Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018
Þ
að er alkunna að dekkri hliðar mann-
lífsins eru gjarnan uppistaðan í frétt-
um hvers dags. Það segir ekkert um
innræti fréttaritara eða lesenda. Það
er einfaldlega ekki frétt að rútan til
Akureyrar nái þangað á réttum
tíma, þó að farþegum og frændfólki þeirra þyki gott
að heyra það. Færi rútan hins vegar út af yrði til frétt
og með því stærri fyrirsögn sem alvaran er meiri.
Slíkt gerist sjaldan. Enginn á von á því og þar með er
það frétt. Þriðji flokkur Vals sem klöngraðist inn í
Surtshelli og kæmi dálítið rispaður til baka rís ekki
undir frétt. Strákarnir í Taílandi sem þjálfarinn
álpaðist með inn í helli svo minnstu munaði að enginn
ætti afturkvæmt hélt heiminum í heljargreipum. Þeir
fengu meira að segja að sögn bréf frá íslenskum for-
sætisráðherra, kannski uppkastið að ræðu um kynja-
fræði og loftslagsbreytingar sem til stóð að flytja á
Natófundi, og kemur í kjölfar ákvörðunar Mannrétt-
indanefndar Reykjavíkur um kynjavædd klósettmál.
Árstíðatengdur fréttavandi
Árstíðir eru misupplagðar fyrir fréttir eða frétta-
legar vangaveltur. Frétt um að íslenskur forsætisráð-
herra flytji ræðu á Natófundi um kynjafræði, lofts-
lagsmál og nauðsynlega afvopnun varnarbandalags
sem hélt að þessi tiltekni fundur beindist helst að
uppbyggingu bandalags sem drabbast hefði niður,
getur sloppið prýðilega á þessum árstíma. Það er
helst að einhverjir séu undrandi á því að ráðherrann
hafi ekki minnst einu orði á nauðsynlegan hernað
gegn lúpínunni, en hefur sjálfsagt viljað forðast að
æsa til hernaðarbrölts með slíku tali.
Við þekkjum öll skammdegismálin, þar sem margt
smælkið verður að stóru máli og jafnvel setur allt á
annan endann. Þegar sá tími gengur yfir spyrja menn
sjálfa sig og aðra, hvernig á því stóð að slíkur ógnar
stormur brast á í svo friðsælum tebolla. Og jafnvel í
svartasta skammdeginu, þegar birta jóla er um hríð
andstæða þrúgandi myrkurs þess, þá eru menn ekki
upplagðir fyrir vondar fréttir nema mikið liggi við.
Hásumarið lýtur svipuðum lögmálum. Þess er beðið í
óþreyju. Því er fagnað þegar og ef það kemur og
menn eru alltaf jafnundrandi yfir því, hversu stutt
það stóð.
Höfuðborgarbúar eru vissulega enn þakklátir fyrir
sólríka miðvikudaginn fyrir fjórum eða fimm vikum.
Hann var svo sannarlega frétt. Frétta- og skoðana-
snápar verða að skaffa sitt efni hvað sem almanaki og
veðri líður. En það er snúnara þegar lesendur eru
ekki með það efni efst á sínum forgangslista, eins og á
þessum flotta miðvikudegi forðum. Daginn þann
hefði þurft stórmál með flennifyrirsögn til svo að ein-
hver snusaði að fréttinni.
Falin stórfrétt
Stjórnmálin hér heima hafa fallið vel að þessu frá því
að núverandi stjórn var mynduð. Af henni hefur ekki
verið neitt að frétta. Það þýðir þó ekki endilega að
alls ekki neitt sé að gerast. Því að þeir sem allra best
fylgjast með vita til að mynda að ríkisstjórnin er
óvænt að baksa við það á bak við tjöldin að undirbúa
breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði
að ganga í ESB með sem minnstum vandræðum.
Þetta hljómar ótrúlega en er samt satt. Fyrir flokk
sem hangir enn í að vera stærsti flokkur landsins
birtist þetta sem einhvers konar þráhyggjuleg taka
tvö á hlaupinu út undan sér í Icesave „eftir ískalt
mat“ sem laskaði flokkinn varanlega, en þó ekki
nægjanlega, að því er virðist.
Byrjaðir aftur
Nýlega var haldinn furðulegur formannafundur í
sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Það
væri í sjálfu sér frétt, þótt ekkert hefði gerst þar.
Þarna hefði þannig mátt kynna uppkast að Natóræðu
svo allir hefðu tekið þátt í að velja á milli hugmynda
um kynjamál og afvopnun karla. Önnur afvopn-
unarmál Nató væru í tilefni endurreisnar rússneska
hersins og aukinnar viðveru hans fyrir „botni Mið-
jarðarhafs“ og á höfunum í kringum Ísland og stór-
brotinnar útþenslu Kínahers því augljóst svar við
þessu virðist vera, að mati leiðtoga landsins, að hefja
harkalega afvopnun Nató. Þá um loftslagsmál og þá
sérstaklega andrúmsloft á formannafundi eins og
þessum þegar horft er til þess sem raunverulega var
rætt. Því á þessum einstæða formannafundi voru á
dagskrá umræður um breytingar á stjórnarskrá og
þá einkum um hvaða leiðir væru helst færar til að
grafa undan fullveldi landsins, á miðju hundrað ára
afmæli þess fullveldis, sem verið er að grafa undan.
Þingvallafundur hinn opni
Heyrst hafði á skotspónum fyrir löngu að til stæði að
mæta á Þingvöll til þess að minnast ársins, sem hefur
að öðru leyti að mestu farið fram hjá þjóðinni, enda
eru hátíðartilburðirnir líkastir því að myndarlegt átt-
hagafélag haldi upp á virðulegt afmæli.
En á þessum fundi sem aðeins hefur verið hvískrað
um ætti þá að gefast tilvalið tækifæri til þess að segja
upphátt það sem nú er pukrast með á harðlokuðum
fundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum.
Sem sagt hina einu raunverulegu ástæðu fyrir því
að sífellt sé haldið áfram með algjörlega óþarft tal og
breytingabrölt gagnvart stjórnskránni, sem kennd er
við Þingvöll og lýðveldisstofnunina og samþykkt var
með 98 prósentum atkvæða þjóðarinnar. Enn skal
unnið að því að tryggja að hægt verði að gera óvinum
sjálfstæðis og fullveldis Íslands léttbærara að koma
aðför sinni áfram. Það er óhætt að nefna þetta núna
þegar ekkert er í fréttum.
Forsætisráðherrann okkar er nýkominn af fundi
Nató þar sem litlu drengjunum var sagt að afvopnast
í snatri svo þeir geti einbeitt sér að raunverulegum
ógnum við heimsfriðinn, sem kynjafræðin hafi berað
svo rækilega.
Mannréttinda-
nefndin undir í
útsláttarkeppni
’
Því á þessum einstæða formannafundi
voru á dagskrá umræður um breytingar
á stjórnarskrá og þá einkum um hvaða leiðir
væru helst færar til að grafa undan fullveldi
landsins, á miðju hundrað ára afmæli þess
fullveldis, sem verið er að grafa undan.
Reykjavíkurbréf13.07.18