Morgunblaðið - 23.07.2018, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018
Ilmur hinnar
gullnu stundar
Terre de Lumière
L’Eau
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Hvað er virðing? Er
hægt að krefjast virð-
ingar. Er ekki miklu
frekar virðing eitthvað
sem menn ávinna sér
með framkomu sinni,
gerðum sínum; eitt-
hvað sem gerir að ein-
staklingar skara fram
úr og vekja aðdáun
annarra og öðlast þar
með virðingu og gleði?
Það er alltaf mjög ánægjulegt þegar
fólk fær virðingu vegna verðskuld-
aðra hæfileika sinna og verka og þar
sem umhverfið á að njóta virðing-
arinnar, embættið og vinnustað-
urinn.
En það er líka mjög fljótlegt að
glata virðingu hafi hún einhver verið.
Er það nokkuð undarlegt að Al-
þingi og alþingismenn fái ekki virð-
ingu almennings þegar þeir sjálfir
sýna enga virðingu fyrir neinu? Ekki
þjóðlegum gildum, ekki vinnustað
sínum, ekki embætti sínu, ekki er-
lendum fulltúum í boði hins háa Al-
þingis.
Sýna sjálfum sér og þjóðinni rak-
inn dónaskap og móðgun og ekki
bara eigin þjóð heldur líka vinaþjóð
sem er að taka þátt í 100 ára fullveld-
isveislu Íslendinga. Gamla herra-
þjóðin sem er að sýna
Íslendingum virðingu
og vináttu.
Hverskonar hroki er
hér á ferðinni? Þing-
maður sem hefur sjálf-
an sig yfir allar kurteis-
isreglur með þessari
framkomu. Réttlæta
hegðun sína með því að
viðkomandi fulltrúi,
þingforseti danska
þingsins hafi ekki sömu
skoðanir og þeir sjálfir.
Á að bera virðingu fyrir þing-
manni sem í krafti stöðu sinnar og
vel vitandi um val þingsins á boðs-
gestinum velur að ganga af virðu-
legum og þjóðlegum þingfundi í of-
boði?
Eftir Kristján
Baldursson
Kristján Baldursson
»Er það nokkuð und-
arlegt að Alþingi og
alþingismenn fái ekki
virðingu almennings
þegar þeir sjálfir sýna
enga virðingu fyrir
neinu?
Höfundur er tæknifræðingur og eldri
borgari.
kribald@gmail.com
Virðing
Ríkisútvarpið, eft-
irlæti okkar allra,
sem bráðum erum
komin í síðasta
áfanga æviferð-
arinnar, gerir það
ekki endasleppt við
hlustendur sína, held-
ur veitir af rausn sem
löngum fyrr. Margt
er það æði dýrmætt,
sem flutt er, og fyrir
það ber að þakka,
eins og t.d. slög gömlu útvarps-
klukkunnar, morgunbænin, veð-
urfréttirnar, sunnu-
dagsmessan,
dánarfregnirnar Pass-
íusálmarnir, jólakveðj-
urnar, Litla lúðrasveit-
in í bítið á jóladag,
tónlistin á nýársdags-
morgun og síðasta lag-
ið fyrir fréttir, fyrir
utan ýmislegt fleira
gott, sem of langt yrði
upp að telja. Þó sökn-
um við mörg þeirrar
hátíðlegu tónlistar sem
var einlægt spiluð í út-
varpið á sunnudags-
morgnana hér fyrr meir. Jakob
sæli góðvinur minn Hallgrímsson
fór til náms í Moskvu og hafði með
sér hljómplötur með tónlist Bachs
svo öruggt væri að hann færi ekki
á mis við huggunarríkan og upp-
örvandi boðskap fimmta guð-
spjallamannsins á hvíldardaginn.
Þessi hlustandi hér má ekki til
þess hugsa að Ríkisútvarpið verði
lagt niður, eins og stundum heyrist
fleygt; hann þyldi ekki að vera án
þess frekar en Morgunblaðsins.
Ætli það sé ekki best að biðjast
forláts að færa í tal smámuni, þeg-
ar sæmra væri að vera til-
lögugóður stærri mála. Og vonandi
fyrirgefst gömlum og geðvondum
nöldursegg og hlaðvarpaspekingi
svartagallsrausið, en gott var að
fundið skyldi upp á því að kalla
hina virðulegu stofnun RÚV, sem
hljómar ólíkt betur en það fornfá-
lega orð „Ríkisútvarp“.
