í landi muni auka framlög til varn- armála um 70% næsta áratuginn. „Áætlunin er fjármögnuð að fullu og mætir varnarþörfum landsins. Hún styður einnig við okkar langvarandi hlutverk í friðar- og öryggismálum,“ segir Renée Filiatrault í frétt AP. Svara gagnrýni frá Trump  Leiðtogar NATO-ríkjanna hittast í Brussel í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.