Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 31
Það hefur þó enginn utan landsteina minnst einu orði á þessa tímamótaræðu, og hversu einstök hún sannarlega var á þessum vettvangi. Allir aðrir virðast hafa verið úti á þekju og talið sig hafa verið á fundi varnarbandalags og töluðu mest um að efla hern- aðarmátt bandalagsins í takt við löngu gefin loforð. Hefði einhver reynt að slá út okkar mann með tillögu um að vegan-væða Afríku í snatri svo að þarlendir tækju ekki óvænt að safna spiki með tilheyrandi erf- iðleikum fyrir heilbrigðiskerfin, þá hefði það mis- heppnast. „Hinir leiðtogarnir“ sáu í undirbúnings- möppum sínum að þessi eini ráðherra sem þorði á fundinum og flokkur hans koma úr ranni sem hefur ætíð viljað bandalaginu vel, eins og margur slitinn skósóli vitnar um. Slík snilldarræða ætti að vera upplagt efni í frétt svo mjög sem talað var á skjön við aðra í Brussel. En samt hefur ekkert heyrst um þetta nema í „RÚV“. Önnur ríki virðast samkvæmt fréttum hafa haldið áfram að lofa auknu fé í hernaðarlegan viðbúnað til að friða Trump forseta. Það sýnir öllum að Nató er ekki aðeins hernaðarbandalag heldur sannkallað friðar- bandalag fyrst að allir einbeittu sér að því að friða Trump. Trump mun að vísu einnig sjá það í sínum möppum að hinir leiðtogarnir hafi aldrei gert neitt með sín gömlu loforð. Svo var það fyrir átta árum Jóhanna Sigurðardóttir hafði reyndar þann hátt á að reyna að forðast Natófundi eins og fært var, og það tók enginn eftir því nema Össur, sem mætti fyrir hana og bauð Obama í opinbera heimsókn til Íslands og flýtti sér síðan heim og sagði íslenskum fjölmiðlum í ofboði að Obama hefði þegið boð sitt og væri vænt- anlegur. Var engu líkara en að Össur vildi verða á undan Obama til Íslands. Obama hefur hins vegar ekki séð neitt í sinni möppu um Össur, því í henni er eingöngu fjallað um aðra leiðtoga Nató, annars yrði mappan allt of þykk og ólæsileg. Forsetinn hefur því ekki haft grænan grun um það hver það var sem flaug á hann fyrirvaralaust án þess að „secret ser- vice“ kæmi vörnum við og það er sjálfsagt meg- inástæðan fyrir því að enn hefur ekki sést til hans. Næsti kafli En nú er Trump kominn til Lundúna og friðar- sinnar þar reyna að efna til þess ófriðar sem þeir mega af því tilefni. Þegar Trump hefur sagt „vertu sæl mey“ við May heldur hann til Helsinki að hitta Pútín. Fullyrt er að rúmlega 85% fréttaspekinga hati Trump og geti fæstir leynt því. En þeir verða að við- urkenna að hann léttir þeim óneitanlega róðurinn yfir hábjargræðistíma bænda. Hefði Obama fyrirrennari farið í svona ferð á slíkum tíma hefði ekki nokkur maður tekið eftir því. Nema auðvitað við, því að „RÚV“ sem hefði þá eftir „viðmælanda fréttastofunnar“ að forsetinn væri frá sér numinn af hrifningu yfir einni ræðu á Natófundinum sem hefði dregið vandamál kynja- fræðinnar með trúverðugum hætti upp í hæstu hæðir. Og það óvenjulega og fágæta myndi þá hafa gerst að frétt „RÚV“ höfð eftir „viðmælanda fréttastof- unnar“ hefði í þetta eina sinn sennilega verið nokkurn veginn rétt. Morgunblaðið/Eggert 15.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.