Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Qupperneq 15
22.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Mér fannst svolítið óljóst um tíma hvernig ætti að skilgreina sambandið okkar,“ heldur Will áfram. „Þegar við vorum lítil, ég tólf ára og Ellý ellefu, og fram á unglingsárin, þá var vin- áttan að mótast. Og ég held að á unglingsárun- um, fyrir utan tímann sem ég svaraði ekki bréf- unum, hafi ég ekki alveg vitað hvernig ætti að skilgreina sambandið okkar. Lengi vel kvaddi Ellý með orðunum love, Ellý. Síðan breyttist kveðjan yfir í bless. Og ég velti fyrir mér hvers vegna hún hefði skipt yfir í bless. Ég reyndi að finna einhverja vísbendingu í bréfunum. En svo fattaði ég loks hvað var í gangi.“ Will hvíslar: „Hún var komin með kærasta.“ Þau skelli- hlæja. „Þú sagðir mér svo að þú hefðir kynnst Úlla. Og sendir mér myndir af ykkur. En þarna var þetta orðið skýrt og ekkert óljóst lengur varð- andi það hvernig sambandi okkar var háttað. Ég hef eiginlega tekið þátt í þessu öllu saman,“ segir Will, „þegar þau Ellý og Úlli kynntust, þegar þau byrjuðu að búa og trúlofuðu sig og svo framvegis.“ Að þessu sögðu rifja þau upp minningar frá því þegar synir Ellýjar, Unnar og Jóhann, voru litlir og Will var í heimsókn. „Jóhann reyndi að kenna mér að tala,“ segir Will. „Ekki endilega íslensku. Bara að tala. Því honum fannst greinilegt að ég kynni það ekki. Hann sagði bara að ég væri að bulla þegar hann heyrði mig tala ensku.“ „Hann vildi líka skilja hvað við vorum að tala um, og var pirr- aður yfir því að skilja ekki hvað Will var að segja,“ segir Ellý. „Eitt skiptið var Jóhann í baði og ég skildi nóg í íslensku til að heyra að hann væri að tala um mig við mömmu sína svo ég sagði: Ellý! Hann er að tala um mig.“ „Hann var að kvarta yfir þér,“ segir Ellý og skellihlær. „Kvarta yfir þessum ókunnuga manni í húsinu sem talaði ekki neitt, bullaði bara.“ Áhugi Microsoft á íslenskri tungu Will hefur með árunum lært að skilja meira og meira í íslensku. „Ég er tungumálamaður og elska tungumál. Íslenskan er mjög erfitt tungumál,“ segir Will. „Hann er fljótur að læra orð og setningar,“ seg- ir Ellý. „Ég vona að ég verði búinn að ná tökum á að tala íslenskuna þokkalega, áður en ég dey,“ segir Will og hlær. Will hafði rekið sitt eigið hugbúnaðarfyrir- tæki fram á miðjan tíunda áratuginn, þegar hann ákvað að hefja nám að nýju. Hann lærði málvísindi og hefur lokið nokkrum háskóla- gráðum á því sviði. Síðustu árin hefur hann unnið hjá þýðingarteymi Microsoft í Bandaríkj- unum en fram að því var hann prófessor við Washington-háskóla. Þar áður kenndi hann við háskóla í Kaliforníu. Vinur Wills benti honum á starf hjá Micro- soft sem hann sagðist hreinlega halda að hefði verið gert sérstaklega fyrir Will. Þótt svo hefði nú ekki verið raunin leist Will vel á starfslýs- inguna en ákvað að halda sig áfram í kennslu- umhverfinu í nokkur ár í viðbót. En svo kom að því að honum fannst tímabært að skipta um vettvang og líkar vel í starfi sínu hjá Microsoft. Hann hefur allan tímann unnið í þýðingarteym- inu, þar sem meðal annars er unnið að því að gera tungumálaþýðingar sjálfvirkar. „Og allan tímann sem ég hef unnið þarna hef- ur mig langað að fá íslenskuna í hóp þeirra rúmlega sextíu tungumála sem nú er að finna í kerfinu,“ segir Will. „Og einhver hefur verið að bögga þig með að klára dæmið,“ segir Ellý. „Á því leikur enginn vafi,“ segir Will og þau skelli- hlæja. „Í hvert skipti sem ég kem hingað, eftir að ég byrjaði hjá Microsoft, fæ ég að heyra spurn- inguna um það hvar íslenskan sé. Ellý varð meira að segja bara reið stundum og spurði hvað ég væri eiginlega að gera þarna í vinnunni.“ „Stundum sendi ég honum setningar á íslensku og sagði að ef hann skildi þetta ekki, þá ætti hann bara að þýða þetta á Google Translate!“ Þau skellihlæja. „Þetta er auðvitað ekki alveg undir mér kom- ið,“ segir Will svo öllu alvarlegri, „því ég stjórna ekki teyminu. Vandamálið við íslenskuna er að Ísland er lítil þjóð og það þarf að sýna fram að á að það að taka íslenskuna inn hafi jákvæð áhrif á afkomuna. Og þar að auki tengist ég verkefn- inu persónulega, sem hefur sína ókosti fyrir mig. En að lokum fékkst þetta í gegn og ís- lenskan er komin inn. Það gerðist reyndar allt of seint en hún er þó komin í hópinn.