Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 25

Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 25 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. s: 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30- 15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11 og Sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vitatorg sími: 411-9450 Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.10 Boccia-æfing, kl. 13.00 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, stólaleikfimi og slökun kl. 13, handavinna kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, ganga kl.10, síðdegiskaffi kl.14:30, allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11, félagsvist kl.14, bónusbíllinn kl.14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Seltjarnarnes Í dag miðvikudaginn 11. júlí ætlum við í ,,óvissuferð" um Reykjanesið. Vegna ferðarinar verður enginn önnur dagskrá hjá félagsstarfinu. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn ke- mur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, Göngu -hrólfar ganga frá Korpúlfsstöðum Mos- fellsbæ kl. 10.00. Strætó til baka leið 7. Kaffi eftir göngu Bakaríið Mos- fellsbæ. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ræðumaður Her- mann Bjarnason. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Húsnæði óskast 4 - 5 herbergja íbúð eða sérbýli óskast. Reglusöm hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Skilvísum greiðslum heitið, algersnyrtimennska í fyrirrúmi. Uppl. h34@simnet.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu í MK í Kópavogi 24 ágúst nk. Uppl. kaldasel@islandia.is og 8201071 Bílar Toyota Corolla til sölu Árg. ‘98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863 7656. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Einara ÞyriEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1921. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund föstu- daginn 8. júní sl. Foreldrar henn- ar voru Bergþóra Jónsdóttir, herra- fataklæðskeri í Reykjavík, f. 10.8. 1886, d. 21.6. 1971, og Einar Stefánsson búfræðingur, f. í Nykhól í Vestur-Skaftafells- sýslu 1.10. 1894, d. 3.10. 1921. Bróðir Einöru var Ragnar, raf- virki, f. 19.2. 1920, d. 25.6. 2009. Einara Þyri giftist hinn 13.7. 1946 Lárusi Eggertssyni, f. 12.6. 1921, d. 6.2. 2009. Synir Lárusar og Einöru Þyri eru: 1) Eggert, fv. umsýslumaður fast- eigna hjá Orkuveitu Reykjavík- ur, f. 19.11. 1946. Kona hans er Guðrún Sigurgeirsdóttir, f. 16.8. 1952. Börn Eggerts og Jónu Sigríðar Bjarnadóttur eru: a) Lára Þyri, f. 21.3. 1975; börn hennar eru Sara Hlín Bjarna- dóttir, f. 27.8. 1999, og Arnar Einara Þyri ólst upp hjá móð- ur sinni Bergþóru og bróður sínum Ragnari á Nönnugötu 4. Skólagangan hófst í Miðbæjar- skólanum en hún flutti í Austur- bæjarskólann við stofnun hans. Áfram lá leiðin í Gagnfræða- skóla Reykjavíkur og hún út- skrifaðist þaðan, en þá hét skól- inn reyndar Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Að lokinni skólagöngu vann Einara við hanska- og hatta- saum og eftir það skrifstofu- störf hjá tryggingafélaginu Trolle & Rothe. Þá tók við draumastarfið í stórverslun Haraldar Árnasonar, Austur- stræti 22, sem var ein glæsileg- asta fata- og tískuverslun lands- ins á fyrri hluta tuttugustu aldar. Einara Þyri og Lárus hófu búskap á Nönnugötu 4, en Lár- us fékk lóð í Smáíbúðahverfinu og byggði hús fyrir fjölskyldu sína árið 1956 í Hlíðargerði 26 og þar bjuggu þau þangað til Lárus lést árið 2009. Eftir lát Lárusar flutti Einara í fallega og þægilega íbúð á Suðurlands- braut 62, Mörkinni, og leið alla tíð vel á þeim stað. Í byrjun ársins flutti hún á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún lést hinn 8. júní. Útför Einöru Þyri fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu 22. júní 2018. Orri Bjarnason, f. 2.8. 