Morgunblaðið - 23.07.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í fjölþættri starfsemi bæjarins
fléttast allir þræðir saman,“ segir
Rósa Guðbjartsdóttir, nýr bæj-
arstjóri í Hafnarfirði. „Traustur
fjárhagur og rekstur er undirstaða
góðrar þjónustu, hvort sem það
eru til dæms skólar, velferð, um-
hverfismál eða íþróttir. Í fram-
kvæmdum og skipulagsmálum
þarf að tryggja jafnvægi í um-
hverfi og byggð svo nægt framboð
sé af húsnæði fyrir fólk með ólíkar
þarfir. Ég vil leggja áherslu á að
efla sífellt þjónustu bæjarins og
gera hana skilvirkari. Við eigum
að vera leiðbeinandi þegar íbúar
og fyrirtæki leita til bæjarins með
erindi og innleiða nýjustu tækni í
stjórnsýsluna og samskipti við
íbúana.“
Fjármálin í jafnvægi
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sókn og óháðir mynduðu meiri-
hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
eftir kosningar nú í maí síðast-
liðnum. Rósa Guðbjartsdóttir, odd-
viti sjálfstæðismanna, sem verður
bæjarstjóri næstu ár, segir verk-
efnin framundan áhugaverð og
tækifærin fjölmörg fyrir Hafnar-
fjörð. Komið sé ágætt jafnvægi í
fjármál og rekstur bæjarins eftir
umbætur og aðhald á síðasta kjör-
tímabili og aukist hafi svigrúm til
að fara í ýmis aðkallandi verkefni,
svo sem viðhald eigna, nýfram-
kvæmdir og fleira.
„Mikilvægt er að halda áfram
á næstu árin á braut agaðrar fjár-
málastjórnunar. Nú er skulda-
viðmiðið komið niður fyrir þau
mörk sem eftirlitsnefnd um fjár-
mál sveitarfélagana setur, það er
að skuldir megi aldrei vera meiri
en 150% af tekjum. Skuldir Hafn-
arfjarðarbæjar eru í dag um 40
milljarðar króna og er lögð
áhersla á að greiða þær jafnt og
þétt niður. Í rekstrinum þurfum
við að halda vel á spöðunum því
íbúum fjölgar og eru nú 29.412,“
segir Rósa og heldur áfram:
„Á Völlum var tekinn í notkun
nýr leikskóli fyrir tveimur árum
og í næsta mánuði opnum við
fyrsta áfanga Skarðshlíðarskóla,
þar sem verður leik-, grunn- og
tónlistarskóli. Þessar fram-
kvæmdir og fleiri eru fjármagn-
aðar fyrir eigið fé sveitarfélagsins,
til dæmis sölu lóða í Skarðshlíð,
sem er okkar helsta uppbygg-
ingasvæði í dag. “
Háspennulína flutt
Hverfið sem kennt er við
Skarðshlíð er norðan við Krýsu-
víkurveg. Á víðfeðmu svæði þar
hafa verið skipulagðar íbúða-
byggðir, en frekari framkvæmdir
eru háðar því að svonefnd Hamra-
neslína sem liggur og flytur raf-
magn að álverinu í Straumsvík
verði fjarlægð. Í stað hennar
skyldi reisa Lykjafellslínu, en í
mars síðastliðnum felldi úrskurð-
arnefnd umhverfis- og auðlinda-
mála framkvæmdaleyfi vegna
hennar úr gildi. Bar við meðal ann-
ars að sá kostur að leggja jarð-
strengi í stað loftlína hefði ekki
verið fullkannaður.
„Núna er unnið að samkomu-
lagi við Landsnet um að færa
Hamraneslínu til bráðabirgða til
suðurs og út fyrir Skarðshlíðar-
svæðið. Við gerum ráð fyrir að lín-
an verði færð í haust og þá getum
við aftur farið að úthluta lóðum í
nýju hverfum sem línurnar liggja
nú yfir.“
Hlustað á íbúana
Það er úrelt, segir Rósa, að
skilgreina verkefni sveitarfélaga
sem mjúk eða hörð. Væntingar og
þarfir fólks til þjónustu hafi breyst
og séu meiri en áður. Það eigi ekki
síst við um skóla- og velferðarmál.
