Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Síða 4
Fyrirtækið Video-son hf. hugðist skera Ríkissjónvarpið niður úr snörunni, eftir að sumarfríið brast á; lét einka- aðila í Danmörku taka upp fyrir sig leiki og senda efnið daginn eftir til landsins. Ekki féll það framtak að smekk Ríkissjónvarpsins sem óskaði eftir lögbanni á sýningarnar og varð embætti bæjarfógeta í Reykjavík við þeirri beiðni. Var vísað til ótvíræðs einka- sýningarréttar hér á landi. „Okkar skoðun á þessu máli var sú, að þarna værum við að reyna að bjarga fólki um hlut, sem sjónvarpið stóð ekki í stykkinu með að gera,“ sagði Jóhannes Reykdal hjá Video-son við Morgunblaðið. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sagði hins vegar ófært að einkaaðilar fengju menn erlendis til að taka efnið upp fyrir sig og sýna það síðan fjölda manns á sjónvarps- kerfum. Búið væri að kaupa efnið dýrum dómum og öðr- um óheimilt að sýna það. Lögbann á „bjarg- vættinn“ 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 Sorrí Stína, farin í sumarfrí! Heimsmeistaramótið í knatt-spyrnu hófst með pomp ogprakt sunnudaginn 13. júní 1982. Ekki bara á völlunum suður á Spáni, heldur líka í sjónvarpi allra landsmanna en sú breyting varð á dagskránni þann dag að í stað sunnu- dagshugvekjunnar, barnaefnisins og enskukennslunnar var boðið upp á beina útsendingu frá setningarathöfn mótsins og frá fyrsta leiknum, viður- eign ríkjandi heimsmeistara, Argent- ínumanna, og Belga. „Þetta vekur ef- laust óskipta gleði allra knattspyrnu- unnenda landsins,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Húsið á sléttunni hefur greinilega verið í fríi um þær mundir en hinn geysivinsæli þáttur, Sjónvarp næstu viku, var á sínum stað um kvöldið í umsjón Magnúsar Bjarnfreðssonar. Já, gleðin var fölskvalaus þetta sumar enda hafði Ríkissjónvarpið ekki í annan tíma sýnt beint frá HM. Næstu daga voru sýndar svip- myndir frá leikjum mótsins og til að kóróna stemninguna var söngflokk- urinn ástsæli Stars on 45 með mið- næturtónleika í Háskólabíói. Minna fór fyrir beinum útsendingum en á þessum tíma kveinkaði ekki nokkur maður sér enda þótt leikirnir væru orðnir tveggja til þriggja daga gaml- ir. Biðin eftir leikjum í ensku knatt- spyrnunni var alltaf vika. Fimmtudaginn 1. júlí lenti hin sparkelska þjóð hins vegar á vegg; Sjónvarpið fór í mánaðarlangt sum- arfrí. Punktur, basta. Ekki kom til álita að seinka fríinu fram yfir úr- slitaleikinn, 11. júlí, Sjónvarpið fór alltaf í frí 1. júlí. Hvað sem tautaði og raulaði. Óánægjualda reis í samfélaginu og í samtali við Morgunblaðið 30. júní sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, meðal annars: „Okkur hefur ef til vill skort framsýni og fyrirhyggju að gera okk- ur ljóst fyrirfram hve gífurlegur áhugi yrði á heimsmeistarakeppninni hér á landi.“ Í máli hans kom einnig fram að þessi gífurlegi áhugi stafaði eflaust af beinu útsendingunum frá úrslitaleik enska deildabikarsins og enska bik- arsins um vorið. Búið var að koma þjóðinni á bragðið. Jarðstöðin ekki í sambandi Tíminn hafði greint frá því að Sjón- varpið hefði getað fengið alla leikina beint hefðu ráðstafanir verið gerðar ári áður. „Já, ég sló þessu upp,“ sagði Pétur við Morgunblaðið, „en ég vil minna á að fyrir einu ári var jarð- stöðin ekki komin í samband og við vissum ekki hvenær hún kæmi í gagnið.“ Halda ber því til haga að lýst var yfir í lok júní að Sjónvarpið kæmi úr fríi 11. júlí og sýndi upptökur frá undanúrslitaleikjunum og svo sjálfan úrslitaleikinn beint. Samfélagsmiðlar voru ekki komnir til sögunnar sumarið 1982 og því fékk Velvakandi í Morgunblaðinu og sam- bærilegir dálkar í öðrum blöðum að finna fyrir reiði þjóðarinnar. 9. júlí ritaði H.P. nokkur Velvakanda-bréf undir yfirskriftinni „Aumingjaskap- ur og stirðbusaháttur“ og sagði með- al annars: „Nú hafa runnið tvær grímur á staðföstustu andmælendur frjáls út- varps- og sjónvarpsrekstrar, og hinir veiklyndari í þeirra hópi hafa fengið skell sem þeir eiga skilið að muna lengi. Og slíkur hefur aumingja- skapur og stirðbusaháttur sjónvarps- ins verið við afgreiðslu heimsmeist- arakeppninnar á Spáni að enginn reynir að bera í bætifláka fyrir stofn- unina. Forráðamenn hennar bera því m.a. við, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hinum mikla áhuga viðskipta- manna sinna á þessum heims- viðburði. Það þarf ekki að koma nein- um á óvart. Spyrja þeir nokkurs nema hvort fólkið hafi borgað afnota- gjöldin? Áður en júlílokun sjónvarps- ins skall á var það held ég mjög al- mennt á heimilum, að heilu fjöl- skyldurnar, frá börnum til gamal- menna, sátu sem fastast fyrir framan tækin, meðan útsendingar frá HM stóðu yfir. 22. maí síðastliðinn hefði getað gefið sjónvarpsmönnum næga vísbendingu, þegar kosningaþátt- takan datt niður á núllpunktinn með- an stóð á útsendingu úrslitaleiksins í ensku bikarkeppninni. En augu þeirra og eyru voru lokuð. Þeir höfðu ekki haft rænu á að panta tíma til beinna útsendinga og þá var þess svo sem ekki að vænta að viðbrögð þeirra til að bæta fyrir það yrðu í öðrum dúr, t.d. að þeir sýndu metnað og sveigjanleika fyrir hönd sinnar stofn- unar og færðu sumarlokunina aftur um tólf daga.