2003. Stjúp- dóttir Láru er Viktoría Karen, f. 23.1. 1997. b) Dótt- ir Jónu Sigríðar og stjúpdóttir Eggerts er Hrafnhildur Sesselja Mooney, f. 8.10. 1972, sonur hennar er Dagur Mooney, f. 2.10. 1999. c) Sonur Guð- rúnar og fóstursonur Eggerts er Björgvin Jóhannsson, f. 19.2. 1972. 2) Einar Þór niðursuðu- fræðingur, f. 6.1. 1953. Kona hans er Hrönn Kristjánsdóttir, f. 20.4. 1950. Sonur þeirra Óttar Freyr, f. 26.1. 1987. Dætur Hrannar og fósturdætur Einars eru: a) Þórunn Alda Gylfadótt- ir, f. 17.2. 1969, eiginmaður hennar er Pétur Karlsson. Börn hennar eru: Hafliði Breki Wal- dorff, f. 19.11. 1993, Sólrún Alda Waldorff, f. 4.5. 1997, og Glódís Kara Pétursdóttir, f. 22.5. 2006. b) Margrét Hrann- arsdóttir Taylor, f. 3.3. 1971. Börn hennar: Íris Hrund Orms- dóttir, f. 22.4. 1993, og Birnir Tómas Clausson, f. 27.6. 1998. Lífið brosti ekki beint við móður okkar þegar hún fæddist, en faðir hennar lést af slysför- um sama dag. Afi náði þó að sjá dóttur sína áður en hann lést nokkrum klukkustundum síðar í vinnuslysi. Mamma og Ragnar bróðir hennar ólust upp á Nönnugötu 4 hjá móður sinni Bergþóru. Hún sá fyrir börnunum með sauma- skap auk þess að leigja út hluta hússins og taka að sér kost- gangara. Meðal þeirra sem leigðu hjá ömmu Bergþóru var ungekkja, Rannveig Gunnars- dóttir, með börn sín, Gunnar og Kristínu. Kristín, sem var ávallt kölluð Gína, og mamma urðu góðar vinkonur og leikvöllurinn var Reykjavík. Þær skokkuðu í gömlu laugarnar í Laugar- dalnum, fóru í Þjóðminjasafnið og líka Náttúrugripasafnið, þar var nefnilega frítt inn, en fjár- ráð voru lítil á heimilinu. Mamma og Gína voru boð- aðar í Miðbæjarskólann sjö ára gamlar og fóru óvart inn í skóla- stofu með 8 ára bekk. Þar sem kennaranum leist vel á stúlk- urnar, ákvað hún að hafa þær áfram í bekknum og voru vin- konurnar í framhaldi af því ári á undan alla sína skólatíð. Ung kynntist mamma vinkonu sinni Guðrúnu Einarsdóttur, Dúnu, sem var dóttir Einars E. Sæ- mundsen skógarvarðar og konu hans. Dúna lést árið 2003 og saknaði Einara ætíð sinnar góðu vinkonu. Aðrar góðar vinkonur í lífi mömmu voru frænkur henn- ar Kristbjörg, Paula og Lísa, sem fluttu ungar frá Noregi og bjuggu fyrst í Austurkoti við Ægisíðu og seinna á Leifsgöt- unni. Vinátta þessara kvenna hélst ævilangt, en af þeim kvaddi Einara síðust. Mamma og Dúna fóru saman í Vaglaskóg sumarið 1941 til að vinna við skógrækt. Þar kvikn- aði ástin þegar hún sá hinn fjall- myndarlega Lárus Eggertsson. Hann hélt til náms hjá banda- rísku strandgæslunni árið 1944, en svo kom hann heim, þau giftu sig og hófu búskap. Fyrst á Nönnugötunni en síðan í Hlíð- argerði 26 þar sem við bræður ólumst upp. Pabbi var mikið fjarverandi fyrstu árin við vinnu, bæði við köfun um allt land og hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Hann vann hjá Loftleiðum frá 1963– 1978 og á þeim árum ferðuðust þau víða um heim, t.d. til Am- eríku, Mexíkó og Austurlanda nær. Mamma var heimavinnandi og tók alltaf vel á móti strákask- aranum sem fylgdi okkur. Hún var róleg og þægileg og urðu margir félaganna heimagangar í Hlíðagerðinu enda ávallt vel- komnir. Áhugi á fatnaði og tísku kviknaði trúlega á árunum í Haraldarbúð, en sá áhugi hélst alla tíð. Hún var ávallt vel til fara og fylgdist vel með. Seinni árin var sonardóttir hennar og nafna, Lára Þyri Eggertsdóttir, dugleg að fara með henni í búðir og sá til