Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 18

Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarráðsamþykktifyrir helgi að kaupa eignir á tveimur stöðum í Breiðholti. Fyrir eignirnar borgar Reykjavíkurborg rúmar 752 milljónir króna. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í fyrra- dag er ætlunin að eignirnar verði seldar innan árs og fyrir árslok ef vel gangi. Verður hús- næðið lagað og snyrt á meðan reynt verður að koma því í verð. Það er spurning hvers vegna borgin ákveður að grípa inn í með fasteignakaupum þegar húsnæði er að drabbast niður. Í frétt á vef borgarinnar seg- ir að borgin hyggist „þróa þessa reiti þannig að hægt verði að auka byggingarheimildir á þeim“ og verði þá „auglýst eftir uppbyggingar- og rekstrar- aðilum sem geta gert nýja og spennandi hluti í hverfinu“. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokks í borgarstjórn, hittir naglann á höfuðið í gagn- rýni sinni á þessa ráðstöfun í frétt Morgunblaðsins um málið. Hann bendir á að það sé ekki hlutverk borgarinnar kaupa fasteignir og gera þær upp. „Það væri miklu nær að veita heimildir til uppbyggingar á svæðinu,“ segir Eyþór. „Ef það væri gert er ég viss um að það væru ýmis fasteignafélög spennt fyrir því að taka við boltanum. Borgin velur aðra að- ferð; í stað þess að rýmka byggingar- heimildir strax kaupir hún hús- næðið og ætlar svo að rýmka heim- ildir.“ Í frétt Morgunblaðsins kem- ur fram að ekki hafi sérstaklega verið tekið lán fyrir kaupunum, en vegna þeirra hafi verið beðið um heimild til að auka við láns- fjáráætlun ársins. Eyþór segir að þessi kaup hefðu ekki átt að fara í forgang hjá borginni þar sem hún eigi fullt í fangi með sín verkefni og ætti ekki að fara sjálf út í að sinna þróunarverkefnum. Það er mikið til í þessari gagnrýni. Borgin mætti leggja áherslu á að klára fram- kvæmdir, sem standa yfir, í stað þess að sanka að sér nýjum verkefnum. Til marks um það er að brátt hafa Framnesvegur og Vesturvallagata verið lokuð í þrjú ár vegna smíði viðbygg- ingar við Vesturbæjarskóla. Þegar framkvæmdir hófust átti að taka bygginguna í notkun ár- ið 2017. Enn er þeim ekki lokið og enn er lokað fyrir umferð um Framnesveg og Vesturvalla- götu. Slæm fjárhagsstaða borgar- innar er illskiljanleg á þessum uppgangstímum. Það er óþarfi að leggja almannafé undir í þróunarverkefni á borð við þetta, ekki síst í þeirri óreiðu sem nú ríkir í fjármálum borg- arinnar. Fasteignakaup borg- arinnar í Breiðholti bera undarlegri for- gangsröð vitni} Óþarft inngrip ESB er á ný kom-ið í hjólförin sem það spólaði svo lengi í eftir að evran missti allan trúnað og hver þjóðin af annarri hafnaði þátttöku í henni. Þó fór engin kosning fram því stjórnmálamenn í viðkomandi löndum, sem höfðu flestir gengið í einn ESB-flokk þótt þeir ættu enn máða flokksskírteinið sitt í kommóðunni, þorðu ekki í þær fyrir sitt litla líf. Áður mændu þessir landlausu ESB-sinnar til forystunnar í Þýskalandi. En ekki lengur því þar er enga for- ystu að finna. Ríkisstjórnin í Berlín nýtur æ minni stuðnings og „óskeikulu“ leiðtogarnir falln- ir á öllum prófum. Kanslari Þýskalands reyndi úr sér gengna trikkið að ná tökum innanlands með því að þykjast koma heim með evrópska sátt, sem svefn- lausum og ringluðum leiðtogum var sagt að þeir hefðu náð skömmu fyrir morgunmat. Þetta var aðferðin á 20 leiðtogafundum í röð þegar evran var komin í uppnám. En nú, eins og þá, töldu leiðtogarnir, þegar þeir voru vaktir aft- ur upp úr hádeginu, sig ekki hafa gert það samkomulag sem þeim var svefn- drukknum kennt um. Þýska lög- reglan, sem gerir ekki uppreisn að gamni sínu, lýsir efasemdum um niðurstöðuna þar sem þar sé ekkert nýtt að finna og það segja líka leiðtogar Austurríkis og Ítal- íu. Schulz, fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna, fordæmir