Í Hafnarfirði hafi verið gerð gang-
skör í að stytta biðlista eftir fé-
lagslegum íbúðum. Nú sé varið
hálfum milljarði króna á ári í þann
málaflokk sem dugi til kaupa á 15-
17 íbúðum árlega. Þá er verið að
byggja nýtt 60 rýma hjúkrunar-
heimili við Sólvang sem tekið verð-
ur í notkun um áramót.
„Hlutverk bæjarstjórans er að
fylgja eftir þeim stefnumálum sem
starfandi meirihluti hefur á hverj-
um tíma og sjá til þess að starfsemi
sveitarfélagsins gangi vel. Þú
þarft að að hlusta á íbúana og
bregðast við óskum þeirra og sjón-
armiðum eins og við á hverju sinni.
Ég legg mikla áherslu og að allir
starfsmenn sveitarfélagsins vinni
saman að því markmiði. Við erum
að vinna fyrir fólkið. Það á alltaf
að vera í forgrunni,“ segir Rósa
sem hefur búið í Hafnarfirði nær
óslitið frá 10 ára aldri - og á því
sínar rætur í bænum við hraunin.
Úrelt að skilgreina verkefni sveitarfélaga sem mjúk eða hörð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæjarstjórinn Þú þarft að að hlusta á íbúana og bregðast við óskum þeirra, segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Þræðir fléttast saman
Rósa Guðbjartsdóttir er
fædd 1965. Hún er stúdent frá
Flensborg og með BA-próf í
stjórnmálafræði frá HÍ. Starf-
aði um árabil við blaða- og
fréttamennsku, lengst af á
Bylgjunni og Stöð 2. Var fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna
2001-2006. Hefur einnig unnið
við ritstörf og útgáfu.
Árið 2006 var Rósa kjörin í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar, varð
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði 2014 og var for-
maður bæjarráðs og fræðslu-
ráðs á síðasta kjörtímabili. Gift
Jónasi Sigurgeirssyni og eiga
þau fjögur börn.
Hver er hún?
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Það er ekki nýtt að efnamenn beri ví-
urnar í laxveiðihlunnindi. Það er
kannski nýtt að erlendur auðmaður
geri það í svona stórum stíl. Ég hef
eðlilega áhyggjur eins og margir aðr-
ir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður Vinstri grænna og forseti
Alþingis, inntur eftir viðbrögðum við
úttekt Morgunblaðsins á eignarhaldi
Jim Ratcliffe, bresks kaupsýslu-
manns, á jörðum á Íslandi, einkum í
Vopnafirði.
„Það er búið að tala mikið um þetta
síðustu tíu til fimmtán ár, en það hef-
ur ekki orðið af því að gripið sé til að-
gerða. Staðreyndin er sú að jarða- og
ábúðarlögin eru í dag ónýtari en
nokkru sinni fyrr. Sem dæmi má
nefna að forkaupsréttur sveitarfélaga
á jörðum sé ekki lengur í lögum.
Hann er ákveðin bremsa,“ segir hann,
en forkaupsréttur var numinn úr lög-
um árið 2004.
„Mér finnst að ríki og sérstaklega
sveitarfélög eigi að hafa sterkan for-
kaupsréttarmöguleika. Í þágu al-
mannahagsmuna finnst mér það eðli-
legt, sem liður í því að takast á við
þessi mál,“ segir Steingrímur.
Gert með skipulögðum hætti
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, vænt-
ir niðurstöðu starfshóps um endur-
skoðun á eignarhaldi á bújörðum í
ágúst. Hann segir það koma á óvart
hve skipulögð uppkaup jarða í Vopna-
firði séu. „Það er ljóst að það er
ákveðið skipulag í gangi í uppkaupum
á þessu svæði. Þetta er umhugsunar-
efni og tengist greinilega kaupum á
landi með hlunnindum tengdum lax-
veiðiám,“ segir hann.
