Morgunblaðið - 23.07.2018, Side 32
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Í framúrakstri er slysið varð
2. „Hugsanlega - rétt …“
3. Ekki ráðlegt að spyrja …
4. Drap mann en sleppur …“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikkonan Charlotte Bøving skrifar
og leikur í einleiknum Ég dey, þú líka,
sem verður frumsýndur á Nýja sviði
Borgarleikhússins 4. janúar á næsta
ári. Þetta er þriðji einleikur Charlotte
en hún hefur áður gert Hina smyrj-
andi jómfrú árið 2002 og Þetta er líf-
ið – og nu er kaffen klar árið 2010 og
var hún tilnefnd til Grímuverðlauna
fyrir þá báða.
Í Ég dey, þú líka mun Charlotte
skoða lífið frá sjónarhóli dauðans og
skoða dauðann frá sjónarhóli lífsins.
Charlotte var, að eigin sögn, orðin
fimmtug þegar hún uppgötvaði að
hún myndi einhvern tíma deyja og
furðaði sig á því hvernig hún gat
komist hjá því í svona langan tíma að
horfast í augu við dauðann og mun
sýningin vera unnin út frá þeirri upp-
götvun.
Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir
einleiknum, Þórunn María Jónsdóttir
sér um leikmynd og búninga og Gísli
Galdur Þorgeirsson semur tónlistina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skoðar lífið frá
sjónarhóli dauðans
Franskir tónar munu hljóma á
næstu sumartónleikum Listasafns
Sigurjóns sem haldnir verða annað
kvöld kl. 20.30.
Björg Brjánsdóttir flautuleikari og
Jane Ade Sutarjo píanóleikari flytja
Sónötu fyrir flautu og píanó eftir
Franc Poulenc; Air Vaudois og And-
ante et Allegro eftir Mel
Bonis og Sónötu eftir
Claude Debussy sem
samin var fyrir fiðlu og
píanó, en er útsett fyrir
flautu og píanó.
Franskir tónar í
Laugarnesi
Á þriðjudag Norðaustan 5-10 m/s norðvestan til, annars hægari
breytileg átt. Rigning eða skúrir en skýjað og þurrt um landið norð-
vestanvert. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnan- og suðvestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestan
til. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið um landið norðvestanvert
eftir hádegi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
VEÐUR
Íslenska karlalandsliðið í
handbolta skipað leik-
mönnum 20 ára og yngri er
komið í milliriðla á EM í
Slóveníu eftir dramatískt
25:25-jafntefli við Þýska-
land í gær. Svíþjóð gerði
strákunum okkar svo greiða
með því að vinna Rúmeníu
og senda Ísland áfram. Í
milliriðlinum bíða leikir við
Slóveníu og Serbíu og tvö
efstu lið hans fara í undan-
úrslit. »1
Ísland í milliriðla
eftir dramatík
Valsmenn náðu þriggja
stiga forystu
Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason
leikur í Tyrklandi í vetur og frestar
hann þar með heimkomu sinni í Vík-
ing R. um eitt ár. Í samtali við Morg-
unblaðið í gær sagðist Kári ekki
mega greina frá um hvaða félag væri
að ræða. Hann sagðist hins vegar
ekki hafa heyrt í Erzurum BB, eins og
tyrkneskir miðlar greindu frá á með-
an HM í Rússlandi stóð yfir. » 1
Kári Árnason spilar í
Tyrklandi í vetur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Fjórar systur; þær Brynja, Edda
Ýrr, Margrét Rós og Íris Einars-
dætur verða meðal þátttakenda í
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka
18. ágúst nk. Systurnar ætla að
hlaupa 10 km fyrir tengdamóður
Brynju, Katrí Raakel Tauriainen,
sem greindist með beinmergsæxli
vorið 2017. Systurnar safna styrkj-
um fyrir Ljósið, endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöð fyrir krabba-
meinsgreinda og aðstandendur
þeirra.
Brynja hljóp einnig fyrir tengda-
móður sína í hlaupinu í fyrra og safn-
aði áheitum fyrir Krabbameinsfélag
Íslands. Þá var mágkona Brynju,
Saara Annikki Guðmundsdóttir, og
systir Katríar, Saara Grönbörg, með
Brynju í för í 10 km hlaupinu.
