Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 24
✝ Helga Ísleifs-dóttir fæddist á Hvolsvelli 15. ágúst 1941. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 28. júní 2018. Foreldrar Helgu voru Ísleifur Ein- arsson frá Miðey í Austur-Landeyjum, f. 4.9. 1875, d. 4.2. 1968, og Þorgerður Diðriks- dóttir frá Langholti í Flóa, f. 5.7. 1917, d. 13.5. 2007. Bræður Helgu eru Birgir Ís- leifsson, f. 1937, og Diðrik Ís- leifsson, f. 1946. 25. apríl 1961 giftist Helga eftirlifandi eiginmanni sínum, Erlingi Ólafssyni, f. 30.4. 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Guðjónsson, f. 1909, d. 1999, og Bóel Kristjánsdóttir, f. 1910, d. 2003. Börn Helgu og Erlings eru: 1) Brynja, f. 1959, börn unnusta Hulda Kristín Harðar- dóttir, f. 1991, og eiga þau Haf- dísi Báru, f. 2017, b) Birta Vífils- dóttir, f. 1998. Helga gekk í barnaskólann á Hvolsvelli og síðar í gagnfræða- skólann í Skógum undir Eyja- fjöllum og lauk þaðan prófi 1957. Hún vann hin ýmsu störf á Hvolsvelli, meðal annars á saumastofunni Sunnu, af- greiðslustörf í versluninni Björk og einnig hjá Kaupfélagi Rang- æinga, ásamt öðru. Árið 1990 fluttu Helga og Erlingur frá Hvolsvelli til Reykjavíkur og hóf Helga þá störf í Tómstundahúsinu en árið 1995 fór hún að vinna sem skóla- liði í Fossvogsskóla og starfaði þar til ársins 2008 er hún fór á eftirlaun. Frá því í desember 1991 hafa Helga og Erlingur búið í Kópa- vogi og þar af síðustu sjö árin í Gullsmára 9, Kópavogi. Útför Helgu fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 11. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. hennar eru: a) Linda Björk Sig- urðardóttir, f. 1977, maki Ármann Heið- arsson, f. 1976, og eiga þau Aþenu Sól, f. 2003, Söru Líf, f. 2003, og Rakel Heiðu, f. 2011, b) Ágúst Leó Sigurðs- son, f. 1985, maki Harpa Mjöll Kjart- ansdóttir, f. 1987, og eiga þau Aron Einar, f. 2011, og Evert Kára, f. 2014. 2) Ísleifur Þór, f. 1960, maki Þórunn Jónasdóttir, f. 1964, börn þeirra eru: a) Sigrún, f. 1985, maki Þórir Hrafn Harðar- son, f. 1981, og eiga þau Freyju Björgu, f. 2010, Úlfdísi Evu, f. 2013, og Þóreyju Völu, f. 2013, b) Þórir, f. 1987, c) Haukur, f. 1991, d) Helga Sóley, f. 1996, e) Hildur, f. 1998. 3) Bára, f. 1965, börn hennar eru: a) Andri Vífilsson, f. 1988, Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku mamma. Tárin renna niður kinnar mínar. Mikið sakna ég þín og þess að heyra ekki í þér á hverjum degi. Við höfðum komið upp þeirri hefð núna síðustu árin að ég hringdi alltaf í þig kl. 11 á virkum dög- um, umræðuefnið var kannski ekki alltaf mikið, bara að heyra hvor í annarri og bjóða góðan daginn. Að sitja og skrifa minning- argrein um þig er eitthvað svo óraunverulegt. Við áttum eftir að gera svo margt, sitja og spjalla eins og við gerðum svo oft. En ég hugga mig við allar góðu minningarnar um þig. Þú varst alltaf boðin og búin til að hjálpa mér og leiðbeina mér. Eftir að þið pabbi fluttuð í Kópavog þá voru samskipti okkar mjög mikil. Ég er enda- laust þakklát fyrir hvað þú hjálpaðir mér mikið með börnin mín Andra og Birtu þegar þau voru lítil og eftir að þú hættir að vinna þá voru mörg skutlin sem Birta mín fékk hjá þér, hvort sem það var á fótboltaæf- ingar eða hjómsveitaræfingar, alltaf varstu tilbúin að létta undir með mér. Þegar litla ömmustelpan mín Hafdís Bára fæddist síðastliðið haust ákvaðst þú að prjóna eins peysu á hana og þú prjónaðir á mig fyrir rúmlega 50 árum. Við fundum gömlu peysuna og svo var farið í búð að kaupa garnið. Þú varst með ákveðnar skoð- anir