Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 27

Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 27
mjög vel hjónunum Jóni Ólafssyni og Helgu Hilmarsdóttur sem þá áttu Skífuna sem þegar var orðið umfangsmikið fyrirtæki í afþrey- ingarbransanum á Íslandi. Fyrstu árin með háskólanámi stjórnaði ég verslunarrekstri fyrirtækisins. Fljótlega eftir háskólanám réð ég mig til Vífilfells, Coca-Cola á Ís- landi og starfaði þar í tvö ár í markaðs- og söludeild. Vífilfell var mjög skemmtilegur vinnustaður en afþreyingarbransinn togaði alltaf í mig.“ Árið 1996 var Björn síðan ráðinn aftur til Skífunnar m.a. til að stjórna kvikmyndadeild Skífunnar sem þá var að hefja sig til flugs með rekstri kvikmyndahúsa og dreifingar kvikmynda. Árið 2005 var hann síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri Senu (áður Skífan) og var fyrirtækið þá orðið mjög umfangsmikið í rekstri kvikmynda- húsa, tónlistar, tölvuleikja og ann- arrar afþreyingar. Skífan/Sena fór í gegnum talsverðar eignabreytingar á þessum árum m.a. í tvígang hjá Stöð 2 og tengdum félögum. „Árið 2009 koma síðan nýir hluthafar að rekstri Senu og þá kem ég inn í hluthafahópinn og rek fyrirtækið til ársins 2016 þegar núverandi eig- andi félagsins, Jón Diðrik Jónsson, kaupir út alla hluthafa félagsins og tekur við rekstrinum. Eftir 20 ár í sama bransanum ákvað ég að söðla um og vinna hjá sjálfum mér og stofnaði fyrirtækið Auto Trade ehf. ásamt nokkrum fé- lögum en fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi bifreiða ásamt rekstri Stóru bílasölunnar. Reksturinn hef- ur gengið mjög vel og umfangið orðið talsvert.“ Í gegnum starf Björns hjá Senu sat hann í stjórnum fjölda félaga og hagsmunasamtaka tengdum rekstrinum. Hann var í stjórn Fé- lags hljómplötuframleiðenda og stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sat í stjórn Myndmarks og Smáís auk þess sem hann sat í stjórn Kvikmynda- sjóðs Íslands og í stjórn Kvik- myndaráðs. Í dag situr Björn í stjórn Sundsambands Íslands. „Íþróttir hafa alltaf verið mikið áhugamál hjá mér og ég fylgist mjög vel með, nánast, öllum grein- um íþrótta en þó einkum sundi, golfi og fótbolta. Ég er grjótharður FH-ingur og ekki síður mikill SH- ingur þegar að kemur að sundi. Í kringum fertugt veiktist ég af golf- bakteríunni og hef verið með hana síðan og frítíminn fer mikið í að stunda golf bæði hér heima og er- lendis. Konan fékk líka bakteríuna á svipuðum tíma og ég og það hef- ur komið sér vel. Mínar bestu stundir á ég svo yfirleitt á ferðalögum með fjöl- skyldunni en við reynum alltaf að fara í gott frí til útlanda a.m.k. einu sinni á ári og nú er ferðinni heitið til Srí Lanka þar sem ég mun dvelja yfir afmælisdaginn.“ Fjölskylda Eiginkona Björns er Aðalbjörg Óladóttir, f. 7.5. 1970, sérfræðingur hjá Iceland Travel. Foreldrar hennar eru fv. hjónin Óli Mörk Valsson múrari, f. 25.9. 1947, bús. í Hirtshals í Danmörku til fjölda ára, og Ragnheiður Ragnarsdóttir leik- skólakennari, f. 27.10. 1947, bús. í Hafnarfirði. Stjúpfaðir Aðalbjargar og eiginmaður Ragnheiðar er Egill Þórðarson verkfræðingur, f. 23.8. 1949. Börn Björns og Aðalbjargar eru 1) Sif Björnsdóttir, f. 2.8. 1994, flugfreyja, bús. í Hafnarfirði; 2) Arnór Björnsson, f. 10.10. 