Morgunblaðið - 23.07.2018, Side 27

Morgunblaðið - 23.07.2018, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is »Ráðstefnan Comic Con fór fram í San Diego í Kaliforníu 19.-22. júlí en á henni koma saman aðdáendur teiknimyndasagna og -kvikmynda og vísindaskáldskapar, bæði í myndasagna- og kvik- myndaformi, og sjá það nýjasta og það sem er væntanlegt í þeim geira. Gestir mæta margir skrautlegir til fara og í gervum uppáhaldssöguper- sóna sinna og mátti til dæmis sjá ofurhetjur og uppvakninga spóka sig á götum borgarinnar. Götur San Diego iðuðu af lífi á meðan ráðstefnan Comic Con fór fram þar í borg AFP Nunnuganga Þessar nunnur vöktu athygli þar sem þær gengu um götur til að kynna kvikmyndina The Nun. Skuggaleg Tveir gestir Comic Con. Kollegar Kóngulóarmaðurinn ræddi við Kóngulóarhundinn. Þreyttur Aðdáandi Marvel-Þórs hvílir lúin bein á veitingastað. þar sem farið er yfir íslensku tón- listarsöguna frá þessu tímabili með þessum hætti. Vitaskuld eru efn- istökin víðfeðm og svona tónleikar gætu aldrei orðið tæmandi lýsing á sögunni en við drepum niður fæti hér og þar og heyrum verk sem hafa skírskotun til tíðarandans hverju sinni.“ Útkoman er merkileg, að sögn Sigurgeirs, og ágætt að minnast þess á afmæli fullveldisins hvað þessi fámenna þjóð á lítilli eyju nyrst í Atlantshafi hefur afrekað á tónlistarsviðinu. „Það er ekki að ástæðulausu að tónlistarmenningin hérna vekur víða undrun og marg- ir útlendingar eigi t.d. erfitt með að átta sig á því að Ísland skuli eiga eins góða sinfóníuhljómsveit og raun ber vitni, með ekki fleiri íbúa en sæmilega stórt úthverfi í einhverri stórborginni.“ Hljómar tónlistin betur í sveitinni? Á efnisskrá hinna þrennra tón- leikanna er blandað saman inn- lendum og erlendum tónskáldum. Á opnunartónleikunum, að kvöldi föstudags, fá gestir að hlýða á verk eftir Schumann, Atla Heimi Sveinsson og Ralph Vaughan Williams en flytjendur eru Krist- inn Sigmundsson bassi, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari, Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleik- ari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari og Sigurgeir Agn- arsson á selló. Fyrri tónleikar laugardagsins hafa yfirskriftina „Sumarkveðja“ en þar kemur fram söngflokkurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur. Sungnar verða íslenskar kórperlur úr ýms- um áttum og frá ýmsum tímabil- um. Um kvöldið taka svo Mozart og Bartók við á fallegum kamm- ertónleikum. Reykholtshátíðin hefur verið ár- viss viðburður frá 1996. Fyrstu fimmtán árin var Steinunn Birna Ragnarsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Við henni tók svo Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari en frá árinu 2013 hefur Sigurgeir verið við stjórnvölinn á hátíð- inni.„Þegar Reykholtshátíð er sett á laggirnar var lítið um að vera í íslensku tónlistarlífi á sumrin. Úti í heimi er hefð fyrir hátíðum tón- listarfólks að sumri til sem eiga sér mjög langa sögu, en á Íslandi er Reykholtshátíð í hópi þeirra elstu og hátíðin í Skálholti senni- lega sú elsta,“ segir Sigurgeir. „Á mjög skömmum tíma hefur hátíð- unum fjölgað til muna og nú er svo komið að yfir sumarmánuðina má finna tónlistarhátíð af einhverjum toga í öllum landsfjórðungum.“ Allt frá upphafi hefur Reyk- holtshátíð verið vel sótt og segir Sigurgeir að skýringin sé kannski sú að það fylgi því eitthvað spenn- andi og ferskt, fyrir bæði flytj- endur og gesti, að koma inn í nýtt umhverfi og anda að sér sveitaloft- inu. „Fyrir flytjendur er þetta tækifæri til að brjóta upp þann hversdagsleika sem getur einkennt tónleikahald í bænum yfir vet- urinn, þegar meir rútína er á öllu tónlistarstafi.“ Gestir finna fyrir þessum sömu töfrum: „Ekki aðeins er Reyk- holtskirkja góður tónleikastaður, byggingin falleg og hæfilega stór, með náttúrufegurð allt um kring, heldur eru tónleikar í Reykholti tækifæri fyrir fólk til að bregða sér af bæ og skjótast í um það bil klukkustundarlangan bíltúr til að hlusta á góða tónleika, kannski snæða á notalegum veitingastað um kvöldið eða gista á sveitahóteli áður en ekið er aftur heim til höf- uðborgarinnar. Sumir láta það jafnvel eftir sér að njóta lífsins í Borgarfirðinum alla þrjá tónleika- dagana.“ Klár Æft fyrir opnunartónleika: Ari Þór Vilhjálmsson, Pétur Björnsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir, Sigurgeir Agnarsson, Kristinn Sigmundsson, Sigurður Ingvi Snorrason og Berglind Stefánsdóttir. Ljósmynd / Valgerður G. Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.