Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Leikur ljóss og lita Náttúran málar sífellt ný málverk, sólstafir lýsa hér gegnum dimma skýjahellu yfir Skagafirði. Horft frá Lýtingsstaðahreppi austur að Blönduhlíðarfjöllum. Einar Falur Cambridge | Bretar til- kynntu 3. apríl bann við sölu á fílabeini, sem sagt var að væri með þeim „mest afgerandi í heiminum“. Með því að takmarka viðskipti með fílabein sneru Bretar bökum saman með öðrum löndum, þar á meðal Kína og Bandaríkjunum, um að nota markaðsfælingu til að draga úr veiðiþjófnaði og verja tegund í hættu frá útrýmingu. Eins og Mich- ael Gove, umhverfisráðherra Bret- lands, sagði í tilkynningunni er markmiðið að „verja fíla í þágu kyn- slóða framtíðarinnar“. Vissulega eru þetta lofsverðar að- gerðir í þágu háleits markmiðs. En það eitt að binda enda á sölu fíla- beins mun ekki verða til þess eitt og sér að snúa við fækkun í fíla- stofnum. Staðreyndin er sú að helsta ógnin sem blasir við fílum og mörgum öðrum tegundum er mun venjulegri athafnasemi mannsins: landbúnaður. Í öllum þróunarlöndum brjóta bændur undir sig meira land til ræktar í endalausri sókn eftir frjórri jörð. Samhliða er gengið á mikilvæg vistkerfi villtrar náttúru með ógnvekjandi hraða. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) munu að óbreyttu um 70 milljónir hektara ræktarlands hafa bæst við árið 2050 og stór hluti þess er á svæðum sem nú eru skógi vaxin. Mest er hættan í Suður-Ameríku og Afríku sunnan Sahara. Áhrifa fólkfsjölgunar og aukinnar eftirspurnar eftir mat mun gæta hvað harkalegast á skógi vöxnum hitabeltissvæðum. Fátækt er rót þessarar vistfræði- legu kreppu, en slæmir landbún- aðarhættir viðhalda vítahring hung- urs og ágangs á vistkerfið. Í Afríku tengist viðvarandi léleg uppskera – iðulega aðeins 20% af meðaltali í heiminum – litlum gæðum fræja og skorti á áburði og áveitum. Þegar jarðveginum hrakar og uppskeran minnkar eygja margir bændur ekki aðra kosti en að leita að nýju landi til að rækta. Sem betur fer er leið til að binda enda á þennan vítahring. Rann- sóknir sýna að með bættum aðferð- um í landbúnaði og betri tækni megi auka framleiðni og draga um leið úr ágangi á náttúruna og verja dýralíf. Þessi nálgun, sem nefnd hefur verið „sjálfbær aukning“, miðast að því að auka uppskeru á ræktarlandi, sem fyrir er, með því að nota tækni á borð við samræmda uppskerustjórn og þróaðar skordýravarnir. Ef sjálf- bær aukning næði víðtækri út- breiðslu mætti jafnvel draga úr nú- verandi umfangi ræktarlands. Þetta er ekki fráleitt markmið. Á undanförnum 25 árum hafa bændur í meira en 20 löndum víða um heim bætt fæðuöryggi um leið og skóg- lendi hefur staðið í stað eða jafnvel stækkað. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var milli 1965 og 2004, gátu bændur í þróunarlöndum sem not- uðu hágæðafræ minnkað ræktar- land um næstum 30 milljón hektara. Það er landsvæði á stærð við Ítalíu. Þennan ávinning mætti enn bæta ef smábændur hefðu aðgang að nú- tímatækjum, betri upplýsinga- söfnun og greiningu og ættu auð- veldara með að fá fjármögnun. Gagnrýnendur halda því fram að það að auka framleiðni gæti farið úr böndum, sérstaklega ef það yrði smábændum hvati til að rækta meira land í von um aukinn hagnað. Til að koma í veg fyrir það yrði að leggja ríka áherslu á verndarþátt- inn samhliða áætlunum um að auka framleiðni. Um leið er þó ekki hægt að fara einfaldlega fram á það við bændur í þróunarlöndum að þeir hætti að nýta svæði sem liggja að ökrum þeirra. Í fátækum samfélögum reiða margir sig á skóglendi til eldsneytis og byggingarefnis. Opinber stefna, sem bannar not þessara auðlinda án þess að bjóða upp á aðra nothæfa kosti, mun að öllum líkindum mis- takast. Hin ákjósanlega leið til nátt- úruverndar væri að tengja stuðning í landbúnaði og efnahagsmálum ströngum takmörkunum á að stækka ræktarland. Sú er alls ekki raunin nú. Um all- an heim er milljörðum dollara varið í að það árlega að takast á við ágang á umhverfið og fátækt. Mörg af 17 marmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru með ein- hverjum hætti tengd þessum tveim- ur málaflokkum. Og þó fara flest þau verkefni, sem ætlað er að taka á þessum málum, fram í einangrun. Það eru mistök. Lausnir við óöryggi í matarmálum og ágangi á vistkerfið þarf að samræma í auknum mæli ef einhverntímann á að vera hægt að leysa þessi vandamál. Enginn dregur í efa að velmein- andi aðgerðir á borð við bann við viðskiptum með fílabein geti dregið úr áhrifum ágangs mannsins á nátt- úruna. En í augnablikinu nær land- búnaður – sú athafnasemi mannsins sem veldur heilsu margra tegunda mestum skaða – ekki að draga til sín þá athygli sem þörf er á í stefnu- mótun. Þar til það breytist er líklegt að tilburðir stjórnvalda til að vernda náttúruna fyrir „kynslóðir framtíð- arinnar“ muni duga skammt. Eftir Maxwell Gomera og Edward » Lausnir við óöryggi í matarmálum og ágangi á vistkerfið þarf að samræma í auknum mæli ef einhverntímann á að vera hægt að leysa þessi vandamál. Edward Mabaya Maxwell Gomera er í ár með rann- sóknarstyrk við Aspen New Voices og stýrir deild lífrænnar fjölbreytni og vistkerfa við umhverfisáætlun Sam- einuðu þjóðanna. Edward Mabaya var á rannsóknarstyrk hjá Aspen New Voices 2016 og er dósent í rann- sóknum við Cornell-háskóla. © Project Syndicate 1995–2018 Skaðlegir bóndabæir Maxwell Gomera

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.