1998, nemi og býr í foreldrahúsum í Hafnarfirði. Maki: Kolbrún Más- dóttir nemi; 3) Daði Björnsson, f.: 17.1. 2004, nemi og býr í foreldra- húsum. Bræður Björns eru Ingvar Sig- urðsson, f. 28.8. 1966, matreiðslu- maður, bús. í Hafnarfirði, og Hlynur Sigurðsson, f. 8.6. 1975, framkvæmdastjóri, bús. í Hafnar- firði. Foreldrar Björns eru hjónin Sig- urður Pétur Guðnason, f. 3.5. 1946, kennari, og Edda Ingvarsdóttir, f. 30.11. 1945, bókasafnsfræðingur. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Björn Sigurðsson Sólveig Ingvarsdóttir húsmóðir í Stykkishólmi Ragnar Einarsson verkamaður í Stykkishólmi Ingvar Ragnarsson útgerðarmaður í Stykkishólmi Guðbjörg Árnadóttir fv. húsmóðir í Stykkishólmi, bús. í Hafnarfirði Edda Ingvarsdóttir fv. bókavörður, bús. í Hafnarfirði Herdís Gísladóttir húsfr. í Grundarfirði Árni Sveinbjörnsson bóndi í Grundarfirði unnar Ingvarsson résmíðameistari, bús. í Garðabæ Jónas Sigurðsson (Jónas í Skuld) skipstj. og bjargsigsmaður í Eyjum Hjörvar Harðarson auglýsingahönnuður og einn eigenda ENNEMM Jónína Guðnadóttir leirlistakona Rannveig Ingvars- dóttir hárgreiðslu- kona, bús. í Kópavogi Sigurgeir Jónasson ljósmyndari í Eyjum G t Haraldur Leví Gunnars- son framkvstj. Records Records Jónína Guðnadóttir húsfr. í Bolungarvík Kristján Sigurðsson sjómaður í Bolungarvík Guðni Dagur Kristjánsson bakarameistari á Akranesi Stefanía Sigurðardóttir kaupmaður í Reykjavík Ingunn Jónasdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Sigurður Oddsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum Úr frændgarði Björns Sigurðssonar Sigurður Pétur Guðnason fv. framhaldsskólakennari, bús. í Hafnarfirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Steinn Jósúa Stefánsson fædd-ist 11. júlí 1908 á Reynivöllumí Suðursveit, A-Skaft. For- eldrar hans voru hjónin Stefán Jóns- son, f. 1877, d. 1943, lengst af bóndi á Kálfafelli, smiður og hreppstjóri, og Kristín Eyjólfsdóttir, f. 1874, d. 1938. Steinn ólst upp við öll almenn bú- störf í Suðursveit. Kálfafell var menningarheimili, húsmóðirin hafði gengið í Kvennaskólann og einnig aflað sér tónmenntunar og var orgelharmóníum á heimilinu. Steinn var bókhneigður í æsku og hugði fljótlega á skólagöngu. Árin 1926-27 var hann í unglingaskóla hjá Sigurði Thorlacius á Djúpavogi. Ár- in 1927-29 var hann farkennari í Suðursveit. Síðan fór hann í Kenn- araskólann í Reykjavík og lauk það- an prófí 1931. Eftir kennarapróf réð Steinn sig til kennslu á Seyðisfirði. Hann varð síðar skólastjóri barnaskólans, ungl- ingaskólans og iðnskólans og vann að uppbyggingu skólanna. Hann var frumkvöðull í tónlistar- málum, var kirkjuorganisti og stjórnaði kirkjukórnum, barnakór og samkórnum Bjarma. Hann lét félagsmál til sín taka, sat í bæjar- stjórn í 16 ár og var varaþingmaður. Um þetta allt saman var Steinn ákaflega áhugasamur, aflaði sér frekari menntunar og skrifaði grein- ar í blöð og tímarit. Árið 1975 lét Steinn af störfum og fluttist til Reykjavíkur. Hann ritaði þá Skólasögu Seyðisfjarðar, 1989, og vann að útgáfu eigin sönglaga sinna og ættmenna. Komu þau út í tveim- ur heftum: „12 sönglög“, 1976, og „Fjölskyldusöngvar“, 1988. Steinn hlaut íslensku fálkaorðuna 1980. Eiginkona Steins var Arnþrúður Ingólfsdóttir, f. 14.8. 