á því hvaða litir ættu að vera svo það þurfti svolitla leit þar til þeir fundust. Og svo byrjaðir þú að prjóna og hættir ekki fyrr en verkið var full- komið. Nú fer að líða að því að litla ömmuskottið mitt fari að nota þessa peysu og mun peys- an alltaf minna mig á þig. Mikið elskaðir þú að komast í sólina á suðrænum slóðum og fóruð þið pabbi í margar sólar- landaferðirnar þegar þið höfð- uð heilsu til. Ég fór í nokkrar með ykkur, til Portúgals, Mal- lorka og Tyrklands og eftir standa dásamlegar minningar úr þessum ferðum. Þegar við vorum í Tyrklandi þá var ansi heitt hjá okkur, rúmlega 40 gráður en þá leið þér vel. Það er aldrei of heitt sagðir þú og naust þess að sitja úti og lesa meðan við hin vorum að leka niður. Síðasta utanlandsferðin okkar saman var til Brighton haustið 2012. Það var skemmti- leg ferð, sátum á útikaffihúsum og horfðum á mannlífið, þetta elskaðir þú. Einnig fannst okk- ur gaman að skoða í búðirnar og þegar kom að fötum þá skoðaðir þú alltaf saumaskap- inn á flíkinni og hafðir nokkur vel valin orð um það ef þér fannst þetta ekki nógu vel gert. „Hver lætur flíkina svona frá sér? Hvurslags saumaskapur er þetta bara?“ Þá gat ég ekki annað en brosað og þakkaði fyrir að enginn skildi íslensku. En nú er komið að kveðju- stund, elsku mamma, sjáumst síðar. Ég elska þig. Þín dóttir, Bára. Í dag kveðjum við mömmu, tengdamömmu, ömmu okkar og langömmu. Helga var jarðbundin, traust og trygg. Hún flíkaði ekki til- finningum sínum en hafði sterka réttlætiskennd og sagði sína meiningu ef svo bar undir. Eiginlega hefði Helga átt að fæðast á suðrænum slóðum. Hún elskaði sólríka daga og naut sín sjaldan betur en þá, með góða bók í hendi eða að dunda í garðinum. Helga var alla tíð mikil saumakona. Niðurinn úr saumavélinni söng þau systkini í svefn flest kvöld og tók á móti þeim að morgni. Meðan börnin voru enn heima saumaði hún á þau nær hverja flík. Hún fylgd- ist vel með og var útsjónarsöm að hanna föt út frá nýjustu tískustraumum, enda umhugað um að börnin tylldu í tískunni. Sonurinn var henni þó ekki alltaf sammála og vildi heldur stuttbuxur og gúmmískó en ný- móðins útvíðar gallabuxur. Fleira en saumaskapur lá vel fyrir Helgu, hún var mjög skapandi og allt lék í hönd- unum á henni. Hún útbjó skrautmuni og leirtau úr ker- amiki, gerði þrívíddarmyndir, skartgripi og svo mætti lengi telja. Hún var alltaf til í að prufa sig áfram og skapa. Minnisstætt er þegar hún fór á sumarnámskeið og lærði að út- búa listilega fallegar jólakúlur. Í framhaldinu hófst framleiðsla á jólakúlum en ekki leið á löngu þar til hún var búin að breyta hugmyndinni og gera alls konar heilsárskúlur með nýjum mynstrum. Heimili þeirra Helgu og Ella var alla tíð prýtt fallegum munum úr smiðju hennar og oftast eitthvað nýtt búið að bætast við í hvert sinn sem við litum inn. Sama átti við um garðinn, eftir að Helga og Elli fluttu í Kópavoginn blómstraði garðá- hugi þeirra. Helga var með græna fingur og hafði yndi af að sá fræjum og koma til græð- lingum. Garðurinn í Hraun- tungunni skartaði rósum, runn- um og fjölærum blómum, ásamt hinum ýmsu garðbúum sem þau hjónin útbjuggu í samein- ingu. Í garðinum sköpuðu þau sannkallað ævintýraland þar sem kirkjur, hús, fólk og verur urðu til. Elli sagaði út og setti saman en Helga gæddi allt lífi með því að mála gripina listi- lega og raða upp í garðinum. Hraunkot var lítið hús í garð- inum, þar dvöldu barnabörnin langa sumardaga með veislu- föng frá ömmu, djús og krem- kex og kannski einstaka kakó- bolla inn á milli. Því þó