Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 8

Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Það urðu mikil tíðindi í kjölfarfundar ríkisstjórnar um for- skrift að brottför bresku þjóðar- innar úr ESB. Markmið fundarins var að þjappa stjórnarliðum sam- an. Það endaði öðruvísi. Ráðherra brottfararmála sagði sig úr ríkis- stjórninni og degi síðar fór utanríkis- ráðherrann, Boris Johnson, helsta vonarstjarna flokksins.    Og hann fór ekki þegjandi.Sagði hann að draumurinn um Brexit væri að deyja, kafna úr alls óþarfri vanmetakennd leiðtoga landsins. Ef Chequers-áætlun for- sætisráðherrans yrði fylgt fram, biði Breta hið ógeðfellda hlutverk nýlenduoks undir Brussel.    Fréttamenn sem annaðhvortþekkja lítt til eða kjósa óheið- arlega mynd af veruleikanum tala eins og kjósendur hafi mátt velja um „hart brexit“ eða „mjúkt“. Þetta er hreinn tilbúningur. Ein- göngu var kosið um veru í ESB, eða brottför.    Þeir sem eiga höfundarrétt aðnafngiftunum „mjúkt brexit og hart“ eru þeir sömu og urðu undir í ákvörðun þjóðarinnar. Þjóðin ákvað að hún skyldi losna undan fjötrum ESB. Hin tilbúna mjúka leið, sem ekki var nefnd á kjörseðlinum snýst aðeins um það að gera ákvörðun bresku þjóðar- innar að engu.    Þeir sem henni fylgja vilja „leið-rétta“ ákvörðun sem hafi ver- ið röng, þótt 52% þjóðarinnar hafi samþykkt hana.    Nýjustu kannanir sýna að full-veldisfólki hefur fjölgað verulega síðan kosið var. Boris Johnson Slíkir til alls staðar STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.7., kl. 18.00 Reykjavík 10 alskýjað Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 16 skýjað Nuuk 17 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 28 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 skúrir Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 18 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 15 súld Dublin 20 léttskýjað Glasgow 19 léttskýjað London 21 skýjað París 21 heiðskírt Amsterdam 19 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 19 skúrir Moskva 19 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 24 léttskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 31 heiðskírt Chicago 27 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:31 23:37 ÍSAFJÖRÐUR 2:49 24:28 SIGLUFJÖRÐUR 2:30 24:14 DJÚPIVOGUR 2:50 23:17 22 langreyðar hafa veiðst í sumar frá því veiðar hófust 20. júní sl. sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. í samtali við mbl.is í gær. Kristján segir hvalveiðar hafa farið ágætlega af stað í sumar þótt veður hafi verið erfitt og skyggni slæmt á fyrstu þremur vikum hvalveiða. „Þetta hefur gengið svona upp og niður. Skyggnið hefur verið erfitt og annar bátanna fór af stað heldur seinna en áætlað var,“ sagði Krist- ján. Hvalur 9 var skipið sem var sjó- sett seinna vegna þess að bið eftir varahlutum var lengri en gert var ráð fyrir. Þegar Kristján ræddi við mbl.is í gær stefndu bátarnir á miðin eftir að hafa legið við bryggju í Hvalfirði síð- ustu tvo sólarhringa á undan. Hefur mesta veiðin það sem af er verið suð- vestur af Garðskaga að sögn Krist- jáns. Tæplega 200 dýra veiðiheimild Hvalur hf. hefur heimildir til þess að veiða tæplega 200 dýr á þessu ári. Eftir að búið er að gera að hvölun- um, er kjötið geymt í frysti á meðan það bíður útflutnings. Kjötið verður væntanlega selt til Japan í haust, að því er fram kemur í samtali Krist- jáns við mbl.is í lok júní. axel@mbl.is Yfir 20 langreyðar komnar á land  Veiðar farið ágætlega af stað í sumar, segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hvalveiðar 22 langreyðar hafa veiðst á fyrstu þremur vikunum. Færsla símhlust- ana lögreglunnar úr Hleranum yfir í LÖKE hefur reynst umfangs- meiri og dýrari en ætlað var í upphafi. Þetta kemur fram í svari ríkislög- reglustjóra við fyrirspurn Morgun- blaðsins en ríkissaksóknari gagn- rýndi embættið fyrir að hafa ekki lokið við færsluna yfir í LÖKE í skýrslu sinni um símhlustanir fyrir árið 2017. „Fjárveitingin sem fékkst dugði langleiðina til kaupa á þeirri lausn sem við erum að innleiða núna. Í fyrsta áfanga innleiðum við það sem lýtur að upptökum og vistun á yfir- heyrslum. Í kjölfarið verður innleidd vistun á öllum stafrænum sönnunar- gögnum, þ.m.t. símhlustunum. Fyrir árslok munum við væntanlega verða tilbúnir með tengingu milli þessa kerfis og LÖKE,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá ríkislögreglustjóra. Með því að færa símhlustanir yfir í LÖKE verður umsýsla með gögn- unum skráð sjálfvirkt inn í kerfið. Í LÖKE fyrir árslok  Færsla símhlust- ana umfangsmikil Meira til skiptanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.