Málið hefur verið rætt í ríkisstjórn
enda snertir það málefnasvið nokk-
urra ráðuneyta. „Það er augljóst í
mínum huga að við þurfum að átta
okkur á því hvaða vandkvæði þessi
þróun kann að hafa skapað á sumum
svæðum,“ segir Kristján og bætir við:
„Ýmislegt hefur verið sagt í þess-
um málum sem er kannski ekki að
fullu fótur fyrir. Umræðan beinist
stundum að því að hingað komi ein-
ungis vondir útlendingar til að fjár-
festa á Íslandi. Í grunninn er ég al-
gjörlega ósammála því. Hins vegar
kunna að vera uppi þær aðstæður,
sama hvort um er að ræða útlendinga
eða Íslandinga, að fjárfestingarnar
kunni að geta valdið samfélaginu ein-
hverjum skaða. Ef sú staða er uppi
eigum við að sjálfsögðu að grípa til
einhverra ráðstafana,“ segir Kristján
Þór ennfremur.
Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga
Forkaupsréttur mikilvægur til að bregðast við uppkaupum Starfshópur skilar niðurstöðum í ágúst
Steingrímur J.
Sigfússon
Kristján Þór
Júlíusson
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins og áheyrnarfulltrúa Mið-
flokksins, Flokks fólksins og Sósíal-
istaflokks Íslands um að útsend
dagskrá ráða og nefnda á vegum
borgarinnar verði aðgengileg á vef
Reykjavíkurborgar fyrir fundi.
Mun sú tilhögun, að birta dag-
skrána á vef borgarinnar, auka
gagnsæi auk þess að vera í anda
góðrar og vandaðrar stjórnsýslu,
segir í tillögunni. Í umsögn tillög-
unnar, dagsettri 17. júlí, er mælt
með því að borgarráð „ríði á vaðið og
hefji birtingu dagskrár frá og með
næsta fundi sínum.“
Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, segir í samtali við
Morgunblaðið að stjórnarandstaðan
sé vitaskuld ánægð með samþykkt
tillögunnar í borgarráði. „Okkur
finnst eðlilegt að dagskrá sé birt al-
menningi og fjölmiðlum áður en
fundurinn er haldinn, annars hefur
fólk ekki eins gott tækifæri til þess
að fylgjast með. Þetta er liður í nú-
tímavæðingu, sem þarf að gera
meira af,“ segir Eyþór um tillöguna.
„Við erum að gera okkar besta til
að opna umræðu borgaryfirvalda.
Það sem þarf að gera er að opna
stjórnkerfið, ekki bara í ráðhúsinu,
heldur viljum við líka beita okkur
fyrir opnara aðgengi að upplýs-
ingum fyrirtækja og stofnana,“ segir
Eyþór Arnalds. axel@mbl.is
Dagskrá fyrir-
fram aðgengileg
Tilhögunin í anda góðrar stjórnsýslu
Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn fréttu fyrst af
veikindum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Frétta-
blaðinu á laugardagsmorgun, en þar er greint frá því að
Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Komu fregn-
irnar borgarfulltrúum verulega á óvart, segir Eyþór Arn-
alds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við
Morgunblaðið, aðspurður hvenær borgarfulltrúar hafi
fyrst vitað af veikindum Dags.
Lögð var fram bókun á borgarráðsfundi síðasta
fimmtudag frá fulltrúum minnihlutans sem lýstu yfir
óánægju sinni með fjarveru borgarstjóra á fundinum
vegna sumarleyfa. Eyþór sagði aðspurður að bókunin hefði vitanlega ekki
verið lögð fram ef flokkarnir hefðu vitað af veikindum Dags. „Við óskum
honum að sjálfsögðu góðs bata og að meðferðin gangi vel,“ segir Eyþór.
Vissu ekki af veikindum Dags
BÓKAÐ Í BORGARRÁÐI UM FJARVERU BORGARSTJÓRA
Dagur B.
Eggertsson