Morgunblaðið - 23.07.2018, Page 29

Morgunblaðið - 23.07.2018, Page 29
» LjósmyndasýningBjargeyar Ólafsdóttur, Vasaspegill, var opnuð í fyrradag í galleríinu Ramskram við Njálsgötu. Bjargey segist fyrir ljós- myndaseríuna m.a. hafa velt fyrir sér hvernig væri best að mála með ljósi og fanga andrúmsloft með myndavél. Myndirnar tók hún í ýmsum löndum og í samstarfi við fólk sem hún bæði þekkti og treysti. Bjargey fæst í list sinni við kvikmyndagerð, hljóð- verk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar. Bjargey Ólafsdóttir opnaði ljósmyndasýninguna Vasaspegil í galleríinu Ramskram á laugardag Listamaður Bjargey Ólafsdóttir við eitt verkið á sýningunni. Kátar Jóhanna Ólafsdóttir og Halla Oddný Magnúsdóttir. Gestir Tómas Símonarson og Guðlaug Erla Jónsdóttir létu sig ekki vanta og nutu verkanna. Morgunblaðið/Árni SæbergListunnendur Bragi Þór Jósepsson og Ármann Reynisson. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is ICQC 2018-20 Leonardo DiCaprio, Brad Pitt, Matt Damon og Ryan Phillippe eru meðal þeirra stórstjarna sem afþökkuðu hlutverk í kvikmyndinni Brokeback Mountain. Myndin, sem er ástarsaga tveggja samkynhneigðra kúreka og hlaut Óskarsverðlaun, skaut leik- urunum Heath Ledger og Jake Gyl- lenhaal upp á stjörnuhimininn. Leikstjórinn Gus Van Sant, sem þróaði verkefnið, segist hafa verið ákveðinn í að hann þyrfti stórstjörn- ur í aðalhlutverkin en enginn hafi viljað taka þau að sér. Ástarsaga Jake Gyllenhaal og Heath Ledger í Brokeback Mountain. Stórstjörnur höfn- uðu hlutverkunum Verið er að vinna að rómantískri jólamynd sem gerist í London og sækir innblástur sinn í sígilda jóla- smellinn „Last Christmas“ sem George Michael gerði frægan með félaga sínum Andrew Ridgeley í dúettinum Wham árið 1984. Leikkonan Emma Thompson skrifar handritið ásamt listakon- unni Bryony Kimmings og Paul Feig (Bridesmaids) mun leikstýra kvikmyndinni. Þróun verkefnisins hófst í samstarfi við George Mich- ael áður en hann lést árið 2016. The Guardian segir að Thomp- son sé komin með fyrsta uppkast að handriti og það innihaldi þónokkuð af þeim hinseginleika sem Michael hafði áhuga á. Hann hafi verið mik- ill baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og það verði virt í kvikmyndinni. Jólasmellur George Michael í mynd- bandinu við „Last Christmas“. „Last Christmas“ verður kvikmynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.