Morgunblaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
a
595 1000
GRAN CANARIA
að
ve
rð
ge
tur
br
e
st
án
fyr
irv
a
11. OKTÓBER Í 18 NÆTUR Frá kr.
135.075
Frá kr.
97.725
ALLTAÐ25.000KR. AFSLÁTTURÁMANN
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Icelandair Group lækkaði afkomuspá
sína og sendi Kauphöllinni tilkynn-
ingu þess efnis í gærkvöldi.
Miðað við fyrirliggjandi forsendur
áætlar félagið að EBITDA ársins
2018, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir,
fjármagnsliði og skatta, verði á bilinu
120 til 140 milljónir bandaríkjadala,
en afkomuspá eftir fyrsta ársfjórðung
gerði ráð fyrir 170 til 190 milljónum
dala EBITDA-hagnaði í ár.
Horfurnar verri en talið var
Í tilkynningu frá Icelandair Group
segir að rask í flugáætlun, seinkun á
innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafi
valdið auknum kostnaði auk þess sem
tekjur hafi tapast.
Fram kemur að spár flugfélagsins
um hækkandi meðalverð á síðari
hluta ársins hafi
hingað til ekki
gengið eftir, þrátt
fyrir að olíuverð
hafi hækkað um
50% á síðustu 12
mánuðum.
„Af þeirri
ástæðu hefur fé-
lagið ákveðið að
lækka tekjuspá
félagsins fyrir síð-
ari hluta ársins. Töluverðar afbókanir
hafa verið hjá hópum hjá Iceland Tra-
vel vegna minnkandi samkeppnis-
hæfni Íslands sem mun valda lakari
afkomu í þeim rekstri á þessu ári,“
segir í tilkynningunni.
Ennfremur hafi mikil framboð-
saukning yfir Atlantshaf á nokkrum
lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á
verðþróun á háönn.
Til lengri tíma litið séu horfur í
rekstri félagsins þó góðar; vöxtur sé á
flestum mörkuðum félagsins, það sé
fjárhagslega sterkt og með góða
stöðu á mörkuðum.
Bókanir farið hægt af stað
Einnig segir að félagið fjárfesti á
þessu ári í nýjum áfangastöðum til að
styrkja leiðakerfi til lengri tíma og að
bókanir hafi farið hægar af stað á
þessum stöðum en ráðgert hafi verið.
„Sú staða sem við erum að horfa
upp á núna er okkur talsverð von-
brigði. Sú þróun á meðalverði sem við
gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins
virðist ekki vera að ganga eftir og því
lækkum við tekjuspá félagsins.
Verðþróun á mikilvægum áfangastöð-
um hefur ekki verið eins og áætlanir
okkar gerðu ráð fyrir og það hefur
neikvæð áhrif á rekstrarspá,“ er haft
eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra
Icelandair Group.
„Talsverð vonbrigði“
Icelandair Group lækkar afkomuspá um 50-70 milljarða
dala Talsvert verið um afbókanir hópa hjá Iceland Travel
Björgólfur
Jóhannsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Vel hefur gengið að sinna sjúkling-
um á bráðadeild Landspítalans í
Fossvogi um helgina. Hjartagátt
spítalans var lokað á fimmtudag og
því er tekið á móti hjartveikum á
bráðadeildinni. Læknum hefur verið
fjölgað á bráðadeild og þar eru til
taks sérfræðingar af hjartagátt.
Sjúklingar hafa farið að leiðbein-
ingum um að leita til Læknavaktar-
innar og Heilsugæslunnar með
minni tilfelli, að sögn Jóns Magnús-
ar Kristjánssonar, yfirlæknis bráða-
deildar Landspítalans.
