Morgunblaðið - 09.07.2018, Qupperneq 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Ég ætla að brjóta á þér helvítishálsinn,“ öskraði aðstoðar-þjálfari New Jersey Stallions
á mig á fótboltamóti í Barcelona í síð-
ustu viku eftir að liðið hans hafði unnið
okkar lið í úrslitaleik mótsins. Strák-
arnir sem spiluðu leikinn voru 15 og 16
ára. Foreldrar strákanna í bandaríska
liðinu höfðu kallað okkar stráka öllum
mögulegum illum nöfnum allan leik-
inn. Hátt og skýrt. Ég er búinn að
fylgja strákunum mínum á fótbolta-
mót í 16 ár og aldrei áður upplifað
svona herskáa stemningu í kringum
barna- eða unglingaleik. Foreldrar og
þjálfarar bandarísku folanna voru
hreinlega á allt öðrum stað en við eig-
um að venjast. Þau voru ekki mætt til
að horfa á fótboltaleik eða styðja sína
stráka á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt. Þau voru mætt í stríð. Sem þau, í
þeirra huga, geri ég ráð fyrir, unnu.
Þetta var lærdómsrík upplifun fyrir
okkur öll sem komum að okkar liði,
leikmenn, þjálfara, liðsstjóra og for-
eldra. Við mættum á Barcelona
Summer Cup með tvö lið, samtals 35
stráka. Þeir eru búnir að safna fyrir
þessari ferð í allan vetur og hlakka
mikið til hennar. Þátttaka á svona
móti snýst auðvitað mikið til um leik-
ina sjálfa, keppnina, og allir vilja að
sjálfsögðu vinna þá leiki sem þeir
spila.
En enn mikilvægara, að mínu mati,
er uppeldislegi og félagslegi þáttur-
inn. Íþróttir barna og unglinga eiga að
snúast um svo margt annað en bara að
vinna. Samstaða, samvinna, virðing,
gleði og heilbrigði eru orð sem koma
upp í hugann. Þátttaka í skipulögðum
íþróttum er ein mikilvægasta og öfl-
ugasta forvörn sem gott samfélag
býður íbúum sínum upp á. Það er
margsannað. Gott íþróttafélag heldur
vel utan um iðkendur sína og gefur öll-
um tækifæri við hæfi.
Það er einmitt það sem okkar félag
gengur út á. Við fórum á mótið með
frábæran hóp af strákum á ýmsu
getu- og þroskastigi. Allir fengu að
spila. Allir voru hluti af hópnum. Allir
fá miklu meira út úr ferðinni en bara
að keppa.
Við förum heim stolt og ánægð og
hlökkum til að halda áfram að styðja
og efla okkar krakka á jákvæðan og
uppbyggilegan hátt. Það á eftir að
skila sér margfalt til baka.
Foreldrar mættir í stríð
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
guðjón@njottuferdalagsins.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sport Þátttaka í skipulögðum íþróttum er öflug forvörn. Á stemningsleik KR og Grindavíkur í körfuboltanum.
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi sem heldur úti bloggsíð-
unni njottuferdalagsins.is.
Grísk jógúrt
www.biobu.is
Lífrænar
mjólkurvörur
Lífrænu Grísku jógúrtina frá Biobú er gott nota í
matargerð, svo sem í ídýfur með karríréttum og
öðrum sterkkrydduðum réttum, þar sem hún er
svalandi og vinnur á móti kryddinu í réttunum.
Svo er hún alveg kjörin í alla sósugerð og til
mareneringar á grillsteikinni.
Jógúrt hvítlaukssósa
250 ml Grísk jógúrt
1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
1-2 hvítlauksrif, pressuð
0,25-0,5 tsk svartur pipar
Smá klípa steinselja (má sleppa)
Hrærið öllu vel saman.
Kælið í a.m.k. 30 mínútur.
Lífræn íslensk framleiðsla
Lífræn
„Verkefnið framundan er spennandi,“
segir Guðrún Björt Yngvadóttir úr
Garðabæ sem í síðustu viku tók við
embætti alþjóðaforseta Lions-
hreyfingarinnar. Í meira en aldar-
langri sögu Lions er Guðrún fyrst
kvenna til að sinna þessu embætti,
enda segist hún ætla að nota tæki-
færið sem nú hefur skapast til að
hvetja konur til starfa til starfa og
áhrifa innan hreyfingarinnar, þar sem
karlar hafa verið ráðandi til þessa.
Starf í 210 löndum
Það var á alþjóðaþingi Lions sem
haldið var í Nevadaríki í Bandaríkj-
unum sem Guðrún Björt tók formlega
við embættinu, að viðstöddum ríf-
lega 100 Lionsfélögum frá Íslandi. Á
þinginu voru umdæmisstjórar frá alls
170 löndum, en hreyfingin starfar í
alls 210 löndum og félagar er um 1,5
milljón. Frá því Guðrún var tilnefnd
fyrir nokkrum misserum að verða
heimsforseti hefur hún heimsótt
mörg þessara landa og sú vegferð
heldur áfram nú.
„Ég geri ráð fyrir því að heimsækja
50 til 70 lönd næsta árið. Það eru
mörg verkefni sem heimshreyfingin
beitir sér fyrir og starfar að og því
fylgir að alþjóðaforsetinn heimsæki
klúbbana, liðsmenn þeirra og ráða-
menn í hverju landi,“ segir Guðrún
Björt.
Baráttan gegn sykursýki í heim-
inum hefur verið áherslumál Lions á
undanförnum árum. „Þetta er alvar-
legur sjúkdómur sem herjar víða og
við viljum beina kröfum okkar í bar-
áttunni gegn honum. Auðvitað er það
þó svo að í sumum löndum er kannski
ekki beint áhugi á þessu viðfangsefni
og þá geta Lionsfélagar líka sinnt
öðrum viðfangsefnum sem við höfum
lagt áherslu á, það er barátta gegn
hungri, sjónvernd, krabbamein barna
og umhverfismál,“ segir Guðrún
Björt sem reiknar með að verða tals-
vert í Chicago í Bandaríkjnum næsta
árið en þar í borg er höfuðstöðvar
Lions í heiminum.
Konur til áhrifa
„Jafnréttismál eru komin langt
áleiðis á Íslandi og mér finnst ekkert
tiltökumál að vera kona sem heims-
forseti Lions. Í ræðu sem ég flutti
þegar ég tók við embættinu lagði ég
því áherslu á að ég væri fyrsti Íslend-
ingurinn sem gengdi því en ekki
fyrsta konan og fékk sá málflutn-
ingur góðar viðtökur,“ segir Guðrún
Björt.
Á Íslandi eru konur komnar til
áhrifa innan hreyfingarinnar. Nýir
fjölumdæmisstjórar eru; Sigfríð
Andradóttir í vestur- og norður-
umdæmi og Geirþrúður Fanney Boga-
dóttir í suður og austurumdæmi.
Fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi er
Björg Bára Halldórsdóttir.
Tekin við sem alþjóðaforseti Lions-hreyfingarinnar
Forseti sem ætlar að heimsækja
50-70 þjóðlönd næsta árið
Alþjóðaforsetinn Guðrún Björt
Yngvadóttir er í forystunni.