Morgunblaðið - 23.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018
Bragð af
vináttu • Hágæðagæludýrafóður
framleitt
í Þýskalandi
• Bragðgott og
auðmeltanlegt
• Án viðbættra
litar-, bragð- og
rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko,
Dýraland, Gæludýr.is,
4 loppur, Multitask,
Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Kafbátar eiga vissulega heimaneðansjávar en það þykir þó
betra að hægt sé að koma þeim upp
á yfirborðið þegar það á við. Það
varð því nokkurt uppnám þegar í
ljós kom að nýr kaf-
bátur spænska sjó-
hersins flaut ekki.
Þegar mistökin
komu í ljós fyrir
fimm árum var ráð-
ist í að endurhanna
bátinn, sem ber
heitið S-80, með
ærnum tilkostnaði. Nú greina
spænskir fjölmiðlar frá nýjum
vandamálum. Hinn endurhannaði
bátur reyndist of langur og passaði
ekki í heimahöfn sína í Cartagena.
Þarf því að lengja bryggjuna til að
báturinn geti lagst að henni.
Upphaflega kom í ljós að kafbát-urinn væri 100 tonnum of
þungur. Þetta hafði þau áhrif á eig-
inleika hans til siglinga að hann
gæti auðveldlega farið í kaf, en
ekki væri víst að hann kæmist aftur
upp á yfirborðið. Fyrrverandi
spænskur embættismaður sagði
fréttastofu AP á sínum tíma að ein-
hver hefði sett kommu á vitlausan
stað og „engin hefði haft rænu á að
fara yfir útreikningana“. Þess í
stað reiknuðu verkfræðingar og
ráðgjafar út að lagfæra mæti flot-
hæfi kafbátsins með því að lengja
hann, en virðast hafa gleymt að
kynna sér aðstæður þar sem gert
var ráð fyrir að heimahöfn bátsins
yrði.
Í spænska blaðinu El País sagðiað kostnaður við hina nýju kaf-
báta hefði tvöfaldast og kostaði
einn kafbátur nærri milljarði evra.
Varnarmálaráðherra Spánar,Margarita Robles, kom verk-
efninu til varnar í útvarpsviðtali,
leiðréttingar hefðu verið gerðar og
það væri „fullkomlega raunhæft“.
Viðurkenndi hún þó að á því hefðu
verið „annmarkar“.
Margarita Robles
Annmarki að kaf-
báturinn flaut ekki
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.7., kl. 18.00
Reykjavík 9 súld
Bolungarvík 8 alskýjað
Akureyri 11 alskýjað
Nuuk 9 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 24 heiðskírt
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Helsinki 27 heiðskírt
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 27 heiðskírt
Dublin 26 skýjað
Glasgow 19 alskýjað
London 27 léttskýjað
París 27 heiðskírt
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 25 léttskýjað
Berlín 27 heiðskírt
Vín 22 skýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 31 heiðskírt
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 28 heiðskírt
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 25 skýjað
Montreal 18 skúrir
New York 25 alskýjað
Chicago 21 rigning
Orlando 31 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:07 23:03
ÍSAFJÖRÐUR 3:43 23:37
SIGLUFJÖRÐUR 3:24 23:21
DJÚPIVOGUR 3:29 22:39
Vegagerðin hefur opnað tilboð í end-
urbætur á Landeyjahöfn. Útboðið
var auglýst 1. júní og tilboð voru
opnuð 10. júlí síðastliðinn.
Tvö tilboð bárust í verkið. Ístak hf.
bauð 743,5 milljónir króna og Munck
Íslandi ehf. bauð 893 milljónir. Bæði
tilboðin voru hærri en áætlaður
verktakakostnaður, sem var 660
milljónir króna.
Um er að ræða byggingu á tunn-
um á enda brimvarnargarða, grjót-
vörn á garðsendum, byggingu vegar
út vesturgarð og stækkun innri hafn-
ar. Markmiðið með stækkuninni er
að auka snúningssvæði Herjólfs.
Grjótgarðurinn gegnt bryggjunni
verður færður til austurs og snún-
ingsvæðið stækkað með þeim hætti.
Tunnurnar sem um ræðir eru
stáltunnur sem verða fylltar með
grjóti. Þær verða settar upp við enda
beggja brimvarnargarða, sem vel
sjást á meðfylgjandi mynd. Verkinu
skal lokið eigi síðar en 15. september
2019.
Markmiðið með endurbótunum er
að auka öryggi í höfninni og gera
nýjum Herjólfi kleift að sigla oftar til
Landeyjahafnar en núverandi Herj-
ólfur hefur gert. sisi@mbl.is
Endurbætur á höfninni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landeyjahöfn Stefnt er að verklokum í september á næsta ári.
Tveir buðu í lagfæringar á Landeyjahöfn Ístak átti lægsta boð
Skrifstofa for-
seta Íslands
sendi á laugar-
dag frá sér til-
kynningu eftir að
kvikmynda-
gerðarkonan El-
ísabet Ronaldsdóttir greindi frá því
á fésbókarsíðu sinni að hún mundi
skila fálkaorðu sinni til baka.
Í bréfi forseta segir m.a. að víða í
Evrópu gildi sérstakar reglur um
gagnkvæmar orðuveitingar í
tengslum við opinberar heimsóknir
þjóðhöfðingja og eigi þessar reglur
einkum við á Íslandi við opinberar
heimsóknir forseta Íslands til hinna
norrænu ríkja og heimsóknir þjóð-
höfðingja þeirra til okkar. Þá segir
að embættismenn í ríki gestgjafans
leggi fram tillögu um einstaklinga
sem veita megi orðu, t.d. vegna
starfa þeirra í heimalandinu.
Guðni Ágústsson, formaður orðu-
nefndar, vildi ekki tjá sig um mál
Elísabetar þegar Morgunblaðið
náði af honum tali í gær.
Forseti skýrir
orðuveitingarnar