gjörn- inginn. Og eftirmaður hans sér nýjustu skoðanakönnunina sem sýnir að þýsku stjórnar- flokkunum, sem fyrir réttu ári mældust með 62% atkvæða og hrundu svo sameiginlega niður í 52% í kosningunum tveimur mánuðum síðar, hefur tekist að lækka enn og nú niður í 48% fylgi. AfD, Nýr kostur fyrir Þýskaland, mældist fyrir ári með 9% fylgi. Fékk 12,6% fylgi í kosn- ingunum, sem kallað var ógnar- tíðindi, og mælist nú með 16,5% fylgi! Hvílíkt ógnarklúður hvert sem litið er. Hvernig var þetta hægt? Af hverju þessi ofur- trú á afurðum svefn- lausra manna?} Höfundarnir hafa aldrei séð niðurstöðurnar áður Í gær var fundur velferðarnefndar vegna uppsagna ljósmæðra og hvaða aðgerða sé verið að grípa til til þess að koma í veg fyrir að skaði verði af. Landspítal- inn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gert var ráð fyrir röskun á framköllun fæðinga, mögulegum flutningum keisaraaðgerða á Akra- nes og Akureyri og verðandi mæðrum beint á heilsugæslu eða læknavaktina. Fyrir fundinn undirbjó ég nokkrar spurn- ingar fyrir ráðherra. Spurningar um kaupmátt- araukningu ljósmæðra á undanförnum árum miðað við aðrar stéttir. Hver kaupmáttar- aukning ljósmæðra yrði með tillögum ríkissátt- arsemjara. Hvert samstarf ríkisstjórnarinnar hefur verið með aðilum vinnumarkaðarins út af kjaradeilu ljósmæðra og aðrar almennar spurningar um hver bæri ábyrgð á lausn mála í þessari kjaradeilu og hvort einhver aukinn kostnaður fæl- ist í þessu fyrir foreldra. Í undirbúningi fundarins komu fram áhugaverð sjónar- mið. Ekki um kjaradeilu ljósmæðra heldur hlutverk þings- ins og nefnda þess. Þar voru spurningar um nauðsyn þess að halda nefndarfund en það flokkast ekki sem nauðsyn ef fundur nefndarinnar hefur engin áhrif eða breytir engu um stöðu mála. Þar kom fram það álit að þótt staða mála á LSH væri alvarleg þá myndi fundur velferðarnefndar ekki breyta neinu. Þetta er áhugavert af því að í þingskapa- lögum stendur að í sumarhléi þingsins skuli ekki boða til nefndafunda á þeim tíma nema brýn nauðsyn krefji. Í þessu tilviki töldu allir nefndarmenn vera til- efni til fundar. Markmið fundarins var beinlín- is að fá upplýsingar frá LSH og ráðherra og ræða svo í kjölfarið hvað nefndin gæti gert. Aftur að fundi velferðarnefndar í gær. Helstu atriði sem komu fram á fundinum voru að staðan í málinu er mjög alvarleg. Það á þá auðvitað helst við um stöðu foreldra og ný- fæddra barna. Sem stendur eru 60% af lág- marksmönnun í ákveðinni þjónustu. Þegar hafa nokkrir foreldrar þurft að fara til Akra- ness og Akureyrar til þess að klára fæðingu. Það er þó ekkert nýmæli þar sem foreldrar á landsbyggðinni þurfa ítrekað að bregða undir sig betri fætinum og fæða fjarri heimahögum. Að sögn landlæknis er þar um að ræða ákveðna þróun frekar en stefnu stjórnvalda þar sem erfitt hefur reynst að fá þá sérfræð- inga sem þarf til þess að halda ákveðnum öryggisstaðli. Það kemur í ljós á næstu vikum hvað gerist. Þegar yfir- vinnubannið tekur gildi um miðjan mánuðinn verður ástandið alls staðar mjög erfitt. Það sem var mjög merki- legt er að á undanförnum árum hafa svipuð vandamál ver- ið leyst, vandamál sem skapast af miklu álagi vegna vakta- vinnu og launamisræmis. Einhvern veginn hafa ákveðnar stéttir sem eru aðallega skipaðar konum hins vegar lent neðarlega í þeirri leiðréttingarröð. Björn Leví Gunnarsson Pistill Fundur velferðarnefndar Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@gmail.