Morgunblaðið - 23.07.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 ar Jón Geirmundsson sáu um pípu- lagnir en í dag er Kári Björn Þor- steinsson pípulagningameistarinn fyrir Búhölda. Málarameistarinn er Þórarinn Thorlacius, Doddi málari, en áður var það Jón Svavarsson. Þórður segir þetta allt vera frábæra iðnaðarmenn sem hafi skilað af sér vönduðu verki. Horfa næst til Hofsóss Þó að Þórður sé kominn á tíræð- isaldur segist hann ekkert ætla að hætta á meðan hugur og hönd virka. Búhöldar vonast til að geta fengið fleiri lóðir, og horfa nú helst til lóðar við Hásæti að vestanverðu, fyrir eins og eitt parhús. En félagið ætlar ekki að láta Sauðárkrók duga heldur er farið að horfa austur yfir fjörðinn, til Hofsóss. Þórður segir mikinn áhuga vera þar meðal eldri borgara á að byggja sambærileg hús og á Krókn- um. Lóðir séu til staðar en ræða þurfi málið við ýmsa aðila, m.a. Byggðastofnun og Sveitarfélagið Skagafjörð. Búhöldar eiga fjórar íbúðir skuld- lausar og hafa ekki þurft á aukalegri aðstoð að halda frá Íbúðalánasjóði eða öðrum, líkt og sum bygging- arsamvinnufélög hafa þurft. „Við héldum að okkur höndum eftir hrunið en fórum síðan af stað aftur af fullum krafti. Við höfum ver- ið skynsamir í peningamálum og ekki rasað um ráð fram,“ segir Þórð- ur að endingu. á Akranesi, sem er í eigu BM Vallár. Helgi Þorleifsson hefur komið að smíði allra húsanna frá upphafi, fyrst hjá Trésmiðjunni Björk með Ólafi Þorbergssyni og fleiri, en verið einn með síðustu sex íbúðir við Iðut- ún. Tengill hefur séð um raflagnir allra húsa, Hannes Helgason og síð- Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum haft nóg af sólinni hérna fyrir norðan, það vantar bara fleiri lóðir,“ segir Þórður Eyjólfsson við Morgunblaðið, léttur í bragði en full- ur eldmóðs, orðinn 91 árs gamall. Hann hefur stýrt Byggingarsam- vinnufélaginu Búhöldum á Sauð- árkróki frá stofnun þess árið 1999 en félagið er nú að ljúka við byggingu á nýju parhúsi við Iðutún á Sauð- árkróki. Þar rísa íbúðir númer 49 og 50 á vegum félagsins en fyrstu íbúð- irnar voru afhentar í kringum alda- mótin 2000. Vonast Þórður til að gefa afhent nýjustu íbúðirnar í byrj- un september nk. Með fulla heilsu Þórður er enn með hamarinn á lofti og aðstoðar yfirsmiðinn, Helga Þorleifsson, eftir bestu getu. „Ég er með fulla heilsu, og minnið enn nokkuð gott. Ég hef ætlað að hætta nokkrum sinnum en ekki fengið. Einn ágætur þáverandi stjórnarmaður og nágranni, Trausti Pálsson, sagði við mig að það væri ekki gott að skipta um hest í miðri á. Mér varð svo mikið um við þessi orð míns góða vinar að ég hef ekkert minnst á formannsskipti síðan,“ seg- ir Þórður og hlær. Hann segist reyna að hjálpa til við smíðarnar eins og hann geti. Nú sé hann meira í snúningum og ýmsu snatti. „Það er margt sem þarf að passa upp á. Stundum koma vitlaus- ar sendingar að sunnan og þá þarf að skila og skipta.“ Mikill áhugi og langur biðlisti Stofnfundur Búhölda var sem fyrr segir árið 1999 en Þórður segir um- ræðu um svona félag hafa farið af stað tveimur árum áður. „Við fundum fyrir miklum áhuga eldri borgara á að stofna bygging- arfélag en í fyrstu gekk illa að stofna félagið því það átti að reyna að koma okkur í blokk fyrir eldri borgara sem stóð til að reisa við Sauðármýri. Við vildum það ekki, þar áttu engir bílskúrar að fylgja eða geymslu- herbergi. Með hjálp góðra manna gátum við stofnað félagið og hafist handa,“ segir Þórður og nefnir þar sérstaklega Pál Pétursson frá Höllu- stöðum, þáverandi félagsmálaráð- herra. Búhöldar hafa eingöngu reist einnar hæðar parhús, með inn- byggðum bílskúr. Eru öll húsin með sömu hönnun, um 130 fermetrar að flatarmáli, að bílskúr meðtöldum. „Húsin hafa reynst mjög vel og áhugi eldra fólks verið mikill, miklu meiri en við gátum ímyndað okkur. Þegar mest lét voru 16 á biðlista eft- ir húsum en núna eru 10 manns sem bíða,“ segir Þórður en húsin hafa risið við göturnar Hásæti, Forsæti, Laugatún, Kleifatún og Iðutún. Um timburhús er að ræða, á steyptum grunni, nema þessi nýj- ustu við Iðutún. Þar er notast við forsteyptar einingar frá Smellinum Morgunblaðið/Björn Jóhann Búhöldar Þórður Eyjólfsson, stjórnarformaður Búhölda, og Helgi Þorleifsson húsasmiður við 50. íbúð félagsins, sem afhent verður í haust. „Ekki gott að skipta um hest í miðri á“  Byggingarsamvinnufélagið Búhöldar með 50. íbúðina í smíðum á Sauðárkróki  Formaðurinn Þórður Eyjólfsson er 91 árs og hvergi nærri hættur  Segir fleiri lóðir vanta og biðlistinn langur Parhús Þrjú nýjustu parhús Búhölda við Iðutún eru reist með forsteyptum einingum frá Smellinum á Akranesi. Búhöldar » Félagið var stofnað 1999 og fyrstu íbúðir afhentar um ára- mótin 1999/2000. » Félagið hefur reist 25 par- hús með 50 íbúðum. » Tíu manns eru núna á bið- lista Búhölda eftir íbúð, voru 16 þegar mest lét. 50% afsláttur af útsöluvörum Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.