að garðurinn væri listilega skreyttur var þar alltaf pláss fyrir leik og jafnvel smá ærsl í fjörugum barnahópnum. Á síðasta heimili þeirra hjónanna í Gullsmáranum voru haldnar ófáar veislur með öll- Helga Ísleifsdóttir um afkomendunum. Lang-ömmubörnin fengu þá að leggja undir sig svalirnar, innan um garðbúana góðu. Þar var gott að breiða úr sér með spil eða liti, en skjótast svo inn í eldhús og stofu og krækja sér í veit- ingar af veisluborði. Það er óraunverulegt að geta ekki þegið kaffisopa og spjall hjá Helgu næst þegar við kom- um við í Gullsmáranum. Eða fá hana í heimsókn, komna með kött í fangið þó hún viður- kenndi aldrei hversu annt henni var um dýrin, með nýj- ustu fréttir af fjölskyldunni. En kveðjustundin er komin, elsku mamma og amma, og við þökk- um samfylgdina. Þín verður sárt saknað, en minningin lifir. Ísleifur, Þórunn og fjölskylda. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma. Þú varst mér svo góð og átt- um við margar góðar stundir saman. Þau voru ófá skiptin sem ég var hjá ykkur afa í Hrauntungunni og átti ég þar mínar bestu stundir sem barn. Þetta er allt svo óraunverulegt, ég bíð alltaf eftir því að vakna af þessum hræðilega draumi en svona er þetta víst. Ég hefði aldrei trúað því að þetta myndi gerast strax, við áttum svo margt ógert saman, ég gæfi allt fyrir eina stund með þér í við- bót. Lífið verður einmanalegt án þín en ég mun bera þig í hjarta mér og ég veit að þú munt fylgja mér um ókomna tíð. Það er komið að kveðju- stund, elskuleg amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú varst mér ávallt sem móðir. Minning þín lifir að eilífu. Þín dótturdóttir, Birta Vífilsdóttir. Ég var rosalega lengi að finna út hvernig ég ætti að byrja minningargrein um Helgu ömmu en þegar maður missir einhvern sem manni þykir vænt um, þá fer maður nú samt óhjákvæmilega í minn- ingabankann og rifjast þá upp allskonar augnablik. Ég man nú ekki mikið eftir fyrsta skipt- inu sem ég bjó hjá ykkur afa, enda voru það tvö fyrstu ár ævi minnar. En ég nú á samt fullt af minningum úr Litlagerðinu. Ég man að mér þótti ógurlega gaman að fara út í kartöflugarð á bak við hús og næla mér í graslauk sem þú hafðir gróð- ursett þar. Ég get næstum heyrt í þér kalla á mig úr vaskahúsdyrunum að klára ekki allan laukinn og ég get svarið það að ég finn lyktina úr garðinum, svona geta minning- ar verið sterkar. Seinna skiptið sem ég bjó hjá ykkur voruð þið afi flutt í Hrauntunguna og ég að hefja framhaldsnám í Reykjavík. Ég man að við tvær áttum oft mjög góðar stundir í stofunni, horfandi á sjónvarpið hvor með sitt eplið í hendi. En þú borðaðir eplið ekki eins og flestir, annaðhvort skarstu það í ofurþunnar skífur eða skófst það með hnífnum. Þarna lærði ég að meta þunnskornar eplas- kífur og þú fannst mjög flotta leið til að koma ávöxtum ofan í unglinginn. Ég fékk líka að spreyta mig aðeins á elda- mennskunni á meðan ég bjó hjá ykkur og þú tókst því fegins- hendi ef ég bauðst til að elda. Það fór nú samt ekki alltaf eins og ég lagði upp með. Ég man að einu sinni „ofsteikti“ ég hakkið það mikið að það var eins og þið væruð að bryðja grófa möl þegar þið borðuðuð það. Kurteis þökkuðuð þið svo fyrir matinn en ég minnist þess reyndar ekki að hafa verið beð- in um að elda hakk aftur. Amma, það er ómetanlegt fyrir mig að hafa hitt þig nokkrum dögum áður en þú veiktist, ná að spjalla við þig og safna fleiri minningum. Nú stöðvar ekkert tregatárin, og tungu vart má hræra. Þakka þér, amma, öll góðu árin, sem ótal minningar færa. Já, vinskap