Morgunblaðið - 23.07.2018, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 171. tölublað 106. árgangur
ÞÓRÐUR 91 ÁRS
ENN FULLUR
ELDMÓÐS
FERÐALAG
UM TÓNLIST-
ARSÖGUNA
BREIÐABLIK OG
STJARNAN MÆTAST Í
Í FYRSTA SINN
TÓNLEIKAR 26 ÍÞRÓTTIR BIKARÚRSLITVANTAR LÓÐIR 11
„Skynjunin er sú að félagskonur hafi
að kynningu lokinni labbað nokkuð
jákvæðar héðan út,“ sagði Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir, formaður samn-
inganefndar ljósmæðra, að loknum
fundi í gærkvöldi þar sem nýr samn-
ingur ljósmæðra var kynntur.
„Það gekk mjög vel. Það var mjög
vel mætt á fundinn og miklar og fjör-
ugar umræður sem sköpuðust eftir
kynninguna,“ sagði Katrín en að-
spurð hvað félagskonur hefðu rætt
eftir kynninguna svaraði hún: „Ætli
þetta sé ekki fyrst og fremst spurn-
ing um traust. Hversu mikið traust
maður getur lagt á gerðardóm skip-
aðan af ríkinu og svo uppgjör um
framkomuna í ferlinu.“
Rafræn kosning um samninginn
hefst meðal ljósmæðra í dag og á
henni að vera lokið á hádegi á mið-
vikudag. »2
Margra mánaða deilu að ljúka
Ljósmæður gengu jákvæðar út af kynningarfundi Rafræn kosning hefst í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kynning Vel var mætt á fundinn á Landspítalanum í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Himinninn fagur við biskupsvígslu í Skálholti
Biskupar, prestar og djáknar gengu fylktu liði undir fögrum
himni til Skálholtskirkju í gær þegar frú Agnes M. Sigurðar-
dóttir biskup vígði sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skál-
holti, og setti hann inn í embættið. Agnes er hér lengst til
vinstri á myndinni og fyrir framan hana er nýr vígslubiskup.
Fjöldi fólks var í messunni og við hátíðarsamkomu á eftir. »4
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Mannvistarlög frá landnámsöld og fram á 14. öld
hafa fundist við Mosfell í Mosfellsdal og þykja þau
geta varpað góðu ljósi á sögu miðalda á svæðinu.
Framkvæmdir við gerð nýs bílaplans við Mos-
fellskirkju voru stöðvaðar í apríl sl. og leiddi for-
rannsókn fornleifafræðinga mannvistarlögin í ljós.
Minjastofnun mun í vikunni taka ákvörðun um það
hvort frekari uppgröftur verði gerður á svæðinu, en
ljóst þykir að hluta svæðisins verði að grafa upp
enda verði bílaplanið ekki lagt yfir vegna hættu á
raski á minjunum.
„Heilmikil saga“ í jarðlögunum
„Þetta er stórmerkilegt og það má lesa úr þess-
um lögum heilmikla sögu ef það verður farið í frek-
ari rannsóknir. Sérstaklega vegna þess að við höf-
um svo lítið frá miðöldum. Þetta er mjög áhuga-
vert,“ segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifa-
fræðingur sem hefur rannsakað svæðið í sumar.
Hún telur líklegt að miðaldakirkja sem byggð var á
Mosfelli geti leynst norðan við Mosfellskirkju þar
sem hún stendur nú.
Norðan við Mosfellskirkju er að finna minjar frá
landnámsöld og austan við kirkjuna eru mannvist-
arlög frá landnámsöld og allt fram á 14. öld. „Senni-
lega eru þar mannvirki og hús, einhver ruslalög og
slíkt. Við grófum ekki mikið ofan í þetta en fundum
þrjá gripi, m.a. bökunarhellu innflutta frá Noregi.
Þær komu hingað á 11. öld og voru notaðar fram á
13. öld. Síðan fundum við norskt brýni og eldslátt-
arstein úr rauðum jaspis,“ segir Ragnheiður.
Mannvistarleifar frá landnámi
Könnun fornleifafræðinga leiddi í ljós heilleg jarðlög frá landnámi til miðalda
Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir
Mosfell Fornleifafræðingar að störfum. MMerkar minjar við Mosfellskirkju »2
„Síðast var fjallað um umferðarör-
yggismál á Þingvallavegi í Mosfells-
dal hjá skipulagsnefnd Mosfellsbæj-
ar 9. maí sl. Snerust þá mál m.a. um
að setja upp svokölluð þéttbýlishlið
og skerpa á merkingum, s.s. að mála
heilar kantlínur,“ segir Bjarki
Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í
Mosfellsbæ, í samtali við Morgun-
blaðið. Banaslys varð á Þingvalla-
vegi á laugardag og fyrir tveimur ár-
um lést bifhjólamaður einnig í slysi á
Þingvallavegi.
Í fundargerð skipulagsnefndar frá
fundinum 9. maí sl. ítrekar nefndin
„mikilvægi þess að ráðist verði í úr-
bætur á umferðaröryggi í samræmi
við framlagðar tillögur á Þingvalla-
vegi án tafar“. Vegurinn er í umsjón
Vegagerðarinnar en Mosfellsbær
hefur vitanlega sínar skoðanir á veg-
inum enda mikið hagsmunamál fyrir
bæinn. „Okkur í bæjarstjórn finnst
að sumt væri hægt að gera strax og
myndi kosta lítið fé, t.a.m. þessar
hugmyndir sem settar voru fram á
fundinum 9. maí,“ segir Bjarki. »4
Lögðu fram
tillögur til
úrbóta í maí
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öryggi Íbúar skrifa skilaboð til öku-
manna um að leggja ekki bílum við
strætóskýli við Þingvallaveg.