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Þetta er mjög spennandi ogóljóst hvernig baráttanfer,“ segir Gunnar Björns-son, forseti Skáksambands Íslands. Nýr forseti alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, verður kosinn í október. Frambjóðendurnir eru þrír tals- ins: Georgios Makropoulos, Nigel Short og Arkady Dvorkovich. Ný- lega dró fráfarandi forseti FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, framboð sitt til baka. Georgios Makropoulos frá Grikklandi hefur lengi starfað innan FIDE sem varaforseti Kirsans. „Hann er úr gamla FIDE-teyminu sem hefur starfað í umboði Kirsans,“ segir Gunnar. „Það sem styrkir stöðu hans mjög mikið er að hafa Englendinginn Malcolm Pein sem varaforsetaefni.“ Pein er aðal- skipuleggjandi skákmótsins London Classic sem er eitt þekktasta opna skákmót sem haldið er að staðaldri á Englandi. „Hann er með gott orð- spor og skemmir fyrir framboði Nig- els Shorts. Englendingarnir eru klofnir,“ segir Gunnar. Enski stórmeistarinn Nigel Short hyggst einnig bjóða sig fram til FIDE-forsetaembættisins. Short hefur farið mikinn í skákheiminum, hefur sterkar skoðanir og er virkur á samfélagsmiðlum, einkum Twitter. Hann var fyrsti Englendingurinn til að taka þátt í heimsmeistaraeinvígi og beið ósigur gegn Garry Kasparov árið 1983. Ljóst er að Short nýtur mikillar virðingar meðal skákmanna en Gunnar segir umdeildar skoðanir hans geta aftrað honum í framboð- inu. Morgunblaðið náði tali af Nigel Short sem segir mörg vandamál liggja á borði FIDE: „Trúverðugleiki FIDE er sáralítill. Sambandinu hef- ur verið stýrt í áratugi af manni sem hefur á sér slæmt orðspor og er tengdur við spillta einræðisherra.“ Short segir lykilatriðið vera að breyta stjórnunarháttum innan FIDE. „Farsæl íþróttasambönd geta laðað að sér styrktaraðila svo hægt sé að dreifa styrktarfénu og styðja við íþróttina.“ Þá segir hann að stór- fyrirtæki hiki við að styrkja skákmót vegna slæms orðspors alþjóðaskák- sambandsins. Short talar fyrir bættu orðspori FIDE og lagabreytingum sem myndu sporna við spillingu. Meðal stefnumála Nigels Shorts er einnig að takmarka setu á forseta- stóli: „Við ættum aldrei aftur að vera í þeim aðstæðum að sami forsetinn hafi setið í 23 ár.“ Þriðji frambjóðandinn er hinn rússneski Arkady Dvorkovich, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Þá var hann jafnframt formaður undirbúningsnefndar fyrir HM í Rússlandi. „Hann er sterkur frambjóðandi og greinilega á vegum Pútíns.“ Gunnar segir að það að svona sterkur Rússi bjóði sig fram þýði að hann fái sjálfkrafa tugi at- kvæða sem fylgja Rússlandi. Kirsan, fráfarandi forseti FIDE, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Dvorko- vich. Skáksamband Norðurlanda hef- ur boðað til fundar hinn 28. júlí á Helsingjaeyri í Danmörku vegna kosningabaráttunnar. Frambjóð- endum hefur verið boðið þangað til að kynna sig og stefnumál sín. Gunnar segir alla frambjóð- endurna nema Arcady Dvorkovich hafa staðfest komu sína þangað. Á stjórn- arfundi Skáksambands Ís- lands var ákveðið að skák- sambandið lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóð- anda fyrr en í fyrsta lagi eftir fundinn í Danmörku. Hart verður barist um forystu FIDE Fráfarandi forseti FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, hefur gegnt for- setaembættinu síðan 1995. Hann hugðist bjóða sig fram til endurkjörs en dró til baka framboð sitt 29. júní sl. Nú hefur hann lýst yfir stuðningi við framboð Arkadys Dvorko- vich. Ekki var allt með felldu á framboðslista fráfarandi for- setans. Í ljós kom að Glen Stark, sem var skráður aðalrit- ari hans, reyndist vera skálduð persóna. Kirsan hefur lengi verið harðlega gagnrýndur og orðaður við spillingu í forsetatíð sinni. Þá hef- ur það vakið athygli að hann telur sig eitt sinn hafa verið num- inn á brott af geim- verum. Kirsan býður sig ekki fram FORSETI FIDE Í 23 ÁR Kirsan Ilyumzhinov Morgunblaðið/Ómar Baráttuíþrótt Reykjavíkurskákmótið fór fram í mars sl. í Hörpu. Hart er barist í skákheiminum um þessar mundir, á skákborðinu og utan þess.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.