„Hingað hafa komið færri en
komu að meðaltali á báðar deildir
samanlagt fyrir sameininguna. Í
heildina hefur gengið vel og við höf-
um getað sinnt þeim málum sem upp
hafa komið. Við sjáum að það er að-
eins að þyngjast hjá okkur róðurinn
í dag [sunnudag], fyrst og fremst
vegna þeirra sem bíða eftir innlögn á
legudeildir, aðrar en hjartadeild.“
Læknum fjölgað á Læknavakt
Að meðaltali koma 110 sjúklingar
á bráðadeild og hjartagátt saman-
lagt á hverjum sólarhring. Nokkuð
hefur verið um komur erlendra
ferðamanna, einkum farþega
skemmtiferðaskipa sem lágu við
höfn í Reykjavík um helgina. „Á síð-
asta sólarhring hafa alls komið 86 og
það eru jafn margir og koma að
meðaltali á bráðadeildina á sólar-
hring. Þegar fjöldinn er þessi, þá
ráðum við mjög vel við þetta og þá
ættu allir að geta fengið góða þjón-
ustu hratt og örugglega,“ segir hann
og nefnir að bráðadeildin taki að
sjálfsögðu við þeim sjúklingum sem
eiga við alvarleg vandamál að stríða.
„Ef fólk er með brjóstverk viljum
við endilega að það komi hingað á
bráðadeildina. Ef fólk er með minna
alvarleg veikindi eða slys, þá fær það
mjög góða þjónustu á Læknavakt-
inni eða heilsugæslustöðvum. Þær
hafa opnað fyrir bráðatíma allan
daginn, þannig að fólk getur fengið
þjónustu án þess að panta tíma.
Þetta er fyrir vægari bráð tilvik.“
Hjartagáttin verður lokuð til 3.
ágúst nk. Aðspurður kveðst Jón
Magnús eiga von á því að róðurinn
þyngist eftir því sem líður á mán-
uðinn og sjúklingum fjölgi.
„Reynslan er sú að þegar frá líður
svona breytingum, þá fara hlutirnir
oft í fyrra horf. Við hvetjum fólk
áfram til að sækja þjónustu til
Heilsugæslu og Læknavaktarinnar
svo aukningin verði ekki eins mikil
þegar á líður,“ segir hann.
Oddur Steinarsson, sérfræðingur
í heimilislækningum á Læknavakt-
inni, segir að fimm læknar Lækna-
vaktarinnar séu á vakt, einum fleiri
en vanalega og hafa þeir allir unnið
fram eftir kvöldi, sem er óvanalegt.
Einn læknir til viðbótar sinnir þjón-
ustu á bíl Læknavaktarinnar.
Undanfarið hafa þeir allir unnið
fram eftir kvöldi, en u.þ.b. 200 á dag
hafa leitað þangað.
Vel hefur tekist
að bregðast við
auknu álagi
Hjartagáttinni lokað sl. fimmtudag
Beina sjúklingum á Læknavaktina
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bráðadeild Jón Magnús Kristjáns-
son, yfirlæknir á bráðadeild.
Bráðadeild
» Um 110 leita að meðaltali á
bráðadeild og hjartagátt sam-
anlagt á hverjum sólarhring.
» Bráðadeild sinnir nú sjúk-
lingum hjartagáttar vegna lok-
unar til 3. ágúst.
» 86 leituðu á bráðadeild sl.
sólarhring og er sá fjöldi við-
ráðanlegur að sögn yfirlæknis.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fyrstu sex mánuði þessa árs seldust
um 10,3 milljón lítrar af áfengi í
verslunum ÁTVR. Þetta er aukning
um 2,6% frá sama tíma á síðasta ári.
Af einstökum tegundum jókst salan
hlutfallslega mest á freyðivíni og
kampavíni, eða um 25,3%.
Af 10,3 milljón lítrum seldust ríf-
lega 7,6 milljón lítrar af lagerbjór
frá janúar til loka júní á þessu ári,
sem er aukning um 2,3% á milli ára.
Sala á rauðvíni jókst um 1,5% en
dróst saman um 0,7% á hvítvíni. Enn
meiri samdráttur varð í sölu ávaxta-
víns, eða um 12%. Af því seldust 139
þúsund lítrar í ár en 159 þúsund lítr-
ar á fyrri helmingi síðasta árs.
