Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 15

Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Fólk sem kaupir sína fyrstu fast- eign án aðstoðar frá vinum eða ætt- ingjum er í minnihluta og aldur fyrstu kaupenda fer hækkandi. Þetta og fleira kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs sem birt var í gærmorgun en þar segir að niður- stöður nýrrar könnunar sem Zenter gerði fyr- ir Íbúðalánasjóð gefi vísbendingu um að annað- hvort kjósi fólk að kaupa sér sína fyrstu fasteign síðar á lífsleið- inni, eða að fast- eignakaup verði sífellt erfiðari fyrir ungt fólk. Erfitt fyrir námsfólk Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að meðalaldur þeirra sem kaupa sína fyrstu fasteign sé nú 28 ár og að 59% þeirra fái aðstoð frá fjölskyldu og vinum við fjármögnun. Helga Hlín Stefánsdóttir og Helgi Valur Gunnarsson, bæði 21 árs, keyptu sér nýverið saman sína fyrstu fasteign í Reykjavík og fengu til þess stuðning frá foreldrum þeirra beggja. „Við erum svo lánsöm að geta bú- ið heima í fríu fæði og húsnæði og að foreldrar okkar beggja hafi get- að aðstoðað okkur,“ segja Helgi og Helga en þau telja það afar ólíklegt að þau hefðu getað keypt fasteign svo snemma á lífsleiðinni án stuðn- ings foreldra sinna. „Ég held að það sé mjög erfitt fyrir ungt fólk sem fer í skóla að kaupa sér fasteign án aðstoðar. Við þekkjum enga á okkar aldri sem eru að íhuga þetta í alvöru,“ segir Helgi en hann og Helga útskrif- uðust bæði úr menntaskóla fyrir um ári og hafa síðan unnið á leikskóla til að safna fyrir íbúðarkaupunum. „Við erum búin að vera að safna í talsverðan tíma núna. Við unnum bæði svolítið með menntaskóla og höfum verið að safna í vetur,“ segja þau en bæta við að stuðningur for- eldra þeirra hafi samt skipt sköp- um. Parið unga áætlar að leigja íbúð- ina sína út fyrstu árin á meðan það fer í háskóla, og standa þannig straum af afborgunum með leigu- tekjunum. Áframhaldandi hækkun Guðmundur Sigfinnsson, hag- fræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir niðurstöður könnunarinnar vera ákveðið áhyggjuefni og segir: „Þetta gefur til kynna að þarna séu vaxandi vandamál.“ Aðspurður hvort hlutfall þeirra sem fá aðstoð við að kaupa sér fyrstu fasteign eigi eftir að hækka enn frekar segir hann: „Ef maður horfir á söguna þá hefur það verið tilhneigingin. Það er allavega vert að skoða það hvort það sé ekki hægt að vera með ein- hvers konar leiðir til að komast inn á markaðinn.“ Spurður hvort aðrar ástæður en íbúðaverð séu þess valdandi að fólk þarf í auknum mæli að fá aðstoð frá vandamönnum við fyrstu fasteigna- kaup svarar Guðmundur: „Ég held að stærsta skýringin sé fasteigna- verð.“ Fyrstu kaup með fjárstuðningi  Flestir sem kaupa fyrstu fasteign sína fá fjárstuðning frá vinum og fjölskyldu  Helgi og Helga keyptu sér íbúð 21 árs með stuðningi frá foreldrum  Niðurstöður nýrrar könnunar eru áhyggjuefni Eignafólk Helgi Valur og Helga Hlín festu kaup á fasteign fyrir skemmstu. Guðmundur Sigfinnsson Mjög lítill hluti fólks á leigu- markaði, um 6%, telur öruggt eða líklegt að hann kaupi sér fasteign á næsta hálfa ári. Þetta kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs en þar segir einnig að 16% þjóðarinnar, 18 ára eða eldri, séu nú á leigu- markaði og er það svipað og hefur mælst á síðustu miss- erum en tæplega 90% þeirra sem eru þegar á leigumarkaði telja almennt miklar líkur á að þar verði þeir áfram. 19% þjóðarinnar telja lík- legt eða öruggt að þau verði á leigumarkaði eftir hálft ár og telja 21% þeirra sem eru í for- eldrahúsum líkur á að þau færi sig yfir á leigumarkað á næstu sex mánuðum. Heimilisfólk er almennt færra í leiguíbúðum en í eigin húsnæði en 2,38 einstaklingar búa að meðaltali á hverju leiguheimili á meðan heimilis- fólk í eigin húsnæði er að meðaltali 2,96 á hverju heim- ili. Staðan á leigumarkaði ÓLÍKLEGT AÐ LEIGUTAKAR KAUPI FASTEIGNIR TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Rennibekkur Lata Verð 139.800,- Tifsög Deco-flex Verð35.660,- Lykilverslun við Laugaveg – Áratuga þekking og reynsla Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Spónsuga 2 stærðir Verð frá 89.800,- Slípivél BTS800 Verð 38.490,- Fræsari Verð 49.980,- Hefill HMS850 Verð frá 54.870,-Súluborvél 2 stærðir Verð frá 25.770,- Tifsög SD1600V Verð 22.980,- Sambyggð vél Combi 6 Verð 239.800,- Rennibekkur DMT 460 Verð 58.190,- Iðnaðarsuga HA1000 Verð 21.520,- Bandsög 2 stærðir Verð frá 45.150,- Slípivél OSM100 Verð37.520,- Ný vefverslun brynja.is Bútsög HM80L Verð 19.700,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.