Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Virkjaðu starfsgleði þína og gakktu óhræddur á hólm við ný og vandasöm verk- efni. Talaðu sem minnst um þitt starf, en hlustaðu betur á aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Það bætir og kætir að grípa til nýstár- legra vinnuaðferða, þótt einhvern tíma taki að komast upp á lagið með þær. Haltu þig við þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er ekki góður tími til þess að leggjast í djúpar pælingar með fjölskyldu- meðlim, maka eða einhverjum sem verður á vegi þínum. Varastu að vilja grípa inn í líf ann- arra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert hæfileikaríkur og fólk dáist að hugmyndum þínum. Klappaðu þér á bakið fyrir nýlega gjörð sem krafðist hugrekkis og dirfsku. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú fer að sjá fyrir endann á því álagi sem þú hefur búið við og þá máttu búast við umbun erfiðis þíns. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það þarf ekki mikið til þess að draga úr þér mátt og þig skortir bæði kraft og ákafa núna. Raðaðu verkefnum eftir forgangsröð því þá verður eftirleikurinn auðveldari. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu það sem þig lystir. Brostu framan í heiminn og taktu hlutunum létt. Njóttu þess með þeim sem hafa stutt þig og lagt hönd á plóg. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að ná jafnvægi í lífinu og umfram allt áttu ekki að hlaupa upp til handa og fóta, þótt einhver gylliboð séu höfð í frammi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur ekki annað en velt því fyrir þér hvað aðrir eru að hugsa um þig í dag. Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir sem snerta fjölskylduna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ástvinir líta á athygli þína sem verðmæta gjöf, en vanræksla þín er hræðileg móðgun. Farðu varlega, einhverra hluta vegna er einkalíf þitt áberandi um þessar mundir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú sért úrkula vonar um að finna lausnina á vandamálinu sem þú glímir við skaltu ekki gefast upp. Ekki leyfa óttanum að ná yfirhöndinni í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir komist að einhverju óvæntu eða séð eitthvað í algerlega nýju ljósi í dag. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa þeim að sanna sig. Áföstudag voru þrír fyrstu kaflarmatreiðslubókar kattarins Jós- efínu Meulengracht Dietrich birtir hér í Vísnahorni og verður nú fram haldið. Fimmtudaginn 12. júlí birti hún á Fésbókarsíðu sinni fjórða kapít- ulann. Hann fjallar um hundamat og markar þáttaskil þar sem sýnt er fram á að hundur er mun neðar í fæðukeðjunni en talið hefur verið: Ætlir þú að ala hund er ekki úr vegi að gleðja hann á góðum degi og gefa tuggu af súru heyi. Benedikt Jóhannsson brást vel við þessari mataruppskrift: Ef að dapur ert í lund ertu að dekra svartan hund. Steinar Frímannsson skrifaði: „Veit ekki um placeringu í fæðukeðjunni, en þessi uppskrift ber með sér að sums staðar séu hundar settir skör lægra í virðingarstigann en kettir.