Minni hvítvínssala í júní
Gott veður og sala á áfengi hafa
oft haldist í hendur. Þess mátti
glöggt sjá merki í sölu Vínbúða
ÁTVR á Austurlandi, en sá lands-
hluti hefur fengið mun fleiri sólar-
stundir í sumar en t.d. suðvestur-
horn landsins.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, skoðaði söl-
una á Austurlandi í nýliðnum júní-
mánuði en þar eru átta Vínbúðir; á
Þórshöfn, Vopnafirði, Egilsstöðum,
Seyðisfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðs-
firði, Djúpavogi og í Neskaupstað. Í
þessum verslunum jókst salan um
13% í júní, miðað við sama mánuð í
fyrra, og aukningin á fyrri hluta árs-
ins er 7,3% borið saman við janúar
til loka júní á síðasta ári.
„Stundum er talað um að salan á
hvítvíni gefi vísbendingu um sum-
arveðrið. Það kemur því ekki á óvart
að sala á hvítvíni í júní var 4,9%
minni í ár en í fyrra,“ segir Sigrún
Ósk.
Bara neftóbak eykst
Sala á tóbaki heldur áfram að
dragast saman, nema á neftóbaki.
Þar jókst salan um nærri 20% á milli
ára. Á fyrstu fimm mánuðum ársins
seldist meira en 21 tonn af neftób-
aki, var tæplega 18 tonn á fyrri
helmingi síðasta árs.
Sala á vindlum dróst saman um
tæp 10% og um tæp 4% á sígar-
ettum. Á fyrstu sex mánuðum ársins
seldust um 428 þúsund karton af síg-
arettum og um 2.100 vindlar. Til
samanburðar má nefna að á fyrri
helmingi ársins 2014 seldust 534
þúsund karton af sígarettum. Á fjór-
um árum hefur salan því minnkað
um tæp 20%, sé miðað við söluna á
fyrri hluta áranna.
Sala á áfengi og tóbaki fyrstu 6 mánuði ársins 2017 og 2018
Sala á áfengi í þúsundum lítra Sala á áfengi í lítrum í janúar-júní 2018 eftir tegundum
Öl Blandaðir drykkir
Ávaxtavín Freyðivín/kampavín
Sala á tóbaki
Heimild: ÁTVR
Sala í janúar-júní 2017 2018 Breyting
Neftóbak kg 17.978 21.534 19,8%
Reyktóbak kg 4.248 3.660 -13,8%
Vindlar þús.stk 2.331 2.103 -9,8%
Sígarettur karton 445.233 427.857 -3,9%
Sala í janúar-júní 2017 2018 Breyting
Lagerbjór og pilsner 7.472 7.647 2,3%
Rauðvín 878 892 1,5%
Hvítvín 534 530 -0,7%
Öl (IPA, belgískur o.fl.) 266 293 10,1%
Aðrar bjórtegundir 229 241 5,1%
Ávaxtavín 159 140 -12,0%
Blandaðir drykkir 153 183 19,6%
Brennivín og vodka 109 115 6,2%
Freyðivín/kampavín 62 78 25,3%
Annað 213 222 4,2%
Samtals 10.075 10.341 2,6%
Lagerbjór, öl og aðrar bjórtegundir
Rauðvín
Hvítvín
Freyðivín, kampavín, ávaxtavín
og blandaðir drykkir
Brennivín og vodka
Annað
2017 2018
266 293
+10,1%
2017 2018
153
183
+19,6%
2017 2018
159 140
-12,0%
2017 2018
62
78
+25,3%
Alls
10.341
lítri
Meiri sala á áfengi
í sólinni fyrir austan
Áfengissala á Austurlandi jókst um 13% í júnímánuði
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hvítvín Sala á þeim drykk dróst
saman um nærri 5% í júní sl.