Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 35
15.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 4.-10. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vegahandbókin 2018Ýmsir höfundar 2 Sumar í litla bakaríinu við Strandgötu Jenny Colgan 3 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson 4 UppgjörLee Child 5 Independent PeopleHalldór Laxness 6 Mínus átján gráðurStefan Ahnhem 7 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 8 Uglan drepur bara á nóttunni Samuel Björk 9 NicelandKristján Ingi Einarsson 10 Leyndarmál systrannaDiane Chamberlain 1 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson 2 Tinna trítlimúsAðalsteinn Stefánsson 3 Risasyrpa – Sniðugar uppfinningar Walt Disney 4 Snuðra og Tuðra í sveitaferð Iðunn Steinsdóttir / Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir 5 Handbók fyrir ofurhetjur 2Elias/Agnes Vahlund 6 Hin Ótrúlegu þrautabókWalt Disney 7 Ísland á HMGunnar Helgason 8 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 9 Hvolpasveitin – litabók 10 Fánar – límmiðabók Allar bækur Barnabækur Ég hef verið að lesa sömu bókina frá því í apríl. Byrjaði að lesa hana þegar ég var að vinna lokaverk- efnið mitt, en náði ekki að klára hana, en núna er ég að klára. Hún heitir Just Mercy og er eftir Bryan Stevenson. Þetta er saga hans af því að vinna án þóknunar með fólki á dauðadeildum í Bandaríkjunum. Meginuppistaða bókarinnar er fyrsta málið sem hann vinnur, en í því var karlmaður dæmdur til dauða fyrir morð á ungri hvítri konu þó hann hefði verið mjög aug- ljóslega saklaus og margir gætu vitnað um það. Þrátt fyrir það var hann kom- inn mjög nærri því að vera tekinn af lífi. Bryan Stevenson er mjög mikill baráttumaður fyrir réttindum svartra og þá sérstaklega innan fangelsiskerfisins og hann er líka maðurinn á bak við minnisvarða sem var afhjúpaður nýlega í Ala- bama í Bandaríkjunum um aftökur án dóms og laga og hann vinnur að því að koma í veg fyrir að fólk sé tekið af lífi að ósekju eða fyrir litlar sakir með dómi og lögum. Hann skrifar rosalega vel og bókin er til- finningarússíbani og gefur manni góða innsýn í þessi mál. ÉG ER AÐ LESA Anna Marsibil Clausen Anna Marsibil Clausen er blaða- maður og nemi. „Einhverju sinni afréð danska ríkið að láta reisa fjall á Avedøre-hólmanum. Byggingin stóð yfir í 200 ár. Þegar byggingu fjallsins lauk var það 3.500 metra hátt, 55 kílómetrar að ummáli og 590 ferkílómetrar að heildarflatarmáli.“ Svo hefst skáldsagan Fjallið í Kaupmannahöfn eftir Kaspar Colling-Nielsen sem Salka hefur gefið út í íslenskri þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Fjallið, Hafnarhnúkur, gjörbreytir loftslagi landsins og dönsku samfélagi eins og það leggur sig. Sautján frásagnir bókarinnar segja frá ýmsu undarlegu sem á sér stað á og við fjallið. Ístré heitir ljóðabók eftir Stefán Sigurðsson. Þetta er önnur ljóðabók Stefáns, en árið 2016 kom út bókin Haugabrim. Ístré hefur að geyma 27 ljóð sem fjalla meðal annars um firringu nú- tímamannsins í síbreytilegum heimi, gagnrýni á íslenskt samfélag og þá spillingu sem Stefáni finnst viðgangast hér á landi. Stefán hefur einnig birt ljóð í tímaritum, þar á meðal í tímaritinu Stínu. Bókaforlagið Orðastaður, sem er forlag Stefáns, gefur bókina út, en það hefur einnig gefið út þýðingar hans á bókum Hermans Bang og Susanne Staun. Kristján Jón Guðnason hefur gefið út allmarga ritlinga á síðustu árum. Krista heitir ný bók hans sem Óþurft gefur út líkt og fyrri verk. Höfundur lýsir bókinni svo að hún fjalli um það ef Krista væri kona úr Fellahverfinu. „Á vorum dögum eru annars ekki margar madonnur í Fellahverfinu og þyrfti ekki að smíða krossinn sem Krista er krossfest á. Og eru ekki margir saklausir krossfestir eða drepnir á vorum dögum? Þetta litla kver er til minnis um þá.