Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 26

Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 SKECHERS GRATIS DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. DÖMUSKÓR KRINGLU OG SMÁRALIND 7.797 VERÐ ÁÐUR 12.995 30% AFSLÁTTUR Inga Guðrún Birgis-dóttir er fimmtug ídag. Hún hefur starfað síðustu 10 ár við mannauðs- mál, síðast sem mannauðs- stjóri hjá Mjólkursamsöl- unni en þar áður hjá 1912 samstæðunni. Fyrir það hjá LSH við verkefni sem tengdust stefnumótun, gæðastjórnun og starfs- mannatengdum málum. Hún útskrifaðist með meist- aragráðu í mannauðs- stjórnun 2007 frá HÍ, og með meistaragráðu í stjórn- un og stefnumótun 2006 frá sama skóla. „Ég er á milli starfa núna. Ég er róleg með það og vil finna mér eitthvað spennandi. Reynd- ar finnst mér ég alltaf velja vel, mér finnst ég alltaf vera í besta starfi í heimi.“ Þannig eru þetta tíma- mót í ýmsum skilningi hjá Ingu. „Mér líður ekkert eins og ég sé að verða fimmtug. Ég er auðvitað ánægð að ná þessum aldri og þakklát. Nú er bara seinni hálfleikurinn að hefjast.“ Það eru bjartir tímar fram undan. „Nú langar mig að fá meiri tíma til að ferðast, sinna áhugamálunum. Ég uni mér best á fjöllum, sem er kannski skrýtið því að ég fór ekki að fara í göngur fyrr en eftir fertugt. Hafði ekki einu sinni komið á Esjuna.“ Inga er ekki ein í fjölskyldunni um að standa á krossgötum í lífinu um þessar mundir því tvö barna hennar útskrifuðust í vor, Helena Sól úr sálfræði við HÍ og Gabríel Máni úr 10. bekk, nú á leið í Verzló. „Börnin mín eru eitt af helstu afrekum mínum. Að sjá þau verða að þeim ein- staklingum sem þau eru í dag gerir mig stolta. Þau eru algjörir móður- betrungar.“ Þessu fögnuðu þau stórfjölskyldan í Króatíu fyrr á árinu en í þokkabót áttu foreldrar Ingu þá gullbrúðkaupsafmæli, þau Birgir Jónsson jarðverkfræðingur og Dagrún Þórðardóttir viðskiptafræð- ingur. Inga Guðrún á þrjú börn, þau Helenu Sól, f. 1995, Aþenu Örk, f. 1998, og Gabríel Mána, f. 2002. Tímamót hjá allri fjölskyldunni Inga Guðrún Birgisdóttir er fimmtug í dag Mannauðsstjóri „Mér finnst ég alltaf vera í besta starfi í heimi.“ B jörn Sigurðsson fæddist 11. júlí 1968 í Reykja- vík. Hann bjó fyrstu fjögur árin í Hraun- bænum en þá fluttist fjölskyldan í Hafnarfjörð og hefur búið þar síðan. Björn gekk í Víðistaðaskóla en fluttist innan Hafnarfjarðar og tók síðustu þrjú ár grunnskóla í Öldu- túnsskóla. „Sumrin fóru aðallega í íþróttaiðkun, ég æfði fótbolta með FH en dvaldi hluta af sumrum hjá afa og ömmu í Stykkishólmi.“ Björn stundaði nám við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði og út- skrifaðist þaðan árið 1988 og var hann mjög virkur í félagslífi innan skólans. Hann stundaði nám við Tækniháskóla Íslands og lauk það- an BS-prófi í alþjóðamarkaðsfræði árið 1994. Eftir stúdentspróf og áður en farið var í háskólanám fékk ég, fyr- ir algjöra tilviljun, starf sem jóla- starfsmaður í Skífunni í Kringlunni en þar með voru örlögin ráðin næstu 20 árin eða svo. Ég kynntist Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Auto Trade ehf. – 50 ára Fjölskyldan Frá hægri: Björn Sigurðsson, Sif, Daði, Arnór og Aðalbjörg Ólafsdóttir öll í stíl. Ákvað að söðla um og fara í bílabransann Stórfjölskyldan Bræðurnir, fjölskyldur þeirra og foreldrar. Hveragerði Thea Líf Matthíasdóttir fæddist 16. ágúst 2017 kl. 9.46. Hún vó 3.510 g og var 52 cm að lengd. For- eldrar hennar eru Agnes Linda Þorgeirsdóttir og Matthías Karl Þórisson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.