Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 2
Hvaðan kom hugmyndin að styrktartónleikunum? Í ár eru liðin tuttugu og fimm ár síðan Bjarki, bróðir minn, lést úr heilahimnubólgu, aðeins nítján ára gamall. Á sama tíma eru liðin tuttugu og fimm ár frá því hljóm- sveitin Ðí Kommitments var stofnuð í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Bjarki var í henni. Upphaflega hugmyndin var að koma hljómsveitinni saman og vera með tónleika og safna jafnvel fyrir Hammondi. Síðan bar Kalli (Karl Ol- geirsson, innsk. blaðamanns), sambýlismaður minn, þessa hugmynd undir starfsfólk Hörpu sem bauðst til að halda stærri tónleika í Eldborgarsalnum í samstarfi við þau. Í minningu Bjarka. Þannig að allt í einu varð það sem átti að verða litlir endurfundir að risastóru dæmi. Af hverju að safna fyrir Hammondi? Bjarki spilaði á Hammond og það er ekkert slíkt til í Hörpu. Það er dýrt að flytja Hammond á milli staða og því væri frábært að það væri bara til þar. Nú er búið að stofna félag sem heldur utan um söfnunina og það mun einnig halda utan um Hammondið og rekstur þess í samstarfi við Hörpu. Hverjir koma fram á tónleikunum? Það eru fjölmargir og allt úrvalstónlistarfólk. Meðal annarra verða það Jón Ólafsson, Björgvin Halldórsson, Ragnheiður Gröndal, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Katrín Halldóra og Moses Hightower, Ðí Kommitments, Salka Sól og Maus. Hvenær verða tónleikarnir haldnir? Þeir verða haldnir sunnudaginn 26. ágúst og hefjast kl. 17:00. Og verða sem sagt í Eldborgarsal Hörpu. Hvar og hvenær verður hægt að kaupa miða? Miðasala er þegar hafin á síðunni tix.is og miðaverð er 4.900 krón- ur. Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þegar maður hélt að veðrið hér í fásinninu gæti ekki orðið leiðinlegrakom þetta „sumar“. Ég veit að Eyjólfi Kristjánssyni (og eflaust ein-hverjum fleirum) finnst ekkert gaman að tala um veðrið sí og æ en hvaða hótfyndni er það samt hjá almættinu (sú ágæta kona verður hér eftir kölluð gælunafni sínu, Alla) að blása til ættarmóts lægða hér yfir suðvestur- horni landsins? Og planta á sama tíma víðáttumikilli hæð suður í hafi. Alla, hvað höfum við eiginlega brotið af okkur? Og til að bíta höfuðið af skömminni þá er brakandi þurrkur, glampandi sól og 24 stiga hiti fyrir austan og norðan – alla daga. Meira að segja íbúar Kanaríeyja horfa þangað öfundaraugum. „Hvar værum við eiginlega ef við hefðum ekki HM?“ spurði Edda Sif Páls- dóttir íþróttafréttakona í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í vikunni þegar Bogi Ágústsson fréttaþulur sneri sér brúnaþungur að henni eftir að hafa far- ið yfir enn eina rigningarspána. „Og nú er það um það bil að verða búið,“ svaraði Bogi um hæl og augun í aumingja stúlkunni brustu. „Ekki segja þetta!“ Veit ekki hvort það er tilviljun en svo virðist sem flestir sjónvarpsveð- urfræðingar landsins séu gufaðir upp; Elín Björk Jónasdóttir situr ein eftir með dembuna. Hún birtist kvöld eftir kvöld á skjánum og lætur sér hvergi bregða. Einn daginn spáði hún úrkomu á morgun, úr- komu hinn og úrkomu daginn þar á eftir. Á fjórða degi gat hún heldur ekki útilokað úrkomu. Það þarf kannski ekki fagmann til; ég treysti mér al- veg til að lofa ykkur úrkomu 21. júlí og 29. ágúst. Og alla dagana þar á milli. Elín Björk vex samt við hverja raun og er bersýnilega rétta manneskjan í verkið; að segja sunnvestlendingum þessar ömurlegu fréttir. Hún lítur út fyrir að vera svona „ekkert helvítis væl og kjaftæði-valkyrja“ og tók raunar af öll tvímæli um það í fréttasamtali á Stöð 2 (frekar en RÚV) nýverið. Spurð hvort hún væri ekki orðin þreytt á þessari ótíð og ósköpum öllum svaraði El- ín Björk: „Nei, það þýðir ekkert að kvarta við mig. Við búum á Íslandi!“ Hverju orði sannara. Það þýðir ekkert að veina undan veðri og hótfyndni Öllu gömlu hér um slóðir. Vegir hennar eru órannsakanlegir. Þess vegna geri ég orð Einars Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, að mínum en spurður hvort hann hefði áhyggjur af veðrinu þegar efnt verður til hátíðar- þingfundar á Þingvöllum í næstu viku svaraði hann í sjónvarpsfréttum: „Ef veðrið ætti að vera einhver hindrun fyrir okkur Íslendinga þá gerðist nú lítið á sumrin hér. Við bara gerum hlutina.“ Morgunblaðið/Ómar Við búum á Íslandi! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Ef veðrið ætti að veraeinhver hindrun fyrirokkur Íslendinga þá gerð-ist nú lítið á sumrin hér. Við bara gerum hlutina. Hjörtur Árni Jóhannsson Nei, í sjálfu sér ekki. SPURNING DAGSINS Hefur þetta leiðinlega veður haft einhver áhrif á sum- aráformin þín? Sólmundur Jónsson Nei. Bjarni Már Gíslason Nei, við erum einmitt á leiðinni í bú- stað núna. Ingunn Arnardóttir Nei, í rauninni ekki. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir stendur fyrir styrktartón- leikum í Hörpu þar sem safna á fyrir kaupum á Ham- mond-orgeli í minningu Bjarka, bróður hennar. Hammond í Hörpu SIGRÍÐUR EYRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.