“ Benedikt Jóhannsson gerði þessa athugasemd: Segja má að svartir kettir séu ennþá lægra settir. Pétur Þorsteinsson bætti við: Kunna jafnvel kostbærustu kisulúrur að háma í sig hundasúrur. Föstudaginn 13. júlí birtist síðan fimmti kapítuli matreiðslubókarinnar með þeirri áminningu „að gæta hófs í mat og drykk“: Ég læt mér duga lítið fæði, lambabita og mjólkursopa, ét svo karl og kerlu bæði og kotið allt og södd ég ropa. Ég gluggaði í „Hvíta hrafna“ Þór- bergs Þórðarsonar þar sem ég sat undir vesturveggnum og naut kvöld- sólarinnar á fimmtudagskvöld. Ein- hvern veginn festust þessar vísur, „Bátur sekkur“ í minni mínu: Dags lít ég deyjandi roða drekkja sér vestur í mar, – og konan í bólinu bíður bóndans, sem dorgar þar. Í kveldroðans geisla-gliti grilli ég Árna minn bölvandi byltast í djúpið með bilaðan stimpilinn. Ingólfur Ómar segir frá því á Leir að hann hafi fengið sér göngu seint á mánudagskvöld nálægt miðnætti enda veður til þess, heiðskírt og hæg- lát gola: Faðminn býður friðsæl nótt foldu geislar hjúpa. Blærinn andar blítt og rótt blómin höfði drúpa. Og síðan segir Ingólfur Ómar frá því að langafi hans Jón Jóhannesson bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð í Skagafirði hafi ort þessa hringhendu þegar Katla gaus 1918: Nú er sveitum voðinn vís vesnar beit á landi. Katla þeytir eldi og ís ösku og heitum sandi, Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn er gluggað í matreiðslubók kattarins FAÐIRINN KOM KL. 19:38 OG VÓG 19.000 MERKUR. „ERTU BÚINN AÐ ÁKVEÐA ÞIG?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skilja og samþykkja að þið hafið ólík áhugamál. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LJÚGÐU OG SEGÐU JÁ ERU SKÓRNIR MÍNIR EKKI FÍNIR? ÞEIR ERU SVOLÍTIÐ… UMMMM… ÞÚ ÁTT AÐ LJÚGA OG SEGJA JÁ LJÚGÐU OG SEGÐU JÁ FYLGDU REGLUNUM, MAÐUR! TJA… ÉG VIL FÁ ÞIG Í ÁHÖFNINA MÍNA! EN ÉG KANN EKKERT FYRIR MÉR Í ORRUSTU! GETURÐU SAGT BÖÖÖ? Eymslin í hægri öxl voru léttvæg ífyrstu. Doði sem síðan breyttist í ferlegan sársauka er versnaði dag frá degi. Ætla mátti að þetta væri nokkuð sem liði fljótt hjá en því var öfugt farið. Verkurinn varð æ verri og sárari og Víkverji fór heim úr vinnu, helaumur með höfuðverk. Heilsugæslulæknir gat lítið sagt og gert, en sýndi góðan skilning og sagði íbúfen vera allra meina bót. Það reyndist lítt stoða og í næsta tíma skrifaði doktorinn upp á par- kódín sem virkaði vel um stundar- sakir. Sjúkraþjálfari tók hressilega á Víkverja og nuddaði með þéttum handtökum sem gerðu gott því bæði vöðvar og sinar voru helaumar og sárar. En hvað olli verknum? x x x Eitt sinn þegar Víkverji var kom-inn á koddann var hann sem önnur kvöld með snjallsímann í hægri hendi og renndi í gegnum allskonar síður og forrit. Spennti aðeins öxlina og kom henni í ávana- bundna kreppta stöðu. Og eftir svo- litla stund braust sársaukinn aftur fram og þá var eins og kviknaði á öllum skilningarvitum. Auðvitað var það ofnotkun á bévítans far- símanum sem þessu olli. Ofnotkun og óþægileg stelling. Þegar málið var sett í samhengi var skýringin augljós og sjúkraþjálfarinn sam- mála um það. Sagðist raunar oft fá á bekkinn fólk með sambærilegan vanda, en stundum væri þrautin þyngri að finna út eðli og ástæður vandans. Hér færi þó ekkert á milli mála. x x x Í augnablikinu getur verið slökkt áfarsímanum, hann utan þjónustu- svæðis eða allar rásir uppteknar.“ Við þekkjum rödd og rullu símakon- unnar sem vissulega sinnir sínu með ágætum. Og slökkvum nú á apparatinu. Víkverji, sem er óðum að skána, er að venja sig af óhóf- legri síma- og netnotkun og þegar öllu er á botninn hvolft er ekki af miklu að missa. Fyrir öllu er að vera sæmilegur í skrokknum og gæta að sér. Símafíkn er vandi margra og hér að framan greinir hve alvarlegar afleiðingar hennar geta verið. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh: 8.12) Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is KælingHiti HreinleikiLoftraki fyrir heimilið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.