“ NÝJAR BÆKUR Skáldsagan Okkar á milli, eftir Sally Rooney, hefstþar sem Frances segir frá því er hún og Bobbavinkona hennar hitta Melissu eftir þátttöku í ljóðaslammi þar sem þær Frances og Bobba fluttu ljóð eftir Frances. Þær taka tal saman og þegar það fer að rigna býður Melisa þeim heim í drykk. Þar er fyrir mað- urinn hennar Melissu, Nick, leikari sem er á leið til Car- diff í tökur. „Ég hafði einstakan áhuga á að koma inn á ný heimili, sérstaklega hjá fólki sem var pínu frægt,“ segir Frances í bókinni og þó að Okkar á milli snúist aðallega um sam- bönd og samskipti, snýst hún einnig um togstreitu á milli stétta og menningarkima. Frances laðast að Nick, enda er hann „pínu frægur“, fjáður og myndarlegur og leið hennar frá miðstéttaruppruna sínum inn í annan heim. Bókin fjallar líka um stjórnmál og kynferði: Félagsleg afstaða getur ekki verið hlutlaus, sagði Rooney á upplestri í Manchester og þegar hún var spurð að því hvernig það væri að vera rithöfundur og kona svaraði hún svo: „Mér finnst það forvitnilegt að karlar tilheyra líka kyngervi sem þeir eru aldrei spurðir um.“ Rooney er írsk og ólst upp á menningarheimili. Hún byrjaði snemma að skrifa og lauk við fyrstu skáldsögu sína fimmtán ára gömul. Sú skáldsaga hefur þó ekki enn komið út og kemur væntanlega aldrei – Rooney segir að hún hafi verið „algjört drasl“. Í menntaskóla tók Rooney þátt í ræðukeppnum, til þess að eignast vini, eins og hún lýsir því. Ræðukeppn- irnar, eða réttara sagt það að ná árangri í ræðukeppn- um, verða Evrópumeistari í mælskulist, kenndi henni að- allega það að það að vera vinsæll er einskis vert að hennar sögn, eða eins og hún lýsti því í grein sem hún skrifaði fyrir bókmenntatímaritið The Dublin Review, þar sem hún segist meðal annars ekki trúa því að hún muni nokkurn tímann sækjast svo ákaft eftir einhverju jafn tilgangslausu. Að vísu hafi hún lært sitthvað af því að keppa í ræðumennsku, en „[þ]átttaka í keppni, hvaða keppni sem er, gefur þér nýjar leiðir til að sjá aðra. Sigur gefur manni aðeins nýjar leiðir til að sjá sjálfan sig.“ Meðfram náminu og ræðuhöldum orti Rooney ljóð og skrifaði smásögur, en eiginleg ritstörf hóf hún 2014, þeg- ar hún áttaði sig á því að hana langaði ekki til að vera lengur í skóla. Á næstu árum skrifaði hún nokkuð af smásögum, var meðal annars tilnefnd til smásagnaverð- launa fyrir eina slíka skömmu áður en Okkar á milli kom út, en hún hefur lýst bókinni sem smásögu sem varð of löng – sagan sem hún vildi segja þurfti sitt pláss. Okkar á milli vakti mikla athygli þegar hún kom út og bókin og höfundur hennar hafa verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Svo mikill var áhuginn að sjö bresk bóka- forlög slógust um útgáfuréttinn og það sem samdi við hana á endanum, Faber & Faber, hefur lýst henni sem J.D. Salinger Snapchat-kynslóðarinnar. Alls hefur bókin komið út á þrettán tungumálum. Bókaútgáfan Benedikt gefur Okkar á milli út í bóka- klúbbnum Sólinni, en einnig er hægt að fá bókina í bóka- verslunum. Bjarni Jónsson þýddi. Sambönd og samskipti Írski rithöfundurinn Sally Rooney vakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, en í bókinni, sem komin er út á íslensku, fjallar hún um sambönd og samskipti og eins um togstreitu á milli stétta og menningarkima. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Írski rithöfundurinn og rökræðumeistarinn Sally Rooney.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.