þinn svo mikils ég met og minningar áfram lifa. Mót áföllum lífsins svo lítið get, en langar þó þetta að skrifa. Margt er í minninganna heimi, mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá Guði þig geymi, ég geymi svo minningu þína. (Höf. ók.) Takk fyrir allt, elsku amma. Linda Björk Sigurðardóttir. Elsku Helga amma. Fyrir rétt rúmlega þremur árum kynntist ég honum Andra mínum og hitti þig í fyrsta skipti. Ég ætlaði varla að þora að heimsækja ykkur Ella en Andri vildi endilega sýna kven- kostinn sem hann hafði fundið. Ég var frekar smeyk í fyrstu en við náðum fljótt saman enda á svipaðri bylgjulengd. Gátum gantast með hitt og þetta og hlegið saman. Það var samt ekki fyrr en í október síðast- liðnum sem ég fór að koma í heimsókn nánast í hverri viku. Þá var Hafdís Bára, níunda langömmubarnið þitt, komin í heiminn. Það var yndislegt að sjá gleðina í augum ykkar Ella þegar ég kom inn með Hafdísi Báru og ekki fékk ég að hafa hana lengi í fanginu. Ég man hvað dóttir mín var alltaf erfið að taka snuð í fyrstu, en þú hlustaðir ekkert á tuðið í henni heldur sagðir einfaldlega: „Hérna, taktu tappann stelpa, hættu að spýta þessu út úr þér.“ Hvorugri ykkar fannst þetta leiðinlegt. Fyrir jólin varstu boðin og búin að hjálpa mér að sauma jólagjöf handa mömmu sem og breyta fötun- um hennar Hafdísar Báru svo að þau pössuðu betur. Þegar ég kíkti á þig með peysu sem ég saumaði fyrir norðan og var mjög stolt af þá gladdistu með mér og varst ekkert að benda á öll mistökin. Í sannleika sagt þá varstu mér nánast eins og amman sem ég missti þegar ég var 12 ára gömul. Ég gleymi aldrei hvað þú varst hress í síð- ustu heimsókn minni til þín og hvað ég hlakkaði til að koma aftur til þín og fá að sauma hjá þér kjól á Hafdísi Báru. Nú eru þeir tímar liðnir en ég mun aldrei gleyma þér. Hafdís Bára er ennþá svo lítil að hún man ekki eftir þér, en hafðu engar áhyggjur, ég mun segja henni frá þér. Við hættum heldur ekki að heimsækja Ella, eða „Ellafa“ eins og Andri segir, og ég er alveg að ná að segja rétt. Hann lifnar allur við þegar Hafdís Bára kemur og hún er alveg búin að taka hann í sátt. Takk fyrir allar dýrmætu minningarnar og hvíldu í friði, mín kæra Helga. Ég hlakka til að hitta þig síðar. Hulda Kristín. 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Elskulegur eiginmaður minn, bróðir og mágur, HELGI ÞÓR MAGNÚSSON, Ásabraut 14, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 4. júlí. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík njóta þess. Banki 0142-26-382971, kt. 511297-2819, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Kristín Guðmundsdóttir Elín Magnúsdóttir Sigurður Ingimarsson Þuríður Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBJÖRN ÞORVALDSSON, lést á heimili sínu mánudaginn 9. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Theodóra Steffensen Björn Finnbjörnsson Sigríður Aradóttir Finnbjörn Finnbjörnsson Kathia Rovelli Þorvaldur Finnbjörnsson Anna Árnadóttir Sigríður Finnbjörnsdóttir Halldór Hilmarsson Gunnar Þór Finnbjörnsson Eyrún Magnúsdóttir Halldóra Svala Finnbjörnsdóttir Úlfar Finnbjörnsson Sigrún Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PETRÍNA SALÓME GÍSLADÓTTIR, Boðaþingi 24, lést 29. júní. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 13. júlí klukkan 13. Aðstandendur Bróðir okkar og frændi, INGVAR EYJÓLFSSON frá Gillastöðum, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugardaginn 14. júlí klukkan 14. Systkini og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.