1916, d. 25.6. 1964, húsfreyja. Börn þeirra: Heim- ir, prestur, þjóðgarðsvörður og sjón- varpsstjóri, Iðunn rithöfundur, Kristín rithöfundur, Ingólfur, rit- stjóri og tónlistarmaður, og Stefán læknir. Steinn lést 1. ágúst 1991. Merkir Íslendingar Steinn Stefánsson 90 ára Einar Júlíus Hallgrímsson 85 ára Sigurbjört Vigdís Björnsdóttir Þórunn Bergþórsdóttir 80 ára Árný Alda Sigurðardóttir Gísli Pétursson Sigfríður L. Marinósdóttir Sigurlaug Ólafsdóttir 75 ára Ásdís Sigurpálsdóttir Dóra Friðriksdóttir Gunnlaugur Ragnarsson Halla Guðjónsdóttir Halldór K. Hjartarson Hörður Ívarsson Sigurrós Jónsdóttir Stefán J. Helgason Svanur Ingvason 70 ára Birgir Stefánsson Eric Paul Calmon Halldór Ásgeirsson Haraldur Arngrímsson Hjörtur Magnason Karsten Iversen 60 ára Bergljót Birna Blöndal Elsa Ingimarsdóttir Guðmundur Á. Ásbjörnsson Guðmundur Sverrisson Guðrún Björg Ingibjartsd. Gunnar H. Ingimundarson Kristrún Ingvarsdóttir Páll Guðmundsson Sveinn Ragnarsson 50 ára Arnar Ævarsson Axel Hoppe Bjarni Eysteinsson Björn Sigurðsson Dorota Ewa Zochowska Elín Björg Ragnarsdóttir Emil Breki Hreggviðsson Helga Þorbjörg Hjálmarsd. Inga Guðrún Birgisdóttir Páll Ásgeir Jónsson Ragnar Sölvi Geirsson Regina Marie Wright Sigfús Pétur Pétursson Sigríður Ásdís Jónsdóttir Sigurveig Róbertsdóttir Þórdís Ingjaldsdóttir Ævar Bjarnason 40 ára Einar Þorsteinn Pálsson Erla Guðmundsdóttir Erna Hrund Grétarsdóttir Guðm. A. Guðmundsson Ingi Torfi Sverrisson Kjartan Hansson Kristín Þóra Jóhann- esdóttir Margrét Lára Friðriksdóttir Mari E. Kemppainen Martas Silenas Rakel Júlía Sigursteinsd. 30 ára Brynjar Þór Björnsson Freyja Hrönn Sveinbjörnsd. Friðrik Halldór Brynjólfsson Hólmfríður Valdís Sæv- arsd. Kristján Bragason Magdalena Anna Glowacka María Billeskov Pétursd. Pétur Halldórsson Pierre Goepfert Rakel Þrastardóttir Samuel Adrian Hirt Sigríður Ósk Ingvarsdóttir Vilhjálmur R. Kristjánsson Wioleta Kuczynska Rejs Þóra Lilja Ragnarsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Helgi Svavar er Siglfirðingur en býr í Kópa- vogi. Hann er tónlistar- maður og lífskúnstner. Maki: Stefanía Thors, f. 1971, kvikmyndagerðar- kona. Börn: Ólafía Kristín, f. 2005, og Áslaug Svava, f. 2008. Foreldrar: Helgi Magnús- son, f. 1941, pípulagninga- meistari, og Guðrún Björnsdóttir, f. 1943, vann m.a. í apóteki, bús. á Sigluf. Helgi Svavar Helgason 40 ára Sigríður er Ísfirð- ingur en býr í Garðabæ. Hún er heimavinnandi. Maki: Sigurbjörn Ingi Magnússon, f. 1976, bíla- sali hjá Bílasölu Rvíkur. Börn: Flosi Kristinn, f. 2000, Guðrún Steina, f. 2006, og Sigríður Hjördís, f. 2016. Foreldrar: Flosi Kristjáns- son, f. 1951, smiður, og Kristín Hjördís Ásgeirs- dóttir, f. 1952. Þau eru bús. á Ísafirði. Sigríður G. Flosadóttir 30 ára Steinar er frá Egils- stöðum en býr í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í ein- staklingsviðskiptum hjá Landsbankanum. Maki: Ragnhildur Agla Þor- steinsdóttir, f. 1978, for- stöðuk. á frístundaheimili. Börn: Oliver Unnsteinn, f. 2017, og Alva Kolbjörg, f. 2018. Foreldrar: Sigurþór Sig- urðarson, f. 1961, og Blædís Dögg Guðjónsdóttir, f. 1962. Steinar Logi Sigurþórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.