Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 22
MATUR Rétturinn Nam Tok merkir foss á taílensku og dregur heiti sitt af því þegar safarnir fossa þegar kjötið er eldað. Safaríkur foss 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 Í annasömu iðnaðarhverfinu við Smiðjuveg íKópavogi er að finna vinsæla veitingastað-inn Bangkok. Hann er í eigu hinnar bros- mildu Emilíu Kanjanaporn sem segir að stað- setningin sé mjög góð. „Hingað fáum við fjölbreyttan hóp af gestum. Sumir keyra langt til að koma til okkar en við fáum líka margt starfsfólk sem vinnur hér í kring sem er dug- legt að koma á hádegishlaðborðið okkar.“ Em- ilía kom til Íslands fyrir um þrjátíu árum. Hún vann í sextán ár á veitingastaðnum Menam á Selfossi en keypti Bangkok fyrir fjórum árum. „Starfsmenn okkar eru fjölskylda og vinir svo hér þekkjast allir mjög vel.“ Emilía segir að réttirnir á staðnum hafi þróast jafnt og þétt. „Ég bætti kannski við smá kryddi hér eða breytti sósunni þar. Um daginn fékk ég krydd frá Taílandi sem ég er forvitin að sjá hvort sé eitthvað fyrir Íslend- inga.“ Emilía segir að hún hafi reynt að finna hvað í taílenskri matargerð henti íslenskum bragðlaukum. „Ég hef lengi verið að prófa hvað Íslendingum finnst gott að borða. Til dæmis var fjölskylda mannsins míns ekki mik- ið fyrir taílenskan mat í fyrstu svo ég þurfti að fara hægt. „Viltu prófa þetta? Smakkaðu þetta.“ Almennt séð þá borða Íslendingar ekki mjög sterkan mat, en hér á Bangkok þykir þeim gott að fá sér sterka rétti,“ segir Emilía, en vinsælasti réttur staðarins, nam tok, á það til að skilja nýgræðinga í taílenskri mat- armenningu eftir í svitabaði. Aðlagar réttina að Íslendingum Emilía Kanjanaporn rekur taílenska veitingastaðinn Bangkok. Hún hefur þróað réttina sína jafnt og þétt til að henta Íslendingum. Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is Petra og Emilía taka vel á móti gestum á Bangkok. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson fyrir tvo 250 g kjúklingur 250 g hrísgrjónanúðlur 2 msk. matarolía 1 dl padthai-sósa 1 egg 50 g púrrulaukur 50 g gulrætur 50 g hvítkál 100 g salthnetur 10 g hvítlaukur 1. Byrjið á því að setja hrísgrjónanúðlurnar í heitt vatn. 2. Matarolía sett á pönnu ásamt hvítlauki. 3. Skerið kjúklinginn í bita og bætið við. 4. Þegar kjúklingurinn er ágætlega tilbúinn bætið við egg- inu, leyfið því að vera á pönnunni í ca. 15 sekúndur áð- ur en þið hrærið það við kjúklinginn. 5. Bætið við núðlunum ásamt padthai-sósunni. 6. Hrærið vel í 2 mínútur. 7. Næst er það grænmetið. 8. Síðasta skrefið er hneturnar, best er að mylja þær. 9. Njóta. Pad thai

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.