þess að amma hennar væri ávallt flott og fín. Í ársbyrjun 2018 var heilsu hennar farið að hraka og hún fékk inni á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Hún var ánægð þar, ekki síst með mat- inn sem hún gat aldrei hrósað nógu vel. Við bræður og fjöl- skyldur okkar þökkum Helgu Hansdóttur, lækni í Mörkinni og á Grund, og starfsfólki Grundar einstaka aðstoð, umönnun og hjartahlýju allan tímann, ekki síst á síðustu dögum ævi henn- ar. Eggert og Einar Þór Lárussynir. Saga um fæðingu, frum- bernsku og uppvöxt Einöru og Gínu er saga um örlög og vin- áttu. Í Einöru átti móðir okkar æskuvin sem var henni afar kær. Báðar voru fæddar 1921, mamma 15. mars, en Einara 3. október. Einar faðir Einöru lést af slysförum daginn sem hún fæddist. Gissur faðir Gínu drukknaði í Seyðisfirði tveimur mánuðum áður en hún fæddist. Þegar mamma var sex ára flutti Rannveig amma austan af Borgarfirði, orðin ekkja með tvö börn. Þegar mamma fæddist hafði hún á tæpu ári misst dótt- ur og eiginmann. Mömmu var gefið nafn beggja, Kristín Giss- urína. Báðar báru þær vinkonur, Einara Einarsdóttir og Giss- urína Gissurardóttir, nöfn lát- inna feðra sinna. Fjölskylda og vinir mömmu kölluðu hana ætíð Gínu, sem var stytting á Giss- urína. Barnabörnin sögðu amma Gína. Þrjú þeirra fæddust á af- mælisdegi Einöru, 3. október. Þegar Rannveig amma flutti til Reykjavíkur færðu örlögin hana og Bergþóru Jónsdóttur saman, tvær ekkjur, báðar með tvö börn. Svipuð en þó misjöfn örlög tveggja kvenna, á líkum aldri, hafa skapað samkennd og samstöðu. Amma leigði hluta af heimili Bergþóru fyrir sig og börnin sín tvö í tvö eða þrjú ár. Þar bundust Einara og Gína sterkum vinaböndum. Þær bjuggu í sömu íbúð, gengu saman í skóla, léku sér saman og virðast hafa notið þess sem hin verðandi borg bauð föð- urlausum stúlkum sem bjuggu við þröng fjárráð. Reykjavík var í örum vexti og var að breytast úr bæ í borg. Þegar fjölskyldan flutti í hús Bergþóru var borgin berangur, enginn skógur eins og nú, en þar var ys og þys. Báðar ólust þær stöllur upp í guðsótta og góðum siðum. Berg- þóra birti svofellda kveðju í Vísi, skömmu eftir sviplegt andlát Einars: „Til allra þeirra sem hafa hughreyst mig og gefið mér gjafir og á ýmsan hátt tekið þátt í sorg minni við dauða og jarðarför míns ástkæra eigin- manns, votta ég mitt innilegasta þakklæti og bið almáttugan guð að launa þeim það, fyrir mig og börnin mín.“ Báðar ekkjurnar virðast hafa sótt huggun og styrk í trúna. Það var gott að koma með mömmu í heimsókn til Einöru og Lárusar, því fylgdi friðsæld. Síðustu árin sem mamma lifði var hún þrotin að kröftum. Þá var orðin vík milli vina, mamma búsett austur á landi, þá kom trygglyndi Einöru sterkt í ljós. Þótt mamma væri farin að gleyma og missa getu til að hafa frumkvæði að samskiptum hringdi Einara í hana og í syst- ur okkar, eftir að mamma hafði ekki lengur þrótt til að svara í síma. Þegar mamma varð áttræð bauð hún til veislu í Reykjavík. Þar var gaman að fylgjast með þeim stöllum og hve sælar þær voru að hittast og rifja upp gamla daga. Hannyrðir voru í hávegum hafðar á heimili beggja. Þegar dætur Gínu, voru fjögurra og sex ára voru þær í pössun hjá Einöru í nokkra daga. Þær höfðu meðferðis leikföng, þ. á m. hvor sína fatalausu dúkkuna. Einar, sonur hennar, handsaum- aði eins föt á báðar dúkkurnar. Þær voru svo ánægðar með föt- in að lengi vel tímdu þær ekki að færa þær úr fötunum. Við börn Gínu minnumst ævi- langrar vináttu Einöru og mömmu. Gissur, Halldór, Þórhallur, Gunnar, Anna Guðný og Rannveig Árnabörn. Einara Þyri Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.