Þegar við árrisul gamalmennin
hlýðum bæninni í morgunsárið, er
þakkarefni, að við skulum greina,
svo sem í fjarska, rétt blábyrj-
unina á trúarjátningarsálmi Lúth-
ers (Vér allir trúum á einn Guð,
Sb. 225), en síðan ekki söguna
meir – fyrr en lokið er bæninni, þá
berst okkur fjarlægur ómur af nið-
urlagi sálmsins, eins og minning,
sem líður burt – og er auðvitað
meira en nóg. Þessi tilhögun er al-
veg bráðsnjöll að ekki sé meira
sagt. Varla þarf að taka fram að
fyrir þá, sem sofna seint á kvöldin,
er engin ástæða til að vera að fara
með gott.
Við, sem erum að verða með
elstu mönnum á landinu, munum
vel eftir Menúettinum hans Bocc-
herini, sem ávallt var leikinn í dag-
skrá Ríkisútvarpsins á morgnana.
Nú hefur þeim sið að leyfa þess
konar gamaldags músík að hljóma
á öldum ljósvakans sem betur fer
löngu verið varpað fyrir róða.
Stjórnendur morgunvaktarinnar,
spilandi geðþekkir menn, greindir
og áhyggjulausir að heyra, prýði-
lega máli farnir, með þessar klið-
mjúku raddir; (segja góðu heilli
„líkt og“ í staðinn fyrir „eins og“
og segja „einstaklingur“, svo að
ekki fari á milli mála að átt er við
mann, manneskju, sál eða jafnvel
hræðu; og segja „áskorun“, sem er
miklu nýtískulegra en „verk- eða
viðfangsefni“.) Þeir vita líka sem
er að saxófónninn er konungur
blásturshljóðfæranna og af þeim
sökum leyfa þeir hrífandi tón-
fléttum þessarar hljóðpípu að ná
eyrum morgunglaðra landsmanna
á hverjum einasta degi sem Guð
gefur yfir á meðan þeir skrafa svo
notalega um veðrið og dæg-
urmálin; undantekningarlaust, ein-
lægt og ævinlega er þetta hinn
sami glaðlegi spuni sem hefur auð-
vitað þann kost í för með sér að
við lærum þessar slaufur smám
saman utan að; þær taka að
hljóma fyrir innri eyrum okkar all-
an guðslangan daginn, til uppbygg-
ingar. Sjálfur hlýt ég að við-
urkenna að ég er svo fullkomlega á
valdi þessara dýrlegu stefjabrota
að mér eru að kalla liðin úr minni
fræg, en úrelt upphöf tónverka
eins og til að mynda Sálumessu
Mozarts, 5. sinfóníu Beethovens
ellegar Vorblótsins hans Stavinskí.
Mig dreymdi meira að segja um
um daginn að verið væri að spila
þessa unaðslegu froðu við útför
mína.
Þeir, sem til þekkja staðhæfa að
Ríkisútvarpið eigi myndarlegt
hljómplötusafn, næstum því jafn
stórt og Sigurjón heitinn á Hrafna-
björgum. Stofnunin er því ekki á
hjarni með músík og hægurinn hjá
að breyta ögn til um val á henni,
ef sá dagur rennur að einhverjum
detti það í hug.
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar
Björnsson
» Þessi hlustandi hér
má ekki til þess
hugsa að Ríkisútvarpið
verði lagt niður; hann
þyldi ekki að vera án
þess frekar en
Morgunblaðsins.
Höfundur er pastor emeritus.
Morgunútvarp
Enn berast fréttir af leikaranum
Jeff Goldblum sem sýna hvað verða
vill. Fyrst var sagt frá því að hann
væri trúlofaður sér talsvert yngri
konu og var það skýr vísbending
þess að hann herti nú róðurinn svo
um munaði. Næst var frá því greint
að Goldblum hefði opnað veit-
ingavagn í Ástralíu og byði þar upp á
pylsur sem hann nefndi gullblum,
silfurblum og bronsblum. Nú er
hermt að í Lundúnum hafi verið af-
hjúpuð stytta, nær átta metra löng,
er sýni Goldblum þar sem hann ligg-
ur og hefur hneppt frá sér skyrtunni
til þess að leggja áherslu á sjón-
armið sín. Sýnir þessi framvinda
mála að því fer fjarri að Goldblum
hafi lagt árar í bát og er ekki vafi á
að af honum er mikils að vænta á
næstu árum. Jeff Goldblum er ekk-
ert uppáhaldsleikarinn minn. Bara
mjög góður leikari.
Farsæll kvikmyndahúsagestur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Goldblum sýnir styrk sinn