Morgunblaðið - 09.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Ríkisútvarpið sagði frétt umfyrirhugaða þéttingu byggð-
ar í Skerjafirði undir fyrirsögninni
„Það gustar um uppbyggingar-
áform í Skerjafirði.“ Rætt var við
íbúa í Einarsnesi
sem leist illa á þau
áform að bæta við
stórri byggð í
Skerjafirði, næst
flugvellinum, þar
sem akstursleiðin
inn í hverfið lægi
um Einarsnesið.
Íbúinn segir mælingar á umferðhafa verið gerðar á sumarleyf-
istíma og að auki hefði áður verið
gert ráð fyrir að nýju íbúðirnar
yrðu 600-800 en nú væri ætlunin
að þær yrðu 1.200.
Píratinn Sigurborg Ósk Har-aldsdóttir, formaður umhverf-
is- og skipulagsráðs borgarinnar,
gefur lítið fyrir áhyggjur íbúans.
Umferðin verði ekki nema um sex-
föld núverandi umferð, eða um
7.000 bílar á sólarhring í stað
1.200.
Sexföldun umferðar þykir ekkimikið hjá borgaryfirvöldum
og píratinn bendir að auki á að
ástandið verði ekkert verra en við
Hofsvallagötu og Birkimel, en þar
hafa borgaryfirvöld sem kunnugt
er lengi unnið að þrengingum til
að ýta undir umferðarvandann.
Augljóst má vera að með 1.200nýjum íbúðum í Skerjafirði
stefnir í óefni í umferðarmálum
hverfisins. Og umferðarvandinn
hverfur ekki með draumórum um
að fólk eigi að breyta um ferða-
máta eða fara á fyrirhugaðri
göngubrú yfir til Kópavogs.
Á daginn mun koma að ekkigeta allir gengið til vinnu í
Kópavogi.
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Sexföldun umferð-
ar í Skerjafirði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.7., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 13 alskýjað
Nuuk 7 léttskýjað
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 23 léttskýjað
Kaupmannahöfn 23 léttskýjað
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Helsinki 19 skýjað
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 24 heiðskírt
Dublin 23 skýjað
Glasgow 21 skýjað
London 28 léttskýjað
París 29 heiðskírt
Amsterdam 21 heiðskírt
Hamborg 23 léttskýjað
Berlín 27 skúrir
Vín 25 heiðskírt
Moskva 19 léttskýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 30 léttskýjað
Barcelona 30 heiðskírt
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 29 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 21 skúrir
Montreal 26 skýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 25 heiðskírt
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:25 23:42
ÍSAFJÖRÐUR 2:39 24:38
SIGLUFJÖRÐUR 2:20 24:23
DJÚPIVOGUR 2:44 23:22
Nýr stór
humar
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Sjósundkappinn Jón Kristinn
Þórsson kláraði ekki sundið yfir
Ermarsund á laugardag, sökum of
sterkra sjávarfalla á hinum svo-
nefnda „grafreit draumanna“.
Á laugarsdagsmorgun lagði Jón
af stað yfir sundið frá Shakespeare
strönd í Dover, kl. 05.28 að stað-
artíma.
Eftir að hafa synt 47 kílómetra á
14 klukkustundum þurfti hann að
hætta sundi. Hann átti fjóra kíló-
metra eftir til Frakklands en
þurfti að hætta á fyrrnefndum
„grafreit“. Svæðið er þekkt fyrir
að reynast sundmönnum erfitt
vegna öflugra sjávarfalla og Jón
fékk einmitt að kenna á þeim
sterku straumum.
Með honum í för voru tveir
Ermarsundsfarar, þau Benedikt
Hjartarson, sem synti Ermarsund-
ið árið 2008, og Sigrún Þ. Geirs-
dóttir, sem synti árið 2015 og varð
þar með fyrsta íslenska konan til
að synda yfir Ermarsund.
Við góða heilsu eftir sundið
Jón er vanur sjósundi og hefur
meðal annars synt Drangeyjar-
sund og frá Vestmannaeyjum til
Landeyjasands. Hann hélt aftur til
Dover á laugardagskvöld og var í
gær sagður við góða heilsu.
Lauk ekki sundi yfir Ermarsund
Jón Kristinn hætti sundinu yfir Erm-
arsund Synti 47 km og átti 4 km eftir
Ljósmynd/Aðsend
Sjósund Jón Kristinn við upphaf
sundsins. Hann synti 47 kílómetra.
Lögreglan á
höfuðborgar-
svæðinu hefur
upplýst þrjú inn-
brot sem voru
framin í Kópa-
vogi og Garðabæ
í byrjun síðustu
viku. Um er að
ræða tvö innbrot
á byggingarsvæði, þar sem fjölda
verkfæra var stolið, og eitt á heimili,
en þar voru líka tekin verðmæti af
ýmsu tagi. Megnið af þýfinu er kom-
ið í leitirnar, en það fannst við hús-
leit í Kópavogi. Auk þess var lagt
hald á fíkniefni á sama stað.
Þrír menn, tveir á fertugsaldri og
einn á þrítugsaldri, voru handteknir
í þágu rannsóknarinnar og játuðu
allir sök, segir í tilkynningu frá lög-
reglunni.
Lögreglan minnir á upplýsinga-
síma sinn, 800 5005. Í hann má
hringja nafnlaust til að koma á fram-
færi upplýsingum um skipulagða
brotastarfsemi, eða önnur brot sem
fólk hefur vitneskju um.
Ábendingum um brot má jafn-
framt koma á framfæri í einkaskila-
boðum á fésbókarsíðu lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu.
3 innbrot
upplýst
Þrír handteknir
og játuðu allir sök