Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 17
15.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Stefán og Ingi hafa verið vinir síðan í framhaldsskóla og hafa framleitt myndbönd í tæpan áratug. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Félagarnir Birgir Páll Bjarnason og Grettir Ólafsson mynduðu vinsæla tvíeykið „Biggi & Banzai“ á You- tube-rásinni birgirpall. Rásin var mjög vinsæl með tæplega hálfa milljón áskrifendur, en þar spiluðu þeir leiki þar sem markmiðið var oftar en ekki að finna galla á og rugla gervigreind leikjanna, oft með undarlegum og hlægilegum niðurstöðum. „Þetta byrjaði seint árið 2011 þegar ég var mikið að spila leikinn Battlefield 3 sökum atvinnuleysis,“ segir Birgir. „Til gamans ákvað ég að taka upp það sem ég var að gera sem var oft að fíflast í öðrum spilurum. Ég klippti þetta saman í myndbönd með 80’s popp-ballöðum og deildi á netinu.“ Grettir slóst í kjölfarið í lið með Birgi og aðstoðaði með upptökur. „Lengi vel vorum við með þá sér- stöðu að við einbeittum okkur að því að finna galla í leikjum, en seinna meir urðu til fleiri slíkar rás- ir. Við vildum ekki breytast til þess að fylgja straumnum heldur gera frekar það sem okkur fannst gam- an,“ segir Grettir. „Þegar ég byrjaði að gera mynd- böndin sem urðu hvað frægust fékk ég skilaboð frá mörgum svoköll- uðum MCN, eða multi-channel- networks, sem buðu flatt gjald fyrir hver þúsund áhorf,“ segir Birgir. „Það hentaði mér vel þar sem myndböndin voru stutt og vinsæl. Auglýsingatekjurnar voru hins veg- Grínað í gervigreind Teiknimynd af Birgi og Gretti sem urðu vinsælir á Youtube fyrir fíflagang í tölvuleikjum. ar ekki hagkvæmar fyrir MCNin og flata gjaldið hefur farið niður í næstum ekkert.“ Birgir segir Youtube einnig hafa hert verulega að höfundarréttar- málum. „Við kæmumst aldrei upp með það sem við gerðum í byrjun eins og að setja vinsæl lög undir myndböndin. Það yrði klippt á það áður en myndbandið yrði gefið út. Þar að auki er klippt á tekjur til myndbanda sem þykja einhverra hluta vegna „ekki auglýsingavæn- ar,“ samkvæmt óútskýrðum reglum algóriþmans. Það gæti ver- ið að fúkyrði valdi því, en hver veit? Til að fá tekjur af slíkum mynd- böndum var hægt að biðja um handvirka skoðun en það gat tekið viku.“ Spurðir um Patreon-aðgang sem þeir settu upp segir Grettir að und- ir lokin hafi einu tekjur þeirra kom- ið þaðan. „Þetta var líflínan okkar um skeið en á endanum var það ekki nægur drifkraftur til að halda áfram,“ segir Grettir, en rásin hef- ur ekki verið virk í um hálft ár. „Þetta var bara komið gott. Tekj- urnar höfðu minnkað og við vorum ekki með sama eldmóð og áður. Birgir var búinn að gera þetta ásamt fullu starfi og ég var í mast- ersnámi í leikjahönnun.“ Birgir vinnur í dag hjá tölvu- leikjaframleiðandanum CCP en Grettir vinnur sem leikjahönnuður í Los Angeles. Þegar tæknirisinn Google keypti Youtube fyrir ríflega 1,6 milljarðabandaríkjadala árið 2006 lýsti hann yfir að hann vildi að Youtubetæki við af sjónvarpinu sem ríkjandi ljósvakamiðill. Þetta var djörf yfirlýsing en á þeim tíma hafði miðillinn ekki náð þeim gríðarlegu vinsældum sem hann nýtur í dag. Samkvæmt Youtube notar í dag yfir milljarður manna síðuna og samkvæmt PEW-rannsóknamiðstöðinni nota 94% af Bandaríkjamönnum á aldrinum 18-24 ára miðilinn reglu- lega. Til samanburðar nota aðeins 80% þessa hóps Facebook, sam- kvæmt sömu rannsókn. Youtube hefur frá upphafi verið gjaldfrjáls notendum og koma nánast allar tekjur miðilsins frá sölu á auglýsingum. Til að halda notendum sín- um á síðunni leitast Youtube eftir að beina þeim að myndböndum sem höfða til þeirra. Á hverri mínútu er mörgum sólarhringum af efni hlaðið upp á Youtube, og þar sem ekki er raunhæft að nokkurt teymi fólks gæti nokkurn tímann horft á og síað allt þetta efni notar Youtube algóriþma til að mæla með myndböndum fyrir sérhvern notanda. Nákvæmum upp- lýsingum um algóriþmann eru haldið leyndum til að sporna gegn mis- notkun en í yfirlýsingum frá fyrirtækinu og reynslusögum notenda má gróflega áætla hvenær og hvaða breytingar eiga sér stað. Í upphafi var algóriþminn tiltölulega einfaldur og leitaðist eftir því að fá sem flesta smelli á síðunni. Hugmyndin var sú að ef síðan mælti með myndböndum sem fólk smellti á, þá væri hún að mæla með mynd- böndum sem fólk vildi horfa á. Því fleiri smellir, því meiri innkoma frá auglýsingum. Hængurinn við þessa hugmynd var að margir tóku upp á því að framleiða svokallaða smellibeitu, þar sem þeir