Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda leið-
togafundar Atlantshafsbandalagsins sem hald-
inn verður í Brussel í dag og á morgun. Jens
Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins,
hefur jafnvel gengið svo langt að lýsa yfir
áhyggjum um framtíð þess. Ástæðan er aukinn
rígur sem borið hefur á milli Bandaríkjanna og
annarra aðildarríkja samhliða versnandi sam-
skiptum þeirra við Rússland.
Fyrir hönd Íslands sækja fundinn Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur
Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þrátt fyrir
skugga sem ásakandi ummæli Donalds Trump
Bandaríkjaforseta í garð bandalagsríkjanna og
fjárframlags þeirra til varnarmála hefur varp-
að yfir fundinn sagðist Guðlaugur ekki hafa
áhyggjur af samheldni bandalagsins í viðtali
við Morgunblaðið. Ólíkt ýmsum aðildarríkjum
hafi Ísland ekki fengið orðsendingu frá Banda-
ríkjaforseta með kröfu um hærra fjárframlag
til varnarmála þar sem Bandaríkjamenn sýni
sérstöðu landsins skilning.
„Staða Íslands er þekkt innan Atlantshafs-
bandalagsins. Það hefur alltaf verið ljóst að við
erum herlaus þjóð og staða okkar er því ekki
sambærileg við hin aðildarríkin. Við tökum
þátt í Atlantsbandalaginu á okkar hátt eins og
við höfum gert á undanförnum árum og mun-
um halda áfram að efla okkur og styrkja okkur
þar. Við erum með fulltrúa meðal annars í
Eistlandi og Georgíu og tökum þátt í borg-
aralegri starfsemi NATO í Afganistan og Írak.
Við erum virkir þátttakendur í bandalaginu og
erum að efla það enn frekar eins og aðrar aðild-
arþjóðir.“
Gagnrýni Trumps ekki ný
Guðlaugur sagði ummæli Trumps Banda-
ríkjaforseta ekkert einsdæmi í sögu banda-
lagsins. „Núverandi Bandaríkjaforseti er ekki
fyrsti forsetinn sem hefur hvatt til þess að
framlag aðildarríkjanna yrði aukið. Það hefur
verið umræða í langan tíma. Á fyrri fundi
NATO sem ég hef sótt sem utanríkisráðherra
hef ég ekki orðið var við annað en samstöðu um
mikilvægi bandalagsins.“
Guðlaugur bætti við að þótt ummæli Banda-
ríkjaforseta hafi verið gagnrýnin sýni Banda-
ríkin í verki fram á áframhaldandi hollustu við
bandalagið. „Þetta snýst ekki bara um orð,
heldur gerðir,“ sagði hann. Jafnframt væri
aukin samvinna með nánustu samstarfsþjóðum
bandalagsins, Finnum og Svíum, til merkis um
áframhaldandi mikilvægi þess.
Aðspurður hvort það hefði nokkur áhrif á
viðhorf gagnvart Íslandi að forsætisráð-
herrann sem sæti fundinn væri meðlimur í
flokki sem hefði það á stefnuskrá sinni að
ganga úr NATO svaraði Guðlaugur neitandi.
„Það liggur alveg fyrir hver stjórnarsáttmál-
inn er. Þegar tveir eða fleiri flokkar fara í sam-
starf ná menn saman með ákveðna stefnu og
stefna okkar byggist á þjóðaröryggisstefnu
sem mjög breið samstaða er um á þingi. Eftir
því er unnið og það kemur fram í okkar starfi.“
Rætt um mál Rússa
Að sögn Guðlaugs kemur helsta umræðuefni
fundarins til með að vera samband aðildarríkja
við Rússland. Guðlaugur taldi ekki að nein
grundvallarbreyting á samskiptum við Rúss-
land hefði orðið síðustu daga eftir að bresk
kona í bænum Amesbury lést af völdum rúss-
nesks taugaeiturs. Viðskiptaþvingunum var
bætt á Rússland og margir vestrænir leiðtogar
sniðgengu heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu sem stendur yfir í Rússlandi vegna
svipaðs atviks sem átti sér stað í mars í Sal-
isbury. „Það er samstaða um að vilja sjá Rúss-
land í evrópsku fjölskyldunni, ef þannig má að
orði komast. Þrátt fyrir refsiaðgerðirnar eiga
flest ríki í ágætis samstarfi við Rússa á mörg-
um sviðum, þar með talið Ísland í norður-
skautsmálunum. Salisbury-atvikið var í raun-
inni kornið sem fyllti mælinn, en það var margt
annað sem var búið að ganga á frá innlimun
Krímskaga árið 2014. Það hefur orðið mikil
breyting síðan það gerðist.“
Áhyggjulaus um samheldni NATO
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra halda til leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Brussel
Guðlaugur Þór segir gerðir Bandaríkjamanna sýna fram á áframhaldandi hollustu við bandalagið
Á fundinum verður fundað með leiðtogum
Georgíu og Úkraínu um umbætur og ör-
yggismál í Suðaustur-Evrópu.
Katrín Jakobsdóttir mun hitta fulltrúa
ICAN (International Campaign to Abolish
Nuclear Weapons) á fimmtudaginn. Hún
mun einnig eiga tvíhliða fundi með Jens
Stoltenberg og ýmsum leiðtogum aðildar-
ríkjanna. Auk þeirra Guðlaugs verður með
í för Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Ís-
lands hjá NATO.
Þétt dagskrá
hjá Katrínu
UM FUNDINN
Ljósmynd/NATO
NATO Aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni ut-
anríkisráðherra. Leiðtogafundur NATO hefst í Brussel í dag og verður fram haldið á morgun.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs- og
sjóveiða.
Trilene XL nylon
línur til lax- silungs-
og sjóveiða í
fjölbreyttu úrvali
einnig taumaefni.
Fjölbreyt úrval af hjólum
og stöngum, til sportveiða
fyrirliggjandi.
Vöðluskór með skiptanlegum
sóla, filt, gúmmí og negldir sólar.
Tvennir sólar fylgja. Þessir skór
voru valdir bestu Vöðlu skórnir á
Efftex veiðisýningunni 2016.
Ugly Stik kaststang-
irnar eru sterku
stangir á mark-
aðnum.
Gott úrval af kast-
stöngum og hjólum,
strandveiðstangir,
Combo strand-
veiðistöng og
hjól, sjóstangir.
Stærsta úrval
stanga og hjóla
til sjóveiði.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.