„Ég tek systurnar mínar með í ár
því mágkonan mín, sem hljóp með
mér í fyrra, er kasólétt, þannig að ég
þurfti að finna annan hóp og þær
voru að sjálfsögðu til í að koma með
mér,“ segir Brynja í samtali við
Morgunblaðið. Tóku systurnar fjór-
ar m.a. þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki
fyrir um mánuði.
„Hún er mín helsta fyrirmynd“
„Hún er alveg ótrúlega mögnuð og
sterk manneskja, afar dugleg og ein
sú jákvæðasta, sem ég hef á ævinni
kynnst og hún er mín helsta fyrir-
mynd í einu og öllu,“ segir Brynja
um tengdamóður sína. Aðspurð
hvernig Katrí heilsist í dag segir
Brynja hana vera nokkuð stöðuga.
„Hún er inni á spítala eins og er en
kemst vonandi heim á næstu dögum.
Þetta hefur verið ansi strembið ár.
Hún hefur oft fengið bakslag, til að
mynda fengið inflúensu og sýkingar
ofan í það, sem hefur ekki hjálpað
til,“ segir Brynja en bætir við að
þrátt fyrir erfiða baráttu sé Katrí
ávallt jákvæð. „Þannig að jákvætt
viðhorf og rétt hugarfar heldur
manni gangandi í þessum málum
eins og í hlaupunum,“ segir Brynja.
Katrí er fædd í Finnlandi en flutt-
ist fimm ára að aldri með fjölskyldu
sinni til Svíþjóðar. Þar kynntist hún
síðar eiginmanni sínum, Guðmundi
Rúnari Guðmundssyni. „Svo ætlaði
hún bara að prófa að kíkja hingað til
Íslands og búa hér í eitt ár, árið
1984, en hún hefur ekkert farið síð-
an,“ segir Brynja um Katrí.
Var engin hlaupamanneskja
Brynja segist alltaf hafa tekið þátt
í hreyfingu af einhverju tagi en lang-
hlaup hafi verið nýr vettvangur fyrir
hana þegar hún hljóp 10 km í fyrsta
sinn í fyrra. „Viku fyrir hlaupið í
fyrra gat ég varla hlaupið einn kíló-
metra vegna eymsla í hné, en ein-
hvern veginn fór ég þessa 10 km á
hörkunni á rétt rúmum klukkutíma
án þess að stoppa. Þannig að það er
eitthvað í hausnum á manni, sem
heldur manni gangandi,“ segir
Brynja og bætir við: „Svo hættir
maður þessu ekkert eftir að hafa
prufað einu sinni.“
Áframhaldandi barátta
Hún segir að baráttan hjá tengda-
móður sinni og aðstandendum haldi
áfram. „Þetta veitir manni þá tilfinn-
ingu hversu magnað er að geta farið
út að hlaupa, að geta hreyft sig og
maður á að gera eins mikið af því og
hægt er,“ segir Brynja um Reykja-
víkurmaraþonið þar sem þúsundir,
líkt og systurnar, hlaupa til góðs.
Hlaupa fyrir tengdamömmu
Fjórar systur
hlaupa 10 km til
styrktar Ljósinu
Systur F.v. Brynja, Edda Ýrr, Margrét Rós og Íris Einarsdætur ætla að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Brynja tók þátt í fyrra ásamt mágkonu sinni, Saara Annikki Guðmundsdóttur, og systur Katrí, Saara Grönborg.
Bros Katrí bregður á leik ásamt
sonum Brynju, þeim Ólíver Fróða
(Hulk) og Victori Flóka (górillu).
Valsmenn náðu þriggja stiga forskoti
í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær
með auðveldum sigri á Víkingi, 4:1, á
meðan KR lagði Stjörnuna að velli,
1:0. Breiðablik vann glæsilegan sigur
á FH, 4:1, í slag liðanna í þriðja og
fjórða sæti og er komið í toppbarátt-
una af fullum krafti. Ásgeir Sigur-
geirsson skoraði þrennu fyrir KA-
menn sem burstuðu Fylki, 5:1, og
Fjölnir og ÍBV skildu jöfn í líflegum
leik, 1:1. » 2,4,5