Morgunblaðið - 11.07.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.07.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Sagt hefur verið um Vestfirð- inga að þeir hnýti ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og aðrir landsmenn. Þeir vilja efla gömlu atvinnuvegina, landbúnað, sjávar- útveg og iðnað hvers konar. En „þið þarna fyrir sunnan“ viljið endilega að þeir verði bugtandi ferðaþjónar. Fylli fjórðunginn af stjórnlausu ferðafólki og þjóni því allan ársins hring. Hreyfi sem minnst við landsins gögnum og gæðum svo blessaðir ferðalang- arnir fái ekki sjokk af sjón- mengun. Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins? Íslendingar eiga erfitt með að stjórna sjálfum sér svo vel sé. Og kunna ekki og vilja ekki forgangs- raða fjármunum. Íslenska stjórn- sýslan hefur stundum ekki hug- mynd um hvað er að gerast í kringum hana, til vinstri né hægri. Því eru litlar sem engar líkur á að við getum haft almenni- legt kontról á mörgum milljónum ferðamanna á ári að óbreyttu. Þetta er náttúrlega bilun, en það er svona samt! Ferðamenn, farið heim, segja nú sumir innfæddir á Mallorca og Kanaríeyjum. Þrátt fyrir allan gróðann. Margir hérna fyrir vest- an vilja ekki að Vestfirðir verði Mallorca norðursins. „Þið þarna fyrir sunnan“ verðið bara að skilja það. Ferðamenn eru góðir sem slíkir að vissu marki. En stjórnlausir ferðamenn í massavís geta orðið algjör plága, sbr. miðbæinn í Reykjavík. Megum við þá frekar biðja um frumatvinnuvegina. En í hæfilegri blöndu með ferða- mennskunni. Best að hafa þetta sitt af hverju tagi. Almannarómur segir að þegar Vestfirðingar eru hættir að geta rifið kjaft séu þeir búnir að vera. „Þið þarna fyrir sunnan“ eruð sí- fellt að leiðbeina þeim hvernig best er að standa að ýmsum hlutum í Vestfirðingafjórðungi. En „þeir þarna fyrir vestan“ vilja alltaf gera eitthvað annað og öðruvísi og brúka bara munn eins og gamla konan sagði. Vestfirska rafmagnið Flestir atvinnuvegir þurfa raf- magn. En þetta eilífa basl Vestfirð- inga að halda rafmagninu inni er brandari á landsvísu. Þeir eru löngu orðnir þreyttir á einhverjum hundi að sunnan, sem er góður út af fyrir sig. En hann hleypur alltaf út og suður þegar verst gegnir. Flestar ef ekki allar stórvirkjanir okkar eru staðsettar á sívirku eld- gosabelti landsins. Sú staða getur því hæglega komið upp að Vest- firðir fái ekki eitt einasta kílóvatt eftir hundinum að sunnan, jafnvel langtímum saman. Á þetta hafa vísir menn margoft bent. Það var kraftaverk að rafvæða Vestfirði fyrir 60 árum. Og koma orkunni nánast á hvert byggt ból. Mikilvirkir, stórhuga og lagtækir menn voru þar að verki. Ekki er vitað til að nokkur Vestfirðingur né aðrir hafi beðið tjón á sálu sinni þrátt fyrir alla þá nauðsynlegu tré- staura sem stóðu undir rafmagns- línunum og standa enn. Hitt er annað að auðvitað vilja flestir góðir menn að rafstrengir séu í jörðu. Það ætti nú ekki að vera ofverkið okkar í dag miðað við fyrri afrek í dreifingu rafmagns. Mjólkárvirkjun hefur malað gull í 60 ár Mjólkárvirkjun hefur nú malað Vestfirðingum gull í slétt 60 ár. Þegar byrjað var á Mjólká 1, 1956, 2,5 MW, var enginn vegur í Borg- arfirði. Allt byggingarefni og tæki flutt á sjó. Ótrúlegt þrekvirki. Alls konar stíflur reistar á hálendinu ofan Mjólkár. En þar efra á Glámuhálendi, í 500-700 metra hæð, eru veður ströng þegar svo ber við. Efri og neðri stífla. Stærð- ar lón. Vegir og vatnsmiðlanir. Margra kílómetra vatnsrör ofan- jarðar. Seinna kom svo Langa- vatnsmiðlun ásamt fleiri miðlunum. Vatni sums staðar veitt neðan- jarðar. Svo kom Hófsárveita. Stífla þar, lón og langur skurður. Svo kom Mjólká 2 og 3. Bara alls kon- ar. Við sem næstir búum höfum ekki heyrt nokkurn einasta mann kvarta yfir þessum mannvirkjum. Engan. Mjólkárfossar eru ein- hverjir fegurstu fossar hér um slóðir. Þeir eru stundum þurrir svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir á ári vegna vatnssöfnunar Orku- búsins. Enginn kjaftur segir eitt einasta orð. Enginn beðið tjón á sálu sinni svo vitað sé! Og það jafnvel þótt þjóðvegurinn liggi neð- an fossanna. Þetta er náttúrlega bilun! Mjólkárvirkjun – Hvalárvirkjun Nú er upplagt að þeir sem vit hafa á setji á blað samanburð á öll- um framkvæmdunum í kringum Mjólkárvirkjun í gegnum tíðina og væntanlegri Hvalárvirkjun. Í það þarf ekki að fara nema dagstund. Skyldi vera einhver raunverulegur munur þar á ef grannt er skoðað? Við leikmennirnir (einn okkar var starfsmaður á plani við Mjólká 1) höldum að þetta sé nákvæmlega sama tóbakið. Hvalárvirkjun jafn- vel náttúruvænni ef eitthvað er. En sem áður segir hefur Mjólkár- virkjun malað Vestfirðingum gull í 60 ár. Og það án þess nokkur mað- ur hafi tekið eftir því. Eru Vestfirðingar eitthvað skrýtnir eða jafnvel klikkaðir? Eftir Hallgrím Sveinsson, Guðmund Ingvarsson og Bjarna G. Einarsson » Við sem næstir búum höfum ekki heyrt nokkurn einasta mann kvarta yfir þessum mannvirkjum í Mjólkárvirkjun. Engan. Þetta er náttúrlega bilun! Hallgrímur Sveinsson Bjarni Georg Einarsson Guðmundur Ingvarsson Hallgrímur er bókaútgefandi, Guð- mundur fyrrverandi stððvarstjóri Pósts og síma á Þingeyri og Bjarni fyrrverandi útgerðarstjóri KD á Þingeyri. Við gerum við bremsur í ÖLLUM BIFREIÐUM Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi | Sími 587 1400 | motorstilling.is 20% afsláttur af bremsuvarahlutum* HAFÐUSAMBANDog bókaðu tímafyrir bílinn þinn * Gildir einungis með bremsuviðgerðum TILBOÐ Í JÚLÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.