“ Daginn sem úrslitaleikurinn fór fram birtist hér í blaðinu lesandabréf frá Baldri Hermannssyni, dag- skrárgerðarmanni á Sjónvarpinu. „Nokkrir félagar mínir gerðu sér för til Amsterdam í vikunni sem var,“ skrifaði Baldur, „ekki til að njóta lystisemda þessa nafnfræga svall- bælis Evrópu og ekki heldur í við- skiptaerindum; þeir fóru ásamt stórum fjölda annarra Íslendinga í leiguflugvélum til þess að sjá það sem þeim og okkur öllum var meinað að sjá hér heima; þeir skráðu sig inn á hótelherbergi á víð og dreif um borg- ina þar sem þeir gátu horft á beinar útsendingar frá Spáni í litasjón- vörpum.“ Og Baldur hélt áfram: „Hvers- vegna fengum við hinir sem heima sátum ekki að njóta þessarar keppni? Hverskonar fólska er það eiginlega að slökkva á Skyggni þegar öll nauð- synleg tæki eru til reiðu og hvorki fjárútlát né fyrirhöfn eru umtals- verð? En það er hollur siður í fá- mennu landi að erfa ekki yfirsjónir þótt herfilegar séu, betra er að leggja heilann í bleyti og leita nýrra úrræða, og þessvegna skulum við ekki elta uppi syndaseli í þessu dapurlega máli, en óhjákvæmilegt er þó að draga þarfan lærdóm af og taka af honum mið í framtíðinni.“ Ögrar viðskiptavinum Tveimur dögum síðar skrifaði maður að nafni Jón Ólafsson í Velvakanda: „Það er í rauninni alveg furðulegt, að stofnun sem berst í bökkum fjár- hagslega skuli leyfa sér að fúlsa við auglýsingatekjum upp á hundruð þúsunda króna. Og það er líka furðu- legt, að stofnun, sem þarf á velvild og meðbyr að halda hjá almenningi, ekki síður en stjórnvöldum, ef hún ætlar að leysa vandræði sín, skuli ögra við- skiptavinum sínum eins freklega og raun varð á hjá sjónvarpinu, þegar það skellti á og lokaði fyrir útsend- ingar frá heimsmeistarakeppninni. Og einkarétt sinn gat Sjónvarpið að- eins hugsað sér að nota til að hindra að myndirnar yrðu sýndar – láta þær úreldast og falla í gengi, en valda þúsundum og aftur þúsundum áhorf- enda vonbrigðum og ergelsi. Hvað var það sem olli þessum ólík- indaviðbrögðum Sjónvarpsins? Um það hafa engin svör fengist önnur en þau, að forráðamennirnir viti ekki hvað sé að gerast í kringum þá. Þetta er vissulega ekki uppörvandi til af- spurnar. […] Ég held að þetta breyt- ist ekki nema með nýjum mönnum, sem eru tilbúnir að láta skriffinnsku víkja fyrir verkum, dáðleysi fyrir dug. En ef stofnunin heldur áfram í óbreyttri mynd, þá legg ég til að hún verði gerð að deild við Þjóðminja- safnið og sett undir yfirstjórn Þórs Magnússonar.“ Sýndur í sauðalitunum Dagskrá sjónvarps sunnudaginn 11. júlí hófst kl. 15 með undanúrslitaleik Frakka og Vestur-Þjóðverja sem fram fór þremur dögum áður. Sú út- sending var í lit en þegar skipt var yf- ir í beina útsendingu frá úrslita- leiknum sjálfum klukkan 17:50 réðu gömlu góðu sauðalitirnir ríkjum. „Leikurinn verður sýndur í svart/ hvítu og með frönsku tali vegna þess, að hann fékkst ekki í sjónvarpskerfi því, sem íslenzka sjónvarpið notar, heldur frönsku kerfi, Secam,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Í sömu frétt kom fram að tækist ekki að knýja fram úrslit yrði aukaleikur tveimur dögum síðar og hann yrði sýndur í lit enda sendur út í vesturevrópska sjónvarpskerfinu, Pal. Ekki reyndi á Pal, þar sem Ítalir unnu öruggan sigur á Vestur- Þjóðverjum, 3:1. Paolo Rossi, markakóngur HM, varnar- jaxlinn Giuseppe Bergomi, Dino Zoff, hinn fertugi markvörður, og félagar með heimsbikarinn sumarið 1982. Ljósmynd/FIFA Allt ætlaði um koll að keyra þegar Ríkissjónvarpið skellti í lás og fór í sumarfrí 1. júlí 1982 – í miðju HM í knattspyrnu. Menn vönduðu stofnuninni ekki kveðjurnar í lesendabréfum og framkvæmdastjórinn viðurkenndi að ef til vill hefði skort framsýni. ’ Hvað knattspyrnuna áhrærir, þessa perlu íþróttanna, þá sér það víst hver einasti maður sem nennir að hugsa, að það er ekki í verka- hring ríkisvaldsins að úrskurða hvenær leyfa skuli Íslendingum að horfa á fótboltaleiki og hvenær þeim sé hollast að gera eitthvað annað. Baldur Hermannsson, 1982. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.