“ Will segir að Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, hafi sent fyrirspurn í tölvupósti um þýðingarverk- efnið og hvort íslenskan væri þar inni. „En þá vorum við akkúrat að setja allt í gang með hana. Og Heimir sagði að forseti Íslands væri að koma á fund þar sem ætti að ræða ýmiss konar tæknimál sem verið væri að vinna í og þetta verkefni okkar væri tilvalið umræðu- efni.“ Það varð því úr að Will fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar og flutti kynningu um þýðingarverkefnið. „Það átti nú að ræða fleiri mál en við töluðum um þýðingar allan tímann. Og ég held að Guðna hafi litist afar vel á þetta.“ Will segir að tækni Microsoft sé aðeins frá- brugðin þeirri sem Google Translate býr yfir. „Þú hefur smáforritið og getur gert margt með því. En eitt af því sem við höfum einblínt á er að nýta tæknina í menntun og fyrir heyrnarlausa. Það er hægt að tala við kerfið, það þýðir yfir á íslensku en það er hægt að láta þýðinguna fara í fleiri tæki á staðnum.“ Will segir að þannig geti maður til dæmis notað símann sinn til að tala á íslensku og sent þýðinguna í önnur tæki í sama herbergi. Á kynningunni hafi þessi tækni einmitt verið kynnt. „Við lánuðum tæki en fólk hefði svo sem getað notað sín eigin með því að hlaða niður smáforritinu. Þarna var íslenski forsetinn með símann sinn og á meðan ég talaði ensku við for- ritið hjá mér sá forsetinn íslensku þýðinguna birtast á skjánum hjá sér. Þetta var auðvitað ekki fullkomin íslenska; við þurfum að vinna í því. En þetta vakti svo sannarlega mikla at- hygli.“ Ekki mikil fjölbreytni áður fyrr Will finnst mannlífið á Íslandi orðið mun fjöl- breyttara en það var þegar hann kom hingað fyrst árið 1986. Þá finnst honum matarmenn- ingin hafa breyst umtalsvert og til hins betra. „Fjölbreytnin var til dæmis ekki mikil ef maður fór út að borða,“ segir hann og Ellý skýt- ur inn að það hafi bara verið boðið upp á fisk. „Ísland var auðvitað þekkt fyrir fiskinn og á þessum tíma vildu ferðamenn íslenskan fisk,“ segir Will. „Þú verður enn hissa á því að fá al- mennilegt Tikka Masala hérna núna,“ segir Ellý og hlær. „Já, ég fékk til dæmis frábært Tikka Masala á Egilsstöðum um daginn,“ segir Will, „og ég ætlaði varla að trúa því. En það var ekki nógu kryddað fyrir mig.“ „Nei, þú vilt hafa þetta vel kryddað,“ segir Ellý. Þau hlæja að minningunni um matarboð sem haldið var heima hjá Ellý og meðal réttanna var einn sem aðeins einn maður í boðinu gat borð- að. „Það var borinn fram víetnamskur fisk- réttur sem átti að vera nógu kryddaður fyrir Will og þetta var svo sterkt að hann var sá eini sem gat borðað þetta.“ Það er kominn tími til að slá botn í viðtalið og leyfa ljósmyndaranum að taka við. En skyldu Ellý og Will eiga öll bréfin ennþá? Ellý sprettur á fætur og sækir kassa. Upp úr honum tekur hún hvert bréfið á fætur öðru og minningarnar streyma fram. Blaðamaður kveður þau Ellý og Will með bros á vör. Bless! Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Will við Glym í Hvalfirði. Will og Ellý á Snæfellsnesi. Will segist halda mikið upp á staðinn og líklega fari hann þangað í hvert sinn sem hann komi til Íslands. Will er mikill göngumaður. Hér er hann á Eldfelli í Heimaey árið 1986 og athugar hvort skósólarnir séu heitir. Fyrsta bréfið sem Will sendi Ellý, frá árinu 1976, þar sem hann segir áhugamál sín m.a. vera fjallgöngur og lýsir veðrinu í heimabæ sínum í Bandaríkjunum.Ljósmyndir/Úr einkasafni ’ Ísland er einstakt; það er svoundrafagurt hér. Ég myndinú ekki skilgreina mig sem ís-lenskan en ég skil sambandið milli fólksins og náttúrunnar. Jafnvel í myrkrinu má sjá fegurð. Will og Ellý skoða hér bréf frá því þau skrifuðust á sem börn. Myndin er tekin þeg- ar Will heimsótti Ísland í fyrsta sinn árið 1986.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.