Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.
Ingunn Guðbrandsdóttir er fertug í dag. Hún er fjármálastjóriBókunar ehf., hugbúnaðarfyrirtækis sem nýlega var keypt afTripAdvisor. Hún er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í
mannauðsstjórnun og er sjálfstætt starfandi jógakennari. Loks er hún
persónulegur markþjálfi og þar renna saman þessi störf, sem í fyrstu
virðast sundurleit. Hún er líka nýfarin að hlaupa. Og gefur lítið eftir.
„Ég gaf sjálfri mér í fertugsafmælisgjöf að hlaupa tvö hálf-
maraþon,“ segir Ingunn glöð í bragði. Hún er hæstánægð með áfang-
ann, fagnar því að eldast. „Ég er sífellt að vaxa og prófa nýja hluti. Ég
gat aldrei hlaupið, fékk bara hlaupasting og gafst upp. Ég á hund og í
vetur ákvað ég að prófa að fara út að hlaupa með hann, þannig slá
tvær flugur í einu höggi, að hreyfa mig og um leið hundinn.“ Ingunn
er orðin hugfangin af íþróttinni og á Jónsmessu síðastliðinni hljóp
hún sitt fyrsta hálfmaraþon og tekur annað í Reykjavíkurmaraþoni í
ágúst.
Það er ekki auðvelt að vera fjármálastjóri í kringum mánaðamót.
Ingunn ætlar í dag að reyna að skila af sér bunka af verkefnum. Að
því loknu liggur beinast við að reima á sig hlaupaskóna og fara beint
út að hlaupa. „Ef ég hef tíma reyni ég að skella mér líka í jóga. Ég
verð að komast að hlaupa enda æfi ég enn stíft fyrir næsta hálf-
maraþon.“ En er þetta ekki í höfn, fór hún ekki létt með hitt? „Ég hélt
ég myndi ekki ná í mark. Við getum orðað það þannig.“
Hlaupakona Það er aldrei of seint að prófa nýja hluti, eins og hlaup.
Úr hlaupasting
í hálfmaraþon
Ingunn Guðbrandsdóttir er fertug í dag
B
ryndís Schram fæddist 9.
júlí 1938 í Reykjavík.
Hún stundaði nám við
Listdansskóla Þjóðleik-
hússins frá 1950, lauk
stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði
frönskunám í Sorbonne 1958-59, nám
við Edinborgarháskóla 1959-60, við
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1962-
64, var á kennaranámskeiði í frönsku
við háskólann í Aix-en Provence 1971
og við háskólann í Nice 1975, og lauk
BA-prófi í ensku, frönsku og latínu
við HÍ 1973. Með námi stundaði
Bryndís m.a. fiskvinnslu, framreiðslu
og leiðsögn fyrir erlenda ferðamenn.
Hún varð fegurðardrottning Íslands
1957.
Bryndís dansaði við Listdansskóla
Þjóðleikhússins til 1970, lék við Þjóð-
leikhúsið 1964-70, lék, kenndi leiklist
og leikstýrði á Ísafirði 1970-78, var
kennari við MÍ 1971-78, skólameistari
þar 1976-77, kenndi við Póst- og síma-
skólann 1978-79, vann við dagskrár-
gerð hjá ríkissjónvarpinu 1978-83 og
hjá Stöð 2 frá upphafi og um árabil,
vann að myndbandagerð 1984, var
ritstjóri tískublaðsins Lífs 1983-84 og
framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs
Íslands 1992-1996. Hún var sendi-
Bryndís Schram, fv. fjölmiðla-, leikkona og ballerína – 80 ára
Hjónin Bryndís og Jón Baldvin stödd á Möltu fyrir tveimur árum, en þau búa núna hálft árið í Andalúsíu.
Í nýrri heimsálfu við
hvert stórafmæli
Afmælisbarnið „Mér finnst ekkert erfitt að eldast því að árin segja í raun
ekkert til um aldur. Ég er líka svo gæfusöm að njóta góðrar heilsu.“
Garðabær Ólafur Tinni Pálsson
fæddist 17. desember 2017. Hann
vó 15 merkur og var 52 cm að
lengd. Foreldrar hans eru Hildur
Ýr Hvanndal og Páll Arnarson, en
Páll er þrítugur í dag eins og sjá
má hér á síðunni til hægri.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is