fengu notendur til að smella á myndböndin sín með ögrandi eða villandi fyrirsögnum. Þótt fólk hætti strax að horfa á myndbandið þegar í ljós kom að innihaldið var annað voru smellirnir það eina sem skipti máli og síðan fylltist af slíkum myndböndum. Fjöldi smella var ekki nógu góður mælikvarði á hvort síðan væri að mæla með myndböndum sem fólk vildi horfa á. Til að bregðast við vandamálinu lagði Youtube meiri áherslu á að mæla frekar með myndböndum sem höfðu lengri áhorfstíma. Nú var hugmyndin að ef fólk horfði á myndband í lengri tíma þá væri það myndband sem fólk hefði áhuga á. Þessi aðferð var áhrifarík í að sporna gegn smellibeitunni þar sem myndböndin höfðu stuttan áhorfstíma, en hafði óviljandi í kjölfarið neikvæð áhrif á annan hóp efnisframleiðenda. Myndbönd á Youtube eru ekki öll löng, sum þeirra aðeins örfáar sek- úndur, og misstu þessi myndbönd vægi innan um nýja algóriþmann þrátt fyrir að þau væru mjög vinsæl. Aðrir vinsælir efnisframleiðendur sem lögðu mikinn tíma í framleiðslu efnis á borð við teiknimyndir eða stuttmyndir urðu líka fyrir barðinu á breytingunum, en það er erfitt að fjöldaframleiða metnaðarfullt efni. Þegar áhorfstíminn fékk aukið vægi fór ný tegund efnis að ryðja sér rúms á Youtube. Streymarar, fólk sem tekur sjálft sig upp að gera ýmsa hluti eins og að spila tölvuleiki eða horfa á myndbönd, blómstruðu í nýja umhverfinu. Það er mun auðveldara að hafa tekjur af Youtube á því að taka sjálfan sig upp í tíu mínutur að spila Fortnite heldur en að eyða mörgum vikum í að búa til tíu mínútna teiknimynd. Ekki er öll von úti fyrir þá sem vilja gera metnaðarfullt efni á Youtube, en margir þeirra hafa ákveðið að einbeita sér að tekjuöflun utan síðunnar sjálfrar. Í stað þess að fá sem flesta áhorfendur hafa sumir leitast eftir því að safna að sér smærri en dyggari hópi áhorfenda. Í gegnum hóp- fjármögnunarsíður eins og Patreon geta notendur heitið ákveðinni upp- hæð mánaðarlega til að styrkja efnisframleiðendur og fá fyrir vikið fríð- indi á borð við klippur á bak við tjöldin og nafnið sitt í kreditlista. Með nægilegum mánaðarlegum styrkjum geta efnisframleiðendurnir því ein- beitt sér að framleiða efni sem þessi hópur vill horfa á, frekar en að reyna að geðjast algóriþma Youtube. Afleiðingar algóriþmans Breytingar Youtube á algóriþma sínum hafa áhrif á þá sem hafa tekjur af miðlinum. Viss hópur hefur flæmst frá en annar blómstrar í nýju umhverfi. Þór Matthíasson, auglýs- ingastjóri The Engine á Íslandi og sérfræðingur í stafrænni markaðs- setningu, segir að You- tube hafi haft víðtæk áhrif á auglýsendur. „Í línulegri dagskrá hefur áhorfandinn ekkert vald yfir því hvað birtist á skjánum hverju sinni, hvort sem það eru þættir eða auglýsingar. Á Youtube, hins vegar, hefur áhorfandinn allt valdið. Hann velur nákvæmlega hvaða myndbönd hann horfir á, auk þess getur áhorfandinn sleppt auglýsingum sem hann vill ekki horfa á þegar þær birtast honum. Þessi breyting í valdajafnvæginu milli áhorf- þær beint á Youtube, sem virkar alls ekki alltaf vel. Auglýsendur ættu þá frekar að skoða að gera auglýsinguna líkari útvarps- auglýsingum, sem koma skilaboðum hratt og örugglega til skila. Auglýsingar á Youtube birtast iðulega áð- ur en myndband er spilað, en hægt er að slökkva á auglýsingunni eftir fimm sek- úndur. Núna þurfa auglýsendur því að velja á milli, vilja þeir koma öllum upplýsingum á framfæri áður en áhorfandinn slekkur á aug- lýsingunni? Eða vilja þeir reyna að gera nógu spennandi auglýsingu sem heldur þeim við efnið á meðan auglýsingin klárast? Þetta segir okkur að auglýsendur verða að vera mjög skapandi til að ná árangri á samfélags- miðlum,“ bætir hann við. enda og auglýsenda hefur kollvarpað því hvernig auglýsendur þurfa að nálgast mark- aðssetningu á netinu. Þar sem áhorfandinn getur sleppt því að horfa á auglýsingu þarf auglýsandinn að spyrja sig að því hvernig hann fær fólk til að horfa á hana til enda,“ segir Þór, en telur auglýsendur þurfa að nálgast auglýsingagerð á YouTube á annan hátt en í sjónvarpi. „Ef fólk gæti sleppt því að horfa á sjónvarpsauglýsingar myndi það gera það í flestum tilvikum. Þess vegna er mikilvægt að auglýsingar séu ekki bara aug- lýsingar, heldur að þær séu skemmtilegar og grípandi. Auðvitað ættu allar auglýsingar að vera skemmtilegar, það er sérstaklega mikilvægt á Youtube. Þrátt fyrir það taka fyrirtæki oft sjónvarpsauglýsingar og setja Þór Matthíasson Valdið til fólksins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.